16.5.2019 | 15:18
Þjóðarsjóður nýr skattstofn?
Þeir Örn Daníel Jónsson og Bjarni Frímann úr Háskóla Íslands skrifa grein í Morgunblaðið um það hvernig kostnaði við raforkuvinnslu þjóðarinnar er háttað.
Þar upplýsist til að mynda hversu tilgangslaus uppskiptingin sem ESB fyrirskipaði í sambandi við Orkupakka 1 og 2 var og hefur ekki fært okkur neitt íþyngjandi kostnað og stefnir í mun verra ef hugmyndirnar um þjóðarsjóð eiga að verða að veruleika í framhaldi af komandi orkupökkum og alþjóðavæðingu raforkumarkaðarins.
Þeir segja m.a. svo:
"...Það er núna yfirlýst markmið að hagnaður af Landsvirkjun renni á næstu árum í auðlindasjóð. Hafa ber í huga hvernig orkugeirinn hér er uppbyggður.
Árið 2017 framleiddi Landsvirkjun 73% allrar raforku í landinu og Orka náttúrunnar 18%. Bæði fyrirtækin eru í opinberri eigu.
Stærsta einkarekna vinnslufyrirtækið, HS Orka, framleiddi 6%.
Á síðasta ári fóru 77% heildarvinnslunnar til stórnotenda, þ.m.t. gagnavera, 18% til almennra notenda, þ.e. fyrirtækja og heimila.
Á Íslandi er eitt skilgreint flutningskerfi raforku en mörg svæðisbundin kerfi eða dreifiveitur. Landsnet á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns á Íslandi og öll helstu tengivirki á landinu.
Raforkan sem fer til stórnotenda er seld á verði sem bundið er langtímasamningum og þess vegna ekki unnt að breyta því nema þegar samningar losna. Almennir notendur taka hins vegar á sig verðhækkanir.
Landsnet er hlutafélag í eigu opinberra aðila.
Félagið er dótturfélag Landsvirkjunar, sem er ríkisfyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag og á 65% hlut í Landsneti.
Hlutafélagsformið gerir Landsneti mögulegt að taka lán án aðkomu stjórnvalda. Það getur Landsvirkjun hins vegar ekki.
Árið 2016 seldi Landsnet óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir bandaríkjadollara, eða 23 milljarðar króna, til fagfjárfesta í Bandaríkjunum í lokuðu útboði.
Bréfin voru að stærstum hluta með gjalddaga eftir tíu til tólf ár, þ.e. kúlulán, og með 4,56% fasta vexti.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, kvað þessa fyrstu erlendu skuldabréfaútgáfu fyrirtækisins vera stórt skref og það væri ánægjulegt hvað fjárfestar sýndu félaginu mikið traust.
Útgáfan var tvöfölduð frá því sem upphaflega var ákveðið vegna mikils áhuga fjárfesta og góðra kjara. Fjármögnunin var gerð í þeim tilgangi að greiða niður verðtryggt krónulán frá móðurfélaginu Landsvirkjun og um leið að breyta skuldum yfir í bandaríkjadal, sem þá var ákveðið að væri starfrækslugjaldmiðill Landsnets.
Umrædd lántaka ber á annan milljarð króna í vexti árlega. Landsvirkjun (samstæðan) getur með þessu móti sótt sér umtalsvert fjármagn án aðkomu stjórnvalda. Hér er því um valdframsal að ræða.
Landsnet (dótturfyrirtækið) getur tekið lán á meðan móðurfélagið hefur bundnar hendur. Þessi gerningur fól í sér að 23 milljarðar króna komu inn í samstæðuna í formi handbærs fjár til Landsvirkjunar.
Landsnet situr uppi með skuldina.
Landsvirkjun hefur umtalsvert handbært fé, nálægt 15 milljörðum króna í lok síðasta árs. Í samanburði við það eru þær lágar fjárhæðirnar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja til eflingar dreifikerfisins til að mæta betur þörfum atvinnulífs og almennings.
Það sem eftir stendur hjá mér eftir lestur þessarar greinar er að Landsvirkjun getur gert þá reikninga sem henni sýnist á Landsnet og látið hana greiða með erlendum lántökum. Þetta ætlar Bjarni Benediktsson síðan að leggja í þjóðarsjóð sem verður stýrt af handvöldum aðilum svipað og stýra fjárfestingum lífeyrisjóðanna væntanlega.
Ef haft er í huga að almenningur en ekki stórnotendur mun taka á sig verðhækkanir sem verða kunna vegna aðkomu samkeppnimarkaðar um raforku.
Að um auknar byrðar almennings verður að ræða í hækkuðu orkuverði.
Er þá ekki verið að skattleggja almenning í þágu pólitískra markmiða sem hafa hvergi verið rædd í neinum mæli á hinum pólitíska vettvangi?
Og til hvers er þessi þjóðarjóður?
Til að mæta áföllum í framtíðinni sem kannski kemur aldrei í þeirri mynd? Verði áföll vegna þess að ríkið hefur skuldsett sig of mikið vegna einhverra framkvæmda eða hruns þá þarf að mæta því eins og gert hefur verið. Var því ekki mætt árið 2009 með gengisfellingum og neyðarlögum?
Ég sé ekki hagkvæmnina sem felast í fyrirfram skattlagningu núlifandi til að leggja í sjóð sem einhverjir óðframkomnir útvaldir eiga að stýra og niðurgreiða fyrir ókomnar kynslóðir?
Og geta þessir sjóðastjórnendur ekki tapað alveg eins og klifeyrissjóðirnir töpuðu þúsund milljörðum af fé almenning í hruninu og eins sem sagt var við okkur eigendur fjárins:
Sorrí Stína.
Þjóðarsjóður Norðmanna er af allt öðrum toga. Ef honum hefði verið hleypt inn i hagkerfið hefði allt farið meira á hausinn en það en það gerði í olíuæðinu og var þó nóg um iðnaðarhrunið á útflutningsmörkuðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.