3.4.2008 | 22:50
Bílabullur
Mótmæli bílstjóra hafa staðið nokkra daga. Vegfarendur láta sér í léttu rúmi liggja og segjast styðja mótmæli gegn benzínokri stjórnavalda. Bravó og hósíanna. Allt saman rétt.
En þetta er bara Ísland.
Og víst er að í Bandaríkjunum kostaði benzinlítrinn 54 kr fyrir gengisfallið en hér 140,-hérumbil pí sinnum dýrari. Þar kostaði líka vodkalítrinn á sama tíma 357 krónur . En hér í ÁTVR guðmávitahvað mörgum pí sinnum meira.
Og varan í Bónus kostar líka pí sinnum meira en í ValMart. Þetta vita allir en enginn segir neitt af því að Jói er svo góður og gefur úr pokasjóði sínum.
Og allir vita líka að það er stórskaði að innlendri kjúklinga og eggjaframleiðslu og myndi mikill gjaldeyrir sparast ef þetta yrði allt saman lagt niður og flutt inn. Og svínakjötið líka. Mikið vinnuafl myndi losna til hagnýtra starfa fyrir þjóðfélagið og bankana.
Hverju eru þessir bílstjórar að mótmæla ?
Ætli þeir séu í vandræðum með að borga af lúxusbílum sínum vegna minnkandi atvinnu eftir að hafa boðið niður keyrsluna hvor fyrir öðrum allt góðærið á enda og standa nú uppi með tóma kassa og ekkert að gera ? Hrukku tekjurnar ekki fyrir greiðslu vaxtanna af bílalánunum ? Voru bílarnir kannske og dýrir fyrir það sem inn kom fyrir keyrsluna ?
Mér hefur sýnst í gegnum tíðina að margir amerískir trukkar séu með minni íburði en þær kerrur sem Íslendingar kaupa mest og keyra. Og eru þá ódýrari líka. En svoleiðis hagfræði skilja fæstir Íslendingar og þá vörubílbílstjórar væntanlega meðtaldir með gljáfægða lúxusana í baksýn.
Væri þeim ekki nær að berjast fyrir þróun rafbíla og minnka eitthvað við sjálfa sig lúxusinn og íburðinn um leið.
Nú í nýtilkynntri kreppu finna vörubílstjórar uppá því að þeir geti grætt meira á keyrslunni ef minna fari í olíuna. Eða þá að þeir geti boðið keyrsluna enn lægra niður ef gyllinæðaaðgerðir og vöðvabólgunuddið, sem menn fá af því að stunda langsetur við bílstýrin, verða greiddar af einhverju öðru en benzíngjaldinu sem ríkissjóður leggur á. Ætli þeim hugnist betur hækkun þungaskatts á bílana þeirra, sem margir segja að borgi hvergi nærri sanngjarnan hluta í vegaslitinu ? Það má alveg breyta gjaldstofninum fyrir þá þannig að þeir geti verið ánægðir með einhverja lækkun á pumpuverðinu.Íslenzka ríkið, sem þessir menn tilheyra líka, þarf auðvitað mikla peninga til að reka heilbrigðiskerfið, þar sem rándýrir læknar starfa með öðru láglaunafólki. Það þarf líka að borga hjörð af kennurum til að kenna börnunum okkar að lesa og reikna. Ekki eru allir ánægðir með árangurinn af þeirri starfsemi. Getum við þá ekki bara lagst þversum á plateoris og krafist þess að börnunum sé kennd margföldunartaflan fyrir lok 10.bekkjar ? .
Og svo væla öryrkjar og gamlingjar allstaðar yfir bágum kjörum sínum. Skelfing að horfa uppá alla þessa eymd og auraleysi allstaðar..
Hver á að borga þetta allt ? Sjúkrahúsþjónustan er ókeypis. Skólarnir eru ókeypis og við hreykjum okkur af því í daglegu tali.
En er þetta svo ? Ekki sagði Milton Friedmann að til væri ókeypis hádegisverður. Hvaðan skyldi ríkið fá alla þessa peninga ?
Á sama tíma kvarta bílstjórar yfir sprungnu gatnakerfi. Það vanti tvöföldun og mislæg gatnamót þar, jarðgöng hér og brú þarna og jafnvel nýjan veg yfir Öxi. Ætli þessar bílstjórar viti hvernig á að borga þetta allt saman ? Ætli þeir séu alltaf jafnflinkir við borga og eyða ?
Eigum við vínsvelgir kannske að leggjast þversum fyrir dyr áfengisverzlunarinnar svo að enginn komist á fyllerí fyrr en ríkið lækkar vodkað til jafns við Bandaríkin ? Hvort græðum við drykkfelldir meira á slíkri vínlækkun en hófsemdarmaðurinn ? Allaveg myndi ríkið græða minna. Ættu bindindismenn ekki að greiða sérstakan bindindisskatt til að jafna metin ?
Til hvers erum við að kjósa Alþingi til að ráða skattlagningunni og eyðslunni í þessa málaflokka ef einhverjar menn á egóflippi geta ráðist til atlögu við þjóðfélagið og tekið það í gíslingu vegna þess að þeira hafa aðrar meiningar um hagstjórn en Geir Haarde og
hans menn ?
Kaus ég einhverjar bílabullur til að ráða skattlagningu eldsneytis fremur en öðrum málum fyrir mig ?
Það horfir illa með lýðveldið okkar ef svona skríll, margnefnt Alþingi Götunnar , getur tekið völdin í landinu með samþykki lögreglunnar útaf hverjum tittlingaskít sem þeim dettur í hug hverju sinni.
Þorgeir Ljósvetningagoði sagði að við skyldum hafa ein lög í þessu landi,-. annars myndi illa fara. Ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér kallinn.
Þetta er hætt að vera sniðugt. Það á að handtaka þessa menn og láta þá sæta ábyrgð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll kæri tengdafaðir
Alltaf sama bjartsýnishjalið hjá þér.
Þetta eru einmitt afar skemmtileg mótmæli sem fengu óvænta stefnu þegar 4x4 meðlimir fór að taka þátt í þeim af mikilli hörku.
En ég hélt að Þetta væru hagsmunasamtök þeirra sem eru með það skemmtilega áhugamál að fara upp á fjöll og fáfarnastaði sem eru illfærir öðrum farartækjum. Sem sagt þetta er frístundaklúbbur.
Eftir að atvinnubílstjórar hættu að stöðva inn og útakstur hjá ODR í dag héldu þessir frístundamenn áfram að hefta aðgang verktaka og annara sem vantaði olíu í dag. Með samúð margra og skilningi margra.
En ætli okkur þætti í lagi ef t.d. gólfarar eða skíðamenn tepptu göturnar eða atvinnulífið ef þeir þyrftu að borga hærri skatta af þeirri aðstöðu sem þeir eru að nota.
Held ekki.
kveðja
Guðrún Atladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:40
Heyr! Heyr!
Kv.
Níels
Níels Bjarki Finsen, 8.4.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.