Leita í fréttum mbl.is

Mæðu- Moggi

var mér færður í dag.

Á miðopnu er enn ein bullugrein eftir Þorgerði Katrínu í hinum Samfylkingarflokknum sem þeir kalla Viðreisn án þess að nokkur skilji hversvegna né hvað eiga að rétta af.Með henni skrifar einhver óþekkt stjarna uppá sem skreytir sig með Doktorstitli.

Skelfing finnst mér Mogginn leggjast lágt að birta svona bull á miðopnu, ekkert betra en greinar eftir Björn Leví sem líka birtast þarna. 

Í stuttu máli er inntakið hert skattheimta á hendur sjávarútvegi og líklega Landsvirkjun líka. Gott ef ekki sauðfjárbændum til viðbótar.Skattleggja og eyða er eina kratastefnan sem reynsla er fengin fyrir. Annað er ekki í boði af svona flokkum.

Megin stefnumálið er látið kjurt liggja en það er inngangan í ESB og upptaka EVRU.

Annað er ekki á dagskrá hjá þessari flokksnefnu sem þessi fyrrum varformaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir.

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson er öllu hreinskilnari í blaði meistara síns Hafskips-Helga, þar sem engin tæpitunga er töluð um fullveldisframsal lýðveldisins Íslands og inngöngu í tollabandalag Evrópu gegn afganginum af heiminum. 

Hversvegna er verið að halda úti tveimur stjórnmálaflokkum sem hafa nákvæmlega sömu stefnuna er ofvaxið mínum skilningi. Nem það er auðvitað hægt að krækja sér í ríkispeninga og svo er svo gaman að vera formaður og gera sig breiðan. Líka er möguleiki á að blekkja fleiri til fylgilags við hentistefnu og tala tungum tveim eins og þarna er gert.

Það er ömurlegt fyrir mig að sitja uppi með það að hafa látið þetta fólk blekkja mig til fylgilags við sig á sínum tíma. Með þá skömm situr maður uppi með ævilangt. Það bætist við að lesa Mæðu-Moggann sér til sárra leiðinda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Já, ég er áskrifandi til margra áratuga. Ég tel það Mbl. frekar til kosta en galla að birta greinar með andstæðar skoðanir. Mér hugnast ekki allt sem þar birtist en gamla góða reglan er að virða skoðanir annarra.

Með kveðju.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 16:36

2 identicon

Næstu kosningar verða að snúast um málefni ESB sinna og hugleysi stjórnmálaflokka gegn föðurlandinu ÍSLANDI. Við sendum ekki málefni ÍSLANDS til úrvinnslu í Brussel.

Stöndum vörð um ÍSLAND og okkar framtíð með Þingvelli í heildarsýn og stórhverina handan Þingvallavatns. Á þingvöllum var allt boðað, sem skipti máli og táruðust við mosavaxnar vatnslindir.

Kjósum þjóðernissinnaða menn og stjórnmálaflokka til ALÞINGIS.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 26.3.2021 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 4934
  • Frá upphafi: 3194553

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 4073
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband