Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Upplifun á Boston Logan

 

Kannske er skoðanamunurinn um borgarlíf heimspekilegur. Þetta er deila um það, hvort þú lítur á borgarlífið með bandarískum eða evrópskum hætti.

Ég held að við Íslendingar séum mun bandarískari í hugsun en við gerum okkur grein fyrir. Við viljum ekki þröngar borgir og þröngar götur. Við viljum "urban sprawl" úthverfi þar sem fólk býr í notalegum hverfum laust við drykkjulæti og ónæði evrópskra miðborga, sbr. Kvosina í Reykjavík. Úr þessum hverfum keyrum við á gljáfægðum einkabílnum í átt að vinnustaðnum, skóla eða þess háttar. Ef það er umferðarpróblem skiptum við um vinnu og förum þangað sem hægt er að komast að . Við flytjum starfsemina og verzlunina þangað sem við komumst á bílnum að þessu.Nýju skólarnir fylgja nýju íbúðarhverfunum en gömlu skólarnir úreldast smám saman.  

Ég vildi að þú lesandi góður hefðir verið með mér á Boston Logan í gærkvöldi. Þar var þoka niður í miðjar hlíðar háhýsanna. Útum mitt kýrauga sá ég þotu lenda eða taka af eða keyra framhjá á ca. 10 sekúndna fresti. Ég sá bara lítið brot af vellinum. Þarna er auðvitað ekkert pláss fyrir einhverjar kennsluvélar eða einkaflugvélar. Þarna  er sjálft efnahagslíf Bandaríkjanna að störfum. Maður skynjaði aflið í þessu öllu og maður verður fremur smár frammi fyrir þessu öllu.

Þess torskildara verður mér þessi Kvosarspekúlasjón um íbúðarbyggð í Vatnsmýri í stað athafnalífs. Hugmyndir sem ég hef séð um neðjanjarðarlestakerfi í Reykjavík, sem kostar auðvitað óraunhæfar upphæðir hjá smáþjóð,  umlykur svæði sem engin teljandi framleiðslustarfsemi er í  nema spítalar og svo íbúðarhverfi, -svefnstaðir fólks, Alþingi og Stjórnarráð, þangað sem fáir eiga erindi í. Og svo búlluhverfi miðbæjar Reykjavíkur þar sem ofbeldisglæpir spillingar og sukks fæla venjulegt fólk frá.  Hrein fjarstæða finnnst mér að nokkurt fólk vilji ala upp börnin sín i nágrenni við þetta umhverf i sem þar er að finna. 

Mitt í þessu er auðvitað flugvöllurinn góði, sem er ein af meginundirstöðum  atvinnulífs landsmanna. Ég get alveg séð fyrir mér að einkaflug og kennsluflug muni þurfa að fara þaðan en innanlands-og utanlandsflug eigi þaðan að eflast sem mest. Þannig og aðeins þannig verður Reykjavík rík og höfuðborg. Ef þetta á að fara allt til Keflavíkur þá verður höfuðborgin þar en ekki hér.

Ekki er ég á móti samgöngum í lestarkerfum ef einhver getur reiknað fjárhagslegan grunn undir slíku. En lestirnar verða þá bara að liggja til einhverra staða annarra en rauðljósahverfa eða svefnbæja, einhverra staða þar sem er starfsemi og líf. Annars koma ekki næg  fargjöld inn fyrir byggingakostnaði.  Þann grundvöll verður aldrei að finna í í búllunum í Kvosinni eða svefnstöðum í Þingholtunum, vesturbænum, gamla kirkjugarðinum, Austurvelli, Hljómskálagarðinum eða Skerjafirði.

Reykjavíkurflugvöllur er málefni landsins alls. Franmtíð hans getur ekki ráðist að laumulegri atkvæðagreiðslu, illa kynntri með ómarktækri niðurstöðu í pólitískri kosningu vinstrafólks án þess að landsmenn allir fái að taka þátt. Eins og gerðist hér um árið í tíð R-listans.

Þessvegna vil ég biðja um þjóðaratkvæði um málefni  Reykjavíkurflugvallar   þegar þjóðin kemur hvort eð er á kjörstað eins og í Alþingiskosningum eða Forsetakosningum í júni í ár.

Þora  Kvosarspekingarnir  í þjóðaratkvæði um framtíð flugvallarins. ?

Það hefur víða verið kosið aftur og aftur  til þess að þrautkanna vilja fólks, eins og í Noregi og víðar um Evrópumálin.  Þessi gervikosning um Vatnsmýrina sem R-listinn maskíneraði var  gersamlega ómarktæk eins og hún var upplögð.

Ég er sannfærður um að fólkið í landinu vill lifa á okkar tímum. Ekki í fátækt og basli  19.aldar þegar fjöldinn flúði landið til Ameríku.  Það vill nútíma lífskjör eins og þau gerast best annarsstaðar. Það verður ekki fengið með föndri í leður, ljóðabull og gervilist. Það verður aðeins með afli nútímatækni og stórhug.

Ekki rómantík einhvers sem var og kemur aldrei aftur.  


Reykjavíkurflugvöllur burt eða kjurt ?

Minni á skoðanakönnunina hér á síðunni. Endilega takið þátt sem hér komið. Hjá MörtuSmörtu voru 31.36% með burt, 66.26 % kjurt og 2.5% hlutlausir þegar 855 höfðu kosið. Þó að hlutföllin niðu hafi verið önnur þar en hér, þá er niðurstaðan samt afgerandi önnur en stefna Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur. 

Og öllum er sama !

Ég hef velt fyrir mér hvort ég sé ósanngjarn inni í mér í garð múslíma eftir að ég hlustaði á þá Illuga og formann múslíma í Kastljósinu. Salman virðist vera rólegheita maður og góðlegur. En Illugi hélt fram tjáningarfrelsinu og á heiður skilið fyrir það. Salman virtist vera sömu skoðunar og aðrir múslimar, að við hýslarnir eigum að aðlaga okkur að þeirra hugmyndum en ekki öfugt.

Mér finnst auðvitað eins og Illuga, að  Íslendingar eigi að geta tjáð skoðanir sínar undir nafni án þess að óttast um líf og limi. Sem er ekki raunin  hjá Pútín og í  múslímalöndunum eða jafnvel í Hollandi þar sem múslímar  hafa flykkst  til.

Mér finnst  að allt nauðsynlegt umburðarlyndi gagnvart trúarhópum felist í því sem Ljósvetningagoðinn kvað uppúr með á sínum tíma. Menn skyldu vera hér kristnir en blóta á laun ef þeim svo sýndist.

Mér finnst þetta  alveg nægjanlegt rými fyrir múslíma og þessháttar sérvitringa. Ég og margir lítt kristnir förum eftir síðara ákvæði Þorgeirs og getum alveg unað við það. Ég sé ekki annað en að allir trúaðir menn verði að una við það líka  og bjóða fram hinn vangann,  kjósi aðrir að spotta þá eða það sem þeir hafa í hávegum. Menn eiga að fyrirgefa náunganum heimsku hans fremur en að opinbera sína eigin. Siðaður maður reynir að gæta  tungu sinnar og mig langar ekkert til að særa tilfinningar Salmans eða annarra ef ég kemst hjá því. En það er hægt að egna besta fólk upp í  reiði bæði múslíma og aðra.

Ég veit til dæmis að mörgum finnst ég vera heimskur og sumir segja mér það beint út. En það er bara þeirra réttur að hafa þá skoðun. Ég fer ekki í meiðyrðamál útaf því , hvað þá að ég vilji endilega lemja þá.  Aðrir  brosa góðlátlega að mér og leiða mig bara hjá sér.  

Mér finnst hinsvegar í minni heimsku grundvallaratriði, að enginn útlendingur eigi að fá að flytja  til þessa lands nema hann undirriti eiðstaf þess efnis, að hann muni setja   íslenzk lög ofar öðrum. Þetta geta múslímar hugsanlega ekki allir geta undirritað,  þar sem þeir eiga að setja íslömsk sjarjalög ofar öðrum lögum samkvæmt trúarbókinni. Innflytjendur til Bandaríkjanna verða að vinna eið að stjórnarskránni.  Erum við eitthvað óskynsamari en Bandaríkjamenn ?

 Þeir múslímar, og  strangtrúaðir menn aðrir, verða þá bara að flytja annað en til Íslands, geti þeir ekki fellt sig við okkar lög og siði. Því Ljósvetningagoðinn sagði líka að við yrðum að hafa ein lög í landinu en ekki fleiri. Þess torskildari verða mér skoðanir enska erkibiskupsins sem heldur því fram að sjarjalög geti gilt samhliða breskum lögum. Þetta tvennt getur aldrei farið saman í einu riki eins og Ljósvetningagoðinn skildi mætavel.

 Þessvegna finnst mér ekki rétt að leyfa múslímum að byggja moskur á Íslandi. Þessvegna vil ég líka gæta að fjölda innflytjenda þannig að við lendum ekki í Kosovo- dæmi á íslenzku landi. En öllum virðist vera sama og ráðamenn og kjörnir fulltrúar þora ekki að tjá sig um svona mál. 

Ég hef verið að viðra skoðanir um verðhækkunaráhrif af starfsemi Bónuslögreglunnar, sem keyrir um og skannar verð í leyfisleysi hjá samkeppnisaðilum undir því yfirskyni að þeir séu að tékka á því að enginn sé með lægra verð en þeir. Mér finnst þetta  bara vera terroraðgerð af svipuðum stofni eins og tíðkaðist hjá AlCapone í gamla daga. 

 Mér er sagt að heildsalar,  sem selja slíkum verðlækkunaraðilum  hætti því fljótlega ef einhver dansar útúr línunni.  Af auðsæjum ástæðum.  Íslendingar eru bara svo skríitnir að trúa því að Bónuslögreglan sé með þessu að stuðla að lægra vöruverði fremur en að halda því uppi. En það finnst mér viðblasandi  þegar umsvif Baugsveldisins eru skoðuð, Hagkaup,10-11, Europris, Bónus. Jóhannes stillir klukkurnar allstaðar og í vaxandi mæli. Bónusverðið er hið opinbera verð og allt annað verð getur bara verið hærra. Bónus græðir og græðir. En enginn sér neitt samhengi í þessu og öllum virðist vera sama.

Svo finnst mér kúnstugt þegar Jóhannes í Neytendasamtökunum er að gera verðkannanir hjá öllum öðrum en Baugsfyrirtækjunum og birta mynd af sjálfum sé með   Er þarna augljós vísbending um það hver er búinn að kaupa Neytendasamtökin  og hver borgi Jóhannesi þessum kaupið ? Mé er sagt að samtökin  séu hætt að innheimta félagsgjöld án þess að ég þekki það nánar nema það að ég er ekki rukkaður og vildi þó vera félagsmaður í gamla daga. Mér er ekki sama ef hér eru ekki virk Neytendasamtök. 

Mér finnst það blasa við, að Íslendingar eru orðnir gíslar Baugsfjölskyldunnar, sem situr yfir hvers manns koppi, hvort það er í Flugleiðum, Kókinu, bönkum, fjölmiðlun, eða tryggingum. Þeir stjórna miklu stærri hluta íslenzka efnahagslífsins heldur en Rockefeller gerði í því bandaríska   þegar Bandaríkjamenn skiptu upp Sandard Oil. 

Við virðumst öll trúa  blint á góðmennsku gamla gráskeggsins og snilld stráksins.  En svo vitum við líka að allt er pí-sinnum dýrara á Íslandi en í USA til dæmis. En enginn spyr af hverju og öllum er þá líklega slétt sama. 

 


Vestfirðir pólskt landssvæði ?

Tengdadóttir mín, Guðrún Atladóttir innanhússhönnuður, skrifaði mér þessar línur:  

"Óháð öllum trúaarbrögðum og fordómum skulum við ekki gleyma því að kosovo Albanir eiga ekki uppruna sinn að rekja til þessa landsvæðis.  Þeir hafa ekki sögulegt né landfræðilegt tilkall til Kosovo.  Þetta er álíka fáránlegt og ef pólverjar á vestfjörðum myndu heimta að Vestfirðir yrðu gerðir að sjálfstæðu ríki, míní Póllandi. Þetta er mjög flókið mál og alls ekki rétt að stilja við Kósóvó í þessu máli. "

Mér finnst þetta athyglisverð ábending um það, hvað hér getur gerst ef við förum áfram í jafn hugsunarlausum  hroka og við gerum í innflytjendamálum.

Hvernig myndum við (Morgunblaðið og einhverjir Alþingismenn) bregðast við pólskri sjálfstæðisyfirlýsingu á Vestfjörðum ? Myndu kvótagreifarnir grípa til vopna ? Ekki væri hægt að ætlast til að við hin myndum  gera  eitthvað í þessu. Það er búið  að hirða flest landsgæðin af okkur og Vestfirðingum og við höfum í raun ekkert eftir til að verja nema einhver aukatriði.

Mér skildist svo líka að okkar stjórnvöld ætli að viðurkenna sjálfstæði Kósóvó.

 Kemur mér  það eiginlega nokkuð við  ? Stundum finnst mér að Íslendingar séu að hætta að vera ein þjóð. Þeir líkist   miklu fremur skæruliðahópum,  sem fara um með rupli og ránum og skeyta hvorki um skömm né heiður. Án sameiginlegs markmiðs eða þjóðernisvitundar.


Könnun MörtuSmörtu !

Nú hafa 821 svarað í könnun MörtuSmörtu um hvort Reykjavíkrflugvöllur eigi að vera þar sem hann er eða fara. 30.86 % vilja völlinn burt. 66.96% vilja hann kyrran. 2.3 % hafa ekki skoðun á málinu. Sjál er MartaSmarta flugvallarandstæðingur af einhverjum ástæðum.

 Ég setti efyirfarandi athugasemd á síðuna hjá henni

"67 % fylgi við Flugvöllinn áfram í Vatnsmýri eykur mér trú á skynsemi fólksins. En jafnframt verð ég æ furðulostnari yfir því hvernig stjórnmálamenn fólkið svo velur sér til að stjórna skipulagsmálunum.

Það er mikið happ að hafa fengið hann Ólaf F. til að sitja ofaná þeim það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Eftir það fær fólkið kost á því að láta skoðanir sínar í ljós með atkvæði sínu. Vonandi fer þessarri 60 ára síbyljuumræðu um Reykjavíkurflugvöll að ljúka.Það er alltaf verið að endurtaka það sem búið er að segja.

Ég vildi að þjóðin fengi að segja álit sitt á flugvallarmálinu í eitt skipti fyrir öll við þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem halda má í Forsetakosningum hinn 28.júní nk..En þá verður bara einhver að sjá til þess að hún fari fram með því að bjóða sig fram til Forseta gegn dr.Ólafi Ragnari. Enn sem komið er hefur það ekki gerst. 

Marta mín, ert þú bara ekki ágæt til að fara fram fyrir okkur öll ? "

Ég veit náttúrlega ekkert um það hvort Mörtu langar í forsetaframboð. En ég vildi óska að þjóðaratkvæðagreiðsla eins og sú, sem dr.Ólafur Ragnar ætlaði að útvega okkur um fjölmiðlafrumvarpið hans Davíðs,  yrði látin afgreiða þetta flugvallarmál. Það mætti við sama tækifæri spyrja um afstöðu þjóðarinnar til fleiri mála, evrunnar, ESB, kvótakerfisins  osfrv. Væntanlega yrðu svo Alþingi og Borgarstjórn að fjalla nánar um niðurstöðurnar sem fengjust   með þessu.  En ég held endilega að umfjöllunin yrði með vitrænni hætti ef afstaða þjóðarinnar lægi fyrir. En auðvitað fæst enginn pólitíkus til að leggja þessu máli lið,- þeir nærast á rykþyrlun og vífillengjum og aðgerðaleysi.

 


Hlustið á þennan.

 

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=276519

 

Hér er maður sem hefur kynnt sér múslíma.Kannske er eitthvað til í því sem hann segir.


Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband