13.11.2009 | 13:58
Eiturspúandi Orkuveita.
Hafa menn tekið eftir því hverng raflínumöstrin til Suðurnesja um Hellisheiði eru að tærast rosalega eftir að Hellisheiðarvirkjun fór að spúa eitri útí loftið ? Það stefnir auðveldlega í milljarðs viðhald.
Verður einhver ábyrgur fyrir afleiðingunum ?
Á ekkert að gera í þessu ?
Mér er sagt að lóðningar í rafeindatækjum í austurhluta höfuðborgarsvæðisins séu að gefa sig í stórauknum mæli eftir að þessi losun hófst.Þessir kraftar eru að störfum dag og nótt.Hvernig er með lungun í okkur skattrollum Steingríms ? Hversvegna vildu Hvergerðingar ekki Bitruvirkjun ?
Ég er óbilandi aðdándi Orkuveitu Reykjavíkur og allra orkufyrirtækja. Ekki mátti maður menga Elliðaárnar í gamla daga. Gilda náttúruverndarsjónarmiðin bara fyrir hina ?
Er Orkuveitunni ekki ætlað annað hlutverk en að spúa eitri yfir eigendur sína og aðra landsmenn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll frændi
Hvers vegna fjallar þú ekki um dihydrogen mónoxíð sem veldur bráðum dauða ef því er andað að sér í miklu magni? Ég hef sterkan grun um að það eigi einmitt stóran þátt í tæringu járnstauranna á Hellisheiði.
Ég fjallaði einmitt um þetta skaðræðis efni í íslenskri náttúru fyrir hálfu ári hér. Þar er líka fjallað um hveralyktina yndislegu sem minnir mig alltaf á sveitasæluna fyrir austan fjall í gamla daga.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2009 kl. 15:56
Já frændi sæll, mér finnst nú öruggara að drekka viskíið með sem minnstu af þessu lúmska efni útí. En þó á ég daglegt samneyti við það og greinilega búinn að byggja upp þol gegn því.
En H2S++++þetta efni gerir eitthvað sem heitir H2SO4 sem ég held að sé jafnvel enn verra í vískí en þessi eiturtegund sem þú minnist á.Það eru víst þau efnahvörf sem valda pirringnum. En lyktin minnir á gamla daga í Haukadal. En eins og þú manst þá tolldi ekkert byggingarefni í gamla gufubaðinu, það soðnaði allt í sundur á engum tíma
Halldór Jónsson, 13.11.2009 kl. 16:37
Ég verð nú að segja það að mér finnst afar lélegt af Ágústi H. Bjarnasyni að hafa þetta alvarlega mál í flimtingum. Honum er auðvitað ljóst að H2O er vatn og ef hann ætlar að líkja því við þau efni sem við Hvergerðingar og raunar fjölmargir aðrir höfum áhyggjur af í okkar umhverfi þá er það vægast sagt ábyrgðarlaust jafnvel þótt það sé ætlað í gríni eða einhverskonar háði.
Eyþór H. Ólafsson, 13.11.2009 kl. 19:18
Það verður ekkert gert í þessu, Halldór, fyrr en af hlýst stórslys. Spurning hvort þetta tærir ekki rafeindabúnað flugvéla sem standa á Reykjavíkurflugvelli og einnig annan öryggisbúnað á flugvellinum.
Ég ver einhvers staðar búinn að vekja athygli á þessu með staurana. Sá aðili sem á þá hlýtur að fara í mál við Orkuveituna og óska eftir því að hún bæti línuna og staurana.
Það er aulaháttur þeirra sem unnu umhverfismat fyrir Hellisheiðarvirkjun ef þeir hafa ekki varað við þessu og bent á viðeigandi ráð til að draga úr þessum neikvæðu áhrifum virkjunarinnar. Þetta eru ekki bara möstrin til Suðurnesja heldur flutningslínurnar til höfuðborgarinnar..... Háalvarlegt mál.
Ómar Bjarki Smárason, 13.11.2009 kl. 21:53
Maður myndi ætla að menn gerðu sér meiri grein fyrir áhrifum Brennisteinsgufu en raunin virðist vera.
Brennisteins gufur mettast í röku andrúmsloftinu, og verða að Brennisteins sýru, sem fellur til jarðar od tærir málma og drepur gróður og dýralíf. Nú stendur yfir rannsókn á gróðurskemmdum í Svínahrauni, en það er trú margra, að þær séu vegna brennisteinssýru. Þessar skemmdir eru mjög áberandi í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar, á austur hlið þúfna, en austanátt er ríkjandi þarna.
Maður skyldi ætla að fólk lærði af sögunni og setti í forgang að eyða brennisteinsmengun í eins og hægt væri með kælingu á gufunni, en það virðist ekki vera. Skrýtið, brennisteins gas og sýra hefur drepið Íslendinga í þúsuda tali í gegnum söguna, en samt er leyft að blása brennisteinsgufum óhindrað út í loftið, þrátt fyrir að til sé búnaður til að kæla gufuna niður og eyða brennisteininum úr henni.
Börkur Hrólfsson, 13.11.2009 kl. 23:22
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2009 kl. 06:50
Reyni aftur. Af einhverjum ástæðum varð textinn allur brenglaður...
Ég vil skjóta því að að það er ekki brennisteinssýra (H2SO4) sem myndast þegar brennisteinsvetni (H2S) blandsast vatni (H2O), heldur er það brennisteinssýrlingur (H2SO3) sem er miklu miklu veikari sýra en brennisteinssýran. Í raun er þetta ekki mikið sterkari sýra en kolsýran (H2CO3) sem myndast þegar koltvísýringur (CO2) blandast vatni, en kolsýruna þekkjum við vel sem hressandi sódavatn. Jafnvel eimað vatn sem stendur smá stund í opnu íláti leysir upp koltvísýringinn í andrúmsloftinu þannig að sýrustigið fellur úr pH 7,0 í pH 5,8 ef ég man rétt. Ekki beinlínis sýra í venjulegum skilningi.
Heita vatnið frá Nesjavöllum er upphitað kalt ferskt vatn sem kemur úr holum nærri Þingvallavatni. Áður en upphitaða vatnið er sent til Reykjavíkur er það blandað með dálitlu af brennisteinsvetni, eins og finna má af hveralyktinni af kranavatninu. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir tæringu röra í veitukerfinu og tæringu ofnanna heima hjá okkur. Brennisteinsvetnið er nefnilega hollara fyrir stálið en súrefnið sem það eyðir.
Brennisteinsvetni lætur aðra málma en kopar og silfur að mestu í friði. Við vitum hvernig fellur á silfrið þegar það er þvegið úr heitu vatni, en á kopar fellur á svipaðan hátt. Þar sem kopar er mikið notaður í rafeindatækjum er hætt við tæringu þar, en þó ekki nema þar sem styrkur H2S er tiltölulega mikill. Í jarðvarmavirkjunum er mjög mikill rafeindabúnaður og stjórntölvur í tugavís. Þar hreinsa menn loftið umhverfis þennan búnað með síum úr viðarkolum eða efni sem kallast Purafil. Grennri vírar eru yfirleitt tinhúðaðir, því þannig þola beir brennisteinsvetnið mjög vel, jafnvel utanhúss á hverasvæðum.
Eyþór. Auðvitað var ég að gantast við Halldór náfrænda minn þegar ég vísaði honum á gamla grínpistilinn minn. Við Halldór erum nefnilega aldir upp að huta á hverasvæði í Haukadal, örskammt frá hinum mikla ferðamannastað og hverasvæði Geysi Ég hef auðvitað oft komið í Hveragerði og dáðst að hinu mikla hverasvæði með fjölmörgum opnum hverum sem þið eruð með inni í miðjum bænum. Því miður man ég ekki hvað þesi garður kallast. Heitir ekki einn hveranna þar Dynkur? Kemur ekki smá brennisteinsvetni frá þessum hverum og gufuholum?
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2009 kl. 06:58
En frændi, af hverju tærast möstrin bara nún og skyndilega.
Ég held nú að minni efnafræði hafi staðið að bæði H2SO3 og í minna mæli H2SO4 myndist við hvörfin.
Eru einhverjar mælingar á þessu sem gætu skýrt hvað er að gerast í möstrunum ?
Halldór Jónsson, 14.11.2009 kl. 12:44
Eru elstu möstrin á Hellisheiði ekki rúmlega 55 ára gömul ? Hver er eðlilegur líftími eða ending slíkra mastra ?
Hlýtur að vera fróðlegt að bera saman þau elstu og þau nýjustu. Þegar kommarnir börðust sem harðast gegn Grundartangaverksmiðjunni, eftir að ástarsambandið við Union Carbide slitnaði , kallaði Jónas Árnason, rithöfundur og alþingismaður möstrin til Grundartanga mekkanóþursa, muni ég rétt.
Eiður Svanberg Guðnason, 14.11.2009 kl. 13:29
Möstrin eru úr galvaníseruðu járni. Með tíð og tíma gefur galvaníseringin sig og göt koma á zinkhúðina alveg eins og gamalt þakjárn. Þá kemur smám saman ryð í ljós, en það tekur auðvitað langan tíma.
Ég hef grun um að bennisteinsvetni þurfi fyrst að hvarfast með súerfni yfir í SO2 og síðan vatni áður en brennisteinssýrlingur myndast. SO2 er þannig millistig.
Það væri auðvitað fróðlegt að bers saman gömul möstur og ný. Zinkhúðin er fyrst gljáandi og falleg, en á yfirborði hennar myndast fljótlega oxíðlag sem tefur fyrir frekari tæringu, en þá hverfur gljáinn. Mött grá möstur eru því jafngóð nýjum gljáandi.
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2009 kl. 14:32
Á myndinni má sjá að súrt regn (blandað brennisteini sem brennisteinssýlingi) hefur sýrustig um 4, þ.e. heldur súrara en drykkjarvatn sem hefur pH nærri 5, en ekki eins súrt og appelsínusafi sem er pH=3. Rafgeymasýra (venjuleg brennisteinssýra) er þó súrust af öllu á myndinni með sýrustig minna en 1.
Vatnið sem hripar úr jarðgufunni gæti því haft sýrustig á þessu róli, þ.e. líklega um 4, miðað við að venjulegt íslenskt regnvatn er með sýrustig um 5,5.
Það er svo annað mál að gufustrókurinn mikli sem kemur frá kæliturnum jarðgufuvirkjana er ekki jarðgufa, heldur hreint kælivatn sem er að gufa upp. Flestir halda að það sé jarðgufa, en svo er ekki.
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2009 kl. 15:00
Svar til Ágústar: Ég verð að fá að bæta við þetta varðandi hveri og hverasvæði annarsvegar og blásandi um 2000 metra djúpar borholur hinsvegar. Á þessu tvennu er regin munur.
Útblástur brennisteinsvetnis og annarra eiturefna er yfirleitt sáralítill frá venjulegum náttúrulegum hverum og grunnum borholum.
Auk þess er mjög misjafnt eftir svæðum hversu mikill hluti útblásturs frá blásandi borholum er eiturefni og það vill þannig til að þetta hlutfall er mjög hátt á Hellisheiði en t.d. miklu lægra á Reykjanesi án þess að ég vilji fara út í smáatriði í því sambandi.
Á tímum þar sem almennt er verið að vinna að minnkandi mengun í heiminum getum við Íslendingar ekki leyft okkur að haga okkur einsog verstu umhverfissóðar þegar kemur að jarðhitavirkjunum. Við verðum að setja okkur reglugerð um mengunarmörk og við verðum að ganga hart eftir því að hreinsaður sé útblástur og frárennsli frá þessum virkjunum.
Auk þess getum við ekki leyft okkur að setja háhitavirkjanir nánast ofan í byggð einsog yrði með Bitruvirkjun. Þar er um að ræða algerlega óásættanlega framkvæmd frá öllum sjónarmiðum, hvort sem talað er um loftmengun, mengun grunnvatns, hávaðamengun, skemmd á fallegri náttúru eða annað.
Ég er alveg viss um að fáir myndu sætta sig við virkjun á borð við núverandi eiturspúandi Hellisheiðarvirkjun eða væntanlega Bitruvirkjun nánast í bakgarðinum hjá sér og það munu Hvergerðingar aldrei gera.
Eyþór H. Ólafsson, 14.11.2009 kl. 16:23
Þegar þeir sem aka um Hveradali fá óbragð í munn við að vera í útblæstri Hellisheiðarvirkjunar í stutta stund, hvers mega þá saklausir Hvergerðingar gjalda verði Hellisheiðin virkjuð á þann hátt sem áform eru uppi um....?
Íbúar gætu neyðst til að flytjast á brott.....
Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 01:29
Hvað erum við tæknimenn og technokratar að rífast um heimspekileg efni hvort eða hvenær eða smekk á gljáa eða glansi ? Af hverju er bara ekki mælt og fundið út hversvegna möstrin eru að kolryðga akkúrat núna og af hverju ?
Halldór Jónsson, 15.11.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.