14.6.2019 | 20:34
Algerlega ósammála
er ég Birni Bjarnasyni um O3.
Hann er bara ekki með athugasemdadálk á heimasíðunni sinni fyrir gesti.
Hann skrifar:
EES í 25 ár
Ráðstefnan í dag staðfesti þá skoðun mína að ESA og EFTA-dómstóllinn eru lykilþættir í því að EES-samstarfið dafni.
Í dag sat ég fróðlega, vel heppnaða og vel sótta ráðstefnu á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og EFTA-dómstólsins. Ég var einn ræðumanna en ræðu mína má lesa hér .
Ráðstefnan var haldin í Brussel í tilefni af 25 ára afmæli EES-samningsins. Tæplega 400 manns sóttu hana, þar á meðal margir frá Íslandi.
Ég tek undir með íslenskum ræðumönnum á fundinum sem kváðu svo fast að orði að EES-samningurinn væri mikilvægasti samningur sem gerður hefði verið af íslenska lýðveldinu. Ég hefði sett aðildina að NATO í sömu skúffu og varnarsamninginn við Bandaríkin.
Mér er óskiljanlegt að Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, á þeim tíma sem EES-samningurinn var gerður skuli grafa undan honum með því að styðja aðför miðflokksmanna að honum vegna þriðja orkupakkans.
Í panel eftir ræðu mína sátu: Hans-Christian Gabrielsen, leiðtogi norska alþýðusambandsins, Krystyna Kowalik-Banczyk, dómari í almennri deild ESB-dómstólsins, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, og Hildur Hjörvar, lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu,
Pakkinn er ekkert í stóra samhenginu. Hann breytir ekki öðru en því að Orkustofnun fær aukið vald til að tryggja hag neytenda.
Í ályktun alþingis er settur fyrirvari um innleiðingu varðandi sæstreng. Lögfræðingar sem halda því fram að samþykkt pakkans kalli yfir okkur lagningu sæstrengs horfa fram hjá þessum fyrirvara og eru enn meira utangátta en ef einhverjum dytti í hug að krefjast þess með vísan til innleiðingar EES-ákvæða um járnbrautir og vatnaleiðir að íslensk yfirvöld samþykktu járnbraut til Keflavíkur eða siglingaleið um Ölfusá.
Halda þessir lögfræðingar að einhverjir kvarti til ESA vegna þess að ekki séu járnbrautir eða skipaskurðir á Íslandi? Og ESA taki slíka kvörtun til meðferðar vegna brota á reglum um innri markaðinn?
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og aðrir sem lýst hafa lögfræðilegum skoðunum skulda okkur svar við spurningum af þessu tagi. Vissulega verður rétturinn til að kvarta til ESA ekki tekinn af neinum. ESA ber hins vegar ekki nein skylda til að segja skoðun á kvörtunum vegna innri markaðarins.
Ráðstefnan í dag staðfesti þá skoðun mína að ESA og EFTA-dómstóllinn eru lykilþættir í því að EES-samstarfið dafni. "
Algerlega finnast mér þetta vera ósannaðar fullyrðingar Björns og ekki rökstuddar og er því ósammála honum sem oftar áður í þessum Evrópumálum þar sem ég álít Íslendinga ekki síður eiga síður þýðingarmiklar rætur vestanhafs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Enginn frír Birni Bjarna vits,en hann ræður ekki rétt í hugsanagang Davíðs Oddsonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ég hlýt því að túlka betur það sem ég hef heyrt og lesið eftir þá og minni á hvað þessi EES samningur hefur gengið langt inn á svið sem aldrei voru nefnd og komu ekki til greina í frumgerðinni.Þessir heiðursmenn Jón og Davíð eru ærlegir og okkur svo dýrmætt; mitt í svikaflaumi bútanna úr Sjálfstæðisflokknum og gjörbreyttum Alþýðuflokki. -... eiginlega virkar Op,3-pakkinn eins og líkneski sem Esbésinnar trúa á,til að tryggja hag neytenda-hverra-íslenskra? Fágæt barátta peningaaflanna fyrir þá almennu,nýbúnir að samþykkja kjötinnflutning,þrátt fyrir fyrirvara.
Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2019 kl. 23:05
Satt segið þið bæði. Ég hef verið að lesa bók Guðjóns Friðrikssonar um Alþýðuflokkinn. Á blaðsíðu 493 og áfram er fjallað um baráttu Jóns Baldvins við að innleiða EES-samninginn hér á landi. Þar kemur fram, að bæði Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson höfðu miklar efasemdir um hann, og vildu láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, þar sem í honum var fólgin krafa um valdaframsal, og því þyrfti að breyta stjórnarskránni þess vegna. Ólafur Ragnar sagðist ekki vilja kljúfa Alþýðubandalagið vegna þessa, og því lýsti hann sig og sinn þingflokk andvígan samningnum - þar á meðal var þá nýkominn inn á þing Steingrímur Jóhann nokkur, sem ætlar að samþykkja orkupakkana án þess að hiksta. Við stofnun Samfylkingarinnar klofnaði Alþýðubandalagið, og VG varð til - leyfarnar af Alþýðubandalaginu, sem vel að merkja var harðastai kjarninn úr flokknum. Takið eftir því. Hvar stendur það flokksbrot í dag? Ætlar hann ekki hikstalaust að fara að samþykkja orkupakkana?!!! Nokkuð, sem þeir hefðu ekki gert áður fyrr á árunum! Þessi viðsnúningur á Birni Bjarnasyni, sem ég er hissa á, eins og hann hefur verið mikill andstæðingur ESB og EES, er kannske skiljanlegur vegna tengdasonar hans, sem vill endilega fá að leggja sæstreng héðan og út til Englands eða ég veit ekki hvert. Raunar segir Guðjón í bók sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eins og aðrir flokkar verið klofnir í afstöðu sinni til EES. Þið ættuð að lesa þessa kafla frá bls. 493 og áfram um þessi mál, því að það er mjög fróðlegur lestur. Ég segi bara, eins og ég sagði í síðustu grein minni hér í blaðinu, að við hefðum þurft að hafa Ólaf Ragnar á Bessastöðum í dag eins og í Icesave-deilunni, því að hann hefði staðið á móti þinginu og ráðamönnum þar, og sent þetta til þjóðarinnar. Annað er líka ótækt, hefði ég sagt. Ég skil ekkert í þingheimi, svo og Birni. Bjarni frændi hans verður að standa vel í fæturna gagnvart þessu áreiti. Þetta er eitt alsherjar hneyksli, eins og það lítur út í dag. Ég bara dáist af Miðflokksmönnum fyrir úthald þeirra að verja lýðveldið. Verður valdaafsal gjöfin, sem þingheimur gefur þjóðinni í 75 ára afmælisgjöf lýðveldisins? Það gengur ekki. Þetta fólk verður að fara að nota heilann og láta stjórnarskrána njóta vafans, áður en þeir fara að svifta landið frelsi sínu. Ég vona, að það verði hlustað á kröfuna um þjóðaratkvæði. Annað væri glapræði. Ég segi ekki annað..
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 10:56
Ég hnaut um þessi orð: "Orkustofnun fær aukið vald til að tryggja hag neytenda". Stóð í þeirri trú að neytendur væru jafnframt eigendur þeirrar stofnunar. Er Björn Bjarnason að ýja að því að þessi "opinbera" stofnun hafi og sé að tryggja aðra hagsmuni en neytenda/eigenda?
Kolbrún Hilmars, 15.6.2019 kl. 12:19
Eru skrýtnir tímar á ÍSLANDI þessar vikurnar. Þekkt nöfn ESB landa heimsækja fámennt Landið okkar í "hópum"?. ÍSLAND er eins og hluti af götu borgar í Evrópu.
Er verið að vinna að inngöngu með "vinstri" sinnum að tjaldbaki á ALÞINGI varðandi samþykktir með ESB og sameiginlega ORKUNA-OKKAR.
Er þessi ríkisstjórn að þóknast "sjálfum sér" eða sýna "mátt" sinn, eða vinna fyrir 300 þúsund ÍSLENDINGA.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 12:49
Engeyski ættarvitinn ruglar Björn algjörlega í ríminu. Hann er ekki marktækur.
Við sjálfstæðismenn tökum hins vegar mark á Reykjavíkurbréfi Davíðs, þar sem hann rassskellir þá Björn og Halldór beint á bera bossana.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 14:28
Ég var að horfa á undur-fallega mynd frá ÞINGVÖLLUM 17.júní í sjónvarpinu.
Ég endurnýjaði ógleymanlegar minningarnar frá rigningardeginum 1944 við stofnun lýðveldisins, en þá var 8 ára gamall.
Hjartanlega til hamingju með sólar og ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 17.6.2019 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.