19.9.2018 | 14:52
Bjarni Benediktsson
var á fundi hjá gamlingjadeildinni í Valhöll sem Blöndal frændi hans stýrir með miklum ágætum og heldur fjölsótta fundi í hádeginu á miðvikudögum yfir veturinn.
Bjarni fór yfir fjárlagafrumvarpið en þau hefur hann nú flutt ár hvert frá 2013. Hann sagði að þetta frumvarp væri sérstakt að því leyti að aldrei hefði verið gert betur í heilbrigðismálum en nú ásamt því að búið væri að borga niður skuldir sem aldrei fyrr og lækka vaxtakostnað um milljarða. Auk þess hefði verið greiddir 7 milljarðar inná 660 milljarða skuld ríkisins við LSR sem þyrfti að gera ár hvert í næstu 40 árin. Margt fleira kom til skoðunar og sýndi Bjarni margar glærur sem undirstrikuðu staðreyndir í frumvarpinu.
Bjarni benti á að aldrei hefðu lífskjör á Íslandi verið betri en núna og sér fyndist það vera árangurinn fyrir fólkið í landinu sem skipti meira máli en einhverjar skoðanakannanir sem endurspegluðu aðeins stemninguna milli kosninga.
Það væru allt aðrar aðstæður í stjórnmálum nútímans. Það væri miklu auðveldara að stofna stjórnmálaflokka nú en áður enda 8 flokkar á þingi þar sem 4 þeirra hefðu ekki verið til fyrir fáum árum. Fjölmiðlun væri gerbreytt og nú gætu menn gert margt annað en að skrifa grein í blað til að reka áróður.
Fundarmenn höfðu áhyggjur af flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins og tók Bjarni undir það að þar væri verk að vinna. Hinsvegar væru allir flokksmenn flokkurinn og þeir yrðu að reka áróður hver og einn hvar sem þeir væru staddir. Fundarmenn vildu samt ræða fylgiskannanir og hvað ylli slöku gengi flokksins sem væri bara um 20 % sem væri langt frá því sem áður var. Einn spurði Bjarna hvort honum leiddist á þinginu þar sem hann væri svo alvarlegur í ræðustól. Bjarni tók þessu vel og lofaði að reyna að verða glaðlegri. Aðrir skömmuðust út í slakt flokkstarf í sjálfstæðisfélögunum sem er þó aðeins þeirra sjálfra að bæta ef grannt er skoðað.
Bjarni fór vítt og breitt yfir ríkisfjármálin og skattkerfið og þróun þess frá 1990 og það sem að almenningi snéri hvað varðarði persónuafslátt og fleira. Hann bæri þá öldruðu einstaklinga fyrir brjósti sem byggju við hvað verstu kjörin sem hefðu engar tekjur úr lífeyrissjóðum né fjármagnstekjur hvað þá aðrar tekjur og gætu ekki aflað sér viðbóta. Það sem ríkið færði þessum einstaklingum yrði það að skerða aðra um sem ekki tækju því fagnandi sem vonlegt væri.
Undirritaðan langaði til að láta í sér heyra en sleppti því. Hann hefði viljað minna Bjarna á orð Winston Churchill á sínum tíma þegar hann sagði að þjóðin hefði átt ljónshjartað í styrjöldinni. Honum hefði aðeins verið falið að stjórna öskrinu. Og formaður flokksins mætti ekki gleyma þýðingu öskursins í flokksstarfinu þó að verkefni væru ærin í ráðuneytinu. En sú ræða bíður betri tíma þegar svo mörgum lá svona mikið á hjarta eins og fram kom á fundinum.
Í heild var þetta góður fundur og flokksmenn greinilega ánægðir með að fá tækifæri til að ræða við formann sinn Bjarna Benediktsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sem sagt Halldór. Leiðtogi flokksins vill að flokksmenn leiði hann og flokkinn áfram fyrir hann. Hann ætlar þá að koma í humátt á eftir. Eða, kannski og kannski ekki.
Það versta er að þetta gildir um allt annað sem tosar í formanninn. Hann getur varla farið í gegnum eina hruð án þess að tapa þeirri skoðun sem hann hafði áður en hann opnaði hurðina.
Eftir þennan fund voru auðvitað öngvir Sjálfstæðismenn neinu nær um það hver Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er. Hann vinnur bara þarna.
Þvílíkt og annað eins. Þetta er alveg glatað. Alveg glatað.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2018 kl. 16:26
Hafðu þökk fyrir fréttirnar.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2018 kl. 16:29
Í fyrsta þættinum "Á líðandi stundu" 1986 var Davíð Oddsson borgarstjóri spurður, hvort hann myndi verða í báráttusætinu, 8. sæti listans.
Hann svaraði: "Nei, það er betra að leiða hjörðina en að reka hana."
Ómar Ragnarsson, 19.9.2018 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.