Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
31.8.2009 | 15:11
Bjarni bjargar í horn !
Fyrri Ríkisstjórn Íslands, Sjálfstæðisflokks og SAMFYLKINGAR, gaf út yfirlýsingu um að allar innistæður Íslendinga væru tryggðar þegar allt var sem svartast . Forsætisráðherra sagði að allar innistæður væru tryggðar. Og var þá að tala við Íslendinga sem héldu þennan dag að þeira væru búnir að tapa öllum innistæðum sínum í íslenzku bönkunum.
Þetta var auðvitað hent á lofti á EES svæðinu, sem Jón Baldvin þakkar jafnan sér sem mest af að hafa fært okkur Íslendingum. En sannleikurinn er auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn réði því að þetta var gert. Við gátum keppt við sjávarútveg Norðmanna á jafnréttisgrundvelli eftir þetta en opnuðum um leið allar gáttir fyrir innflytjendum og erlendum peningum sem afleiðingu.
Okkar stjórnvöld og stofnanir eru svo léleg hinsvegar að við réðum ekkert við þróun mála og misstum allt úr böndunum.Pólitíkin beið lægri hlut fyrir peningum glæframanna, sem svínbeygðu hér réttarfarið, fjölmiðla og æðstu stofnanir landsins. Múturnar flæddu um allt, forsetinn flaug með þessum mönnum, brosti breitt og veitti þeim verðlaun. Allt keyptu þeir eins og Mafían á Kúbu fyrir tíma Kastrós.
Þessar yfirlýsingar um innistæðutryggingar gerðu okkur erfitt fyrir síðar. Kratar auðvitað kokgleyptu allt sem EB segir þeim bæði þá og síðar. Og valdasjúklingarnir í VG samþykktu allt sem kratar sögðu þeim svo þeir gætu verið lengur við völd. Engin prinsíp fyrir Íslands hönd né einhverja sjálfsvirðingu hefur sá flokkur.Það er þó allavega morgunljóst fyrir öllum sem vilja sjá.
Icesave samningurinn sem Sjálfstæðismenn sömdu í staðinn fyrir ídjótasamninginn sem Svavar Gestsson kom með heim er allt annar samningur. Hann er samningur sem við getum staðið við án þess að sökkva í svartnætti. Hann er samningur með fyrirvörum sem líftryggja þjóðina andstætt hinum fyrri, sem óbreyttur jafngilti því sem næst efnahagslegu sjálfsmorði fyrir þjóðina.
Í nýja samningnum eru greiðslur okkar aldrei meiri en 6 % af aukningu þjóðarframleiðslu. Ef hér er kreppa borgum við ekki neitt. Svo er síðasti krókurinn, að samningurinn tekur ekki gildi nema Bretar og Hollendingar samþykki alla fyrirvarana. Felli þeir fyrirvarana þá er enginn samningur.
Ég vildi fyrir mína parta kanna hvort sú leið væri fær að segja við Breta og Hollendinga: Við borgum ekkert af því að við eigum ekki að gera það. Mér finnst enn að við ættum að standa fyrir rétti og halda þessu fram,-okkur beri engin skylda til að borga eitt né neitt af starfsemi glæpamanna þó þeir hafi íslenzkt ríkisfang.. Sparka AGS út. En það er talið af hinum vísustu mönnum núna, eftir grannskoðun málsins, að samningar með þeim miklu fyrirvörum sem nú eru settiur séu betri leið fyrir Ísland, sem er það sem Bjarni Benediktsson ,formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist alltaf mundu setja í 1. sæti ofar allri pólitík, og fyrir því klöppuðu menn lengi í Valhöll að verðleikum.
Auðvitað hefur Alþingi nú í raun fellt samninginn fyrir ríkisstjórninni um Icesave. Hann er svo alveg fallinn nema Bretar og Hollendingar gangi að fyrirvörunum. Það er ekki búið að girða fyrir neitt í þessum nýju samningum að láta reyna á dómstólaleiðina hvort við eigum að borga eða ekki ef við þá treystum okkur í það.Ragnars Hall ákvæðið er komið inní þennan nýja samning og munar okkur hundruðum miljarða.
Icesave samningurinn núverandi, sem Sjálfstæðismenn sömdu með hinum vitrari mönnum úr öðrum flokkum til að bjarga Íslandi úr klóm landráðasamnings Samfylkingar og VG, sem ætluðu að keyra hann í gegn óséðan, er allt annar samningur og getur aldrei knésett Íslendinga eins og hinn fyrri samningurinn gat gert
En aðgöngumiði Samfylkingar að ESB er keyptur "anyprice" , gersamlega án tillits til hagsmuna Íslands eða þjóðarinnar, það er hin sífellda "kratastrófa" sem vofir yfir þjóðinni meðan þessir flokkar sitja í ríkisstjórn.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gat ekki greitt atkvæði á móti samningi sem hann og hans menn sömdu til bjarga landinu og lögðu nótt við dag með að gera. Ríkisstjórnin var búin að handjárna allt sitt lið þannig að 34 atkvæði voru með. Það var því sæmst að leyfa þeim að axla sína ábyrgð eina.
Verstu agnúarnir og þeir sem menn óttuðust mest eru farnir út, það eru núna möguleikar að komast fyrr út úr kreppunni en áður sýndust. Það mun taka enn lengri tíma en annars hefði þurft ef "Steingrímur stefnulausi " fær að leika sér lengi í sandkassanaum enn. Það hefði verið gaman að fá að hlusta á hann á Hvolsvelli skýra fyrir sínu fólki hvernig menn geta gengið í ESB og verið á móti því, hvernig menn geta samþykkt Icesave og verið á móti því eins og ræðan hans frá í vetur sannar. Það þarf sannarlega snilld til þess geta haldið lífi í eigin flokki eftir þá fimleika sem maðurinn hefur stundað.
Bjarni Benediktsson hefur sannað það með framgöngu sinni að hann er verðugur foringi okkar Sjálfstæðismanna. Við verðum að fylkja okkur að baki honum sem einn maður til að bjarga Íslandi. Það hlýtur að ganga fyrir öllu öðru.
Eins og það gerðist þá bjargaði Bjarni í horn fyrir Ísland á elleftu stundu.
31.8.2009 | 08:24
Einbeittur brotavilji ?
Þetta stendur í Staksteinum Sunnudagsmoggans:
"Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld, að hans skilningur hefði verið sá að ekki hefði verið nein ríkisábyrgð á Icesave-reikningum bankans. Ef þetta hefur alla tíð verið skilningur Sigurjóns, hlýtur markaðssetning og málflutningur bankans að hafa verið gegn betri vitund bankastjórans. Bankinn hélt því fram í bréfi, sem viðskiptavinum var sent í febrúar 2008, að innistæður þeirra væru tryggðar upp að 35.000 pundum, annars vegar af tryggingasjóði á Íslandi, hins vegar af brezka tryggingasjóðnum. »Ef svo ólíklega færi að gera þyrfti kröfu á bankann er ólíklegt að nokkur seinkun yrði á endurgreiðslu í samanburði við innistæðutryggingakerfi Bretlands,« segir þar. Á heimasíðu Icesave stóð skýrum stöfum: »Innistæður í Icesave eru tryggðar af Tryggingasjóði innistæðueigenda á Íslandi.« Og sömuleiðis: »Heildartryggingin sem báðir sjóðir veita þér er engu minni en þú nytir ef innistæðan þín væri eingöngu tryggð af brezka sjóðnum.«Loks skrifaði Sigurjón Árnason sjálfur undir bréf sem sent var hollenzka seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu 23. september, þar sem fram kom að íslenzk stjórnvöld hefðu ítrekað skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun EES um innistæðutryggingarnar. Þetta væri »mikið framfaraspor og ætti að fara langleiðina með að létta á áhyggjum varðandi innstæðutryggingakerfið¨"
Þarf nokkurra vitna við ? Hvernig væri að kynna Hollendingum þessa afstöðu Sigurjóns ?
Mér finnst þeta sýna svo um munar að það var ekki íslenzka þjóðin sem stóð á bak við Icesave heldur menn úr einkageiranum með einbeittan brotavilja sem flögguðu vörumerkinu The National Bank of Iceland, sem þeir keyptu á slikk af bjánum í ríkisstjórn Íslands og létu þá meira segja borga sjálfa fyrir sig útlagðan kostnað! Icesave er bara samanlagður skaði þjóðarinnar af þeim afglöpum öllum.
Á ekki forsetinn að veita þessum Sigurjóni útflutningsverðlaun fyrir að hafa fundið upp Icesave ?
Það hefur enginn Íslendingur afrekað annað eins með einbeittum vilja..
28.8.2009 | 00:12
Tíu ráðherravit !
Lifandis skelfing var Árni Páll ráðherra tilþrifalítill í Kastljósinu hjá Jóhönnu. Ég hélt að maður ætti að fá svör hjá ráðherra við beinum spurningum um hvað ætti að gera fyrir heimilin í landinu. Hvað ætti að gera til þess að reyna að stöðva landflóttann frá tvöföldun skuldanna ?
Frá ráðherranum kom ekkert nema almennt kjaftæði um að það þyrfti að koma fyrirtækjunum í gang, að efla bankana. Ekki orð um neina ráðgerða ráðstöfun til þess að slá skjaldborg en ekki gjaldborg um heimilin. Hann virtist skilja óljóst að það væri samband milli hærri skatta og skerts gjaldþols, en það ætti samt ekki að hafa teljandi áhrif miðað við annað ótilgreint.
Sérhver þjóð fær þá stjórnmálamenn sem hún á skilið.
Það er svo einfalt, að allir sem þess óska eiga að fá kost á því að setja gjalddaga ársins í ár og þess næsta líka aftur fyrir aðra gjalddaga. Ekki breyta erlendum lánum í verðtryggð íslenzk heldur halda myntunum og vöxtunum í tvö ár. Eftir tvö ár vonum við að hafi birt upp.
Í stað þess þvælir þessi ráðherra um skuldaniðurfellingar sem hann getur með engu móti útskýrt enda óskiljanlegar með öllu slíkar hugmyndir ef menn ætla að varðveita þjóðfélagið. Það verður að fá fresti og fresti á ofan. Gengið mun lækka einhverntíman, vísitala höfuðstólsins mun lækka, fasteignaverð mun hækka.
Margrét Þorbjörg sagði við Thor Jensen þegar svartast var hjá þeim: Við skulum bara bíða, bíða bíða.
Og þau biðu. Margrét Þorbjörg hefur haft tíu ráðherravit þeirrar gerðar sem nú eru í boði.
24.8.2009 | 08:06
Áfram Lilja Mósesdóttir !
Lilja Mósesdóttir fer fyrir hópi þingmanna úr VG,Framsókn og Borgara í flutningi frumvarps um það, að ekki megi leita fullnustu í öðrum eignum fasteignaeiganda en því veðsetta.
Samtök kerfiskurfa ríkisstarfsmanna, sem kalla sig Samtök Fjármálafyrirtækja rísa upp á afturfæturnar og mótmæla hástöfum ,vitna í stjórnarskrá osrfv. Segja þá sem hafi yfirveðsett sleppi of billega. Sem sagt fólkið, sem félagsmenn í samtökunum lánuðu og mikið, geti sloppið frá skuldunum.
Lítil rök eru þetta hjá því himinhrópandi óréttlæti sem hér ríkir, að leyfa skuldareigendum að slá sér eignir fólks á slikk og hneppa það síðan í skuldafangelsi ævilangt, gera það gjaldþrota og rúínera til eilífðar. Knýja það til landflótta ef ekki vill betur.
Ég styð það sjónarmið, að lánveitandi geti aldrei gengið að öðrum eignum skuldara en því sem hann hefur veðsett. Sama hvaða nafni nefnist. Hversvegna eiga starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem lána vinum og kunningjum, eða þá öðrum fé útá ónýtar tryggingar, að fá einhverja sérmeðferð vegna afglapa í starfi?
Innheimtuaðferðir þær sem hér hafa tíðkast eru þvílíkt óréttlæti að það hálfa væri nóg. Allt miðast við það leiðrétta mistök lánveitendanna en ekki gera til þeirra kröfur um vönduð vinnubrögð. Gera þeim kleyft að ýta út peningum í brjálaðri vogun, stuðla þannig að þeirri ofþenslu sem við höfum orðið vitni að og sett hefur þjóðfélagið í þá stöðu sem það er núna.
Ef maður fær lán til að kaupa Hummer jeppa gegn veði í jeppanum, þá er ekki við kaupandann að sakast ef hann greiðir ekki. Það er lánveitandinn sem er að gera vitleysuna. Ef einhver lánar útá 100 % í fasteign eins og bankafíflin gerðu og svo lækkar fasteignin stórkostlega í verði, þá á skuldareigandinn ekki að geta sótt fullnustu í Hummernum hjá skráðum eiganda. Svaranna er að leita í ábyrgri bankastarfsemi en ekki skotleyfi innheimtulögfræðinga á almenning eins og verið hefur.
Ég mun sjálfur fylgjast með framvindu þessa frumvarps. Ég heiti því að ég skal aldrei styðja neinn þann pólitískt sem greiðir atkvæði gegn þessari réttarbót.
Ég heiti á Hagsmunasamtök Heimilanna og öll önnur samtök fólks að láta sig þetta mál varða. Þetta er frumforsenda þess að hér vaxi upp stétt hæfra starfsmanna fjármálafyrirtækja, að hér geti þróast eðlileg útlánastarfsemi, að hér þróist heilbrigt útlánakerfi og að hér fái ekki þrifist stétt samviskulausra innheimtulögfræðinga, sem allt og mikið er til af.
Lilja Mósedóttir ! Áfram með þetta frumvarp. Í þessu styð ég þig heilshugar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
23.8.2009 | 22:29
Álit meirihluta fjárlaganefndar.
Frjálsa hagkerfið, sem á tímabilivirtust engin takmörk sett, var allt íeinu í fjötrum sjálfs sín og traustirúið. Í samfélagi þjóðanna varð Íslandí besta falli að athlægi, í verstafalli útilokað frá alþjóðaviðskiptum.Hér var úr vöndu að ráða fyrirniðurlút stjórnvöld sem fyrst umsinn gátu ekki gert margt annað enað biðja þjóð sinni guðs blessunar.Hver var ábyrgð þeirra í samskiptumþjóða? Hver var hluturþeirra í fallinu? Og hver var staða almenningsþegar kemur að ábyrgðsamfélagsins?
Þetta er úr áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um það, hvort þjóðin eigi að borga Icesave eða ekki.
Ég vissi ekki að starfsnefndir Alþingis stunduðu bókmenntastörf. Ég hélt að þær væru þarna til að leggja mat á það hvað ætti að gera. Nú sýnist manni að þeir geti allt að einu sótt um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það er slík sveifla í þessu að maður stendur eiginlega klumsa. Ef til vill er ein skýringin sú að Sigmundur Ernir er einn af höfundunum en hann er mikill stemningsmaður eins og við höfum séð.
Kannski verða fjárlögin bráðum flutt í bundnu máli og mælt fyrir lagafrumvörpum með söng og undirspili?.
Hvernig getur nefndarálit sem gengur útá fjárhagslegt líf eða dauða heillar þjóðar verið skrifað með ljóðrænum hætti ? Þurfum við ekki að komast að lagarökum í þessu máli ? Ekki hvort rétt hafi verið af Geir Haarde að biðja Guð að blessa íslensku þjóðina. Sem virðist nú meira og meira vera það eina sem henni getur orðið til bjargar eftir því sem þessi ríkisstjórn situr lengur. Ríkisstjórn sem ætlar ekki að nýta orkulindir þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem ætlar að efla ríkiseign á framleiðslufyrirtækjum og fjármálakerfi.
Ég finn ekki annað vænlegra en að taka undir með Geir Haarde. Ég sé því miður ekki neitt annað fyrir stafni þjóðarskútunnar.
Heimilin í landinu standa á brún örvæntingar. Það hefur ekkert verið gert af ríkisstjórnin sem ætlaði að slá skjaldborg um heimilin. Í stað þess hefur hún slegið Gjaldborg um heimilin með gríðarlegum verðhækkunum og gengisfalli. Landflótti er brostinn á. Þeir sem geta bjargað sér flýja land. Hinir linari sitja eftir. Færri til að borga meira.
Er ekki fangaráð að efna til samkeppni um lag til að syngja texta meirihluta fjárlaganefndar á næstu þjóðhátíð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2009 | 00:43
Samþykkja Icesave eða hafna!
Ég átti tal við sjóaðan lögfræðing í kvöld. Hann nam ungur alþjóðarétt við útlenda háskóla. Lifði langa ævi í hinum slungna heimi lögvísinnar og stjórnmála, -maður margra sæva og mikilla landa, og mikillar reynslu.
Hann sagði Icesave málið væri að grunni til einfalt samkvæmt alþjóðavenjum. Samningurinn væri gerður milli þriggja ríkisstjórna sem allar hefðu þingmeirihluta á bak við sig. Slíkum samningum yrði ekki breytt. Þeir væru gerðir og þeir giltu. Hvert þjóðþing gæti hafnað samningnum sem þá félli allur úr gildi. En honum yrði ekki breytt eftirá.
Öðru máli gegndi ef einn samningsaðili á síðari stigum sæi sig tilneyddan að óska endurskoðunar. Þá væri alþjóðavenja að gera slíkt.Semja uppá nýtt. Enda væru þá komnir aðrir þingmeirihlutar, aðrar ríkisstjórnir osfrv.
Hans álit var, að það yrði að skrifa undir óbreyttan samninginn um Icesave úr því að ríkisstjórnin,-Ögmundur líka,- eru búin að samþykkja hann. Fyrirvarar væru aðeins blekking og væri ekki hægt að bera fyrir sig við löglega gerðan samning eins og Icessave er.
Þjóðin á það pólitískt við ríkisstjórnina hvað hún gerði henni með samningnum. Samningurinn verður ef til vill talin ganga næst landráðum einhverntímann eins og menn hafa látið. Það verður útkljáð síðar.
En núna, þýðir ekki annað en að staðfesta. Án fyrirvara því þeir eiga aldrei við í milliríkjasamningum sem þessum. Eða hafna alfarið. Og þá er þessi stjórn auðvitað fallin.
Þetta er hin lagalega skýring manns sem hefur meira lagavit en ég. Ef til vill skortir aðra meiri menn en mig einhvern lagaskilning í alþjóðaréttti sem nú hæst láta á Alþingi.
Sem sagt: Samþykkja samninginn eins og hann er, nota svigrúmið, -Og beiða síðan upp síðar eins og beljurnar gera ef fóðurskortur verður. Sem verður líklega!
Eða hafna samningnum og taka því sem af höndum ber. Enda er best að Steingrímur fái ekki útlent fjármagn frá AGS til að koma á norrænu velferðarkerfi á Íslandi fyrir meiri skuldsetningu þjóðarinnar en orðið er. Vinstri stjórnir kunna ekki með fé að fara. Og áreiðanlega ekki Jóhanna Sigurðardóttir -eyðslumálaráðherra margra ríkisstjórna.-
Það er meira að mínu skapi að þiggja aldrei frið ef kostur er á ófriði! Þessvegna græt ég ekki það, að ganga úr EES, og fara aldrei í ESB Bjóða þessum dónum byrginn og hananú! Vingumst við Rússa og Kínverja úr því að Evrópuþjóðirnar og Bandaríkjamenn vilja ekki hjálpa okkur. Verum vinir vina okkar en óvinir óvinum okkar.
Áfram Ísland!
21.8.2009 | 08:09
Álverð yfir $2000 kemur Íslandi ekkert við !
Álverðið er komið yfir $ 2000/tonnið. Þær fréttir snerta Ísland ekki neitt. Verðið er þó mun hærra en þegar menn sömdu um Fjarðarál og Kárahnjúka. Hvar skyldu okkar sölumenn vera núna ?
Hingað skal enginn koma, enginn skal vilja við okkur tala segir ríikisstjórnin fyrst við samþykkjum ekki Icesave. Fyrir þá óþekkt skal þjóðin gjalda með áframhaldi haftanna og meiri ríkisvæðingu. Rannsaka hrunið, skrifa álitsgerðir, borga atvinnuleysisbætur,hækka skatta og tilbiðja AGS.
Hér er líka stóriðjustopp í boði VG. Við skulum bara bíða eftir að aðildarviðræðurnar við ESB fari í gang. Þá kannski slakar VG á klónni. Meðan skal þjóðin lepja dauðann úr skel.
Hvað varðar okkur líka um þjóðarhag?
20.8.2009 | 23:18
Sko Glókoll !
Langflug átti 23,84% hlut í Icelandair Group en Landsbankinn leysti til sín hlutabréfin í maí síðastliðnum, eins og kom fram í frétt hér á AMX. Tæpum mánuði síðar var Langflug tekið til gjaldþrotaskipta.
Alls nema kröfur í búið rúmum 14 milljörðum króna. Kröfuhafar eru tveir: Íslandsbanki með rúma 5 milljarða og Landsbankinn með rúma 8 milljarða. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Benedikt Ólafsson, skiptastjóri Langflugs, að nánast engar eignir væru í félaginu. Þrot félagsins lendir því nær alfarið á Landsbankanum og Íslandsbanka.
Muna menn ekki þegar þessi siðapostuli var að reka Sverrir Hermannsson úr Landsbankanum fyrir að hafa kallað hann "Vaxtaflónið" Eftir það átti Finnur þessi eftir að ná undir sig VÍS af þjóðinni. Þegar Sverrir var farinn varð fátt um varnir í Landsbankanum og afganginn þekkja allir.
En við huggum okkur við það að Finnur á nóg eftir til að geta haft það gott um sína daga, óáreittur með hrossum sínum, þó að einhverjir tapi 14 milljörðum á honum.
Þetta er allt í himnalagi. Enda Finnur Sjálfstæðismaður í orðabók Samfylkingarinnar og VG og túlkun Baugsmiðlanna. Sá flokkur skal því gjalda fyrir að hafa haft þessa útrásarvíkinga eins og Finn og Ólaf Ólafsson innanborðs.
Seigur þessi Framsóknarglókollur !
20.8.2009 | 08:11
Blátt armbindi?
Enn er prófessor Þorvaldur Gylfason á ferð í Baugstíðindum. Nú finnur hann út að þó að við séum öll sek í hruninu, eins og Þjóðverjar í Helförinni undir forystu nasistaflokksins.Hér sé það Sjálfstæðisflokkurinn sem sé hinn raunverulegi sökudólgur. Hann segir:
" Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, heldur áfram að reka sig á veggi. Hún ætti ef til vill að athuga, hvort þeir stjórnmálaflokkar, sem leiddu hrunið yfir landið í eiginhagsmunaskyni, eða menn á þeirra vegum, hafi gerzt sekir um refsiverða háttsemi. Fordæmi er til. Saksóknari rússneska ríkisins lýsti Kommúnistaflokki Rússlands sem glæpasamtökum fyrir rétti 1992"
Ég geri fyllilega ráð fyrir því, að prófessor Þorvaldur eigi hér við Sjálfstæðisflokkinn en ekki samstarfsflokk hans í hruninu, Samfylkinguna. Langur formálinn um uppgang nasista í Þýzkalandi til niðurstöðunnar og hlutfallslegt og sambærilegt kosningafylgi þeirra er nokkuð bein tenging við atburðina á Íslandi.
Enda hafði Þorvaldur þetta að segja fyrr í greininni:
"En ábyrgð þjóðar á ríkisstjórn í lýðræðisríki felur ekki í sér sekt þjóðarinnar. Við berum öll ábyrgð á bankahruninu og afleiðingum þess, hvort sem okkur líkar það vel eða illa, og það er hörmulegt, en við erum ekki öll sek, því fer víðs fjarri."
Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er sekur sýnist manni vera niðurstaða Þorvaldar Gylfasonar rétt eins og Nasistaflokkurinn bar ábyrgð í Þýskalandi. Of hver var formaður Nasistaflokksins ? Og hver var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins?
Eigum við sjálfstæðismenn að fara að bera sértök einkenni til tákns um að við iðrumst og lofum að lúta leiðsögn eldstólpa eins og Þorvaldar Gylfasonar? Viðurkennum "skítlegt eðli " okkar og lofum að gera þett aldrei aftur?
Blátt armbindi með sorgarrönd ?
19.8.2009 | 22:47
Gaman,Gaman!
"Gaman,Gaman, sendu meiri peninga!" Þannig orðaði einn íslenzkur snillingur skeyti til yfirboðara síns þegar hann hafði lent á fylleríi erlendis og drukkið út 3 mánaða yfirfærsluna.
Þannig er með skilanefndirnar í bönkunum. Aldrei hefur verið vitlausar staðið að nokkrum hlut heldur en fyrst að setja neyðarlögin, sem engin lög né stjórnarskrá standast, svo í framhaldi að skipa þessar skilanefndir með opin tékkhefti til fyllería og ferðalaga. Gamlir bankar,Nýir bankar, bara afbrigði af gamaldags kennitöluflakki sem áður þótti ekki fínt hjá sumum.
Hverjum dettur í hug að þessar nefndir, þar sem nefndarmenn eru með margföld fyrri mánaðarlaun, séu líklegar til þess að ljúka verkefnum sínum? Það þyrfti meira en meðalvitleysing til að skrúfa fyrir slíkar lífsins lindir.Mér er til efs að þessum endurreisnarverkum ríkisstjórnar Ólafs forseta ljúki nokkurn tímann. Því það er ekkert að endurrísa. Það er bara blaðrað og bullað meðan þjóðin sekkur dýpra í eymdina dag frá degi. Það eru ekki nema nokkrir áratugir þegar embætti mannsins sem átti að ganga á hverjum degi á hól til að skima eftir flotanum ósigrandi var lagt niður í Bretlandi. Þannig verður bankahrunið ómæld uppspretta tekna íslenzkra kerfiskurfa um ókomin ár, væntanlega allt þar til að kratar geta farið að sigla til Brüssel í bitlingaleit.
Það er sama hvert litið er. Óskilvirknin, ringulreiðin og fíflahátturinn í allri stjórnsýslu á vegum Rauðgrana og móður Theresu hlýtur að vera eitt allsherjar Gaman Gaman hjá þeim sem hafa getað kjaftað sig inn á þau til eftirlits, úttekta og álitsgerða. Fjármálaeftirlitið rekur einn úr skilanefnd og bankinn ræður hann þá bara aftur fyrir enn hærra kaup til að halda áfram starfinu. Það er sama hvert litið er og sama hvað þau krossa við sem lokið, það stenst ekki neitt. Norski strákurinn í Seðlabankanum tók við dollaranum af Davíð í 114 kr. en skilar honum af sér í 130. Og sagði við amtstökuna að sérstak áhugamál sitt væri að vernda íslenzku krónuna. Fer hann ekki að pilla sig þessi au...
Þjóðin er að greiða atkvæði með fótunum og nú fækkar landsmönnum í fyrsta sinn í hundrað ár. Þjóð sem velur sér slíka forystu á heldur ekki annað skilið. Það er að vonum að hafin er undirskriftasöfnun um að ganga í ríkjabandalag við Noreg aftur. Ég er viss um að stjórnmálamenn Norðmanna eru ekki nærri því jafnvitlausir að meðaltali og okkar dót, sem er mest allt lið sem hækkaði um marga launaflokka við að kjafta sig inn á þing, -öðrum dettur það ekki í hug.
Það getur vel verið að maður eigi ekki að skrifa svona léttúðarfullt. Maður á að skrifa ábyrgt og undir rós sem ekki neinn skilur. En maður verður stöku sinnum að fá að blása! Stöku sinnum ! Einhverntímann verður að vera Gaman Gaman !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko