Leita í fréttum mbl.is

Full andstaða við ESB !

Ég var á fjölmennum  fundi Sjálfstæðismanna rétt áðan. Þar spurði einn fundarmanna, hversu margir hér inni vilja ekki fara í ESB ? Nítíu og eitthvað prósent fundarmanna réttu upp hendur án þess að hugsa sig um. Einum líkaði ekki og sagði að hann vildi fara í viðræður. Enn var spurt hverjir vildu fara í viðræður. Ekki einu sinni tíu prósent vildu það.  Hverjir vilja ekki fara í viðræður var spurt. Fjöldi tétti upp hendina. Þá var handauppréttingum hætt og umræður héldu áfram.

Fram kom í máli manna að þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði verið á móti ESB aðild gengi það ekki fyrir þingmann, hvað þá varaformann flokksins að greiða atkvæði á móti vilja landsfundar. Annaðhvort væru menn í Sjálfstæðisflokknum eða þeir væru ekki í honum. Sjálfstæðisflokkurinn mótar stefnu sína á landsfundi flokksins. Allir flokksmenn eru skyldir til að fylgja henni.

Annars verða þeir bara að fá sér nýjan flokk eins og þingmenn Borgarahreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér þessa færslu Halldór, maður verður eilítið bjartsýnni á framhaldið við skilaboð af þessu tagi.

Páll Vilhjálmsson, 19.9.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mikið afskaplega er ég sammála þessari færslu og hef reyndar lengi haldið henni fram sjálfur.

Vonandi áttar varaformaðurinn sig á því hvílík grundvallarmistök - mér liggur við að segja byrjendamistök - henni urðu á við afgreiðslu málsins á Alþingi.

En ég el þá von í brjósti að nú muni umræðan um ESB breytast, sérstaklega með tilliti til ritstjóraskipta á Morgunblaðinu og rödd okkar sem viljum alls ekki ganga í ESB hljóma oftar.  Það væri þá til samræmis við meirihluta þjóðarinnar.

Sigurður Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott að halda þessu til haga, Halldór.....

Ómar Bjarki Smárason, 19.9.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: Jón Sævar Jónsson

Maður skilur ekki af hverju menn eru svona hræddir við að skoða hvað er í skjóðunni til að geta tekið upplýsta afstöðu.  

Jón Sævar Jónsson, 19.9.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Tunglið snýr víst alltaf sömu hliðinni að jörðinni og við vitum vel hvað ESB stendur fyrir......

Ómar Bjarki Smárason, 19.9.2009 kl. 17:18

7 Smámynd: Eva

Þá er ég allavega sammála X-D um eitthvað . Takk fyrir þessa færslu :)

Eva , 19.9.2009 kl. 18:14

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Halldór, maður þarf greinilega að fara mæta á laugardagsfundina að nýju í Kópavoginum til að efla baráttuandann.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fannst mér vera sami sjálfstæðisandi svífa yfir vötnum.  Þó voru undantekningar frá þessu og t.d. hef ég síðan þá verið lagður í hálfgert einelti af einum landsfundargestinum en okkur lenti saman vegna ESB og ræðu Davíðs Oddssonar. Síðustu 2 sms skilaboðin hans til mín voru þessi:

Þarna er þér rétt lýst í rökþrotinu. Þessa á þér eftir að iðrast.

Þú hefur fundið þína fjöl í VG og hundskastu þangað

Sá hinn sami skaut einnig föstum skotum með athugasemdum á blogginu mínu í kjölfar landsfundarins. Það er orðið spurning hvor eigi betur heima í Sjálfstæðisflokknum.

Jón Baldur Lorange, 19.9.2009 kl. 18:35

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Kannski maður fari að styðja flokkinn ef þetta er stefna hans og hann ætli að standa við hana :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.9.2009 kl. 19:31

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Sævar, skjóðan er opin og innihaldið fyrir allra augum eins og við sjálfstæðissinnar höfum bent á um árabil og Olli Rehn staðfesti svo myndarlega á dögunum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.9.2009 kl. 19:39

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott að heyra þetta.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2009 kl. 19:43

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Halldór:

Sjálfstæðisflokkurinn mótar stefnu sína á landsfundi flokksins. Allir flokksmenn eru skyldir til að fylgja henni.
Annars verða þeir bara að fá sér nýjan flokk eins og þingmenn Borgarahreyfingarinnar.

Mér þykir þú taka stórt upp í þig! Þú rekur mig ekki úr Sjálfstæðisflokknum, en þegar ég hlusta á orð þín þá langar mig næstum að segja mig úr flokknum eins og þúsundir annarra hafa gert!

 Orð þín minna mig á Stalín, Hitler eða Maó - "Flokkurinn mótar stefnuna á landsfundi, allir eru skyldugir að fylgja þeirri stefnu, annars á að reka þá úr flokknum". Þvílík og önnur eins steypa! 

Það er mikill misskilningur að svo stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins sé andsnúinn ESB aðildarviðræðum, þótt vissulega sé það mikill meirihluti flokksmanna.

Þetta sást vel í skoðanakönnun sem gerð fyrir stuttu síðan!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2009 kl. 20:47

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar segirðu fréttirnar, Halldór Jónsson!

En Guðbjörn, yrði þér ekki hleypt inn í Samfylkinguna?

Jón Valur Jensson, 19.9.2009 kl. 21:01

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert furðulegur flokksmaður Hr.Tenor Guðbjörn. Til hver ertu í flokki ef sérþarfir þínar bera þig ofurliði? Þá ertu mikið betur kominn einn útí horni. Raunar sagði eg ekki að ætti að reka þig úr flokknum heldur að þú þyrftir þá að fá þér annan flokk. Varaformaður verður að fá sér annan flokk ef hann getur ekki samvisku sinnar vegna fylgt stefnu landsfundar, alveg eins og Sari og hans menn verða að fá sér nýjan flokk ef landsfundur gamla flokksins vil fara aðra  leið en þingmenn flokksins.

Ég held að þú verðir að velta fyrir þér hvað það er að vera í stjórnmálaflokki. Það verður aldrei jafngilt persónukjöri, kjósa Jóhönnu í 1. sæti, Bjarn ben í annað, Steingrím J í þriðja. Kerfið virkar ekki svona minn kæri.

Kannski ættirðu að hlusta á Jón Val ?

Halldór Jónsson, 19.9.2009 kl. 21:28

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Baldur,

Endilega komdu, það munar um manninn.

Halldór Jónsson, 19.9.2009 kl. 21:29

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Jón, taktu Evu Lind með þér.

Halldór Jónsson, 19.9.2009 kl. 21:30

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Páll, það er allt í lagi fyrir þig að líta við. Það verður alltaf meiri fögnuður yfir týnda sauðinum en þeim tryggu...

Halldór Jónsson, 19.9.2009 kl. 21:32

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður, það væri nú mjög gaman að fá þig í heimsókn á næsta laugardag kl 10.00 í Hlíðarsmára 10.Þú færð allavega kaffi og meððí.

Halldór Jónsson, 19.9.2009 kl. 21:34

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Hlíðarsmára 19 ætlaði ég að skrifa

Halldór Jónsson, 19.9.2009 kl. 21:34

20 Smámynd: Karl Ólafsson

Þetta hljómar ískyggilega eins og George Bush jr.
"Annaðhvort væru menn í Sjálfstæðisflokknum eða þeir væru ekki í honum. Sjálfstæðisflokkurinn mótar stefnu sína á landsfundi flokksins. Allir flokksmenn eru skyldir til að fylgja henni."

Hvað með eigin sannfæringu þingmanna? Er hún réttlægri ákvörðun landsfundar? Hver haldið þið að eigin sannfæring formanns ykkar sé í ESB málinu, ef miðað er við orð hans áður en hann var kjörinn formaður (jan. 2009). Þið sem fagnið þessum já-kór manna (mest karlmanna væntanlega) sem voru á þessum fundi Sjálfstæðismanna sem vitnað er til ættuð að vita að ein ástæða þess andrúmslofts sem þar var getur verið að flokknum hefur tekist að hrista af sér ansi margt gott sjálfstæðisfólk sem einfaldlega getur ekki setið undir þeim kúgunum sem augljóslega viðgangast innan flokksins. Svona flokkur rotnar innan frá.

Og skjótið mig bara í kaf, Jón Valur og aðrir. ég ætla ekki að veita nein andsvör við því sem ég má búast við frá ykkur hér.

Karl Ólafsson, 20.9.2009 kl. 00:24

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bara á bólakaf með þig, Karl !

Jón Valur Jensson, 20.9.2009 kl. 00:54

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig í ósköpunum getur það verið að allir séu skyldaðir til að fylgja stefnu landsfundarins?? Að viðlögðu hverju ef einhver gerir það ekki??

Þetta er farið að minna svolítið á Kim Jong Il hjá ykkur. Eða gamla Sovíet. Þú veist að Bolsévik þýðir meirihluti? 

Ég er harður andstæðingur Evrópusambandsaðildar, en ég get ekki annað en undrast þessa tilhneigingu hægrimanna til þess að skerða skoðana og málfrelsi. Brottrekstur ritstjóra MBL var skýrður með því að hann væri heldur hallur undir evrópusambandsaðild fyrir smekk eigenda.

Ykkur finnst þetta bara allt í lagi?  Eruð þið algerlega viti firrtir? Hafið þið enga hugmynd um hvað felst í hugtökunum lýðræði og fullveldi? Eru þau kannski þyrnir í augum ykkar?

Þú getur ekki verið með framhaldsmenntun. Er það rétt?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 03:14

23 identicon

Ég fagna þessari niðurstöðu, ESB er mun betra ríkjasamband án Íslands.

Nú ríður á að sýna samstöðu og eyða allri sjálfstæðri hugsun. Hvernig gengur annars með Rússalánið?

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 08:45

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur vinur minn Halldór Jónsson og ég þakka gott heimboð. Það væri vissulega gaman að hitta ykkur félagana, sem viljið vinna Íslandi vel. Ég er hlynntur sjálfstæðisstefnunni og að íslensk þjóð búi að sínu þar á ég samleið með ykkur eftir því sem mér heyrist á þér. Kýrin sem hnífurinn stendur í er fiskveiðistefnan, það er mál sem okkur hefur ekki auðnast að þoka til betri vegar og ég viðurkenni að vera hálfráðþrota gagnvart.

Sigurður Þórðarson, 20.9.2009 kl. 10:00

25 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjörn, hvaða þúsundir eru þetta sem hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ertu með sannanir fyrir því?

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 10:07

26 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mér sýnast nú þúsundir vera að ganga til liðs við flokkinn - a.m.k. stuðningsmenn skv. nýjustu skoðanakönnunum !!!

Sigurður Sigurðsson, 20.9.2009 kl. 12:22

27 identicon

70% sjálfstæðismanna eru á móti ESB aðild.  Samt vill fólk eins og Guðbjörn að flokkurinn einbeiti sér meira að Evrópumálunum.  Það finnst mér öfugsnúið, þó svo að það séu nokkrir sauðir sem vilja hlaupa til austurs þá þýðir ekki að það verði að snúa allri hjörðinni í sömu átt þvert gegn sínu geði.

Guðbjörn verður að kyngja því að Sjálfstæðisflokkurinn mun seint berjast fyrir ESB aðild án þess að missa þá enn fleiri þúsundir úr floknum (leyfi mér þó að efast um að fullyrðingar hans um flótta úr flokknum vegna andstöðu eigi við rök að styðjast).

Guðbjörn ætti heldur að einbeita sér að því að stofna nýjan hægri flokk sem hefur ESB aðild að baráttumáli.   Þá gætu þessar "þúsundir" sem hann talar um gengið í þann flokk án þess að þurfa beygja til vinstri.

70 - 75% ALLRA þingflokka eru á móti ESB aðild nema í tilfelli Samfylkingar þar sem 80% eru fylgjandi.   Á þessu ætlar Samfylkingin að keyra inn í ESB með þjóðina þvert gegn vilja hennar.  Eru þetta hinar margrómuðu lýðræðisumbætur sem boðaðar voru fyrir kosningar?   Samfylkingin hefur hvað, 24% fylgi.   80% af þessum 24 prósentum gera hvað?????????

Samt töluðu þau um að lýðræðið hefði sigrað.  Þvílíkir hræsnarar.

Hrafna (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:34

28 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það sem Guðbjörn Guðbjörns, virðist ekki átta sig á er að Flokkurinn er í eðli sínu Landsamtök klíkubandalaga. Þar sem gamlar skóla- ætta- kunningja- vina- eigna og aðrar sérhagsmuna- og forréttindaklíkur eiga sér sameiginlegt bakland. Stuðningsmenn eru síðan annars vegar þeir sem ekki gera sér grein fyrir tilganginum og hins vegar Wanabe-liðið sem áttar sig ekki almennilega á þjóðfélagsstöðu sinni og vonar í lengstu lög að njóta einhverra forréttinda þó síðar verði.

Það er því fráleitt að ætla að eiga eitthvað saman að sælda við Samtök sjálfstæðra lýðræðisríkja sem hefur jöfnuð,jafnræði og réttlæti að leiðarljósi... þetta fer ekki saman Guðbjörn.   

 

 

Atli Hermannsson., 20.9.2009 kl. 12:41

29 identicon

Gott þú hefur þetta allt á hreinu Atli.  

Við, þessir afvegaleiddu stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins ættum þá heldur að snúa okkur til Samfylkingarinnar, þeim "heiðarlega" og "lýðræðislega" flokki að þínu mati?   Þar ku engin spylling ríkja og þar segir enginn ósatt, eða hvað???

Ert þú kannski alveg jafn blindur og þú telur okkur hin vera?  Það skyldi þó ekki vera að þú sért heilaþveginn af einhverjum öðrum flokki?  En er það skárra?

Hrafna (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:47

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vonandi er líka full andstaða við Ísklafa þann sem ríkisstjórnin hyggst í samvinnu við Breta leggja á afkvæmi okkar og gegnur undir sakleysislegu nafni, Æsseif.

Sigurður Þórðarson, 20.9.2009 kl. 23:50

31 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvaða bull er þetta? Landsfundur leggur vissulega stefnuna í stefnumótun flokksins. Það er hinsvegar brot á stjórnarskrá að banna þingmönnum að kjósa eftir samvisku sinni. Þú gleymir því að vissulega er mikill meirihluti Sjálfstæðismanna mótfallinn ESB aðild en hvað um hina? Þeir eru kannski trúir sjálfstæðisstefnunni en hafa orðið undir varðandi niðurstöðu Landsfundar. Sjálfstæðisflokkurinn þolir alveg að einhverjir hafi aðra skoðun varðandi einhver einstök málefni. Þú gleymir því að kannski fékk varaformaðurinn heilmörg atkvæði út á skoðun sína varðandi ESB. Guðbjörn er alveg jafn sannur Sjálfstæðismaður og þú og ég þó hann hafi ekki skoðanir innprentaðar algjörlega 100% eftir stefnuskrá flokksins. Hvernig myndast stefnuskrá flokksins? - Jú eftir skoðanaskipti og rökræður þar sem meirihluti verður ofaná. Ekki endilega 100% fundarmanna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.9.2009 kl. 11:12

32 Smámynd: Halldór Jónsson

Adda

Flokkurinn er apparat sem kemur fram sem heild. Menn sem eru kosnir fyrir hann og á hans vegum verða að láta prívatskoðanir til hliðar þegar flokkurinn þarf að beita afli sínu í atkvæðagreiðslum. Það er svo sem allt í lagi ef einstaka þingmaður vill riskikéra trausti sínu meðal flokksmanna með því að greiða atkvæði móti flokknum þegar það skiptir engu máli fyrir útkomuna. En þú ert kosinn fyrir flokk og átt því að sýna honum trúnað. Allt hitt er bara bull í þér sem fávísrar konu. Annaðhvort ertu flokksmaður eða þú ert ekki flokksmaður. Ef þú ert ekki Sjálfstæðismaður þá skaltu bara halda þig annarsstaðar.

Halldór Jónsson, 22.9.2009 kl. 07:43

33 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Halldór mér þykir þú æstur mjög. Það má vel vera að ég sé mjög fávís kona eins og þú segir en ég hef réttlætistilfinningu. Ég er sammála því að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið sá að rifist er á landsfundi og svo standa allir sem einn að baki niðurstöðunni. Ef ég væri þingmaður myndi ég kjósa eftir stefnuskrá flokksins í veigamestu atriðunum.Samkvæmt stjórnarskrá er hinsvegar þingmanni óheimilt að greiða atkvæði gegn samvisku sinni. Hitt er annað mál að Guðbjörn er ekki þingmaður og má því alveg lýsa skoðunum sínum. Ekki það að Guðbjörn er fullfær um að verja sig sjálfur. Ég sjálf er ekki hlynnt aðild að ESB og mér finnst að það sem sé að í Sjálfstæðisflokknum sé virðing við konur. Hvernig hlutfall mætir t.d. á fundi? Það er kannski ekki skrítið ef þær eiga von á því að vera kallaðar fávísar ef þær voga sér að halda fram sinni skoðun og eru þá kallaðar fávísar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.9.2009 kl. 08:33

34 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ja hérna ég biðst afsökunar fyrir orðasalatið í fyrra svari. Þetta kom út eins og ég væri í raun mjög fávís kona. Þetta átti að vera: Það sem vantar í Sjálfstæðisflokknum er að hann sé kvenvænni. Hvernig hlutfall kynja mætir t.d. á fundi? Kannski ekki skrítið að það sé svona ef þær mega eiga von á því að vera kallaðar fávísar konum í hvert sinn sem þær dirfast að láta skoðanir sínar í ljós. Eigðu góðan dag Halldór, rólegan og góðan.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.9.2009 kl. 08:40

35 Smámynd: Halldór Jónsson

Góðir dagar eru ekki rólegir dagar og lognmolla. Átök er það sem þarf í lífið. Sjálfstæðisflokkurinn er kvenvænn. Það eru konur sem eru ekki nógu flokksvænar. þær eru bara miklu latari en kallar að mæta á fundum eða taka þátt í pólitísku starfi. Það hefur ekkert með flokkinn að gera, hann bíður með opna arma eftir fávísum konum til að leiða þær til þroska.

Halldór Jónsson, 22.9.2009 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418261

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband