16.1.2008 | 13:25
Göngum úr Schengen !
Af fáum ráðstöfunum stjórnvalda hin síðari ár hef ég verið minna hrifinn en ingöngunni í Schengen. Mér er sagt að þetta hafi verið eitt af fáum sérstöku baráttumálum Halldórs Ásgrímssonar og er þá að vonum.Aðeins Einar Oddur og Gunnar I.Birgisson sátu hjá þegar Sjálfstæðisflokkurinn var neyddur til að samþykkja þetta óheillamál Framsóknar til að bjarga ríkisstjórninni.
Eitt af þvi sem þá var haldið fram, að þetta samstarf myndi skila lögreglu mun betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Nú upplýsir Hildur Dungal í Útlendingaeftirlitinu , að þessu sé þveröfugt farið. Upplýsingar frá SIS séu nánast ófaánlegar. Schengenborgarar, heiðarlegir eða óheiðarlegir, komi hingað án eftirlits og geti dvalið hér eins leng og þeim sýnist. Það er ekki einu sinni hægt að vita hvenær þeir komu eða fóru eða fóru ekki eins og komið hefur fram um glæpamenn í farbanni stjórnvalda. Sem sagt algert eftirlitsleysi. Nema ef heiðalegir menn vilja sækja um atvinnuleyfi hér en það gera hinir óheiðarlegu auðvitað ekki.
Í Bandaríkjunum er fylgst með því að þú dveljir ekki lengur en 3 mánuði án visa eða 6 mánuði með visa. Hér er ekki neitt eftirlit.
Bretar létu hjá líða að ganga í Schengen af augljósum ástæðum eylandsins. Við gengum í þetta af eintómri talhlýðni með augljósum afleiðingum, sem birtast okkur meðal annars í vopnaleit í Keflavík þegar komið er frá Bandaríkjunum, eins fáránlegt og það nú er.
Mér finnst núna vera lag til að ganga úr Schengen þegar Framsókn er utan stjórnar. Þá getum við krafist bakgrunnsrannsóknar á þeim sem hingað koma eins og við gátum áður en getum ekki lengur. Íslendingar eru flestir hættir að verða svo fullir í flugvélum til útlanda að þeir geti ekki dregið upp passann sinn. Sem þeir verða þó raunar yfirleitt að gera hvort sem er, þó að okkur hafi verið sagt annað.
Schengen aðildin hefur ekki staðið undir væntingum heldur þveröfugt og á því að endurskoða án tafarFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420144
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hef oft tjáð mig um þetta og er þér Halldór innilega sammála. Göngum úr
Schengen, og ÞAÐ STRAX! Kannski misminnir mig. Hélt að Einar Oddur hafa
greitt atkvæði á móti þessu en ekki setið hjá auk Einars K Guðfinssonar.
Alla vega talaði Einar Oddur mjög á móti þessu og gerði grín af þessari
lönguvitleysu. Að eyþjóð uti á miðju Atlantshafi hafi gengið í Shengen er
meiriháattar brandari, og það dýr. Eyþjóðirnar Bretar og Írar hafa enga
ástæðu séð til þess..
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 14:27
Hverjir ætli séu kostir þess að vera í Schengen umfram það að vera utan Schengen? Einhverjir hljóa þeir að vera, eða hvað?
Bretar eru eyþjóð eins og við og vilja vera utan Schengen. Þeir hljóta að hafa einhver góð rök.
Hvað ætli það sé mikið mál að ganga úr Schengen?
Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 16:02
Eini kosturinn við Schengen er að maður þarf ekki að sína vegabréf innan svæðisins. Sem þýðir galopnun landamæra þeirra ríkja sem þar
eru. Þetta er orðið 500 millj manna svæði. Sem
þýðir að allskyns glæpalýður getur eftirlitslaust
flakkað innan svæðisins óhindrað. Óhug setur að mörgum vestrænum ríkjum eftir að 10 fyrrv.
austantjaldslönd gerðust aðilar um s.l áramót,
því þar er meiriháttar glæpagengi. Þá eru ytri
landamæri í raun í rúst sbr mikill flaumur flótta-
manna frá Afríku til Möltu, Spánar, Ítalíu og fl.
ESB landa. Því um leið og þessir ólöglegu innflyjendur komast inn á Schengin eru þeir um
leið komnir innfyrir landamæri Íslands. Þá er
kostnaðurinn við Schengen mjög mikill allt að
1 milljarður á ári sem betur mætti verja í aðra
löggæslu. Þannig að ókostirnir eru margfalt
fleiri en kostirnir fyrir eyþjóðir. Það hafa Bretar
og Írar alla vega komist að.- Það er ekkert
mál að ganga úr Schengen þegar pólitísk
ákvörðun á Íslandi liggur fyrir. Kannski örfáir
mánuðir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 17:56
Þakka undirtektir,það gleður mig að heyra í ykkur sem hafið sömu efasemdirnar og ég. En ætli þetta sé til nokkurs að hafa svona skoðanir ? Hvað eru þessir þingmenn að hugsa ? Þekkir einhver til þankagangsins í þeim ?
Halldór Jónsson, 16.1.2008 kl. 22:36
Ég held að Schengensamstarfið sé okkur ekki til hagsbóta. Setur að mínum mati á okkur óþarfa kröfur og aukinn kostnað sem jaðarsvæði Schengensvæðisins.
En kannski er aðildinn hluti af þankagangi kjörinna fulltrúa okkar og embættismanna framkvæmdavaldsins að komast í klúbbinn með stóru strákunum og núna það nýjasta að komast að í Öryggisráðinu (með tilheyrandi kostnaði), ferðast um heiminn með sendinefndir og hitta helst alla mannætuforingjana til að tryggja fylgið.
Hagbarður, 16.1.2008 kl. 23:09
sagði Davíð á sínum tíma, að vera ekkert að gera Halldóri þetta til geðs.
ÞEtta væri bara eintómt bull og vitleysa.
Fullvalda ríki er nauðsynlegt, að ráða sínum landamærum sjálft, án einhverra samningaumleitana um, hvort megi þetta lið sem hingað kemur eða ekki.
Allt sem ég listaði upp um ófögnuð sem þetta nýtti sér, hefur ræst og nokkuð meir sem ég hafði ekki einusinni hugarflug til að gera mér ljóst.
Úr Schengen og förum í TVÍHLIÐA samninga við ESB á sama hátt og Sviss gerði á sínum tíma.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 17.1.2008 kl. 12:51
Mikið er ég sammála. Þetta shcengen mál er hið versta mál. Þetta var ekki gæfuspor frekar en að púkka upp á mesta stjórnmálafífl íslandssögunar Halldór Ásgrímsson (utan Jónas frá Hriflu kannski) öll þessi ár í ríkisstjórn.
Við skulum líka ekki heldur gleyma því að, Davíð og sjálfgræðisflokkurinn á sína sök í þessu líka
Göngum endilega úr þessu bévítans óheilla veseni og það strax. Ástandið á bara eftir að versna.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:53
Ég er 100% sammála þér í þessu máli, Halldór. Biðst svo afsökunar á því að hafa ekki svarað orðsendingu þinni á vef mínum fyrir alllöngu. – Með þakklæti,
Jón Valur Jensson, 18.1.2008 kl. 02:07
Þetta var dýrt klúður.
Sigurður Þórðarson, 18.1.2008 kl. 12:32
"Mín upphefð kemur að utan" segir Samfylkingin. Látið ykkur dreyma um að sá ágæti flokkur taki af skarið í einhverju sem tefur útlent fólk við að sækja okkur heim.
Árni Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.