Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson

var í þættinum Víglínunni nú rétt áðan.

Ég sá að vísu ekki byrjun þáttarins. En ég sá þó nægilega mikið til að spyrja sjálfan mig að því hvaða annar stjórnmálamaður íslenskur geti flutt mál sitt á jafn skýran og skilmerkilegan hátt en Bjarni gerir. Ég fann ekki neitt afgerandi svar við þeirri spurningu annað það, að svo sé hreinlega ekki um þessar mundir.

Bjarni fór yfirvegað yfir stöðu mála og hvernig hans sýn væri. Hann sagði ákveðið ekki vilja sjá útþenslu ríkisrekstrar sem kallaði á meiri álögur á fyrirtæki og heimili. Hann vildi sjá ráðist í mannaflafrek verkefni og veita fjármunum þangað.

Sem Sjálfstæðismaður heyri ég ekki betri boðskap en þennan.  Ég get ekki samþykkt tillögugerðir og yfirboð félagshyggjuflokkanna sem ganga þvert á þetta. Það er minn einfaldi stjórnmálalegi skilningur og áfellist mig hver sem vill.

Bjarni rakti vanda þann sem ríkið  er í vegna þess að ekki hafa náðst samningar við hjúkrunarfræðinga. Bjarni rakti það að ekki væri efnilegt að semja um hærri kröfur einstakra hópa en samið hefði verið um við meirihluta launþega. Slíkt myndi kalla á endursamninga við þá fyrri hópa sem honum sýndist ekki ráðleg leið.

Ég var stoltur af formanni Sjálfstæðisflokksins míns við þetta tækifæri. Þó ekki sé ég alltaf sammála honum í einstaka málum þá finn ég ekki aðra stjórnmálamenn á Alþingi sem standa Bjarna Benediktssyni á sporði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Tek undir þetta. Bjarni stóð sig einstaklega vel í þættinum.

Sigurður Jónsson, 22.3.2020 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 525
  • Sl. sólarhring: 608
  • Sl. viku: 5918
  • Frá upphafi: 2839652

Annað

  • Innlit í dag: 435
  • Innlit sl. viku: 4655
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband