Leita í fréttum mbl.is

Móralskur réttur ?

Á innsíðum eldri breskra bóka sér maður stundum: "The moral right of the author has been asserted."

Ég er að spá í skuldabréf sem Íslandsbanki, nú alfarið eign ríkisins í skjóli óstaðfestra neyðarlaga, er að rukka venjulegt fólk um.   Eða þá nýja Kaupþing sem er  að rukka sama fólkið sem tók lán hjá gamla Kaupþing, sem er í safnheitinu sem er kallað gömlu bankarnir.

Þetta voru bankarnir okkar gömlu hluthafanna í Straumi, Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Þessir bankar hafa aldrei verið lýstir gjaldþrota og hlutabréfaeignin þessvegna fullgild í augum skattyfirvalda og verður eignaskattskyld þegar Lilja er öll kveðin.

Skilanefndir svokallaðar, sem ríkisvaldið setti í valinkunna gæðinga sína inn í gömlu bankana með ofbeldi, hafa þær ekki framið þjófnað úr búi þeirra með því að afhenda nýju uppvakningunum skuldabréf úr búi gömlu bankanna á hrakvirði, sem á síðan að mynda hluta af efnahags þeirra á fullu verði? Hver  skyldi  reikningurinn verða fyrir nefndarstörfin ? Lýkur þeim nokkurn tímann meðan maður getur fláð köttinn ?

En var  þessum skuldabréfum ekki bara  einfaldlega stolið úr búi gömlu bankanna og síðan er erlendum kröfuhöfum sagt að allt sé tapað og þeir geti étið það sem úti frýs. Þannig er til dæmis með skuldir stofnfjárkaupenda í BYR, en Íslandsbanki er sagður hafa fengið þær kröfur á 10 % af nafnvirði frá Glitni en ætlar að rukka þær "in full"  hjá skuldurunum úr stofnfjárútboði BYR  í október n.k.

Og þeir stofnfáreigendur í BYR leysast ekki jafn greitt frá hlutafjárloforðum sínum og HvítaBirna bankastjóri Íslandsbanka, sem sagði bara : "Allt í plati" þegar spurt var um hlutafjárskuldbindingar hennar sjálfrar í Glitni sem aðrir þurftu að borga "in full " en ekki hún. Eða þá Bjarni Ármannsson sem þeir afskrifa á 800 milljónir sem maður hefur heyrt. Hafa menn nokkuð gáð að því hvort leynist einhver Bjarni á bak við Magma ?

Hver er raunveruleg staða hluthafa í gömlu bönkunum? Félög í vanskilum eru ekki sjálfkrafa gjaldþrota. Gömlu bankarnir voru í vanskilum en ekki gjaldþrota þegar ríkisstjórnin lokaði þeim með ofbeldi. Síðan hefur verið rænt, stolið og týnt niður af öllum eigum þeirra, föstum og lausum. FIH  í Danmörku hefði getað rukkað fyrir ríkið allan tímann.

Ég spyr: Ber fólki skylda til að borga gömul skuldabréf fullu verði uppi í nýja Íslandsbanka eða Kaupþingi, sem voru hrakvirt um leið og þeim var stolið útúr búi upphaflega bankans ? Hver á að njóta afsláttarins ?Ríkisbankinn ? Gamli bankinn ? Ekki skuldarinn í gjaldborginni sinni, svo mikið er víst.

Af hverju var hægt að ræna gömlu hluthafana öllum eigum gamla bankans með einhverjum neyðarlögum sem svo ekki endilega standast stjórnarskrá ? Ef hún er þá pappírsins virði þegar allt kemur til alls og Óla forseta. 

Ég held eftir því sem ég hugsa meira, að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi hrundið hruni bankakerfisins af stað með aðgerðum sínum. Þeir gátu gert þetta öðruvísi en gerðu það ekki. Afleiðingin varð skelfileg fyrir almenning eins og allir vita og sjá og tjónið núna margfalt það sem hefði verið mögulegt. Ef Glitnir hefði ekki verið felldur þá hefði þetta ekki skeð svona eins og það skeði. Nú borgar þjóðin skuldir óreiðumannanna hvað sem Davíð sagði.

Menn hafa  getað keypt kröfur af fallítt  fyrirtækjum og rukkað þær inn.   Helgi Hjörvar, Samfylkingarþingmaður og Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður núverandi forsætisráðherra  rukkuðu   útistandandi kröfur tímaritsins Þjóðlífs hjá fólki sem hafði ekki einu sinn pantað ritið. Félag þeirra Arnarson & Hjörvar varð gjaldþrota með nærri 75 milljónir þá 1994.   Nú eru þessir menn í æðstu metorðum, annar á Alþingi og hneykslast á  hruninu en hinn er hægri hönd forsætisráðherra, að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar. Já, Jesús kastar öllum mínum syndum bak við sig, sungu þeir í Hjálpræðishernum. Er ekki Íslandsbanki ekki að leika sama hlutinn með skuldabréfin vegna BYR? Er þetta þjóðlegur stíll eða Þjóðlífsstíll?

Er til móralskt - réttleysi til mótvægis við hið breska hugtak um móralskan rétt ? Þú ert samkvæmt því réttlaus gagnvart ofbeldi stjórnmálamanna. Þeir telja sig eiga hinn móralska rétt á öllum lögum sem þeir setja, án þess að það þurfi að staðreyna hann eins og með höfundarréttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Og hvar væru nú Arnarson & Hjörvar í dag, ef þeir hefðu verið í öðrum flokki en Samfylkingu..... Mikill ljóður á þeim flokki hvað syndir fyrirgefast örlátlega....

Var ekki dæmt í þessu máli á sínum tíma, Halldór? Og hafi svo verið, er þá hægt að bjóða þjóðinni upp á það á tímum siðvæðingar, að menn með slíka fortíð sitji við hægri hönd forsætisráðherra.... geri fastlega ráð fyrir að forsætisráðherra hafi fulla stjórn á þeirri vinstri.....!

Og nú er að koma í ljós að myntkörfulánin voru líklega ólögleg, sbr. viðtalið við Gunnar Tómasson í kastljósinu fyrr í kvöld... Einhver áhrif hlýtur það að hafa á uppgjör gömlu bankana...

Ómar Bjarki Smárason, 9.9.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þetta er allt rétt hjá ykkur báðum Halldór og Ómar.

Núna byrjar leynimakkið og þögnin og þjófnaðir í skjóli flokka og vina.

Það væri gaman að sjá hvað kæmi út úr opinberu uppboði á skuldabréfinu sem OR ætlar að taka sem greiðslu frá Magma.

Ég mundi veðja á 10% af nafnvirði.

Ég skora á OR að láta reyna á þetta.

Sigurjón Jónsson, 11.9.2009 kl. 09:40

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Sigurjón

Já Ómar,

Það mynbdieitthvað heyrast ef þeir væru í Sjálfstæðisflokknum.

Halldór Jónsson, 11.9.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418224

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband