Leita í fréttum mbl.is

Frábćrt afmćli

var haldiđ í Valhöll um hádegiđ í dag.

Skipulagiđ var stórkostlegt og öllum til sóma. Mér ţótti sérlega vćnt um orđ Katrínar Jakobsdóttur um ţađ ađ Bjarni Beneiktssson  vćri einhver besti samstarfsmađur sem hún hefđi eignast.

Einhvernveginn er ég grunađur um grćsku í flokksmálum, líklega vegna efasemda um O3. Einn gamall flokksbróđir spurđi mig beint út:  Ţú hér? Ég svarađi ađ höfuđbóliđ hefđi ekki breytst ţó menn hefđu sumir mismundandi skođanir á búskaparháttum núverandi ábúenda.

Svo greip ég niđur í Fréttablađiđ  og rekst ţar á grein efir formanninn okkar Bjarna Benediktsson.

Hann stađfestir ţar međ ţá skođun sem ég hef lengi haft ađ verđi henn örlítiđ meiri tíma í trúbođ fyrir sjálfstćđisstefnunni ţá vćri fylgi annarra flokka í verulegri hćttu frá ţví sem nú er.

En Bjarni segir svo í Fréttablađinu í dag:

"Hinn 25. maí 1929 ákváđu ţingmenn Frjálslynda f lokksins og Íhaldsflokksins ađ sameina krafta sína í nýjum flokki: Sjálfstćđisflokknum.

Stefnumál hans skyldu annars vegar vera fullt sjálfstćđi landsins, og hins vegar ađ vinna í innanlandsmálum ađ víđsýnni og ţjóđlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis međ hagsmuni allra stétta fyrir augum.(leturbreyting mín)

Fyrra stefnumáliđ gekk eftir 15 árum síđar og ţađ síđara hefur veriđ kjarni stefnu Sjálfstćđisflokksins í 90 ár. Međ ţví ađ standa trúr viđ grunnstefin sem slegin voru fyrir 90 árum hefur flokkurinn veriđ brimbrjótur í sókn fámennrar ţjóđar úr fátćkt til velmegunar.

Oft hefur gefiđ á bátinn. Aukiđ einstaklings- og atvinnufrelsi fékkst ekki án átaka. Ađ koma ţjóđ úr höftum var barátta. Ađ berjast gegn afturhaldsöflum kallar á pólitískan kjark.

Forystufólk Sjálfstćđisflokksins hefur skiliđ hve mikilvćgt ţađ er fyrir okkur Íslendinga ađ hrćđast ekki opin og gagnkvćm samskipti viđ ađrar ţjóđir – skiliđ betur en ađrir hve mikilvćgt ţađ er ađ nýta fullveldiđ til ađ eiga alţjóđlegt samstarf, hvort heldur er í öryggis- og varnarmálum, í frjálsum viđskiptum, eđa á sviđi lista og menningar.

Sjálfstćđisflokkurinn hrćđist ekki fullveldiđ heldur vill nýta ţađ til heilla fyrir land og ţjóđ. Tilvera flokksins byggist á ţví ađ rćkta sambandiđ viđ almenning og eiga viđ hann erindi. Til ţess ţarf ađ slípa og móta hugmyndir í takt viđ nýja tíma og áskoranir – skapa sýn til framtíđar. Ţađ getur aldrei veriđ sjálfstćtt markmiđ fyrir stjórnmálaflokk ađ lifa af í umróti samtímans.

Stjórnmálaflokkur sem hefur engan annan tilgang verđur aldrei hreyfiafl breytinga – verđur aldrei kjölfesta sem öll samfélög ţurfa á ađ halda. Stjórnmálaflokkur sem er á flótta undan samtíđinni, hrćđist breytingar, forđast nýja hugsun og hleypur undan áskorunum framtíđarinnar, mun visna upp. Slíkur stjórnmálaf lokkur hefur Sjálfstćđisflokkurinn aldrei veriđ. Ţvert á móti.

Alţjóđlega sinnađur framfaraflokkur

Markmiđiđ í upphafi var ađ Íslendingar yrđu ţjóđ međal ţjóđa. Alţjóđaviđskipti og alţjóđleg samvinna hefur veriđ og verđur einn af hornsteinum sjálfstćđisstefnunnar. Ţannig hefur Sjálfstćđisflokkurinn rutt brautina fyrir ţađ alţjóđasamstarf sem skipt hefur ţjóđina hvađ mestu.

Ólafur Thors var forsćtis- og utanríkisráđherra ţegar Ísland sótti um ađild ađ Sameinuđu ţjóđunum, Bjarni Benediktsson var utanríkisráđherra ţegar Ísland gekk í NATO og forsćtisráđherra ţegar viđ gerđumst ađilar ađ EFTA. Davíđ Oddsson var forsćtisráđherra ţegar samningurinn um Evrópska efnahagssvćđiđ var gerđur.

Afstađa okkar sjálfstćđismanna til alţjóđlegrar samvinnu hefur alltaf veriđ skýr og einörđ. Viđ höfum stađiđ vörđ um fullveldiđ og nýtt ţá möguleika sem sjálfstćđiđ gefur okkur í alţjóđlegu samstarfi.

Frelsi og stöđugleiki

Sjálfstćđisflokkurinn hefur átt ađild ađ miklum meirihluta ţeirra ríkisstjórna sem myndađar hafa veriđ frá stofnun hans. Ţannig hefur hann tekiđ ţátt í ađ skapa skilyrđi fyrir samfélag sem á ótrúlega skömmum tíma fór frá ţví ađ vera eitt ţađ fátćkasta í Evrópu til ţess ađ vera međ ţeim auđugustu.

Rótgróin trú sjálfstćđismanna á ađ sterkt atvinnulíf vćri allra hagur hefur leikiđ lykilhlutverk á ţeirri framfarabraut. Ađ ađeins ţannig sé unnt ađ standa undir fyrirheitum um ađ gefa öllum tćkifćri til menntunar, ađgang ađ heilbrigđiskerfi óháđ efnahag og sterkt öryggisnet almannatrygginga fyrir ţá sem ţurfa á ţví ađ halda.

Saga Sjálfstćđisflokksins er samofin atvinnusögu Íslands. Frelsisskrefin hafa veriđ mörg, sum lítil og önnur stór. Frá ţví flokkurinn tók aftur sćti viđ ríkisstjórnarborđiđ, áriđ 2013, hefur endurreisn efnahagsmálanna og afnám fjármagnshafta veriđ í forgangi, samhliđa átaki í velferđarmálum.

Ríkissjóđur hefur veriđ rekinn međ verulegum afgangi undanfarin ár og skuldir greiddar niđur.Ábyrg ríkisfjármál eru undirstađa stöđugleika og veita ţjóđarbúinu viđnámsţrótt ţegar dregur úr vexti, eins og nýjar hagspár bođa.

Međ samstilltum ađgerđum hefur skuldastađa heimilanna gjörbreyst – skuldir lćkkađ og eigiđ fé aukist. Skattar hafa veriđ lćkkađir og tollar og vörugjöld afnumin af flestum vöruflokkum. Launafólk hefur meira á milli handanna.

Fram á viđ er mest um vert ađ tryggja stöđugleika, friđ á vinnumarkađi, súrefni fyrir atvinnulífiđ og samkeppnishćfni landsins, sem ekki snýst einungis um fyrirtćki heldur líka ađ fólk velji áfram ađ búa hér og starfa.

Hugsjón okkar er í eđli sínu einföld, byggđ á frelsi einstaklingsins og mannhelgi hans. Viđ erum ţess fullviss ađ ţjóđfélagi verđi „ekki stjórnađ međ oflćti eđa orđaskaki,” eins og Bjarni Benediktsson, (eldri) minnti á í áramótagrein í Morgunblađinu 1965:

„Oft er sagt, og vissulega međ réttu, ađ veđurfar, gróđur og fiskigöngur séu ekki ađ ţakka ríkisstjórn.Gamalkunnugt er, ađ jafnt rignir á réttláta sem rangláta. En ríkisstjórn rćđur ţví, hvernig hún bregst viđ atburđunum.

Treystir hún eingöngu á forsjá sína og bannar ţegnunum ađ bjarga sér eftir ţví, sem ţeirra eigin vit og ţroski segir til um? Eđa treystir hún fyrst og fremst á frumkvćđi, manndóm og dug borgaranna og telur skyldu sína ađ greiđa fyrir framkvćmdum ţeirra, en leggur ekki á ţćr hömlur og hindranir?“

Breytt pólitískt landslag

Hiđ pólitíska landslag hefur breyst mikiđ á 90 árum, en sennilega hafa breytingarnar orđiđ hvađ mestar á undanförnum áratug. Ný frambođ koma og fara líkt og dćgurflugur. Flokkar eru stofnađir um eitt mál eđa sérhagsmuni ákveđins hóps. Í slíku umróti skiptir miklu ađ ţeir flokkar sem eiga djúpar rćtur í sögu ţjóđar og breiđan hóp fylgismanna standi í fćturna, en feykist ekki undan í örvćntingarfullri leit ađ vinsćldum.

Sjálfstćđisflokkurinn er ein stćrsta fjöldahreyfing landsins. Á landsfundum koma saman fulltrúar allra sjálfstćđisfélaganna, takast á um málefnin, oft duglega, og komast ađ niđurstöđu sem f lestir geta sćtt sig viđ. Ţetta hefur veriđ ađalsmerki okkar sjálfstćđismanna, ađ geta tekist á um stefnumálin. Styrkurinn felst í ţví ađ virđa niđurstöđu meirihlutans og standa ţétt saman í baráttunni.

Viđ, kjörnir fulltrúar flokksins, sćkjum mikinn kraft og stuđning í almenna f lokksmenn sem hafa ítrekađ sýnt ađ ţegar á ţarf ađ halda stendur ţeim enginn á sporđi. Ţađ er markmiđ okkar sjálfstćđismanna ađ ţótt flokkurinn eldist gangi hann stöđugt í endurnýjun lífdaga.

Viđ treystum ungu fólki til trúnađarstarfa og teljum mikilvćgt ađ fulltrúar f lokksins endurspegli breitt bakland og fjölbreytileika. Ţannig höfum viđ lagt áherslu á ađ jafna hlut karla og kvenna í trúnađarstöđum. Árangurinn á sveitarstjórnarstiginu er sérstaklega ánćgjulegur, en alls sitja 57 konur í sveitarstjórnum fyrir Sjálfstćđisflokkinn, eđa um helmingur allra fulltrúa okkar.

Innblástur til góđra verka

Ţrátt fyrir nýjar leiđir til samskipta og ţá ótrúlegu möguleika sem tćknin býđur upp á, er ţađ bjargföst skođun mín ađ ekkert komi í stađinn fyrir ađ geta sest niđur međ fólki og rćtt málin, augliti til auglits. Til ţess ađ geta átt slík samtöl um allt land ákvađ ţingflokkur Sjálfstćđisflokksins ađ fara í hringferđ á afmćlisárinu.

Viđ lögđum upp í febrúar og á tveimur mánuđum komum viđ á yfir fimmtíu stađi, hlustuđum á og töluđum viđ ţúsundir einstaklinga um allt land. Ţarna fundum viđ hvađ brennur á fólki og tókum međ okkur ýmis erindi til baka.

Samgöngur, ađgengi ađ ţjónustu, umhverfismál og atvinnumál voru alls stađar til umrćđu og ekki síst ósk fólks um ađ fá ađ nýta hindranalaust ţađ frumkvćđi og kraft sem býr í ţví – hvort sem sá kraftur brýst fram í súkkulađigerđ á Vestfjörđum, sögusafni á Norđurlandi, hótelrekstri á Suđurlandi eđa á lćknastofu í Reykjavík. Ţessi ferđ hefur orđiđ okkur innblástur til góđra verka og verđur endurtekin hiđ fyrsta.

Fjölskylduhátíđ viđ Valhöll

Í dag býđur Sjálfstćđisflokkurinn til fjölskylduhátíđar milli klukkan 11 og 13 viđ Valhöll í Reykjavík. Ţetta er fyrsti liđur af mörgum í afmćlisdagskránni sem mun setja svip sinn á ţetta ár, en sjálfstćđisfélög um land allt standa einnig fyrir ýmsum viđburđum í dag. Upplýsingar um ţá má finna á vef flokksins, xd.is. "

Ţađ verđu erfitt fyrir dćgurfluguflokkanna ađ standast slíkum málflutningi snúning svo ađ bragđ verđi ađ.Ţeir munu eiga í vandrćđum ţegar ađ nćstu kosningabaráttu kemur ef Bjarni Benediktsson beitir sínum orđsins brandi ađ ţeirra innihaldi og er studdur af ţví orđspori sem af honum fer fyrir heiđarleika og sanngirni og forystumenn samstarfsflokka Sjálfstćđisflokksins sáu ástćđu til ađ undirstrika í rćđum sínum á afmćlishátíđinni í dag.

Hćtt er viđ ađ ţá verđi einhverjir sjálfskipađir keisarar nćsta málefnalega fáklćddir ţegar allt kemur til alls og börnin fara ađ spyrja ađ ţví sem viđ  blasir.

En 90 ára afmćli flokksins var frábćrt og allt skipulag var til til mikils sóma.  

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Íslendingar urđu íslenskir ríkisborgarar 1. desember 1918, enda varđ Ísland ţá sjálfstćtt ríki. cool

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn segir međal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstćđi landanna hefur í för međ sér sjálfstćđan ríkisborgararétt."

Móđurafi minn fćddist hér á Íslandi sem danskur ríkisborgari áriđ 1899, fimm árum áđur en Ísland fékk heimastjórn og varđ ţá ađ sjálfsögđu ekki íslenskur ríkisborgari en ţađ varđ hann 1. desember 1918 ţegar Ísland varđ sjálfstćtt ríki.

Og dćtur hans fćddust sem íslenskir ríkisborgarar á fjórđa áratugnum. cool

Ţorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 21:04

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ísland hefur ekki veriđ hluti af danska ríkinu frá 1. desember 1918. cool

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir međal annars:

"Ísland myndi samkvćmt ţessu verđa frjálst og sjálfstćtt land [...] og ţannig eins og Danmörk sérstakt ríki međ fullrćđi yfir öllum málum sínum [...]".

1. desember 1918 fékk Ísland forrćđi utanríkismála sinna.

Stefnan í utanríkismálum Íslands var ákveđin af ríkisstjórn Íslands en framkvćmd af dönsku utanríkisţjónustunni í umbođi Íslendinga.

Og utanríkismálin heyrđu undir forsćtisráđherra Íslands.

Í ágúst 1919 skipuđu Danir fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Břggild, sem var af íslenskum ćttum.

Í ágúst 1920 var fyrsta sendiráđ Íslands opnađ í Kaupmannahöfn og Sveinn Björnsson, síđar forseti Íslands, var skipađur fyrsti sendiherra Íslands.

Sambandslagasamningurinn 1918:


"7. gr. Danmörk fer međ utanríkismál Íslands í umbođi ţess. [...]"

Og Íslendingar hafa veriđ íslenskir ríkisborgarar frá 1. desember 1918.

"
Um 6. gr. Sjálfstćđi landanna hefur í för međ sér sjálfstćđan ríkisborgararétt."

Fćreyingar og Grćnlendingar
eru hins vegar danskir ríkisborgarar, en ekki fćreyskir og grćnlenskir ríkisborgarar, enda eru Fćreyjar og Grćnland enn hluti af konungsríkinu Danmörku og eiga ţingmenn á danska ţinginu, Folketinget, en ţađ hafa Íslendingar ađ sjálfsögđu ekki átt frá 1. desember 1918. cool

Ţorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 21:10

3 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Eina raunverulega breytingin sem varđ samkvćmt stjórnarskránni 1944 var ađ ţá varđ forseti ţjóđhöfđingi Íslands í stađ konungs. cool

"75. gr. ... Nú samţykkir Alţingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal ţá leggja ţađ mál undir atkvćđi allra kosningabćrra manna á landinu til samţykktar eđa synjunar og skal atkvćđagreiđslan vera leynileg."

"Ţó er óheimilt ađ gera međ ţessum hćtti nokkrar ađrar breytingar á stjórnarskránni en ţćr sem beinlínis leiđir af sambandsslitunum viđ Danmörku ..."

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands međ síđari breytingum

Ţorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 21:15

4 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands áriđ 1920:

"1. gr. Stjórnskipulagiđ er ţingbundin konungsstjórn."

Ísland
varđ fullvalda og sjálfstćtt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá ţeim tíma tvö ađskilin og jafnrétthá ríki, enda ţótt ţau hefđu sama ţjóđhöfđingja. cool

Fćreyjar og Grćnland
eru hins vegar í danska ríkinu og ţví engan veginn hćgt ađ tala um "ríkjasamband" Fćreyja, Grćnlands og Danmerkur, enda ţótt Fćreyjar og Grćnland hafi fengiđ heimastjórn.

Eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Ástralía sjálfstćtt konungsríki, ţar sem Elísabet Bretadrottning er ţjóđhöfđingi beggja ríkjanna.

Í ríkjum međ ţingbundinni konungsstjórn er forsćtisráđherra höfuđ framkvćmdavaldsins og leiđtogi löggjafarvaldsins en ţjóđhöfđinginn beitir einungis táknrćnu valdi sínu međ samţykki ríkisstjórnarinnar. cool

Danmörk, Svíţjóđ og Noregur eru öll međ ţingbundna konungsstjórn.

Í Bretlandi er einnig ţingbundin konungsstjórn og Elísabet II. Bretadrottning er nú ţjóđhöfđingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, ţar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrćnt gildi.

Ţessi ríki eru ţví einnig međ ţingbundna konungsstjórn, til ađ mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.

Ţorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 21:31

5 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Mannréttindaákvćđi stjórnarskrárinnar frá 1874 og ađdragandi ađ setningu hennar:"

"Sérstök mótstađa var hér á landi viđ atvinnufrelsiđ enda var ţađ taliđ höggva ađ undirstöđum hins fábreytta íslenska bćndasamfélags ţar sem gildandi voru strangar reglur um vistarbönd og vistarskyldu vinnufólks og lausamennska var litin hornauga.

Fyrir setningu stjórnarskrárinnar 1874 hafnađi Alţingi ţannig öllum tillögum dönsku stjórnarinnar um afnám hafta á atvinnufrelsinu."

"Ađ ýmsu leyti gengu tillögur dönsku stjórnarinnar lengra en ţćr kröfur sem Íslendingar sjálfir gerđu." cool

"Hér á landi var viđ lýđi fábreytt og íhaldssamt bćndasamfélag sem tók hugmyndum um ýmis frelsisréttindi borgaranna fremur fálega.

"Ţannig voru Danastjórn og fulltrúar hennar í raun ţau öfl á Alţingi sem voru helstu bođberar aukins frjálslyndis og ýmissa frelsisréttinda á Íslandi á síđari hluta 19. aldar." cool

(Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti viđ Háskóla Íslands, Stjórnskipunarréttur og mannréttindi, útg. 2008, bls. 27-30.)

Ţorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 21:33

6 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ísland var ţví orđiđ sjálfstćtt ríki löngu áđur en Sjálfstćđisflokkurinn var stofnađur. cool

Og vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel međ ađild ríkisins ađ Evrópska efnahagssvćđinu fyrir aldarfjórđungi. cool

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sćti á Alţingi vill segja upp ađild Íslands ađ Evrópska efnahagssvćđinu.

Davíđ Oddsson var forsćtisráđherra ţegar Ísland fékk ađild ađ Evrópska efnahagssvćđinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001. cool

Ţorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 21:44

7 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Til hamingju međ 90 ára afmćli flokks ţíns, Halldór minn. Vonandi getur hann haldiđ upp á fleiri afmćli, en til ţess ţarf ađ skipta öllum ţingmönnum út. Verđi ţeir bođnir fram í nćstu kosningum er útséđ um örlög ţessa 90 ára stjórnmálaflokks.

Ţađ segir sína sögu ţegar formađur ţess flokks sem lengst er til vinstri á litrófi íslenskrar pólitíkur telur formann ţess flokks sem lengst er til hćgri "vera einhvern besta samstarfsmann sem hún hefur eignast". Ţar sést hver rćđur!

Ţađ er annars leitt ađ sjá ađ steini briem hafi yfirtekiđ athugasemdakerfi ţitt. Minnstu munađi ađ ég léti vera ađ óska ţér til hamingju međ daginn, vegna ţess.

Kveđja

Gunnar Heiđarsson, 26.5.2019 kl. 04:36

8 identicon

Sćll Halldór.

Mátti til međ ađ skjóta ţessu á ţig
ţó utan efnis sé nema ef vera skyldi
í ţeim skilningi ađ ađeins ţađ besta
teljist nokkurn veginn í lagi.
Má vera ađ ţú hafir ţegar séđ ţetta.
Setjum viđ ekki Nike á ţetta?

https://blog.dv.is/arkitektur/tillaga-ad-breytingu-a-notre-dame/

Húsari. (IP-tala skráđ) 26.5.2019 kl. 09:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ć, Halldór!

Allt skipulag til mikils sóma?

Glapti ţetta svo augu ţín og allra viđstaddra, ađ enginn ţorđi ađ minnast á orkusvikapakkann, hvađ ţá svik formannsins í Icesave-málinu og jafnvel ESB-umsóknar-málinu (sjá Styrmi)??!!

Jón Valur Jensson, 26.5.2019 kl. 10:15

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Höfuđbóliđ er samt viđ sig hvađ sem einstaka athöfnum ábúendanna lítđur Jón minn Valur.Ef framtíđin leggur sćstrengi ţá ráđum viđ hvorugir ţeirri ferđ og ţjóđartekjur af orku geta mögulega stóraukist.Ţađ ţýđir ekki ađ segja endalaust viđ galileo ađ jörđin snúist ekki.

Takk fyrir húsari, ţetta eru glćsilegar hugmyndir og ég held ađ kirjan verđi enn glćsilegri en nokkru sinni.

Halldór Jónsson, 26.5.2019 kl. 10:22

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar Heiđarsson,

margir góđfuglar verđa víst ađ ţola ţađ ađ Gaukurinn verpi í hreiđur ţerra ţví hann kemur engu frá sér öđru vísi. Ég hef veriđ ađ vona ađ heilbrigđiskerfiđ taki til sinna ráđa en ţađ var komiđ nokkuđ gott hlé frá síđustu innrás. Annars hef ég stundum lúmst gaman af sumu og ekki er allt alvitlaust  sem upp kemur. Verst ef ađ ţađ fćlir ţig frá ţví ađ gera vart viđ ţig ţví ég met ţín skrif alltaf mikils. 

Halldór Jónsson, 26.5.2019 kl. 10:26

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott skipulag er ekki nćg međmćli međ flokki leiddum út á villubraut frá landsfundum sínum og jafnvel frá ársgömlum, góđum yfirlýsingum formanns síns. Nógu flott var skipulagiđ hjá Speer og Hitler á ÓL í Berlín 1936, en ekkert segir ţađ um gćđi flokksstefnu ţeirra.

Bjarni Ben. er enginn nazisti, en orkupakkastefna forystunnar gengur gegn ţjóđaröryggi og engin bót fólgin í vel skipulagđri afmćlisveizlu!

Svo lýsi ég hér međ eftir Símoni Pétri frá Hákoti!

Jón Valur Jensson, 26.5.2019 kl. 15:02

13 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Gaman ađ heyra ađ ţú saknir skrifa minna Halldór.

Ástćđa ţöggunar minnar síđustu vikur hefur sínar skýringar, hef veriđ ađ hjálpa syni mínum viđ sauđburđ og jarđabćtur frá ţví í byrjun maí og ekki haft tíma né ađgang ađ tölvu. Ţví er ég ađ rembast viđ ađ nota mína ţumalfingur til ađ setja einstaka athugasemd í gegnum símann, en lyklaborđ hans er einstaklega lítiđ og illa gengur. A.m.k. hef ég ekki treyst mér til ađ rita blogg međ ţeim hćtti, ţó löngunin hafi vissulega veriđ til stađar.

En ţetta stendur til bóta, mun vćntanlega fá einhvern tíma fyrir framan tölvu aftur innan skamms tíma. Ţá mun bulliđ frá mér aftur vella í stríđum straumi, sumum til ánćgju en flestum sjálfsagt nokk sama.

Kveđja

Gunnar Heiđarsson, 26.5.2019 kl. 19:54

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Gott ađ heyra Gunnar Heiđarsson. Allar plágur ganga yfir.

Hvađ međ ađ fá sér laptop? Ţađ tapast áeiđanlega margar hugmyndir sem koma -og fara ef tafir verđa á skriftum. En góđar kveđjur í suđburđinn í sveitinni, settu myndir á nćsta blogg.

Halldór Jónsson, 27.5.2019 kl. 12:44

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viđ ţurfum á mönnum eins og ţér ađ halda, Halldór, ađ verja ţjóđina fyrir villuráfandi stjórnvöldum -- ekki ađ segja já og amen viđ ţeim vegna glasaglaums og flottheita á tyllidögum. 

Ólíkt er álit ykkar Sigmundar Davíđs á atvinnuuppbyggingunni á Austfjörđum, hann vill ađ Fjarđaál fái áfram raforku á góđum kjörum, en ţér virđist sama ţótt orkan fari úr landi til ađ byggja upp iđnađ ţar og atvinnu. Verkamenn eru mjög vel launađir í Fjarđaáli, til hagsbóta fyrir sveitarfélögin ţar, og hin mörgu störf ţar hafa veriđ mikil örvun fyrir verzlun og ţjónustu og annađ atvinnulíf á svćđinu.

Ađ selja rafmagniđ "hrátt" úr landi er eins og selja fiskinn héđan óunninn. Ađrar ţjóđir myndu njóta, ekki viđ nema sem hráefnissalar. Raforka okkar á ađ byggja upp atvinnu og mannlíf á Íslandi, ekki í útlöndum!

"Ef framtíđin leggur sćstrengi ţá ráđum viđ hvorugir ţeirri ferđ," segirđu, en ég er sammála Styrmi Gunnarssyni, sem ég hitti á förnum vegi nú eftir hádegiđ, ađ ef viđ samţykkjum orkupakkann, ţá sé stórskađlegt ađ fá hingađ sćstreng.

Jón Valur Jensson, 27.5.2019 kl. 15:36

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón Valur, , ég er ekki hrifinn af orkupakkanuim og finnst hann bara bjóđa upp á ađ viđ förum inn á evrópska samkepnnismarkađinn. Raforkuverđiđ mun ţá hćkka segi ég.En ţjóđin fćr kannski meira i tekjur í heildina séđ.

Sérstađa Íslands  hvađ varđar stađsetningu úrvinnslu orkunnar verđur ekki söm eftir ţađ.  Ţessvegna var ég á móti ţessu og er. En ég rćđ ekki viđ ţađ ef ESB liđinu í Viđrien, Samfylkingunni, Pírötum og svo núna í  ţingliđi Sjálfstćđisflokksins gengur á ađra átt. Enginn má viđ margnum.

Que sera sera. 

Halldór Jónsson, 27.5.2019 kl. 19:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 1171
  • Sl. sólarhring: 1197
  • Sl. viku: 5091
  • Frá upphafi: 2721206

Annađ

  • Innlit í dag: 947
  • Innlit sl. viku: 4070
  • Gestir í dag: 800
  • IP-tölur í dag: 746

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband