Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Bjarnason

skrifar skarpa athugun á peningamálum Íslendinga í Morgunblađ dagsins.

"Ţjóđin stendur á öndinni nokkra morgna á ári og bíđur eftir erkibiskupsbođskap um stýrivexti seđlabanka. Hvađ ákveđur peningastefnunefnd Seđlabankans í dag? Hagspekingar um allar koppagrundir veđja um niđurstöđu peningastefnunefndar. Fleiri en fćrri hafa meiri áhyggjur af fráviki sínu frá niđurstöđu peningastefnunefndar en ţjóđarhag.

Ţorpsidjótar eiga bestu ágiskanir.

Markmiđ seđlabanka

Markmiđ seđlabanka er ađ viđhalda stöđugu verđlagi og öryggi í fjármála- og greiđslukerfi. Til ađ viđhalda öryggi í greiđslukerfi er innlánsstofnunum ćtlađ ađ eiga laust fé til ađ mćta ţörfum viđskiptavina sinna. Innlánstofnanir hafa ekki yfirdráttarheimildir hjá seđlabanka.

Ađ auki hefur seđlabanki ţađ hlutverk ađ vera banki ríkissjóđs. Ríkissjóđur hefur ekki yfirdráttarheimildir hjá seđlabanka. Seđlabanki varđveitir gjaldeyrisvarasjóđ. Tilgangur međ ţví ađ halda gjaldeyrisvarasjóđ er ađ tryggja greiđsluskil á erlendum lánum ríkissjóđs. Seđlabanki heldur ekki gjaldeyrisvarasjóđ til ţrautavara fyrir önnur fjármálafyrirtćki, enda ţótt fjármálafyrirtćkjum sé ćtlađ ađ halda gjaldeyrisjöfnuđi í efnahagsreikningi sínum. Af ţessum ástćđum er ekki jöfnuđur á gjaldeyriseignum og skuldum.

Viđ gengissig, ţ.e. lćkkun á gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiđlum, verđa til tekjur hjá seđlabanka. Ógćfa ţjóđar verđur ađ tekjum hjá seđlabankanum. Ţćr tekjur eru í raun verđleiđrétting (e. inflation adjustment), sem kemur tekjum ekkert viđ, ekkert fremur en verđbćtur á bankainnistćđum barna og eldri borgara.

Kostnađur

Til ţess ađ halda fjármálakerfi gangandi ţarf tekjur. Og ađ auki ţarf ásćttanlegan hagnađ fjármálafyrirtćkja. Tekjur fjármálafyrirtćkja samanstanda af vaxtamun útlána og innlána auk tekna af ţóknunum.

Viđ einfalda skođun virđast útlán bera vexti sem eru íviđ hćrri en verđbólga. Ţau eru ţví verđtryggđ og bera einhverja raunvexti. Öđru máli gegnir um innlán. Ţau bera neikvćđa raunvexti. Jafnvel verđtryggđir innlánsreikningar bera oftast neikvćđa raunvexti eftir ađ „fjármagnstekjuskattur“ (ţ.e. fjáreignatekjuskattur) hefur veriđ dreginn frá. Innlán í fjármálafyrirtćkjum eru um 2.500 milljarđar. Um 45% innlána eru í eigu heimila en ađ auki eru um 6% innlána í eigu lífeyrissjóđa.

Innlán fyrirtćkja eru fyrst og fremst ćtluđ til ađ standa undir daglegri fjárţörf, ţ.e. ekki eiginlegt sparifé. Innlán lífeyrissjóđa standa nokkurn veginn undir lausafjárkröfum sem gerđar eru til fjármálafyrirtćkja.

Ţau innlán einstaklinga, sem nálgast raunvexti, eru svo skattlögđ ţar sem verđleiđréttingin, verđbćtur, er skattlögđ sem tekjur. Verđbćtur eru ekki tekjur fremur en gengisbreytingar! Ţeir stjórnmálaflokkar, sem telja sig berjast fyrir réttindum launafólks, vilja ganga lengst í skattlagningu á verđbótum. Fulltrúar ţessara flokka mćla af einna minnstri ţekkingu um eđli fjáreignatekna. Ađ samanlögđu virđist mér sem heimilin í landinu standi undir kostnađi viđ peningastefnu sem nú er framfylgt.

Hagsmunasamtök peningastefnu međ gjafvöxtum

Ţađ eru nokkrir sjálfskipađir seđlabankastjórar ađ störfum í dag. Sumir eru verkalýđsrekendur, sem hafa hlotiđ kosningu međ atkvćđum fárra félaga í verkalýđshreyfingunni. Ţessir nýju verkalýđsrekendur hafa skođanir á öllu og láta álit sitt í ljós viđ flest tćkifćri.

„Hagsmunasamtök heimilanna“ telja sig vernda hagsmuni heimila međ ţví ađ láta börn og eldri borgara borga fyrir áhugamál sín, rétt eins og bankarnir gera. Hagsmunir heimila eru sanngjarnir raunvextir. Ţví miđur ţarf einhver ađ greiđa og ţađ kunna ađ vera önnur heimili um sinn. Feitir auđhyggjumenn eiga ekki sparifé í bönkum. Ţeir eru njótendur gjafvaxta í bankakerfinu. „Hagsmunasamtök heimilanna“ gćta hagsmuna ţeirra.

Vakningarsamkomur

Samningafundir verkalýđs- og atvinnurekenda um kaup og kjör líkjast fremur vakningarsamkomum hjá frelsunarsöfnuđi en samskiptum milli fólks í alvarlegri vinnu.

Ţađ vill til ađ verkalýđsrekendum og atvinnurekendum er falin umsjón međ eignum lífeyrissjóđa, en lífeyrissjóđir hafa eina skyldu og hún er sú ađ greiđa ţeim sem hafa haft ţá skyldu ađ greiđa af launum sínum til ađ tryggja sér laun eftir ađ starfsaldri lýkur.

Réttindi í lífeyrissjóđum eru ekki til ađ semja um í kjarasamningum, nema ef til vill ađ semja um iđgjaldahlutföll til réttindaávinnslu.

Covid og Úkraína

Mestan hluta ţess tíma, sem Covid-19 gekk um land, var verđbólga ekki úr hófi. Međ Úkraínustríđi virđist sem verđbólga verđi úr hófi. Jafnvel svo ađ Seđlabanki spáir 8% verđbólgu, en ţađ er tala, sem einhver segir sagđa međ varúđ. 8% spá Seđlabanka um verđbólgu ţýđir tveggja stafa verđbólgutölu. Og í framhaldi af ţví fylgir aukin skattlagning á sparifé.

Innflutt verđbólga af völdum hćkkana á eldsneytisverđi og af völdum hćkkana af verđi á hrávöru er nýlegt vandamál í hagstjórn. „Gulvestungar“ geta ekki bariđ slíkar verđhćkkanir í rot. Stríđsverđbólga er nýtt vandamál hjá ţeirri áhöfn sem nú stýrir Seđlabankanum. Nú reynir á tćki og tól bankans.

Ţađ kann ađ vera ađ einstaklingar, sem ekki hafa eyđsluelement, eigi sín „safe haven“ í íslenskri steinsteypu. Ţeir einstaklingar virđast stundum gleyma ţví ađ til eru verđbréfamarkađir í öđrum löndum til ađ koma sér undan eignabólu á Íslandi.

Siđađ fólk og skrćlingjaháttur

Ţađ er lenska međal skrćlingja og undirmálsfólks ađ búa til andstćđinga. Slíkir andstćđingar ţurfa ađ ţola ofsóknir og einelti. Alvarlegustu dćmin um slíkt einelti eru ţjóđernishreinsanir. Ţjóđernishreinsanir eru taldar sérlega hentugar ţegar í hlut eiga efnađir minnihlutahópar. Dćmi um slíkt er helför gegn Gyđingum. Ţađ eru ýmis samtök, sem hafa greint sparifjáreigendur, ungt fólk og eldri borgara, til ađ vera sérstakt efnahagsvandamál og heppilegan andstćđing.

Fjárhagslegt frelsi einstaklinga er efnahagmarkmiđ. Verkalýđsrekendur og „Hagsmunasamtök heimilanna“ eru vondir greinendur á efnahagsvanda og virđast vinna ađ hagsmunum öndverđum hagsmunum skjólstćđinga sinna."

Ţađ er fengur ađ  ţví ađ mađur eins og Vilhjálmur skuli leggja á sig ađ skrifa svo upplýsandi um jafn víđa misskilin málaflokk og fjármál Íslendinga. Ef fleiri vildu leggja sig eftir skilningi á samhengi hlutanna yrđi ekki eins auđvelt fyrir gasprara međ verkalýđsvöld ađ slá ryki í augu kjósenda og  byrgja ţeim sýn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3417718

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband