6.4.2018 | 14:19
EES samningurinn er úreltur
að verða segir Friðrik Daníelsson í þarflegri Morgunblaðsgrein í dag. Friðrik segir:
"Aðstæður og þar með forsendur EES-samningsins hafa gerbreyst frá því Alþingi samþykkti hann 1993. Efnahagserfiðleikar á 9. áratugnum höfðu sáð svartsýni og úrræðaleysi, úrbótatilraunin sem Alþingi að lokum samþykkti var að gera nýjan samning við ESB í von um hagstæðari viðskipti.
Norðurlöndin höfðu líka lent í efnahagsþrengingum og bankakreppu sem endaði með að Svíar gengu í ESB. Norðmenn gengu í EES með Íslendingum. Reynslan af samningnum í aldarfjórðung liggur nú fyrir og er hún misjöfn eins og við mátti búast.
Bretar ganga út
Snemma árs 2019 gengur Bretland úr ESB. Þar með fer ein helsta við- skiptaþjóð Íslendinga til langs tíma úr ESB sem setur viðskipti Íslands við Bretland í sömu stöðu og við lönd utan ESB. Bretland verður ekki aðili að EES. Opin og frjáls viðskipti við Bretland hafa verið einn af hornsteinum atvinnu og velmegunar á Íslandi um langt skeið. Verði Ísland áfram í EES eftir 29. mars 2019 verður regluverk ESB í gildi hvað varðar viðskipti við Breta. Viðskiptahindranir ESB við umheiminn munu þá víkka út yfir viðskipti Íslands við Bretland. Þetta atriði eitt og sér gerir EES-samninginn úreltan.
Viðskiptaumhverfið hefur breyst
EES-samningurinn er ekki lengur hagstæður um útflutningsafurðir. Hann tryggir ekki fullt tollfrelsi með fiskafurðir. Útflutningur til ESB er að miklum hluta tollaður samkvæmt fríverslunarsamningnum sem upprunalega var gerður 1972 og hefur í raun þýtt aðgang að innri markaðnum fyrir helstu útflutningsafurð- irnar.
Nýlegir samningar WTO hafa haft í för með sér almennar tollalækkanir í milliríkjaverslun og hafa því tollar og gjöld á vöruverslun mun minni áhrif en þegar EES-samningurinn var gerður. Meiri áhrif á verslun núorðið hafa vaxandi verslunarhömlur, s.s. tæknilegar kröfur, leyfisskyldur, viðurkenningakröfur, merkingareglur og skráningarskyldur hjá ESB. Þær hafa gert milliliðalausan og hagkvæman innflutning frá mörgum löndum illmögulegan. Það á við þróuð lönd, t.d. Bandaríkin, Kanada og Austur-Asíulönd þar sem m.a. öruggar há- gæðavörur eru fáanlegar.
Þær hömlur bætast á innflutning frá Bretlandi eftir 29. mars 2019. Viðskiptahömlur ESB eru sagðar vera til að tryggja gæði, auka samræmi og öryggi og bætta viðskipti en eru ekki síst til að setja höft á viðskipti við lönd utan ESB. Ísland dróst, vegna EES m.a., inn í viðskiptabann á Rússland sem hefur lengi verið eitt af bestu við- skiptalöndum Íslands. Á næsta ári verða því stærstu viðskiptaþjóðir Íslands, þegar verslunarfrelsi hefur ríkt, Bandaríkin, Bretland og Rússland, utan múra ESB. Hlutur ESB af heimsviðskiptunum fer dvínandi en ESB hefur aftur á móti í skjóli EES verið að leggja undir sig meir af vörumarkaði á Íslandi.
ESB hefur tekið til sín vald
Lýðkjörin stjórnvöld hafa í vaxandi mæli misst völd. Tilskipanavald ESB hefur reynst ígildi löggjafar- og framkvæmdavalds. Íslensk stjórnvöld hafa engin áhrif á EES-tilskipanir, hvorki tilgang, innihald né tímasetningar. Stofnanavald EES hefur aukist, t.d. hafa úrskurðir ESA og dómar EFTA-dómstólsins verið gerðir að- fararhæfir. Stjórnvald ESB hefur haft tilhneigingu til að vaxa og teygja sig lengra en talið var þegar samningurinn var gerður. Hann hefur með tímanum orðið meira íþyngjandi og kostnaðaraukandi fyrir bæði opinbera aðila sem og fyrirtæki og almenning.
EES-regluverkið hefur hægt á framkvæmdum og gert þær dýrari, tímafrekari og erfiðari. Og veitt verkefnum til ESB. Ísland þarf að hlíta svipuðu magni ESB-reglna og stærri lönd sem hefur í för með sér að kostnaðurinn af samningnum er margfaldur á hvern íbúa hér.
Atvinnuvegir færast undir stjórn ESB
ESB Stjórnvald ESB er að teygja sig inn á orkugeirann með nýjum stofnunum og nýju regluverki, og auknu valdi ESB, með fyrirsjáanlega slæmum afleiðingum fyrir sjálfsákvörðunarrétt um þjóðarauðlindir. Skerðing verður á afkomu landbúnaðarins með auknum innflutningi niðurgreiddra og/eða sýklamengaðra sláturdýrahluta og aukin hætta á smitsjúkdómum. Regluverk sem sagt er vera um umhverfismál, öryggi, vernd eða önnur samfélagsmál hefur haft tilhneigingu til að hafa áhrif á fleiri svið sem talið var að EES-samningurinn mundi ekki snerta.
Regluverk EES um fjármálakerfið og fjármagnsflutningafrelsið reyndist hættulegt fyrir Ísland og leiddi, ásamt utanaðkomandi þáttum, til bankahrunsins. Framkoma ESB-landa við Ísland í hruninu var óvinsamleg og gefur ekki góða vísbendingu um hvers má eiga von þaðan. Stjórnvald ESB vegna EES-samningsins er nú aftur að teygja sig lengra inn á fjármálageirann með nýjum stofnunum og nýju regluverki. Til sérstöðu Íslands sem fámenns eyríkis langt frá meginlöndum er ekki tekið nægilegt tillit í samningnum. Það hefur reynst koma niður á atvinnuvegunum, uppbyggingu, þróun, utanríkismálum, sjúkdómsvörnum, fólksinnflutningi, glæpavörnum o.fl. Æ erfiðara hefur reynst að koma við skynsamlegri stjórn margra mála vegna áhrifa EES-samningsins. EES-samningurinn er að verða úreltur "
Það hefur lengi vakið furðu kjósenda á Íslandi hversu kærulaust Alþingi hefur verið í því að gæta íslenskra sérhagsmuna þegar um hefur verið að innleiða tilskipanir ESB í íslensk lög. Alþingismenn hafa jafnvel legið undir ásökunum um að lesa ekki tilskipanirnar áður en þeir greiða þeim atkvæði.
Það er því kominn tími til að hið háa Alþingi fari að svara þeirri spurningu hvort EES samningurinn þjóni íslenskum hagsmunum ennþá eða hvort verði að breyta honum í takt við breyttar aðstæður í heiminum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Konungur bloggaranna Pál Vilhjálmsson segir:
"ESB-sinnar í Noregi ætla að verja EES-samninginn til síðasta blóðdropa, enda líta þeir svo á að samningurinn sé fyrsta skrefið inn í Evrópusambandið. Samtímis vex þeim fiskur um hrygg í Noregi sem vilja út úr EES.
Bretland er á leið úr Evrópusambandinu og ætla ekki inn í EES-samninginn enda vilja þeir fullveldið sitt tilbaka.
Ísland, eins og Noregur, er aðili að EES-samningnum. Norðmenn koma fram við okkur eins og hjálendu og ætlast til að Ísland samþykki útvíkkun EES-samningsins þegar það þjónar eingöngu norskum hagsmunum.
Ísland ætti að höggva á hnútinn og segja upp EES-samningnum. Hann gerir meira ógagn en gagn."
Halldór Jónsson, 6.4.2018 kl. 18:18
Nú erum við loksins að tala saman Halldór.
Auðvitað á að sturta þessum fjandans EES samningi norsku ESB kratanna Torbjörn Jagland og þeirra Stoltenberg feðga í skólplögnina, beinustu leið til föðurhúsa þeirra.
Ef einhver dugur væri í þessum vesalingum sem ráða í Sjálfstæðisflokknum, hefði það verið gert samstundis og JBH og DO véluðu um þetta með norsku kerfisraðakrötunum.
En skítt með fortíðina, nú þarf í einum rennandi pípandi hvelli að vinda snarlega ofan af tilskipana og reglugerðaflóðinu sem vesalingar allra flokka í stjórnsýslunni hafa innleitt í gegnum árin.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.4.2018 kl. 19:39
Tek undir þetta Halldór. Það er undarlegt hve Alþingi okkar eru sofandi í þessum efnum. Það er tími tilkomin að þeir vakni upp áður en það verður of seint.
Valdimar Samúelsson, 6.4.2018 kl. 21:46
Sæll Halldór: sem og aðrir gestir, þínir !
Valdimar !
Sofandi alþingi - kristallazt í þeim dóp- og annarrs konar lýð, sem innan þess vafrar að bezt verður séð, sé mið tekið af vinnubrögðunum, innan þeirrar harmkvælanna stofnunar, Valdimar minn.
STÓRÞJÓFAR: eins og Ásmundur ökumaður Friðriksson og Steingrímur J. Sigfússon t.d.,ganga ENNÞÁ lausir, þrátt fyrir ára og áratuga sjálftöku þeirra / sem margra annarra þingmanna, úr skúffum Helga Bernódussonar (beintengdum efalust: með færibandabúnaði, frá Fjársýslu ríkisins) á sama tíma, og liðssveitir Haraldar Johannessen Ríkislögreglustjóra eru að eltazt við klink- sjoppuþjófana víðs vegar um land, sem eru að hnupla fyrir andvirði smámyntanna:: oftlega.
Við hverju býstu Valdimar minn - með svona mannskap, í farteski almennilegs fólks, í landinu ?
Lengst suður í Afríku: meira að segja, eru ýmis samfélög á hærra menningar- og siðferðisstigi, en það íslenzka / hafi fram hjá þér og Halldóri síðuhafa og fleirrum farið, Valdimar Samúelsson !!!
Því miður.
Með kveðjum - eftir sem áður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.