Leita í fréttum mbl.is

3.orkupakkinn

er ekki allur þar sem stuðningsmenn hans á Alþingi telja hann vera að mati Páls Vilhjálmssonar bloggkóngs. Hann skrifar svo:

"Með innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenska löggjöf er Ísland orðið hluti af sameiginlegum raforkumarkaði Evrópusambandsins. Aðeins á eftir að leggja sæstrenginn til Evrópu svo verkið sé fullkomnað.

Orkustefna ESB gengur út á að taka raforkumál frá aðildarríkjum og færa yfirstjórn þeirra til Evrópusambandsins.

Hvað Ísland varðar er hér um að ræða rakið fullveldismál. Í dag stjórnum við raforkumálum okkar ein og alfarið. Með innleiðingu þriðja orkupakkans er völd, sem áður voru á Íslandi, flutt til Brussel.

ESB-sinnar kætast yfir nýjum bandamönnum sem þeir hafa fengið í þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Kjósendur þessara flokka, sem telja fullveldið einhvers virði, munu snúa sér til annarra stjórnmálaafla."

Aðeins vantar sæstrenginn til þess að við séum tengdir inn á orkumarkað Evrópu. Alþingi getur samþykkt að sæstrengur skuli lagður. Ekki endilega sá meirihluti sem nú situr heldur annar.Samþykkt pakkans er líkleg til þess höggva skörð í fylgi einhverra flokka.Til dæmis Sjálfstæðisflokksins sem mátti nú varla við slíku.

Er ekki 3. orkupakkinn einmitt um það að sameiginlegur orkumarkaður skuli starfræktur í Evrópu?Ef við eru ósammála því, af hverju erum við þá að samþykkja eitthvað sem við erum á móti? Græðum við eitthvað sérstaklega á því? Erum við eitthvað að hjálpa frændum okkar í Noregi sem eru mikið að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi um þessar mundir?

Hverju breytir hærra raforkuverð á Íslandi en nú er? Verður ekki staðarhagkvæmni úrvinnsluiðnaðar raforku, eins og stóriðja á Húsavík, minni fyrir bragðið? Gæti það ekki þýtt færri innlend störf ef staðsetning stórnotenda skiptir ekki máli? Álver í Brussel veitir Íslendingum ekki störf eins og væri það í Straumsvík?

Af hverju skyldi forysta Sjálfstæðisflokksins endilega vilja samþykkja 3.orkupakkann ef það skiptir engu máli eins og hún segir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er beinlínis kveðið á um það í reglugerð þriðja orkupakkans að stjórnvöld skuli koma á viðskiptum með raforku yfir landamæri.

Um leið og pakkinn er samþykktur er því beinlínis komin skylda á stjórnvöld að leggja sæstreng.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband