12.9.2009 | 14:59
Hlustið á Jón Kristjánsson!
Í Mogga í dag er grein eftir Jón Kristjánsson um stefnuna í Hafró í aldarfjórðung. Jón segir m.a.:
"Codsave, stærra en Icesave?
Íslenskum útgerðar- og sjómönnum var talin trú um að með því að leggja óveiddan þorsk inn í banka, Selvogsbanka, Hornbanka og Kjölsenbanka, myndi hann renta sig meira en ef hann væri seldur strax.
Lofað var að fiskibankarnir myndu skila 500 þús. tonna jafnstöðuafla þorsks um ókomna tíð.
Mönnum var talin trú um að fengi þorskurinn að vaxa aðeins lengur ykist afraksturinn, auk þess sem stærri hrygningarstofn væri trygging fyrir góðri afkomu til langs tíma litið. Þjóðin beit á agnið eins og lífvana þorskur. En fátt hefur mistekist eins hrapallega og þessi "fjárfesting": Það munar um 6 milljónum tonna á loforðinu og raunveruleikanum frá 1983.Sé reiknað með gjaldeyrisverðmæti 500 kr/kg leggur tapið, neikvæðir vextir, sig á um 3 þúsund milljarða króna, sem er hressilega betur en Icesave skuldin. Því má segja að ráðgjafastofnunin Hafró, sé dýrasta stofnun landsins og hafi valdið þjóðarbúinu meira tapi en allt bankahrunið. En snillingarnir á Hafró starfa áfram í umboði ríkisins og leggja nú til enn meiri sparnað. Makríllinn skal lagður inn í ávöxtunarbanka náttúrunnar, svo og síldin, ýsan, ufsinn, kolinn og steinbíturinn að ógleymdum skötuselnum.
Athygli vekur að hvorki Hafró né Fiskistofa þurfa að sæta niðurskurði í kreppunni, enda mjög uppteknir við að byggja upp fiskistofna¨",
Það er bíbí vitlaust finnst mér að það sé hægt að geyma stórþorskinn, í MANNSSTÆRÐ ! sem nú syndir, öllum á óvart, inn með makrílnum, sem við eigum að geyma fyrir ESB, í sjónum. Það á að veiða uppúr og niður úr af öllum stofnum.Að stærðarvelja með veiðarfærum veldur úrkynjun og erfðabreytingum eins og dr. Jónas Bjarnason hefur fært góð rök fyrir.
Að vera að geyma fisk í hafinu, þar sem hvalirnir éta margfaldan kvóta HAFRÓ hljóta allir að sjá að eru gervivísindi. Einmitt núna þegar við þurfum á meiri sjávarafla að halda, þá rekur Hafró sjómennina okkar í land. Drepum frekar fiskinn en fólkið sagði Bjarni Ben.
Þessu verður að linna.En Íslands óhamingju verður allt að vopni. Þessi guðsvolaða ríkisstjórn gerir ekkert í þessu frekar en öðru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Flott og þarft hjá þér að vekja athygli á þessu.
Sigurður Þórðarson, 12.9.2009 kl. 15:47
Athyglisverð og þörf grein. Vonandi að fræðingarnir hjá Hafró vakni nú af Þyrnirósarsvefninum.
Þráinn Jökull Elísson, 12.9.2009 kl. 19:42
Það er full þörf á að halda þessu á lofti, Halldór, sérstaklega eftir að aðalgagnrýnandi Kvótakerfisins, Kristinn Pétursson, virðist horfinn úr Bloggheimum.....
Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2009 kl. 23:10
Málið er að LÍÚ-arar eru meðvirkir í þessari lönguvitleysu af því að þeir fá að veðsetja óveiddan fisk eins og hann sé bankainnistæða.
Þegar veiðiheimildir eru skornar eða leyft að flytja þær milli ára hækkar leigukerfið þrífst með því að gera nógu marga meðvirka.
Sigurður Þórðarson, 13.9.2009 kl. 01:21
Þetta kerfi er þannig ekkert frábrugðið bankakerfinu, fyrir hrunið.... og líklega er bara spurning hvenær innistæðurnar þrýtur.....kannski það sé ráðlegt að að fara að leita að innistæðum annars staðar....? Einhversstaðar hljóta að leynast smugur og Barentshöf.....
Ómar Bjarki Smárason, 13.9.2009 kl. 01:58
Það virðist vera hægt að læða inn hringavitleysum hjá stjórnmálamönnum, fá þá til að trúa bábiljum sem þeir hvorki geta ná nenna að setja sig inn í, láta ýmsa pótintáta moka í sig vitleysunni sem vísindi. Þar má benda á tvö mál:
1. Arfavitlausa "vísindastjórn" Hafró á fiskveiðum, alltaf verið að "byggja" upp stofnanna með því að leyfa ákveðnum hluta fiskistofnsins að drepast úr elli í stað þess að við veiðum þá og sköpum verðmæti.
2. Ofstækisfullir umhverfissinnar hafa komið þeirri fáránlegu bábilju inn í flesta valdamikla stjórnmálamenn að helsta umhverfismálið sé að losna við sem mest af koltvísýringi CO2 sem er reyndar undirstaða lífs á jörðinni. Og nú er búið að samþykkja að meðalhiti jarðar hækki ekki um meira en 2°C fram til næstu aldamóta. Að láta sér detta í hug að við mannlýsnar getum á nokkurn hátt ráðið veðrum og vindum eða loftlagi. Ég held að þetta sé hámark heimskunnar.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 14:38
Halldór, þetta er fín pæling hjá þér og hristir upp í lesendum. Seint verða menn sammála um kvótakerfið, hvorki kosti þess né galla. Ekki ætla ég út í þá umræðu hér. Eitt vil ég þó nefna. Þegar kvótagreifunum var heimilaður rétturinn til framsals, var lagður hornsteinn að hruninu síðast liðið haust. Skyndileg, óverðskulduð, auðlegð kvótasölumanna varð til að upp spruttu alls kyns pótintátar í þjóðfélaginu sem sögðu: Nú vil ég líka. Ný þjóðaríþrótt varð til: Að auðgast af engu.
Björn Birgisson, 13.9.2009 kl. 16:39
Skarplega athugað hjá þér Björn.... Það voru nefnilega búnir ímyndaðir peningar úr engu......
Ómar Bjarki Smárason, 13.9.2009 kl. 17:52
Glymið því ekki að bankar búa peninga til út engu í samvinu við Seðlabanka, svonefndur bankmultiplier er noyaður til þess. Þannig er hægt að tífalda peninga án þess að leggja nokkuð annað til en bankastarfsemi.
Halldór Jónsson, 16.9.2009 kl. 07:56
Þannig að ef ég legg milljón banka þá á ég að fá tíu til baka, fremur en að bankastjórarnir eigi að fá sérstaka bónusa fyrir að taka við innlegginu. Eða þannig skil ég þetta, Halldór. Eitthvað hafa stjórnendur bankanna misskilið hlutverk sitt, eða þá að lagaramminn er meingallaður.... eða kannski er ég bara svona lélegt efni í hagfræðing. Kannski eins gott að ég valdi jarðfræðina en ekki viðskiptafræðina á sínum tíma....
Ómar Bjarki Smárason, 16.9.2009 kl. 16:27
Ónei Ómar, bankinn kópierar þínar og lánar10 öðrum þína milljón og á þannig 10 útistandandi 10 milljónir útá þín einu. Vertu bara áfram í jarðfræðini, reyndu bara að finna gull í jörðinni úr því að þú hefur svona mikinn áhuga á því.
Halldór Jónsson, 16.9.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.