Leita í fréttum mbl.is

Sýnishorn af Sósíalistum

eru skrif Úlfars Haukssonar á Midjan.is sem er málgagn Sósíalistaflokks Gunnar Smára Egilssonar og bróður hans Sigurjóns. 

 

Úlfar Hauksson skrifar:

Sú mynd á að endurspegla stöðu hans og félaga í samfélaginu… það er varla hægt að komast lengra niður og inn í hin myrkustu myrkur en þetta.

"Trumpistar Íslands skríða nú út úr myrku hellum sínum einn af öðrum, flokksleiðtogi, háskólaprófessor og ritstjóri fara þar fremstir með sín klístruðu trýni. Allir hafa þeir afhjúpað sína andsamfélagslegu sýn og forréttindablindu með hreinum og klárum árásum á fólk og hrærigrautskenndum samsæriskenningum þar sem þeir og þeirra viðhlæjendur eru fórnarlömb. Ritstjórinn með rætnum ritstjórnargreinum í blaði sérhagsmunablaði sem flokksleiðtoginn birtir sitt „manifestó“ þar sem hann gerir lítið úr réttindabaráttu minnihlutahópa og tekst…merkilegt nokk… að kokka upp bragðvonda naglasúpu.

Háskólaprófessorinn er svo fremstur í klappstýruliðinu. Í nýlegri facebookfærslu grípur prófessorinn til stílvopnsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar „vinstri fasista“!

Prófessorinn dregur upp þá mynd að hann og aðrir í hans litrófi eigi erfitt uppdráttar í samfélaginu. Sæti skoðanakúgun og útilokun og fái ekki framgang í starfi vegna ægivalds vinstrisins og „vinstri fasista“!

Drullumall prófessorsins er svo fullkomnað með því að birta mynd af bókabrennu Nasista frá fjórða áratug síðustu aldar! Sú mynd á að endurspegla stöðu hans og félaga í samfélaginu… það er varla hægt að komast lengra niður og inn í hin myrkustu myrkur en þetta."

Það er merkilegt að skyggnast inn í sýnishorn hugarheima Sósíalistaflokksins og velta fyrir sér hvort þetta boði nýja tíma í stjórnmálum Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 461
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 5616
  • Frá upphafi: 3190818

Annað

  • Innlit í dag: 379
  • Innlit sl. viku: 4781
  • Gestir í dag: 347
  • IP-tölur í dag: 329

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband