Leita í fréttum mbl.is

Skilur einhver þessi skrif?

Björns Levís Pírataþingmanns?

Skilur einhver hversvegna Morgunblaðið er að prenta svona ruglandi? Hvað er maðurinn eiginlega að leggja til? Hvað er hann að leggja til varðandi virðingu Alþingis og starfshætti? Ég er engu nær.

Björn þessi Leví skrifar:

"Einu sinni gátu þingmenn talað endalaust þegar þeir voru á annað borð komnir í ræðustól. Eftir stutta leit á alnetinu sýnist mér að Jóhanna Sigurðardóttir eigi lengstu ræðuna sem flutt hefur verið á þingi, sú ræða var 10 klukkustunda og átta mínútna löng og var flutt árið 1998. Núverandi þingskapalög voru sett árið 1991 og síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á því hversu lengi og oft þingmenn geta tekið til máls.

Að minnsta kosti sjö breytingar hafa verið gerðar á undanförnum áratugum í áttina að því að stytta tímann sem þingmenn geta talað í hverri ræðu, fækka andsvörum og tíma til andsvara og fækka þeim skiptum sem þingmenn geta tekið til máls.

Tilgáta mín um gömlu vinnubrögðin fjallar einmitt um þessa styttingu á ræðutíma þingmanna. Markmiðið með styttingunni hefur leynt og ljóst verið að gera málþófstækið erfiðara í notkun, einn þingmaður getur ekki bara hertekið ræðustólinn og haldið þinginu í gíslingu.

Það má alveg færa fyrir því góð rök að það sé ekki málefnalegt að slíkt sé mögulegt en lausnin á því hefur verið að stytta ræðutíma og fækka tækifærum allra þingmanna til þess að koma máli sínu á framfæri. Ég tel lausnina á vandamálinu vera birtingarmynd gömlu vinnubragðanna vegna þess að í staðinn fyrir að líta í eigin barm og skilja að ástæðan fyrir málþófinu liggur kannski hjá ríkisstjórnarflokkunum og notkun á ægivaldi þeirra yfir dagskrá þingsins, þá hafi einhvern veginn verið auðveldara að reyna bara að fjarlægja málþófstækið.

Það verður nefnilega allt svo miklu auðveldara þegar litli strákurinn hefur ekki lengur tækifæri til þess að benda á nýju fötin keisarans. Þótt ég sé ekki að mæla með því að ræðutími verði aftur aukinn mættu einstaka dagskrárliðir þó í einhverjum tilvikum hafa eilítið rýmri tíma. Ein til tvær mínútur eru mjög stuttur tími til þess að koma frá sér meira að segja tiltölulega einfaldri spurningu og því samhengi sem þarf stundum að setja fram á sama tíma.

Ég er einfaldlega að segja að það þurfi að ráðast að rót vandans, ástæðunni fyrir því að það þarf stundum að beita málþófi. Málþóf er nefnilega eina tækið sem stjórnarandstaðan hefur til þess að stöðva meirihlutann. Það er hvorki sjálfsagt að beita málþófi né er það auð- velt og síst er það gagnlegt. En stundum er það einfaldlega nauðsynlegt. Það geta allir þingmenn tekið undir.

Lausnin til þess að koma í veg fyrir málþóf er ekki að stytta ræðutíma, að minnsta kosti ekki eingöngu. Lausnin liggur í því frumvarpi sem við höfum að nýrri stjórnarskrá, málskotsrétti þjóðarinnar. Að þjóðin geti haft frumkvæði.

Til viðbótar við það væri ekki óeðlilegt að minnihluti þingsins gæti einnig skotið máli til þjóðarinnar. Ég er viss um að umræðan á þingi yrði betri í kjölfarið."

Það er átakanlegt út af fyrir sig að svona texti skuli koma frá kjörnum fulltrúa á Alþingi Íslendinga sem auk þess fer í ræðustól þingsins á sokkaleistum og eins og niðursetningur til fara og með Guð má vita með hvað í maganum.Nóg var niðurlæging samkundunnar fyrir.  

Af hverju er þessum manni ekki vinsamlega bent á að skrifa frekar í Fréttablaðið heldur en að ergja okkur lesendur Morgunblaðsins sem borga fyrir það að fá blaðið sér til upplýsingar?  Okkur er raun að því að sjá svona skrif í því annars oft ágæta blaði. Við nennum ekki að kaupa svona skrif sem enginn skilur og eiga ekkert erindi við lesendur þess blaðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Það er ekki auðvelt að skilja orðræðu eða skrif Pírata. Þarna held ég þó að verið sé að tala um það fyrirbæri sem sumir hafa nefnt "minnihluta lýðræði", fyrirbrigði  sem á sér ekki stoð.

Enda spurning,  hvers vegna þjóðin gangi til kosniga á a.m.k. fjögurra ára fresti, til að kjósa fulltrúa á Alþingi, ef minnihluti þeirra sem þjóðin velur hefur jafnt atvægi á þeirri stofnun.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2018 kl. 07:13

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Halldór.

Ég má til með að stytta málflutning þingmannsins niður í hans eigin auðskiljanlegu samantekt, sem meirihluti okkar ætti að geta sætst á og jafnvel fagnað.

Lausnin til þess að koma í veg fyrir málþóf er ekki að stytta ræðutíma, að minnsta kosti ekki eingöngu. Lausnin liggur í því frumvarpi sem við höfum að nýrri stjórnarskrá, málskotsrétti þjóðarinnar. Að þjóðin geti haft frumkvæði.

Jónatan Karlsson, 11.3.2018 kl. 08:13

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónatan. Málskotsrétturinn er þegar fyrir hendi og hefur verið notaður oftar en nokkru sinni í tíð Ólafs Ragnars. Undirskriftalistar hafa bein áhrif a ákvörðun forsetans um að vísa malum til þjöðaratkvæða. Vilji prirata er að hér verði endalaus þjoðaratkvæði um smátt og stórt. Jafnvel að því marki að þigið er gagnslaust.

Málþóf er terrorismi og á ekkert skylt við lýðræði. Það er notað af minnihluta til að koma í veg fyrir að mál nái fram að ganga. Að meirihlutinn ráði. Sóun á tima og fé, rétt eins og hundrað milljónkrona þjóðaratkvæði um allt milli himins og jarðar. 

Að líkja málþófi við málskotsrétt opinberar idíótí þessa manns. Umdeild lög og ákvarðanir fara fyrir forsetans til samþykktar eða synjunnar. Áður en að málskotsréttinum kemur er því búið að ræða málið og tefja á þingi með málþöfi og öllu tilheyrandi.

Björn er bara að koma að þráhyggju Pírata um stjórnarskrármalið án þess að geta gert neina vitræna tengingu um nauðsyn þess. Allavega er þessi tenging hlægilegt vindhögg.

(Ef þú smelllir á nafnið mitt, þá ferðu inn á bloggið mitt og þar geturðu lesið um upphaf og tilgang stjórnarskrármálsins.)

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2018 kl. 10:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvarflar annars lítið að mér að lesa óráðið frá Pírötum. Serstaklega Björn Leví. Ég skil vel að hann hafi farið frá því að taka MA í tölvunarfræði í að vinna a leikskóla. Hann hefur svo hrakist frá einni vinnu til annarrar og enst mesta lagi tvö ár í hverri. Vona að það meðaltal gildi um þingsetu. Það vill greinilega enginn hafa hann í vinnu til frambúðar.

Allavega segir CV-ið hans a alþingisvefnum meiri sögu en mörg orð um kappann. Ekki er það mikil vegtylla.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2018 kl. 12:56

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þessi skrif Jón Steinar sem ég vonma að Jónatan athugi.

Jáhá, Gunnar Heiðarson,

þessi störf þingsins eru komin í tóma vitleysu þar sem minnihlutinn kemur í veg fyrir vitræn störf með vitleysu, þeir hafa öll völd þó þeir séu í minni hluta.

Ég skil ekki hversvegna meirihlutinn er að svara þeim. af hverju þarf ráðherra að svara fyrir spurn umdellu?. af hverju segir hann ekki no comment? Sendu mér tölvupóst eða eitthvað svoleiðirs

Halldór Jónsson, 11.3.2018 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband