12.10.2020 | 13:35
Schengen er óvinur
íslenskra hagsmuna. Af því stafa margvísleg vandræði sem að okkur sækja. Stórfellt atvinnuleysi útlendinga sem við höfum enga þörf fyrir.
Haukur Ágústsson skrifar þarfa grein um þetta fyrirbrigði sem virðist ver undir sérstakri vernd Björn Bjarnasonar og þar með Sjálfstæðisflokksins, sem þó hefur ekki verið spurður álits í heild sinni nýlega.
Haukur skrifar:
"28. september síðastliðinn birtist góð grein í Morgunblaðinu undir heitinu Útihurðina af hjörunum. Höfundurinn er Örn Gunnlaugsson. Í greininni er fjallað um þá vitleysu sem uppi er í móttöku flóttamanna hér á landi og þá minnihlutahópa sem fara fram í nafni pólitískrar rétthugsunar kallandi sig rödd meirihluta almennings hér í landi, þó að þeir hafi ekki snefil af umboði til slíks. Einnig er rætt um hlut ýmissa aðila, svo sem Rauða krossins og lögfræðinga.
Þessu gerir höfundur greinagóð skil. Við hefði mátt bæta döngunarleysi yfirvalda, sem heykjast á því að framfylgja lögbundnum ákvæðum og missa allt í brók í ótta sínum við uppdiktaðan almannavilja. Þannig beygja þau sig lúalega fyrir hinni innantómu og fáránlegu pólitísku rétthugsun. Í þessu efni er ekki úr vegi að rifja upp hvað það er, sem veldur því, að hingað upp á klakann koma flóttamenn, sem oftlega er réttara að kalla ólöglega innflytjendur. Menn, sem jafnvel eru skilríkjalausir, hafa ekki sótt um hvort heldur dvalarleyfi eða landvist, en ætlast til þess, og njóta til þess fulltingis góðmenna, að fá hér annað þessa og helst hið síðara.
Schengen-sáttmálinn
Í suðausturhorni smáríkisins Lúxemborgar er lítil víngerðarborg, sem heitir Schengen. Árið 1985 komu þar saman hugsjónamenn á vegum ESB, sem þá hét reyndar Evrópska efnahagssvæðið EES (Evrópusambandið, ESB, varð til upp úr efnahagssvæðinu árið 1993), og undirrituðu hinn svokallaða Schengensáttmála, en hann náði á þeim tíma til Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Hugsjónamennirnir, sem ætíð hafa í raun ráðið för á öllum ferli þess fyrirbæris sem í samtímanum kallast Evrópusambandið, litu á sáttmálann sem skref í áttina að hinum stóra draumi um sambandsríki Evrópu í anda Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem hin einstöku þjóðríki mundu heyra sögunni til og við tæki ein allsherjarvaldstjórn yfir öllum þeim ríkjum sem gengið hefðu undir stjörnufána sambandsins. Að því að koma þessari draumsýn í verk hafði verið unnið mest með leynd allt frá því að fyrsta fyrirbærið, Kola- og stálsambandið, varð til árið 1951, en það stóð til ársins 1957, þegar EES varð til, formlega árið 1958.
Schengen-sáttmálinn snýr framar öðru að afnámi landamæra og landamæraeftirlits á milli þeirra ríkja sem eru aðilar að honum og þar með frjálsri för þegna þessara ríkja á milli og innan þeirra. Einnig kveður hann á um það að tryggja skuli öryggi borgaranna innan ríkjanna. Með þessu átti að fylgja samvinna löggæsluaðila þátttökuríkjanna og um leið viðhlítandi gæsla á ytri landamærum alls Schengen-svæðisins og þar með talið á hafsvæðum. Hið síðastnefnda hefur aldrei verið annað en í skötulíki.
Því hefur reyndin orðið sú, að eiginleg landamæragæsla, einkum á Miðjarðarhafi og Eyjahafi, hefur engan veginn verið fyrir hendi, heldur hefur verið miklu frekar um að ræða frjálsa för fólks inn á Schengen-svæðið; tíðast með fyrirgreiðslu fólkssmyglara og aðstoð mannvinasamtaka af ýmsum toga.
Hafi þessir menn, sem fréttamiðlar ástunda að kalla flóttamenn, drepið tá á schengenska grund, eiga þeir rétt á uppihaldi og málsmeðferð á kostnað móttökuríkisins í samræmi við hina svokölluðu Dyflinnar-reglugerð (frá árinu 1997 með áorðnum breytingum). Ísland Árið 1996, í tíð annars ráðuneytis Davíðs Oddssonar, gerðist Ísland þátttakandi í Schengensamstarfinu.
Ekki er ljóst í raun hvað olli, en ef til vill hefur verið um að ræða þá þjónkun eða undanlátssemi sem því miður hefur allt of oft einkennt viðbrögð íslenskra ráðamanna þegar ESB hefur átt í hlut, svo sem mýmörg dæmi sanna bæði í nútíð og fortíð.
Hver sem ástæðan hefur verið var ákvörðunin um þátttöku hrapallega vanhugsuð og illa grunduð. Með henni varð smáríkið Ísland landamæravörður Schengensvæðisins í vestri og átti að afgreiða alla, sem úr þeirri átt komu, en um leið varð landið opið fyrir óhindruðu flæði fólks af ýmsum og iðulega óæskilegum toga úr austri í samræmi við ákvæðin sem undir var gengist.
Hvað hefur gerst hér?
Hvað hefur af hlotist?
Jú, til landsins hefur átt frjálsa för fólk án skilríkja; iðulega fólk sem hefur flækst á ólöglegan hátt og án eftirlits um lönd innan Schengensvæðisins (samanber frétt í Morgunblaðinu 16. sept. sl.). Í samræmi við ákvæði Dyflinnar-reglugerðarinnar á það rétt á uppihaldi og málsmeðferð, eins og Örn Gunnlaugsson rekur í grein sinni.
Einnig hefur okkur borist ýmis misheiðarlegur lýður sem hefur valdið usla með mörgum hætti innan okkar samfélags, svo sem skipulögðum ránum og jafnvel barsmíðum og ýmsu verra.
Það verður ekki séð að aðild að Schengen-svæðinu hafi orðið okkur Íslendingum til heilla. Miklu frekar hið gagnstæða. Þessa aðild ætti því að endurskoða niður í kjölinn. Verði það gert ítarlega og fordómalaust af mönnum sem ekki eru haldnir hugsjóna- eða eiginhagsmunaviðhorfum er allt eins líklegt að niðurstaðan verði sú að aðildin hafi verið yfirsjón og að fyrir hana skuli bæta með því að slíta samstarfinu hið snarasta"
Verjendur kerfisins hafa látið mikið með að úr því berist upplýsingar um glæpamál. Ekki hefur almenningur orðið mikið var við gagnsemi þess miðað við afköst skipulagðra brotahópa í landinu og því að yfirvöld virðast ekki vita gjörla um ferðir allra útlendinga eða verustaði hérlendis.
Mér finnast orð Hauks kalla á umræðu um Schengen án þess að verjendur rjúki upp með slíku offorsi að kveðið sé í kútinn hið snarasta með allsherjar QED.
Sér í lagi er ástandið í stjórnlitlu aðstreymi hælisleitenda í skipulögðum flugvélaförmum að kalla eftir nauðvörn okkar þar sem við ráðum ekki við þennan fjölda sem hingað vill koma.
Schengen samningurinn er óvinur Íslands sem við verðum að horfast í augu við ekki seinna en strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.