Leita í fréttum mbl.is

Stórfrétt

í læknisfræði skv. frétt í Morgunblaðinu:

"Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld.

Í útsendingunni lýsti Hildur ónæmishvetjandi meðferðum sem veittar eru krabbameinssjúklingum á Karolinska og rannsóknum hennar á því sviði en þær byggjast á uppgötvunum vísindamannanna tveggja, sem deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár.

Byltingarkenndar uppgötvanir James P. Allison frá Bandaríkjunum og Tasuku Honju frá Japan fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2018 fyrir byltingarkenndar uppgötvanir við meðferð krabbameina, þar sem ónæmiskerfið er virkjað á þann hátt að það ræðst gegn krabbameinsfrumum. Ótrúlega góður árangur hefur náðst með þessum ónæmismeðferðum. Lífshorfur eða lifun margra krabbameinssjúklinga sem svara þessari meðferð, hefur lengst, jafnvel um fjölda mörg ár, og gætu þeir mögulega náð fullum bata.

Uppgötvanir Allison og Honjo eru á sérsviði Hildar, sem hefur þegar notað þessar meðferðir sem krabbameinslæknir sjúklinga á Karolinska í nokkur ár og stundar hún auk þess rannsóknir sem tengjast þeim. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að þessar nýju meðferðir sem byggjast á uppgötvunum Honju og Allison feli vissulega í sér byltingu í meðferð krabbameinssjúklinga. Ekki síst eru framfarirnar miklar fyrir sjúklinga sem eru með sortuæxli en Hildur hefur unnið mikið með þeim á Karolinska. Sortuæxli ná að dreifa sér um líkamann og eru krabbamein sem hefur svarað illa lyfjameðferð. Hún segir að þar til þessar nýju meðferðir komu til sögunnar hafi læknar haft fátt til ráða fyrir sjúklinga með dreifð sortuæxli og líkur á að þeir lifðu stuttan tíma. Nýja meðferðin hefur hins vegar skilað mjög góðum árangri. ,,Það er um helmingur sjúklinga sem svarar þessari meðferð og það finnst okkur vera rosalega stórt skref miðað við ástandið eins og það var áður,“ segir Hildur.

Hún segir að Allison og Honju hafi uppgötvað og lýst svonefndum innbyggðum bremsum á ónæmiskerfinu, sérstaklega tengdum T-frumum í ónæmiskerfinu og fundu því til viðbótar ásamt öðrum aðferð til þess að setja á svokallaða hemla sem virkja svörun ónæmiskerfisins á þann hátt að það getur ráðist á krabbameinsfrumur og heft vöxt þeirra.

Spurð um meðhöndlun og lífshorfur krabbameinssjúklinga með sortuæxli sem eru komin á alvarlegt stig en gangast undir þessar nýju meðferðir segir Hildur að mikill árangur hafi náðst ef litið er á hóp sjúklinga í rannsóknum hennar og félaga hennar á Karolinska.

Áður hafi kannski tæplega fjórðungur sjúklinga verið á lífi að einu ári liðnu en eftir að þessar nýju meðferðir komu til skjalanna séu um 75 til 80% sjúklinganna enn á lífi eftir fyrsta árið. "

Þetta eru þáttur í hinn nýju lækningatilraunum á krabbameini sem nú eru orðnar að von sjúklinga um allan heim.Þessar lækningar byggja allar á þeirri aðferð að virkja ónæmiskerfi líkamans til að þekkja krabbameinsfrumur frá heilbrigðum og ráða niðurlögum þeirra sem þær gátu ekki áður.

Einn reyndur krabbameinslæknir sagði við bréfritara að hann teldi að lækning við krabbameini myndi mögulega finnast innan tuttugu ára. Allavega eru miklar rannsóknir í gangi og mikið aukin samvinna og skipti á upplýsingum milli rannasóknaaðila  getur mögulega flýtt fyrir allri þróun á þessu sviði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband