Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar Kína?

okkur á Vesturlöndum?

Kínverska álið flæðir yfir heiminn og leggur allan okkar áliðnað í rúst. Fjarðarál er komið í stórtap og Straumsvík mun trúlega loka um leið og starfsmennirnir fara í sitt langþráða verkfall. Norðurál er líklega ekki að græða frekar en önnur vestræn álver.

Engum dettur í hug að Kínverjar framleiði áli ódýrara heldur en aðrir með kolakyndingu. Álverðið sé frekar  ákveðið á stjórnarskrifstofum kínverska kommúnistaflokksins með tilliti til þess sem hægt er að selja það fyrir.Kínverjar eru óbundnir af venjulegum viðskiptalögmálum.

Hversvegna vestræn iðnaðarríki setja ekki verndartolla á kínverskt ál og fleiri vörur get ég ekki svarað. En bara starað máttlaus á meðan íslenskur áliðnaður er lagður í rúst og hundruðir Íslendinga missa lífsbjörgina sína. Allur hinn vestræni heimur verslar af skammtímahagsmunum sínum við Kína sem aldrei fyrr sem nú ætla að fara að selja okkur rafmagnsbíla til að kála okkar iðnaði.

Einhverjum þætti slík viðspyrna gegn Kína  ekki ómakleg sem greiðsla upp í kínversku kórónuveiruna sem nú ríður húsum og Kínverjar eru ábyrgir fyrir. Trump var búinn að lofa Kínverjum því að þeir skuli fá hana borgaða. En tapi hann kosningunum er vandséð um að forysta fáist frá Bandaríkjunum um viðspyrnu og án þess gerist ekkert.

Biden og hans reynslulitla lið er ekki líklegt til stórræðanna og því ástæða fyrir Trump að aðgæta nú hvernig Kínverjar blanda sér í bandarísku Forsetakosningarnar.

Kína kann að kosta okkur meira en við sjáum í fljótu bragði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418431

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband