Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Þora þeir ekki?

Að nota ferðina á stjórnlagaþingskosninguna og kjósa um framhald Evrópuaðildarviðræðnanna? Össur fór ekki frægðarför í umræðum um þetta mál á Alþingi við Vigdísi Hauksdóttur þó Fréttablaðið auðvitað segði þveröfugt fyrir frammistöðu síns manns.

En Samfylkingin svífst auðvitað einskis til að komast hjá því að horfast í augu við þjóðina í Evrópusambandsmálinu og skeytir þar hvorki um skömm né heiður. Tæknilega er Vigdís með tapað mál þar sem fresturinn til þjóðaratkvæðis er ekki nægur. Á það ætlar stjórnin að keyra og frysta þetta mál úti. Beita ýtrasta ofbeldi til þess að vilji þjóðarinnar komi ekki í ljós.

Nú eru mörg teikn á lofti, að kosningin til stjórnlagaþingsins verði mjög einkennileg þar sem svo margir hafa gefið kost á sér að líklega verður um einfalda vinsældakosningu að ræða. Til viðbótar heyrir maður það víða að fólk ætli að sniðganga kosninguna til að sýna andstöðu við aðferðafræði ríkisstjórnarinnar varðandi stjórnarskrármálið.  

Ofan á allt bætist að aldrei hefur svo flókið dæmi verið lögð fyrir háttvirtan kjósandann sem núna. Að skrifa 100 tölustafi rétt á kjörseðilinn er talsvert flóknara en að skrifa "X". Hafandi fylgst með talningum í mörgum kosningum þá býður mér í grun að þetta muni reynast mörgum erfitt og úrskurður kjörnefnda verði bæði mikið og erfitt verk. Um aukakjörseðil með einu "X" gegndi öðru máli og myndi til viðbótar áreiðanlega stórauka þátttöku í stjórnlagaþingskosningunni.

Verði  hægt að gera kosninguna til stjórnlagaþings á einhvern hátt lítt sannfærandi eða snúa út henni, þá er eiginlega verr farið en heima setið. Kosning um hitamál samfara þeirri kosningu myndi tryggja þjóðinni viðfangsefni og styrkja stjórnlagaþingið.

En þeir Evrópubandalagsmenn í ríkisstjórninni, Össur og Steingrímur J. vilja helst ekki horfa framan í þjóðina, þó hugsanlega af sinn hvorri ástæðunni sé.

En mun Alþingi  þora?

 

 


Litlu verður Vöggur feginn

þegar St.Eva Joly hverfur úr landi til að vinna sigra í Frakklandi á vegum Vinstri grænna í því landi. Þá tók gamla kommahjartað í Össuri kipp. Eva blessunin vill nefnilega fá Ísland með Frökkum í Evrópusambandið. Hvað annað gæti frambjóðandinn og þingmaðurinn sagt ? Þetta dugar Össuri sem sönnun síns málstaðar gagnvart inngöngunni í sambandið. Tilvitnun í frægðarkonu og QED fyrir Ísland.

 Á Alþingi er loks komin fram tillaga um að nýta kosninguna til Stjórnlagaþingsins á skynsamlegan hátt með því að greiða atkvæði um þessa fjármunabrennslu Samfylkingarinnar og Steingríms J. með því að keyra þessar aðildarviðræður áfram í óþökk þjóðarinnar. Við skulum ekki gleyma því hvernig hún St.Eva dreif okkur upp í andstöðunni við Icesave sem leiddi til þess að þjóðin reis upp gegn þeim kumpánum Össuri og Steingrími og kom í veg fyrir að þeim tækist að leggja Icesave aktygin á þjóðina. Sem þeir eru þó enn að bisa við til þess að geta notað sem smurningu inn í sambandið. Við það markmið skiptir kostnaður kynslóðanna engu máli.

 Það má  enginn gleyma þeirri hættu sem af ríkisstjórn þeirra Össurar og Steingríms J. stafar meðan þeir leika lausum hala. Evrópusambandið er þeirra fyrirheitna land.

Það er því að vonum að litlu verður hann Vöggur feginn.


Getur Sjálfstæðisflokkurinn lært?

Morgunblaðið sýnir á sér tvær hliðar í dag. Annarsvegar  birtir blaðið athyglisverðan leiðara þar sem kvótakerfið er lofsungið og lokað á allar hugmyndir um breytingar á því. Til hliðar er svo skorinorðð grein efir Ívar H. Jónsson blaðamann á Morgunblaðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og fyrrum varaformaður eru gagnrýndir fyrir bæði það sem flokkurinn hefur ekki gert og líka gert.

Þetta kemur gömlum flokkshesti ekkert sérlega á óvart því þetta sýnir í hnotskurn við hvað er að fást í þessum flokki. Þar togast ávallt  á miðstýringar-og markaðsöfl og nú takast þau á áður.

Grípum fyrst niður í leiðaranum:

 

„ Stjórnmálamenn nú um stundir tala um mikilvægi samráðs og setja upp viðamikil og langdregin leikrit til að sanna áhuga sinn á fyrirbærinu. Mörg nýleg dæmi eru um slík leikrit hjá ríkisvaldinu og Reykjavíkurborg og oftast eru þau bæði dýr og skaðleg á ýmsan hátt.

Fátt hefur verið undanskilið í þessari sýndarmennsku og því miður hefur helsti undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar verið meðal þess sem hefur fengið að líða fyrir þessi vinnubrögð. Þar var sett á fót nefnd til að ræða breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og á meðan átti eðli máls samkvæmt ekki að ráðast í verulegar breytingar.

Þrátt fyrir þetta hafa margar breytingar verið gerðar og óvissu til skamms tíma þannig bætt ofan á óvissu til lengri tíma, eins og sú síðarnefnda hefði ekki verið nægilega skaðleg.

Eitt af því sem breytt hefur verið er að taka rækjuveiðar út úr kvótakerfinu og afleiðingarnar voru jafn-fyrirsjáanlegar og þær voru neikvæðar. Þeirra á meðal er að Byggðastofnun hefur nú þurft að færa 700 milljónir króna á afskriftareikning til að mæta tjóni vegna ákvörðunarinnar...."

Þetta er kynleg fullyrðing Morgunblaðsins þegar fyrir liggur að veiðunum hafði að mestu verið hætt vegna þess að þær borguðu sig ekki. Það þurfti ekki neitt kvótakerfi lengur fyrir rækjuveiðar. Þeir sem höfðu kvótann voru hættir að reyna. Minnki fiskistofn niður fyrir það að borgi sig að veiða hann, eiga þá réttindin í aflaprósentum að haldast um alla eilífð?

Enn segir í leiðaranum:

„Nú hefur sjávarútvegsráðherra kynnt hugmyndir sínar um að auka kvóta í ýmsum tegundum en leigja þann kvóta út í stað þess að auka heimildir kvótahafa eins og gert er ráð fyrir í núverandi kerfi. Ráðherra hefur áður tekið sambærilega ákvörðun vegna skötusels, sem var nógu slæmt, en nú eru áformin mun stórtækari og hættulegri.

Aflamarkskerfi í sjávarútvegi byggist á því að þeir sem hafa kvóta og þurfa að taka á sig skerðingu þegar illa árar í sjónum, njóti þess þegar fiskistofnar taki að vaxa á ný. Ef aukningunni er úthlutað utan núverandi kerfis er grundvellinum kippt undan því og um leið undan fyrirtækjum í sjávarútvegi...."

Það er þarna algerlega lokað á breytingar af leiðarahöfundinum, hver svo sem hann nú skyldi vera ef fyrsti stafurinn skyldi ekki vera D.  En samt sýna allar skoðanakannanir að þjóðin vill breytingar á kerfinu. Fólk sættir sig ekki við þetta kerfi óbreytt um alla framtíð. Alveg sama hvað menn reyna að berja niður alla andstöðu eins og gert hefur verið um árabil. 

 Hvað myndi gerast ef tekin væri ákvörðun um að leggja kerfið af í heild sinni á morgun ? Þetta er alveg framkvæmanlegt og þarf bara snerpu til.   Hversvegna eiga kvótaeigendur allan viðbótarkvóta þegar þeir eru búnir að kaupa núverandi heimildir? Er það endilega sjálfgefið þó að heildarafli hafi stórlega verið minnkaður. Hefur ekki  aflamarkið í þorski ekki  verið  eiginlega  ömurlega óbreytt nú lengi ?  Kvótagreifar hafa risið og hnigið, fengið afskriftir í bönkum en haldið heimildunum.  Af hverju er það sjálfgefið að þeir eigi allan fisk í sjónum um alla eilífð ? Fyrningarleiðin gekk útfrá því að innkalla heimildir hægt en örugglega. Nú er það fyrir bí og einhver málamiðlun komið í staðinn sem fáir skilja.

En hvernig byrjaði kvótakerfið? Og hvernig endar það? Ég hef ekki heyrt neinn útlista endirinn. Hversvegna á kvótaeignadi  rétt á allri viðbót í dag þess vegna að það varð að takmarka aflann á sínum tíma. Hversvegna á hann að fá fleiri tonn núna en í upphafi kerfisins?  Þetta kvótakerfi átti að takmarka veiðarnar við það að fiskistofnar byggðust upp að nýju.  Það hefur hinsvegar ekki tekist  að geyma fisk í sjónum eða byggja upp fiskistofnana með þessu kvótakerfi í aldarfjórðung. Hversvegna ekki ?

Kvótahafar  fengu að sitja að þessu þennan tíma. Hafa þeir ekki fengið alveg nóg í sinn hlut með því? Skuldar þjóðin þeim eitthvað? Ef nú er ákveðið að veiða meira vegna sérstakra aðstæðna, hversvegna getum við ekki breytt einhverju til að ná betri sátt við þjóðina?  Bendir ekki margt til þess að við getum aukið  vistvænar veiðar með minni tilkostnaði og skuldsetningu  en þetta kerfi hefur leitt af sér ? Botnlausar skuldir vegna offjárfestinga. Enginn fengið að fara á hausinn í þessu pilsfaldakapítalismakerfi.  Ekki bítur fiskur á krók nema hann vilji það sjálfur. 

Ekkert hefur samt orðið úr því að auka kvótann verulega þetta árið til að reyna að milda áhrif kreppunnar. Menn spyrja sig hvort það sé vegna þess að handhafar kvótans vilja það ekki þar sem þeir telja þetta geta lækkað verð á leigukvótum? Hefur slíkum spurningum verið svarað? Er samspil milli LÍÚ og Hafró um minnkun afla?

Sjálfstæðisflokkurinn á heldur undir högg að sækja meðal almennings, sem kennir honum um að hafa lagt grunninn að hruninu og þessa varðstöðu um óvinsælt kvótakerfið eins og hún birtist í leiðaranum.  Hvort sem er með réttu eða röngu, þá er flokkurinn ekki að selja nægilega til að fólk flykkist til hans um þessar mundir.  Flokkur sem aðhyllist frjálshyggju og markaðshyggju á erfitt með að byggja tilveru sína á sérúthlutunum og markaðsheftingu sem kvótakerfið er. 

Ívar Jónsson veltir þessu fyrir sér til hliðar við leiðarann undir fyrirsögninni „Hefur flokkurinn ekkert lært?"

Ívar segir meðal annars:

„Saga Sjálfstæðisflokksins á síðari tímum er sorgarsaga. Innan hans hafa þau öfl orðið ofan á, sem hafa talið það vera keppikefli að leita sem lengst inn á miðjuna. Þessi ofsafengna sókn inn á miðjuna endaði langt hinum megin á kvarðanum, í vinstri stefnu.

Helstu vandamál okkar um þessar mundir má rekja til þessarar miðjusóknar Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lét viðgangast, að bankar lékju lausum hala í skjóli ætlaðrar ríkisábyrgðar og söfnuðu skuldum sem þeir hefðu aldrei getað borgað. Sjálfstæðisflokkurinn tók óbeinan þátt í neyslu- og lánafylliríinu með því að þenja út starfsemi ríkissjóðs. Þegar fjármálakerfið féll hrundu tekjur ríkissjóðs, en »góðærisgjöldin« stóðu eftir - í boði flokksins.

Það var þess vegna einkennilegt - og sorglegt - að fylgjast með viðtali Svavars Gestssonar við fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformann flokksins á sjónvarpsstöðinni ÍNN á dögunum. Þessi fánaberi hrunstefnunnar, sósíalisma ríkisábyrgða og ríkisútgjalda, virtist ekkert hafa lært af reynslunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir taldi upp »afrek« Sjálfstæðisflokksins; aukin útgjöld ríkisins til samgöngumála, menntakerfisins, menningarmála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Hún taldi það flokknum til tekna, að hafa blásið út ríkisútgjöld til þessara málaflokka, á tímum þegar erlent lánsfé flæddi yfir landið í skjóli ríkisábyrgðar á rekstri viðskiptabanka, sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi vera í gildi.

Þorgerður Katrín talaði um að nú væri ekki tími frjálshyggju. Nú væri ekki tími »öfganna« til vinstri eða hægri. En hvað með öfgar miðjumoðsins? Hvað með öfgar miðjusækninnar, sem hún er svo stolt af?

Er núna tími fyrir öfgar þeirrar stefnu, sem hún fylgdi og keyrði okkur í þrot?

Er ekki kominn tími til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn vakni úr þessum áralanga dvala og hrópi hátt og skýrt......: Aldrei aftur ríkisábyrgð á fjárglæfrastarfsemi einkaaðila! Neitum að láta ríkissjóð bjarga erlendum krónueigendum frá tapi, eins og samstarfið við AGS gerir ráð fyrir. Neitum að skuldsetja börnin okkar og henda lífeyrissjóðum á bálið! Sendum erlendu handrukkarana úr landi undir eins!....."

Það var hressandi að lesa Morgunblaðið í dag því þar fóru  fram lífleg skoðanaskipti og ekki töluð nein tæpitunga.  En að Sjálfstæðisflokkurinn geti endalaust hamrað það járn að fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi og það eina sem til greina komi hvað sem þjóðinni finnst, það selur ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en miðjusækin moðsuða  sem Ívar talar um.

Ísland er núna fast kreppu og í vinstri hugmyndafræði um áætlunarbúskap, markaðshöft, ríkisrekstur og mismunun þegnanna í skjóli gerspillts fjármálakerfis.  Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem getur leitt þjóðina út úr því ástandi. Eins gott að hann verði viðbúinn og byrji ekki með slasað fólk og beinagrindur inni í klæðaskápum á þeirri vegferð.

Getur nokkur annar sýnt það að Sjálfstæðisflokkurinn  geti og hafi lært en hann sjálfur?


Loksins

Frétt á Mbl.is: 

"Ríkisstjórnin samþykkti nú í hádeginu frumvarp sem gerir ráð fyrir því að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot. Frumvarpið fer nú til meðferðar í öllum þingflokkum á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sér ósk um nýtt ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að auðlindir verði þjóðareign."

Um nauðsyn þess að gjaldþrot sé endanleg aðgerð og ljúki með uppgjöri, en ekki ævilangri áþján er tímabær aðgerð.  Vonandi er allt innifalið í þessu frumvarpi, skattaskuldir sem annað án þess að ég hafi séð þetta nánar.

Hvar er svo lyklafrumvarpið í framhaldi af þessu?  Er ekki er nauðsynlegt til þess að hætt sé óábyrgri útlánastefnu banksteranna, að menn geti skilað lyklunum að íbúðunum eða bílunum ef illa fer? 

Það er hart að hafa reynt að vekja athygli sinna manna á þessu málaflokki en horfa svo uppá kommana afgreiða málið.  Ég er búinn að horfa uppá svo marga harmleiki í gegnum lífið hvernig gjalþrot og rukkarar ríkisins gátu leikið fjölskyldur að það hálfa var nóg. Skattaskuldir fyrntust ekki frekar en morð. Skatturinn virtist  frekar vilja láta elta fólk útyfir gröf og dauða en að gefa nokkuð eftir. Ég vona að þetta verði almennilega útfært að bandarískri fyrirmynd.Ég ætla að fylgjast með því hvernig þingmennirnir mínir greiða atkvæði þegar þetta kemur á dagskrá.

Ég gef nú ekki mikið fyrir það sem Jóhanna þykist óska sér. Það er ekki nóg að dreyma skjaldborgir en stofna bara gjaldborgir með rekkjunautinum rauðhærða þegar maður vaknar.


Hversvegna afskrift

Nónu? 

Baugstíðindi skýra frá eftirfarandi: 

"Landsbankinn fór í einu og öllu að verklagsreglum þegar skuldir Nónu ehf. voru afskrifaðar í janúar 2010," segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Nóna er dótturfélag Skinneyjar-Þinganess. Einn eigenda þess félags er Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hlutur Halldórs í Skinney-Þinganesi er 2,37 prósent að sðgn Landsbankans sem kveðst engar skuldir hafa afskrifað hjá félaginu.

Landsbankinn segir að skuldir Nónu hafi verið færðar niður í 100 prósent af eignavirði til samræmis við þágildandi reglur bankans. Samhliða hafi eigendur Nónu lagt félaginu til nýtt fé. Komið hefur fram að Landsbankinn afskrifaði 2,6 milljarða króna hjá Nónu.

"Með þessari leið og endurskipulagningu á skuldastöðu Nónu ehf. telur bankinn sig hámarka endurheimtur sínar af lánum til fyrirtækisins," segir Landsbankinn þar sem núgildandi reglur heimila niðurfærslu skulda í 90 prósent af eignavirði samhliða 10 prósenta framlagi eigenda. "Öllum fyrirtækjum með greiðslugetu stendur sú leið til boða," segir Landsbankinn og kveður viðskiptavini Landsbankans njóta jafnræðis. "Það þýðir að fyrirtækjum er hvorki ívilnað né refsað þó einhver eigandi þeirra kunni til dæmis að hafa starfað í stjórnmálum um lengri eða skemmri tíma." - gar

Skyldi ekki vera hægt að fá nákvæma útlistun frá þessu ríkisfyrirtæki um það hver þessi hámörkun skilar fyrir "bankann" Hvað hefði verið hægt að selja aflaheimildir Nónu sem nema 3 milljörðum ef þær hefðu fallið til bankans? Hver er handhafi þessara aflaheimilda í dag ? Landsbankinn ? Af hverju er það ekki upplýst?

Ég er viss um að einhverjir sem þessi sami "blanki" er að gera gjaldþrota þessa dagana vegna skorts á hámörkun innheimtu vegna skorts á afskriftum myndu vilja fá þetta útskýrt.

Hversu lengi á að halda þessu apparati sem kallast Nýi Landsbankinn gangandi? Af hverju er þetta ekki gert upp og bankanum lokað? Hann er gersamlega óþarfur í þjóðfélaginu eins og allur þessi grúi ríkisfyrirtækja sem þenja sig út með litaauglýsingum í sjónvarpinu á kostnað þrautpínds almúgans. Af hverju er yfirteknum fyrirtækjum á framfæri bankanna ekki gert að merkja sig sérstaklega með stóru "VEB" allstaðar?  Hversu lengi eiga skilanefndir bankanna að gramsa í fjárhirslunum fyrir þrjátíuþúsund kall á klukkutímann ? Af hverju er þessu ekki lokið og þessum sjoppum lokað einni af annarri.

"Sparisjóðurinn, fyrir þig !"  Aríon banki, Íslandsbanki, Nýi Landsbankinn, Sjóvá fyrir þig !

Af hverju ekki "Steingrímur og VG fyrir þig!" "Össur vinnur fyrir þig!" Fljúgðu Express með Pálma í Fons" "Horfðu á Stöð2 og lestu Fréttablaðið með Jóni Ásgeiri." Drekktu Kók fyrir Steina í Glitni."

Það verður að koma þessari gersamlega ónýtu spillingarríkisstjórn frá og stinga út úr fjósum hennar.  Kapítalisminn verður að fá að hreinsa sig með gjaldþrotum og lokunum til þess að hægt sé að byrja einhverja endurreisn í þessu landi. Hámarkanir endurheimta eða bankarekstur eiga ekki lengur við sem verkefni ríkisins heldur lokanir fyrirtækja svo leiðinlegt sem það er.  Skyldi enginn hafa séð eftir Lehman Bros í því landi?

Við höldum áfram að byggja hér upp Alþýðulýðveldi að Austurþýskum stíl. VEB, Volkseigener Betrieb,/þjóðarfyrirtæki)  í stað ehf. ef við höldum þessu hálfkáki og atvinnuverndun  áfram á ríkisforsjá.

Hversvegna er afskrifað á suma en suma ekki ?  


Þegar að flestir ljúga

Ég hlustaði á myndband með Roubini hagfræðingi þar sem hann lýsir ástandi heimsmálanna. Hann er heldur svartsýnn hvað varðar efnahagslega framtíð margra ríkja heims. Japan sé læst inni í öldrun og kyrrstöðu hágengis jensins. Engar nýjar hugmyndir hrærist þar í stjórnmálum og sömu leikararnir spili gamlar plötur í síbylju. Þessi í dag og svo næti á morgun, hring eftir hring.

Hann gefur lítið fyrir samevrópuhugsun ýmissa ráðamanna í Evrópu eins og Berelusconis á Ítalíu og held ég belgíska forsætisráðherrans, hvers land er að detta í sundur utanum Brüssel. Þessir menn geta ekkki einu sinni stjórnað sínum eigin húsum segir Roubin hvað þá ráðið fyrir aðra. Hann minntist þó ekki á Ísland og okkar alþjóðavæðingarstjórnmál undir forystu Össurar. En ráðherrann okkar gusar yfir landsmenn langhundum um ágæti þess starfs sem hann er að vinna í því að afsala föðurlandinu með hurðum og gluggum til evrópukratanna í Brüssel með öruggri aðstoð meðreiðarsveinsins og Icesave-umboðsmannsins fagurgræna í fjárlmálaráðuneytinu. Alveg sama hvort þjóðin fylgi þeim eða ekki. Sumir segja að þessir tveir gráti ekki að kreppan verði sem dýpst á Íslandi, þeim mun viljugri verði þjóðin í að gefast upp og ganga konungi á hönd alveg eins og 1262.

Makalaust er að heyra það hjá Roubin hvernig Bandaríkin eru að verða sem fjölmenningarþjóð, þegar hann upplýsir að 2/3 Bandaríkjamanna eru ekki tækir í herinn, of feitir,of heimskir,of glæpahneigðir,of óupplýstir, of múslímiséraðir. Í sinn eigin her sem er þó haldreipi heimsins þar sem allar Evrópuþjóðirnar eru orðnar að þvílíkum aumingjum þrátt fyrir fyrirheitin um Evrópuherinn í Lissabonsáttmálanum, að þeir geta ekki einu sinni stillt til friðar í eigin bakgarði eins og var í Bosníu.

Sumir segja að Bandaríkjamenn séu orðnir einskonar þrælahaldarasamfélag aftur þó þrælastríðið sé afstaðið fyrir margt löngu. Nú sé þrælakerfið hinsvegar miklu ódýrara en áður, þegar þú varst skuldbundinn þrælnum þínum til æviloka. Þrælarnir voru nefnilega hreint ekki réttlausir eins og margir halda. Nú má hinsvegar bara sparka að vild í ólöglega innflytjendur sem vinna réttlausir fyrir skít og kanel.Þessir sjá um að halda Bandaríkjunum sterkum í dag meðan hinir háma í sig hormónabætta hamborgarana. En við pössum uppá að innflytjendur fái sama borgað og hinir. Og margir þeirra eru líka miklu duglegri til vinnu en við innfæddir. Þeir standa ekki í vinnunni með farsímann á eyranu eins og maður þekkti landana úr á vinnustöðum hér fyrir hrun.

Það er þessi degeneration, úrkynjun, samfélaganna, sem kommatittirnir og kratarnir hérna eru að reyna að troða ofan í okkur í nafni fjölmenningarstefnunnar, sem enginn vil í rauninni sjá en þorir ekki að mótmæla fyrir þessum grimmu alþjóðahundum sem urra og gelta þá um rasisma og nasisma. Ég held að við hefðum fyirr löngu átt að hægja verulega á þessum innflutningi óskyldra kynstofna og trúarhópa en að vera að jarma svona yfir því þó einhverjir innflytjendur séu sendir til síns heima.

Þetta sama líð ræðst núna á grunnstofnanir þjóðfélagsins okkar undir yfirskyni fjölþjóðahyggju, Evrópusamabandsaðildar og nýmóðins tali um víðsýni og umburðarlyndi sem er þó líklega bara nýtt birtingarform gömlu alþjóðahyggju kommúnistanna hans Leníns. Einn þeirra tíðar postuli þeirra sagði í stríðinu að á Íslandi mætti skjóta án allrar miskunnar bara ef það kæmi Rússum að gagni. Þetta þótti rösklega mælt þá. En lærisveinar þessa manns eru í fullu fjöri meðal okkar enn þann dag í dag. Það er bara ekki lengur stimplað sem fávitar eða sérvitringar heldur kosið á þing fyrir minnihlutahópa eða hossað hvert af öðru í þessum pólitískum fjölmiðlum okkar sem hræra ofan í okkur steypuna daglega um það hverju við eigum að trúa.

Ekki man ég hver orti þetta, held jafnvel að hún sé eftir langafa Jón Ólafsson, það leiðréttir mig þá einhver, en vísan er svona og mér finnst hún eiga vel við enn í dag:

"Satt og logið, sitt er hvað
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar að flestir ljúga."


Hvorki skal syngja né hringja

þar sem þeir væru við. Þannig bannsöng biskup Gissur frænda minn og hans menn og þótti þeim fúlt, sanntrúaðir  sem manndráparar voru almennt í þá daga.

Nú hafa flatneskjuflokkarnir og grínararnir ákveðið að minnast ekki á Jesúbarnið og jötuna í skólunum. Af tillitsemi við þessi nýju trúfélög sem hér eru farin að grasséra. Þetta múslímafélag hans Salmans sem hann segir svo víðsýnt og kærleiksfullt þolir ekki að heyra Guðsorð á jólum hjá stjórnarskrárbundinni kristinni þjóð.

Er nú ekki tillitssemfarskörin ekki  farin að færast nokkuð mikið upp í bekkina ? Ég man ég notaði biflíusögur til að hífa upp aðaleinkunnina þegar ég var í barnaskóla hvað sem ég hugsaði annað. Trúarbragðafræðsla er fyrir mér bara hluti af almennri menntun og þjálfun heilans. það verður enginn verri af þekkingu hvorki um Islam, andskotann né heilagan anda. Við erum að meirihluta bundin af stjórnarskránni og þjóðin telur sig þannig kristna.  Við almennir Íslendingar gefum ekkert fyrir þetta fjölmenningarkjaftæði sem kommatittirnir hafa verið að reyna að keyra ofan í okkur síðustu áratugi. 

Finnst okkur ekki flestum, að þeir sem hingað flytjast skulu vesgú semja sig að  siðum þjóðarinnar eða pilla sig annars?

Viljum við ekki hafa fullt frelsi til að syngja og hringja eins og okkur lystir ? 

 


Lesið Fréttablaðið

í dag. Þar er viðtal við dr.Pétur H.Blöndal. Ef menn spyrja sig ekki að því hversvegna sé ekki hlustað meira á þennan mann en minna á hina, þá skilja menn ekki hvað er að hjá þessari þjóð. Ég ætla ekki að útlista þetta nánar því það er tilgangslítið fyrir mig.

Svo vil ég líka benda á að Þorsteinn Pálsson  greinir vanda Jóhönnu Sigurðardóttur á glöggan hátt í sínum pistli.

Sem sagt, það ber nýrra til að ég hrósi Fréttablaðinu og hvetji menn til að lesa það. En Þorvaldur Gylfason og Tómas stærðfræðingur, sem ég kann ekki að skrifa föðurnafnið á, eru þar í pistlafríi þangað til búið er að kjósa þá á stjórnlagaþingið. Lesum því viðtalið við Pétur í Fréttablaðinu í dag.


Tveir menn, tveir heimar

Í dag les ég greinar eftir tvo menn. Annar þeirra er lífsreyndur læknir, Emil Als, og skrifar grein í Mbl. í dag. Ég tilfæri eina málsgrein í grein hans:(Leturbreytingar mínar að vanda.) Emil segir m.a.:

...."Við höfum rætt eina meginástæðuna fyrir tilraunastarfsemi höfundanna að ferðaáætlun Evrópubandalags; en er ekki fleira í hugarfylgsnum þeirra? Er ekki rétt að minna á gremju Frakka vegna dugnaðar hinna enskumælandi þjóða og þess hversu mjög þær eru í fréttum? Eitt ófeimnasta árásar- og ofbeldisríki seinni tíma ætlar sér mikinn hlut í Evrópusambandinu; þetta ásamt fleiru truflar nætursvefn Frakka og auðvitað fleiri þjóða. Við munum sjá vaxandi hroka og afskiptasemi af hálfu þessa bandalags eftir því sem miðstjórnarvald þess eykst. Andsvar Íslendinga við þrýstingi meginlandsins er krafan um eðlilega og góða samskiptahætti. Samningsstaða Íslendinga er sterk meðan þeir dreifa viðskiptum sínum í austur og vestur; sambönd þjóðarinnar eru mikilvæg og traust hjá hinum enskumælandi þjóðum kringum Atlantshafið...."

Mér finnst hér nokkuð ofsagt um Þýskaland. Líklega óttast engin þjóð hernaðarpólitík eins og þeir,- vegna fenginnar reynslu.  En það má ekki gleyma því hverju Þjóðverjar fórnuðu með því að samþykkja evruna fyrir Frakka. Þeir fluttu inn gríðarlega verðbólgu þar sem flest hækkaði um helming í verði og eignirnar rýrnuðu að sama skapi. En verðbólgan hjá þeim vex þaðan í frá helmingi hægar en hinumegin og nú er auðvitað svo komið að það þyrfti að gengisfella evruna allstaðar nema í Þýskalandi. Eða að Þjóðverjar segi skilið við myntbandalagið og taki upp markið aftur. En hinsvegar er það rétt hjá lækninum að utanríkisstefnu er hægt að breyta og það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur eins kallinn sagði. Kínverjum finnast til dæmis 50 ár ekki vera langur tími.

Næsta rödd er frá miklu yngri manni og hvatvísari.  Dr. Össur Skarphéðinsson sem gegnir embætti utanríkisráðherra hefur þetta að segja í Fréttablaðinu:

...."Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu.

Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn...."

Þetta eru náttúrlega ekki röksemdafærslur á neinn hátt heldur miklu fremur hreint trúboð. Þó enginn hafi séð guðinn né heyrt með eigin skinni  skulum við samt trúa á hann.  En síðan má spyrja sig hvort þjóðin eigi að fara að æsa sig upp yfir einhverju sem frá Össuri kemur frekar en Árna Páli eða ríkisstjórn þeirra beggja? 

Ég vit ekki hvort þjóðin almennt trúir því að hér verði til 30 þúsund störf við það eitt að ganga í Evrópusambandið?  Eiga menn að horfa til Írlands og Spánar í því sambandi þar sem allar forsendur eru fyrir hendi sem Össur segir okkur  sárvanta hérlendis?

Ég spyr því með lækninum  hvort Íslendingum hafi ekki gefist vel að hafa verslunarfrelsi til allra átta? Er líklegt að tollastefna og viðskiptahindranir í aðrar áttir en ´"þá einu réttu" sé það sem okkar þjóð vantar mest? Því Evrópusambandið er auðvitað tollabandalag sem er beint gegn hundrað öðrum þjóðum. Samband sem múrar sig inni í sérreglum eins og þeim til dæmis þeim sem Arngrímur Jóhannsson  lýsti sem flugmálastefnu  Evrópusambandsins  um helgina. ESA sem heimtar að við borgum Icesave sem við eigum ekki að gera.

Hversvegna skyldi ein vesæl kynslóð skuldara, útrásar-og eyðsluseggja, eins og Össur tilheyrir,  að hafa réttara fyrir sér en önnur kynslóð sem man tímana tvenna á landinu? Er ein slík uppakynslóð til þess bær að gera nýjan "Gamla sáttmála" á einni nóttu án tillits til erfiðis kynslóðanna við að vinda ofan af þeim gamla? Getur hún afgreitt hana eins og Össur gerir að hún sé bara "að vinna hagsmunum Íslands ógagn."

Þarna töluðu tveir menn af tveimur heimum. Vonandi geta menn greint muninn.


...og kallaðu á haustið

Ekki man ég svo langt að ég muni aðra eins gósentíð og verið hefur í veðri á þessu landi sunnanlands í allt vor, sumar og haust.

 

Mér varð hugsað til gamallar þulu frá honum langafa þegar ég stóð á tröppunum hér í Kópavogi og drakk í mig fegurð himinsins. Svo ótrúleg fegurð blasir við allstaðar í haustlitum höfuðborgarskógarins.

 

 

 " Komdu, komdu, kiðlingur,

komdu, mömmu grákálfur.

Komdu, kötturinn Branda,

komdu að mjálma að vanda.

Andarungar, eltið mig,

ekki er vert að fela sig.

Komið, grislingar gráir,

gangfærir vart, svo smáir,

og dúfurnar mínar

með fjaðrirnar fínar.

Glitrar dögg á meiði,

glatt skin sól í heiði,

og hásumar er nú og hvergi fremur,

og kallaðu á haustið,--  og það kemur.

 

Ég hef að sönnu ekki kallað á haustið,-  en það kemur hægt og óumflýjanlegt. Kannski er það bara  svona tillitsamt af því við erum orðin svo góðu vön í blíðunni í allt sumar.

  

Getur maður ekki fundið til vissarar  angurværðar þegar slíkt dýrðarsumar kveður og framundan er vetrarhvíld náttúrunnar ? Skemmtiferðaskipin sigld sinn sjó og túristarnir horfnir.

 

En hvort mun hún ekki iðjagræn, aftur upp rísa ?

 

Þessi jörð, sem við eigum þó eftir. Óveðsetta bönkunum, og án gjafakvóta á fegurðinni. Hreint vatn og hreint loft. Upphiminn fegri en augað sér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband