Leita í fréttum mbl.is

Óhugnaður

birtist í fréttum af Samgönguáætlun.

Svo segir í Mogga:

"Ný samgönguáætlun Næsta fimmtudag verður kynnt samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið til næstu 15 ára.

Að sögn Rósu Guðbjartsdóttur, formanns Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, felur áætlunin í sér framkvæmdir við stofnbrautir, almenningssamgöngur, borgarlínuna, hjóla- og göngustíga og umferðarstýringu.

Þær hefjist þegar á næsta ári og muni bæta flæði umferðar innan fárra ára.

Rætt hefur verið um að uppbyggingin geti kostað 120 milljarða og borgarlínan þar af 50 milljarða.

Áformin um Sundabraut sæta tíðindum en borgin hefur samkvæmt heimildum blaðsins ekki gert ráð fyrir Sundabraut. Samkvæmt áætlun starfshóps kosta jarðgöng 74 milljarða en lágbrúin, eða lágbrýrnar, 60 milljarða. Þannig hafa verið unnin drög að tveimur lágbrúm sem tengjast landfyllingu á miðri leið. Síðan taka við göng í gegnum Gufuneshöfða. Lágbrúin og áðurnefnd áætlun kosta alls 180 milljarða"

Það er hryllilegt að sjá að fáránleiki hugmynda Dags B. Eggertssonar og hans nóta skuli eiga að setja meginmark á þessa áætlun.

Ekki ein einustu mislæg gatnamót heldur á helmingur alls fjár að fara í Borgarlínu sem allir vita að er galin framkvæmd og della frá upphafi til enda. Sömuleiðis gerð jarðgangna í Miklubraut sem engan vanda leysa heldur auka svo galnar sem þær hugmyndir eru.

Að bæjarstjórar nágrannabæjanna skuli spila með vitleysunni í stað þess að spyrna við fótum eins og Seltjarnarnes gerir yfirgengur mig.

Fólkið hefur valið fjölskyldubílinn til að leysa sín mál.

Jafnvel þó að hlutdeild almenningssamgangna ykist úr 4 % sem hún hefur verið nú í 7 ár og eftir 7 milljarða sukk,í 12 % eins og Dagur sér fyrir sér, þá stendur eftir að 88 % íbúa höfuðborgarsvæðisins sér ekki aðra leið til að leysa sitt daglega fjölskyldulíf heldur en að eiga helst tvo bíla. Annað er hreinlega ekki tæknilega mögulegt og það sér hver heilvita maður utan Borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Samgönguáætlunin er hreinn óhugnaður um sóun á milljörðum af fé skattborgaranna sem ekkert leysir af fyrirliggjandi vandamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418284

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband