29.1.2021 | 14:44
Hvaðan á að fá evrur í umslögin?
eftir áþvingaða "kjarasamninga" á Íslandi þar sem hundruð kjarafélaga með stöðvunarvald fá að starfa án afskipta ríkisvaldsins?
Björn Bjarnason skrifar í dag um holan hljóminn í boðskap Viðreisnar. Þar flettir hann í sundur innihaldsleysi boðskapar ESB flokkanna á Alþingi og hversu fáránleg hagspeki býr að baki grunnstefi flokkanna tveggja með upptöku evru og inngöngu í ESB:
Björn segir:
" Í umræðum á alþingi um verðbólguskotið í ársbyrjun birtist vel evru-stoðin undir Viðreisn í ræðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Af ræðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, skrifum Benedikts Jóhannessonar, stofnanda og fyrrverandi formanns Viðreisnar, og hugleiðingum Þorsteins Pálssonar, hugmyndafræðings Viðreisnar, blasir við að upptaka evru er kjarninn í stefnu flokksins og það sem heldur honum saman sem jákvætt afl, neikvæði sameiningar- og tilvistarþáttur flokksins er andúð og tortryggni í garð Sjálfstæðisflokksins. +
Síðari þátturinn er eðlislægur í flokksbrotum og einstaklingar sigrast ekki á honum fyrr en þeir ganga að nýju til liðs við gamla móðurflokkinn eins og margsannað er hér og erlendis.
Í umræðum á alþingi fimmtudaginn 28. janúar birtist vel evru-stoðin undir Viðreisn í ræðum Þorgerðar Katrínar þegar hún ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í tilefni af því að Hagstofa Íslands birti tölur um 4,3 4,7% verðbólgu.
Formaður Viðreisnar sagði að í ferðaþjónustulöndum í Suður-Evrópu væri verðbólga við eða undir 0% verðbólgu. Íslenska krónan væri því enn og aftur að valda verðbólgu hér heima við. Seðlabanki Íslands hefði reynt að verja fall krónunnar en vegna þeirra tilrauna gæti seðlabankinn ekki prentað peninga eins og allir seðlabankar eru að gera núna. Það leiddi til lakari lánskjara fyrir ríkissjóð og skerti svigrúm íslenskra stjórnvalda til mótvægisaðgerða.
Þetta verðbólguskot er enn ein áminningin um hve vitaónýt íslenska krónan er, hve djúpstæð vandamál hún skapar á endanum fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin til skemmri en líka til lengri tíma, sagði formaður Viðreisnar og bætti við: Er það einfaldlega þannig að það megi ekki ræða krónuna, sjálfan fílinn í herberginu?
Spurningin um fílinn snýr frekar að Viðreisn en öðrum. Hún gefur til kynna að þar á bæ finnist einhverjum nóg um hve evrunni er mikið hampað. Varla getur Þorgerður Katrín talið að þeir sem taka málstað krónunnar sé þvert um geð að ræða ágæti hennar? Prentun peninga án innstæðu er jafnan nefnd sem váboði þegar verðbólga er rædd en það lögmál á greinilega ekki við núna þegar evrum er dælt út úr prentvélunum.
Bjarni Benediktsson sagði að lokinni ræðu formanns Viðreisnar að skilja mætti orð hennar á þann veg að það væri eftirsóknarvert að vera í hagkerfi þar sem verðbólgan er 0,5%. Hann liti á hinn bóginn á það sem merki um sjúkleika þegar seðlabanki evrunnar lofaði að kaupa 70% af öllum ríkisútgefnum pappírum á næstunni 70%. Það bæri ekki sér væntingar um hagvöxt en slíkar væntingar væru hér á landi.
Hann taldi það ranga niðurstöðu hjá Þorgerði Katrínu að kenna íslensku krónunni um verðbólguskotið hér. Að baki því lægju mælanlegar stærðir: Launahækkanir kynnu að hafa smitast út í verðbólgu í hærri álagningu í þjónustu og vöru. Horft fram á við gerir allur markaðurinn á Íslandi ráð fyrir því að Seðlabankanum gangi vel að ná tökum á verðbólgustiginu og að verðbólga fari lækkandi á komandi misserum, sagði fjármála- og efnahagsráðherrann.
Þessu svaraði Þorgerður Katrín með spurningu:
Er ekki tími til kominn, líka fyrir aðila vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld, að fara að ræða gjaldmiðilinn okkar, eins og ég gat um áðan, fílinn í herberginu? Getur verið að launaþróunin sé með þessum hætti hér heima af því að við erum með þennan gjaldmiðil?
Þarna sannaðist enn að Viðreisn er eins-máls-flokkur, eintals-evru-flokkur."Flokkurinn er sjálfur fíllinn í herberginu sem engin leið er að tjónka við vegna einsmáls trúarskoðanir hans.
Til viðbótar er hér enn einn fílaflokkur sem heitir Samfylking. Stefnur þessara flokka eru nánast afrit af hvorri annarri þannig að enginn getur greint á milli nema mismunandi skeggvaxtar og hárgreiðslu formannanna. Varla dugandi veganesti í kosningabaráttu að hafa tvo óhagganlega fílaflokka til að velja á milli?
Furðu skrif dr. Benedikts í maðkabox Moggans í takt við Björn Leví ættu svo að duga til að skýra stefnumið þessa fólks út fyrir kjósendum, allavega þeim sem meðalsnotrir gætu talist.
Verkalýðshreyfingin þegir svo þunnu hljóði. Hún hefur aldrei viljað útskýr það hvernig ríkisvaldið eigi að standa við þá kjarasamninga sem verkalýðshreyfingin hefur óábyrgast gert með tugum prósenta launahækkanir umfram getu hagkerfisins.
Hvaðan á að fá evrur í umslögin?
Seðlabankinn fær ekki lengur að fella gengið og fær ekki að prenta evrur.
Þorgerður virðist skilja það að einhverju leyti að ofurval verkalýðsfélaganna á Íslandi er með hætti að ekkert þjóðfélag verður rekið með frítt spil þessara bófaflokka yfir höfðum sér.Hún segir: "...líka fyrir aðila vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld," .Slíkri samvinnu hefur nær aldrei verið komið á síðan í þjóðarsátt og sýnir sig að ráðast mikið af pólitískri innréttingu einstakra forystumanna. Fólk á borð við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór verða líklega seint staðin að gerð þjóðarsáttar.
Íslendingar eru nefnilega efnahagslegir óvitar með eldspýtur í púðurtunnu hagkerfisins. Það er margsannað mál.
Evruspekingarnr og ESB sinnanrnir hafa aldrei svarað grunnspurningunni um "kjarabaráttuna" á Íslandi sem semur oft um það sem ekki er til.
Hvaðan á að fá evrur í umslögin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Vilja kjósendur á ÍSLANDI ganga í "skuldabandalag Evrópu"? Ef ekki, þá forðumst við Samfylkinguna og Viðreisn og "einstaklinga", sem heldur vilja vera í fangi getu og gagnleysi 27 Evrópuþjóða.
Vandamál ÍSLENDINGA er það sama og í ESB löndum Kristinnar Evrópu vegna samvinnu við stjórnlausa ESB sinna á ALÞINGI: Taumlaus innflutningur hælisleitenda frá ólíkum löndum með ólíka siði er að gjörbreyta Vestur Evrópu. Hitt vandamálið eru loftslagsmál og hálendishugmyndir hjá "skítblankri" fámennri þjóð, sem auk þess berst við atvinnuleysi í þúsunda tali. Hættum fáránlegum uppfinningum á Alþingi og kennum börnunum okkar sparnað og hagsýni.
Veljum leiðtoga og þjóðernissinna inn á virt ALÞINGI, sem starfa fyrir ÍSLENDINGA og framtíð fámennrar þjóðar.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 30.1.2021 kl. 11:23
Kjósum ESB sinna frá Alþingi í næstu kosningum. Fækkum flokkum og stjórnleysi þeirra, sem snúast um hamslaus ríkisafskipti.
Er ekkert bóluefni á markaðnum fyrir stjórnleysingja, sem vinna á "eigin" vegum, en ekki fyrir fámenni okkar ÍSLENDINGA.
Vinnandi fólk tryggði sig best með sinn einka lífeyrissjóð innan Seðlabankans, ríkistryggðan frá barnsaldri til full-orðins ára. Seðlabankastjóri, Ragnar Þór og fleiri gætu gætt þessa sjóðs með vöxtum. Miljóna upphæðir gætu myndast og ekkert þvarg um fjárfestingar?
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 31.1.2021 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.