Leita í fréttum mbl.is

Gísli Marteinn og flugvöllurinn.

Gísli Marteinn Baldursson segir í grein í Mogga í dag að hann vilji heldur byggja í Vatnsmýri heldur en í Geldinganesi. Kostnaður Reykvíkinga sé tveir milljarðar á ári , m.a. af því að sitja fastir í umferðinni á leið í vinnuna.

Hvar heldur Gísli Marteinn að atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins liggi ? Ofan í Kvos ?

Hannn segir að meirihluti borgarfulltrúa vilji flugvöllinn í burt. Borgarstjóri líka nema að hann vilji ekki að innanlandsflugið fari til Keflavíkur.

Segjum að flugvöllurinn verði lagður niður og byggt verði í Vatnsmýrinni ? Mosfellingar vilja ekki flugvöll á Hólmsheiði enda arfavitlaust flugvallarstæði vegna flugskilyrða.  Löngusker eru ennþá vitlausara flugvallarstæði vegna veðurfarskilyrða og kostnaðar.  Af hverju ekki bara uppá Esju með flugvöllinn Gísli Marteinn ?. Hún er rennislétt að ofan og aðflug ágætt !

Fari flugvöllurinn úr Vatnsmýri fer það af innanlandsflugi, sem ekki leggst niður til Keflavíkur og/eða Pattersons flugvallar. Það verður enginn nógu hagvitlaus til að leggja annað til.  Tugir milljarða eru líka peningar.

Það fer auðvitað mikið af höfuðborgarstarfsemi með vellinum burt. Stjórnsýsla landsins mun smaám saman flytja með honum suðureftir.  Viðskipti, búseta osfrv. munu fara til  Reykjanesbæjar frá því sem við köllum höfuðborgarsvæði í dag. Þetta svæði vex auðvitað saman með tímanum og  Þungamiðjan mun færast með samgönguhnútapunktunum.  Sem fara æ fjær  Kvosinni hverju  sem Gísli Marteinn og Örn arkitekt halda fram.

Borgaryfirvöld reyna kerfisbundið að  byggja æ nær flugbrautunum, sem mun smám saman eyðileggja flugvöllinn sem slíkan. Því væri það betur strax ákveðið  að loka honum og flytja suðureftir. En verkurinn er að menn vilja bæði sleppa og halda.  Ég efast um að meirihluti fólks í Reykjavík vilji flugvöllinn burt.  Ég efast um að það sé sannfæring meirihluta borgarfulltrúa að Reykjavíkurflugvöllur skuli lagður undir byggð.   Ég er viss um að meirihluti landsmanna vill að flugvöllurinn verði kyrr þar sem hann er. Ríkið gæti eitt endað þessa deilu  með því að taka það borgarland,  sem er undir vellinum núna,  eignarnámi.  En svoleiðis gerir maður líklega ekki.

Hvert mun  fólk fara í vinnuna af flugvallarsvæðinu  og eftir hvaða götum ? Ætli verði greiðfærara þaðan en úr Geldinganesi ? Það þarf að passa sig á reiknikúnstum í stíl Sölva Helgasonar til að útkoman verði ekki steinbarn í maga borgarfulltrúa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ef innanlandsflugið fer til Keflavíkur þá verðu Árni Sigfússon borgarstjóri aftur og er það bara ekki ágæt lausn eins málum er nú komið...? En það er alveg ljóst að þeir sem vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni eiga hvorki ernidi vestur fyirir læk, né hafa nokkurn tíma þurft að fljúga út á land. Og líklega vita þeir ekki heldur að það býr fólk úti á landi sem stundum á leið til Reykjavíkur og það eru líka til fólk sem býr í Reykjavík sem þarf stundum að sinna erindum úti í hinum dreifðari byggðum.

Ómar Bjarki Smárason, 6.10.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Segðu Ómar Bjarki ! Fólki gengur illa að skilja það að borgir verða til utanum samgöngupunkta. Ef Keflavík á að verða hnútapúnktur innanlandsflugsins líka, þá á auðvitað sjúkrahúsið að byggjast þar og stjórnsýslan að flytjast þangað líka. Ekki af því að ég segi það heldur mun hún bara gera það að sjálfus sér, það er bara lógískt. Þessir flugvallarspekingar geta bara setið hér eftir á búllunum í Kvosinni og við Tjörnina og spekúlerað í því hvar vinnu sé að fá .

Halldór Jónsson, 14.10.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband