Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
8.10.2010 | 08:40
Samfylkingin og særingameistarinn
Guðni Ágústsson ritar góða grein í Morgunblaðið í dag. Þar rifjar hann upp að við Íslendingar gætum ekki síður átt skaðabótakröfu á Breta eins og þeir kröfu á okkur vegna Icesave sem Steingrímur var búinn að samþykkja með Svavarssamningnum.
Grípum niður í Guðna:(feitletranir mínar)
" Ég hef sannfrétt að útreikningar í Icesavemálinu séu með þeim hætti að hefði ríkisstjórnin komið samningi sínum áfram og gegnum Alþingi við Breta og Hollendinga án afskipta forsetans og þjóðarinnar í framhaldinu væru fallnir níutíu milljarðar í bara vexti á íslenska ríkið á tveimur árum, afborganir af upphæðinni þar fyrir utan.
Þannig að ég verð að segja að þeir sem vörðust og börðust gegn samningnum á Alþingi í fyrrasumar ásamt forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni sem kom þjóðinni að borðinu með eftirminnilegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa unnið landi og þjóð gagn. Hefði samningurinn verið staðfestur á Alþingi væri fallin á fólkið í landinu vaxtaupphæð sem næmi öllum útgjöldum til heilbrigðisráðuneytisins í fjárlagafrumvarpi Steingríms J Sigfússonar og ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2011.
Ég vil hér, umræðunnar vegna, rifja upp að það voru ekki allir alþingismenn sem horfðu í gaupnir sér þegar rothöggið reið af. Sem formaður í stjórnarandstöðuflokki lagði undirritaður eftirfarandi til í þingræðu á Alþingi 15. okt. 2008 og ræddi málið strax á sömu nótum í fjölmiðlum um leið og hryðjuverkalögin voru sett á Ísland. »Bretana á að kæra strax, kæra þá sem samstarfsþjóð á hinu Evrópska efnahagssvæði, kæra þá fyrir ólögmæta og einstaka aðför að lítilli vinaþjóð og fyrir að úthrópa Ísland gjaldþrota. Við eigum að kæra bresku ríkisstjórnina til Brussel vegna EES-reglnanna, kæra breska heimsveldið til hæstu skaðabóta. Ég tel ennfremur að við eigum að kæra breska forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans sem brotlega þjóð til alþjóðasamfélagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna því framferði þeirra er mannréttindabrot af verstu gráðu.« Svo mörg voru þau orð.
Enn stöndum við frammi fyrir Icesaverollunni. Hún á ekki að fara í okkar dilk á þessu hausti, hún er bresk rolla eða hana ber að segja til hreppstjórans í Brussel. Smalinn Össur Skarphéðinsson, sem fer jafnan mikinn, á að segja hana þangað með hinum markglögga bóndasyni frá Gunnarsstöðum. Nógu erfitt er ástandið hér þó við vísum vondum málum til föðurhúsanna og frelsum unga fólkið undan skuldaklafa sem er ekki okkar. Við munum bera höfuðið hátt þegar þetta mál hefur verið gert upp. Ég kann ekki að nefna upphæðina sem skaðabótakrafan á að vera. Hún er þríþætt eins og hér er rakið og telur þúsundir milljarða. .. "
Þýlyndi Samfylkingarinnar og Steingríms J. Sigfússonar gagnvart Evrópubandalaginu birtist meðal annars í því að þeir reyna hvað eftir annað að koma á samningum við Breta og Hollendinga vegna Iceasave. Þjóðarhagur skiptir þessa menn greinilega minna máli en einhverjir peningar sem þjóðin á að leggja fram, ef það greiðir fyrir aðlögunarferlinu sem nú er í gangi. Hjá slíkum fjármálamönnum kemur engin skaðabótakrafa til álita sem er furðulegt. Jafnvel Össur hefði átt að geta áttað sig á að slík krafa geti komið á móti kröfu meistara sinna í Evrópusambandinu um frágang Icesave sem skilyrði fyrir framhaldi aðildarviðræðnanna, sem hann annars setur ofar öllu.
Mér finnst þetta þörf áminning frá Guðna. Menn eiga venjulega líka rétt en ekki bara skyldur. Takamarkalaus tilbeiðsla Samfylkingarinnar með aðstoð særingameistarans frá Þistilfirði á Evrópusambandinu má ekki yfirskyggja þá staðreynd hvað skoðanir sem annars kunna að hafa á aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2010 | 08:08
Þýskaland verður múslímaríki
segir angela Merkel, kanslari Þýskalands.
"
Germany Will Become Islamic State, Says Chancellor Merkel
Family Security Matters 22 September 2010
By Paul Williams, PhD
Chancellor Angela Merkel said that Germans have failed to grasp how Muslim immigration has transformed their country and will have to come to terms with more mosques than churches throughout the countryside, according to the Frankfurter Allgemeine Zeitung daily.
"Our country is going to carry on changing, and integration is also a task for the society taking up the task of dealing with immigrants, Ms. Merkel told the daily newspaper. "For years we've been deceiving ourselves about this. Mosques, for example, are going to be a more prominent part of our cities than they were before.
Germany, with a population of 4-5 million Muslims, has been divided in recent weeks by a debate over remarks by the Bundesbank's Thilo Sarrazin, who argued Turkish and Arab immigrants were failing to integrate and were swamping Germany with a higher birth rate.
The Chancellors remarks represent the first official acknowledgement that Germany, like other European countries, is destined to become a stronghold of Islam. She has admitted that the country will soon become a stronghold.
In France, 30% of children age 20 years and below are Muslims. The ratio in Paris and Marseille has soared to 45%. In southern France, there are more mosques than churches.
The situation within the United Kingdom is not much different. In the last 30 years, the Muslim population there has climbed from 82,000 to 2.5 million. Presently, there are over 1000 mosques throughout Great Britain - - many of which were converted from churches.
In Belgium, 50% of the newborns are Muslims and reportedly its Islamic population hovers around 25%. A similar statistic holds true for The Netherlands.
Its the same story in Russia where one in five inhabitants is a Muslim.
Muammar Gaddafi recently stated that "There are signs that Allah will grant victory to Islam in Europe without sword, without gun, without conquest. We dont need terrorists; we dont need homicide bombers. The 50 plus million Muslims (in Europe) will turn it into the Muslim Continent within a few decades.
The numbers support him.
FamilySecurityMatters.org Contributing Editor Paul L. Williams, Ph.D., is the author of The Day of Islam: The Annihilation of America and the Western World, The Al Qaeda Connection, and other best-selling books. He is a frequent guest on such national news networks as ABC News, CBS News, Fox News, MSNBC, and NPR. Visit his website at http://thelastcrusade.org/. (...) "
Er það þetta sem við viljum með því að fleygja okkur í fang Evrópusambandsins?
6.10.2010 | 22:02
Kreppan er hérna !
Óvenju hógvær Steingrímur birtist í Kastljósinu í kvöld. Eitthvað er honum brugðið því hendurnar gengu ekki upp og niður á sama krafti og í ræðustól Alþingis á mánudagskvöldið. Helst var að skilja á honum að kreppan væri að hluta til huglægt ástand. Hann væri búinn að gera svo heilmikið í skuldavanda heimilanna. það þyrfti að skoða hvað væri hægt að gera meira.
Hann var ekki beðinn um skýringu á hversvegna gerðir greiðsluaðlögunarsamningar væru aðeins á annað hundraðið talsins alls eftir allt starf ríkisstjórnarinnar. En svo merkilegt sem það er þá er um fjórðungur allra þessara greiðsluaðlögunarsamninga gerður í litla BYR. Afganginum er deilt á alla hina ríkisbankana sem Steingrímur hefur ráðið allan tímann, meðan BYR, í andarslitrunum, var að gera sína samninga. En nú er Steingrímur búinn að skipta þar um skrár og kennitölu undir sinni forsjá og sparkaði okkur stofnfjáreigendum útí hafsauga. Þannig fór um sjóferð þá og alla okkar fyrirhöfn.
En höfuðvandinn í gerð þessara greiðsluaðlögunarsamninga er sagður það, að innheimtumenn ríkissjóðs, hverra yfirmaður heitir Steingrímur Jóhann, og svo Íbúðalánasjóður, hvers yfirmaður heitir Árni Páll, setja sig yfirleitt þversum í öllum málum og hindra framkvæmdir. Ríkisinnheimtan gengur á fullu hvað sem Steingrímur skrafar um annað. Heimatilbúinn vandi ríkisstjórnarinnar sjálfrar kemur í veg fyrir framkvæmdir við þetta djásn hennar og auglýst stolt.
Svona var eiginlega allur málflutningurinn hjá Steingrími Jóhanni, fjármálaráðherra og formanns Vinstri hreyfingarinnar,- græns framboðs. Allt er til vandlegrar skoðunar og endurskoðunar og leiðir okkur hugsanlega að lokum á græna ódáinsvelli framtíðarinnar. En ekkert virðist hafa komið í ljós á samanlögðum valdatímanum sem nálgast nú tvö ár, sem líklegt er til að vinna á uppboðsvandanum sem magnast með hverjum degi. Þetta var svo mikill vandi sem helltist yfir þjóðina í einu segir Steingrímur. Þetta segir sami maðurinn sem ætlaði með félaga Svavari að leggja drápsskuldir Icesave á þjóðina. Og er enn að reyna að koma þessum aktygjum uppá bak við tjöldin. Bráðum hafa einir 60 milljarðar bara í vöxtum af samningnum sparast við að hafa farið í þjóðaratkvæðagreiðsluna og afstýrt slysinu. Atkvæðagreiðslu sem Steingrímur og Jóhann lýstu óþarfa því þau væru með góðan samning á borðinu.
Fimm Héðinsfjarðargöng aðeins í vöxtum !
Steingrími dettur ekki í hug að mótmælin beinist gegn áframhaldandi setu hans sjálf í ríkisstjórn. Núna heimtar hann að stjórnarandstaðan komi og fari að skoða þetta með þeim Steingrími og Jóhönnu ! En með því sklyrði að þau sitji áfram í ríkisstjórn. Ekki er þörf á neinni þjóðstjórn nú meðan völ er á óbreyttu ástandi sagði Steingrímur.
Engar tillögur komu frá Steingrími í upplausn fyrirtækjanna, sem bankarnir hafa innleyst. Ekki minnst á málefni BYR, sem stóð sig svona best í greiðsluaðlögunarsamningum margnefndu. Tjón okkar fyrrum stofnfjáreigenda er orðið algert og við horfum nú fram á innheimtu Íslandsbanka gegn okkur til greiðslu á skuldum vegna stofnfjáraukningarinnar sem við vorum plötuð í af Jóni Ásgeiri og hans meðreiðarsveinum. Að vísu hikar gamli bankinn hans Jóns, nú Íslandsbanki, eitthvað við að leggja í hópinn á þessari stund og býður nú frestun innheimtu í eitt ár. Var þó áður búinn að afskrifa slíkar skuldir hjá ólögráða börnum stjórnarmanna sem hann hafði lánað við það sama tækifæri. Sárast er fyrir hinn almenna stofnfjáreiganda að horfa uppá það að Sérstakur Saksóknari virðist ekki ætla að lögsækja nema helminginn af þjófunum sem í krafti stjórnarsetu sinnar rændu BYR innanfrá og settu hann á hausinn.
Steingrímur fór eins og köttur í kringum spurningar um afstöðu AGS til flatra höfuðstólslækkana skulda. Sagði þær verða ríkinu svo ofboðslega dýrar og misvirkar. Sagði vandamálalánin vera 1200 milljarðar (heyrði ég rétt?) og allir sæju að 10 % kostuðu 120 milljarða. En getur fólk á vergangi getur orðið meira vandamál ef ekki tekst að finna lausnir ? Fréttir um þau 1200 manns sem þurftu aðstoð í dag til að seðja hungur sitt í dag bentu ekki til þess að ríkisstjórnin hafi fundið lausnir á vanda heimilanna.
Steingrímur sagði að mótmælin á Austurvelli væri áminning til allra þingmanna að gera betur, ekki bara til sín og ríkisstjórnarinnar. Kokhraustur sagði hann að stjórnarandstöðunni væri sæmst að hjálpa ríkistjórn hans við að leita að lausnum en ekki vera með stöðugt áreiti við sig. Kosningar væru auðvitað mesta óráð þar sem svo mikið væri eftir óleyst framundan eins og kjarasamningar. Allt var greinilega mögulegt í stöðunni NEMA það, að hann fari sjálfur frá !
Steingrímur skilur greinilega hvorki upp né niður í því að hverju reiði fólksins beinist. Hún beinist auðvitað að þingmeirihluta Alþingis og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. En Steingrími dettur ekki í hug að þessi reiði beinist að niðurstöðunni eftir tveggja ára starf hans sjálfs. Hann segir að ríkisstjórnin væri vinnandi nótt og dag að lausnum en gengi bara ekki betur. Honum finnst sjálfsagt að ríkisstjórnin haldi áfram að leita lausna, það fari hugsanlega að birta eftir einhver ár.
Eiginlega fannst mér Steingrímur minna mig á það þegar logið var uppá Maríu Antoinette að hún hefði sagt þegar mótmælendurnir hrópuðu fyrir utan gluggana á höllinni. "Af hverju borðar fólkið ekki bara kökur ef það hefur ekki brauð? "
Kreppan er ekki aðeins huglægt ástand eins og Steingrímur lét að liggja.
Kreppan er hérna!
6.10.2010 | 16:54
Sjálfhelda
er lýsing á stjóramálaástandinu í lýðveldinu Íslandi í dag.
Við höfum kjörið Alþingi með þeim þingmönnum sem við blasa. Þessi hópur getur ekki náð saman um þau mál sem fólkið telur aðkallandi. Kerfið er þannig uppbyggt, að það ber veikleikana í sér sjálft.Það lýsir sér í flokkaflóru á þinginu með öllum þeim hrossakaupum sem því fylgir. Þingmeirihluti fleiri flokka skapar framkvæmdavald sem tekur sér svo alræðisvald í ríkinu. Þinghúsið breytist í nöldursamkundu sem ræðir athafnir framkvæmdavaldsins út og inn og klögumálin ganga á víxl.
Veikur stjórnarmeirihluti fólks með grundvallarlega mismunandi lífssýn hrekst undan vindum og gíslatökum einstakra þingmanna. Úr verður endalaust málþóf 63 þingmanna sem er alltof óskilvirkt til að koma neinu afgerandi til leiðar. Einu sinni og ekki fyrir svo löngu síðan voru þingmennirnir 52, ráðuneytin voru gjarna 6 en fjölgaði yfirleitt í vinstristjórnum upp í 8-10. Það var alveg nóg kvartað yfir silagangi á Alþingi á þeim árum þegar öll upplýsingaöflun gekk mun hægar en nú á tölvuöld. Spyrja má sig hvort viðbótin sé ekki bara málæði og óskilvirkni. Þingið ætti að komast af með mun færra fólk þar sem úrvinnsluhraði hefur margfaldast í stað þess að þess að auka pappírsmennskuna.
Alþingi hefur gefist upp við að taka á eigin stjórnunarmálum. Fyrir því er auðskilin ástæða. Enginn þingmaður vill viðurkenna að honum sé ofaukið og kjördæmin krefjast hagsmunagæslu fyrir sig. Ekkert fær þessu breytt. Fyrirhugað stjórnlagaþing er tilgangslaust með öllu þar sem ekkert verður farið eftir tillögum þess vegna þeirra málsástæðna sem fyrir liggja.
Í Bandaríkjunum kýs þjóðin forseta sinn, eða forsætisráðherrann með þjóðkjöri. Það getur gengið meðan bara tveir eru í alvörukjöri.Í Frakklandi kom DeGaulle því á að forsetinn er kosinn til 7 ára meðan þingið lifir aðeins 4 ár.Þeir kjósa forsetann með algerum meirihluta í 2 umferðum. Þessir forsetar eru höfuð ríkisstjórnarinnar, þeir skipa ráðherrana og reka. Þingið hefur fjárveitingarvaldið og lagasetningarvaldið og setur rammann utan um getu framkvæmdavaldsins til illra verka gegn fólkinu. Við gætum alveg byggt á þessum þrautreynu stjórnarskrám í stað þess að klastra við okkar gömlu kóngaplögg.
Margir spyrja sig hvort svona grundvallarbreytingar sé ekki þörf í íslenskum stjórnarháttum. Það verði ekki hægt að berja ríkisstjórnir út með skrílslátum á Austurvelli. Það verði að una við niðurstöður kosninga þar til að kosið er næst. Þetta kerfi okkar sé búið að ganga sér svo rækilega til húðar að engin von sé til að hægt verði að bíða eftir að Alþingi lappi uppá það svo við megi una. Fólkið er núna fíflað með friðþægingartali um þjóðfund og ráðgefandi stjórnlagaþing meðan ríkið logar stafna á milli og fólkið stendur á örvæntingarbarmi atvinnuleysis og upplausnar meðan hrossakaup og óskilvirkni er það eina sem æðsta stofnun ríkisins býður uppá.
Fólkið er hætt að trúa á þetta kerfi og hefur í raun aðeins Forsetaembættið til að treysta á sér til bjargar þegar vitleysan keyrir úr hófi hjá framkvæmdavaldinu sem ríður Alþingi við stangabeisli og stífar keðjur. Sérhverjar kosningar bjóði aðeins uppá nýja stjórnarkapla með sama pexinu. Fólkið er hætt að trúa á framtíðina í þessu landi, það sér ekkeret nema valdabrask, séerhagsmunagæslu, upplausn og flokkadrætti í Sturlungastíl.
Og þar sitjum við. Í sjálfheldu og komumst hvorki aftur á bak né áfram.
5.10.2010 | 12:32
Stöðvum glæpamennina
Í fréttum stendur:
"Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagði að lögregla hefði ekki getað komið í veg fyrir grjótkastið. Mótmælendur hefðu kastað því af töluverðu færi, hefðu einfaldlega látið vaða ofan í kjallarann og hitt einhverja bíla. Áður hafði skoteldatertu verið kastað ofan í kjallarann.
Gler brotnaði í um 30 rúðum þinghússins og mikill sóðaskapur hlaust af eggjakasti og fleiru.
Jafnvel þótt lögregla hefði séð til grjótkastaranna hefði hún átt erfitt um vik í þéttum hópi mótmælenda. Geir Jón telur að um fimm þúsund manns hafi verið á Austurvelli þegar mest var og eitt til tvö þúsund manns á götunum í kring. Þetta séu fleiri en hafi tekið þátt í mótmælafundum sem haldnir voru í ársbyrjun 2009, í hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um mótmælin í gærkvöldi í Morgunblaðinu í dag."
Mér hefur verið sagt af viðstöddum, að svona 20 manna hópur illþýðis hefði hlaupið um, barið Óla Björn, brotið rúður og skemmt bíla. Það sést til þessara manna í þrönginni.
Við þessu er hægt að sporna með mismunandi hætti. Best væri ef óeinisklædd lögregla væri í mannfjöldanum og handtæki þessa glæpamenn og handjárnaði fyrir aftan bak.Þeir gætu svo komið síðar á stöðina til að fá járnin tekin af sér. Það er alveg óþarfi að láta þetta lið vaða svona uppi, af þeim stafar stórhætta.
Stöðvum þessa glæpamenn. Þeir eiga ekkert erindi í pólitík.
5.10.2010 | 08:07
Munur á fólki
var greinilegur í mótmælum á Austurvelli núna og síðast.
VG sló taktinn 2008 og lætin keyrðu úr hófi undir öskrum Harðar Torfasonar, lúðrablæstri Sturlu og skrílslátum Hallgríms Helgasonar með velvild Baugsveldisins og Samfylkingarinnar, þegar Austurvallarindjánarnir stigu stríðadansa, eyðilögðu það sem þeir gátu og réðust að lögreglu.
Nú mætti millistéttin á Austurvöll. Að henni sækja nú kommúnistaöflin sem fastast að undir forystu þeirra sem síðast börðu bumbur. Annar hópur og sýnu yfirvegaðri fyllti Austurvöll en 2008. Innanum leyndist auðvitað skríll og glæpamenn sem brutu rúður og reyndu að slasa fólk. En allt slapp betur en á horfðist að þessu sinni. Enda var lögreglan skynsamlega undirbúin í þetta sinn.
Innan Alþingsiveggjanna standa þeir stjórnmálamenn sem 2008 þóttust kunna öll ráð. En hafa nú sýnt sig að hafa aldrei vitað neitt um hvað bragðs eigi að taka. Rekið fyrir vindum og nota nú AGS sem afsökun fyrir dáðleysi sínum og ræfilsskap gagnvart vanda heimilanna í landinu. Uppgefnir gagnvart atvinnuleysinu túlka þeir landflóttann sem árangur á því svíði.
Aðeins þjóðin sameinuð bjargaði þeim frá því að vinna óbætanlegt tjón á fjárhag landsins um alla framtíð með Icesave samningunum. Sem þeir samt berjast enn við að koma yfir þjóðina. Foringjar þess auma liðs þeirra kalla nú á stjórnarandstöðuna sér til bjargar. Allt nema að segja af sér eins og krafa fólksins er. Verður lægra komist í stjórnmálum?
Það er munur á fólki.
4.10.2010 | 23:08
Ömurleg
var hún Jóhanna í viðtali eftir stefnuræðuna og umræðurnar. Já já, það væri kominn tími til að fá stjórnarandstöðuna að borðinu hjá sér til að redda hlutunum. Að mér skildist allt til þess að hún gæti lafað áfram í ráðherrastól. Til þess væri hún búin að bjóða þeim til fundar á morgun. Ekki minnsti skilningur á því hvað fólkið væri að vilja annað en að veita henni hvatningu til enn meiri góðra verka.
Og hlusta á hann Steingrím gala hástöfum úr ræðustólnum um það sem hann væri búinn að afreka fyrir fólkið í landinu. Hendurnar gengu svo ótt í ofsanum að maður festi vart auga á. Hann bauð líka stjórnarandstöðunni til sín í spjall um hvað hann gæti hugsanlega leyft þeim að gera með sér. Hann virtist ekki heyra trumbusláttinn úti fyrir eða þá að hann gæti tengt hann við sjálfan sig.
Það þarf mikla forstokkun til að koma fram eins og þetta fólk. Það getur alls ekki gert sér í hugarlund að veröldin geti komist af án þess. Samt er allt sem fólkið fyrir utan er að biðja um er að þau hypji sig og boði til kosninga. En það er það sem þau geta alls ekki skilið frekar en það, að eitthvað sé að í þjóðfélaginu. Þau sem eru hérumbil búin að ganga frá Icesave eins og fréttirnar sögðu. Að hugsa sér, fólk að berja olíutunnur fyrir utan þinghúsið! Eins og þau eru búin að reyna á sig við stjórnunarstörfin!
Þau voru bæði ömurleg í mínum augum. En auðvitað er ég oft glámskyggn.
4.10.2010 | 13:28
Bastilludagur
Íslands gæti verið upp runninn. Jafnvel í banka í Kópavogi sneri maður sér við í hurðinni og hrópaði yfir afgreiðslusalinn; "Munið mótmælin í kvöld á Austurvelli."
Vonandi mætir þar margmenni en ekki múgur. Þjóðin á þinghúsið og lögregluna, Ekkert af þessu má skemma eða skaða. En það varða ekki allir til friðs þarna niðurfrá þegar þúsundir koma saman, eins og 30.marz 1949 þar sem ég var mættur og lyktaði af táragasinu.
Á Útvarpi Sögu var Pétur Gunnlaugsson að mótmæla því að lögreglan hefði sagt að kunnugleg andlit hefðu sést á síðasta mánudag Núna væri þetta allt annað fólk. Mér fannst ég nú kannast vel við þá svartklæddu með lambhúshetturnar sem skutust um þröngina og grýttu lauslegu að þjóðargersimunum. Það eru þessi upphlaupselement sem reyna að vekja bardaga sem ekki verður séð fyrir endann á. Ég vona að mótmælendur líði ekki mögulegum glæpamönnum að hlaupa um grímuklæddum og skýla sér bak við heiðarlegt fólk. Skil bara ekki í því að lögreglan taki ekki grímuklætt fólk úr umferð þegar í stað eins og einu sinni var fyrir mælt í lögreglusamþykkt. Nógur verður hitinn samt.
Þingmenn virðast ekki vera í öllu meiri tengslum við fólkið fyrir utan heldur en franska drottningin, sem furðaði sig á því að mótmælafólkið fyrir utan skyldi ekki borða kökur af því að það hefði ekki brauð. Þeir eru mjög margir gersamlega úr tengslum við þann veruleika sem bankastarfsmenn rétta að fólki um þessar mundir sem vill að dómar Hæstaréttar standi hvað varðar gengistryggð lán; ..." Þetta hefur ekkert með ykkar mál að gera, við eigum eftir að athuga þetta allt, dómarnir voru bara um bílamál, þitt mál er allt annað, það verða sett lög um þessi mál sem munu virka aftur í tímann og breyta þessu öllu..."
Skyldu leiðtogarnir Jóhanna og Steingrímur koma út á svalir Alþingishússins og tala til þjóðarinnar í kvöld?
Skyldi eitthvað vera að? Getur verið kominn einhver Bastilludagur ?
4.10.2010 | 08:34
Hugsjónir Halldórs Ásgrímssonar
voru kvótakerfið sem hann fann upp sjálfur með aðstoð LÍU og gáfumanna úr Sjálfstæðisflokknum. Í þeirra hópi var Hannes Hólmsteinn gjarnan fremstur í flokki án þess að fá borgað mikið sérstaklega fyrir.
En það voru aðrir sem fengu borgað. Í grein Guðmunda Andra í Baugstíðindum dagsins er þetta:
"Stundum leka fréttir frá heiðvirðu fólki innan úr kerfinu: Smábátaútgerðin Nóna, sem gerir út tvo báta og "á" kvóta upp á 2 milljarða, fékk afskrifaða 2,6 milljarða króna hjá Landsbankanum, sem að sjálfsögðu varðist allra fregna af málinu. Þetta fyrirtæki er í eigu sömu manna og eiga stórútgerðina Skinney-Þinganes og einhvern veginn hefur þessari smábátaútgerð tekist að steypa sér í skuldir upp á 5,3 milljarða króna árið 2008. Þar hefur verið glatt á hjalla. Samkvæmt fréttum voru þessar afskriftir svo færðar til bókar sem hluti af verulegum hagnaði Skinneyjar-Þinganess á síðasta ári..."
Það er að vonum að henni Ölmu hafi runnið í skap við Landsbankann við lokaðar dyr fjárhirslunnar. Það er að skiljanlegt að fólkið sem kemur til að fagna stefnuræðu Jóhönnu í kvöld sé pirrað þegar það sér hvernig þær hugsjónir sem streyma til lýðsins úr Alþingishúsinu enda oftlega með því að bæta hag hinna fáu meira en hinna smáu.
Nú er komin reynsla nokkur á hugsjónir Halldórs Ásgrímssonar.Ennþá fæst varla að ræða breytingar á kerfinu sem hann kom á fót.
3.10.2010 | 13:18
Sannleikurinn um Geir og Landsdóminn
kemur fram í færslu Skafta Harðarsonar á blogginu. Ég hef varla lesið jafn kristaltæra lýsingu á atburðunum þannig að ég leyfi mér að birta hana hér og leggja útaf henni:(Leturbreytingar eru mínar)
Skafti segir:
" Þeir fjórir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru á Geir H. Haarde og á móti ákæru á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur komast á spjöld sögunnar fyrir ótrúlega hræsni, yfirdrepsskap, tvöfeldni og óþverraskap.
Þetta voru þau Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason.
Í alvörumáli leika þau sér að orðstír fólks og örlögum. Nú verður líf Geirs Haarde undirlagt þessum málaferlum í tvö ár ofan á allt sem hann hefur mátt þola.
Auðvitað má gagnrýna margt hjá Geir Haarde sem stjórnmálamanni. Það er til dæmis óskiljanlegt hvers vegna hann tók á móti 35 milljónum frá einu Baugsfyrirtækinu í framlag til Sjálfstæðisflokksins. Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilað þessu fé á meðan Samfylkingin hefur ekki skilað hinum rausnarlegu framlögum Baugsfyrirtækjanna til hennar.
Það er líka rétt að oddvitar þáverandi stjórnarflokka, Geir og Ingibjörg Sólrún, daufheyrðust við síendurteknum viðvörunum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að bankarnir væru komnir í ógöngur vegna þess að þeir hefðu lánað of mikið út á vafasöm veð.
Hvernig gat einn maður, Jón Ásgeir Jóhannesson, á nokkrum árum safnað þúsund milljarða skuld við bankana og það án allra persónulegra ábyrgða? Og það þrátt fyrir síendurteknar viðvaranir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra gegn þessu ástandi? Jafnvel í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þessum spurningum ekki svarað á fullnægjandi hátt.
Þau Geir og Ingibjörg Sólrún báru hina pólitísku ábyrgð á bankahruninu þótt þau bendi réttilega á að ekki sé hægt að saka þau um það sem bankarnir gerðu nema að litlu leyti.
En frá þessu og að því að ákæra Geir einan (og ekki Ingibjörgu) er óravegur. Ég á eftir að sjá lögfræðinga sanna að Geir hafi gerst sekur um refsiverðan verknað. Allir vita að hann er góður og gegn maður og enginn glæpamaður. Hann er satt að segja einhver ólíklegasti maður sem hægt er að hugsa sér í fangabúningi.
En vita þau Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason ekki að þetta er alvörumál? Ef Landsdómur fyndi Geir sekan um refsiverðan verknað, og dómurinn er að meirihluta skipaður pólitískt þá væri ein refsingin fangelsisvist.
Og hvað bíður þeirra Helga, Ólínu, Sigríðar Ingibjargar og Skúla ef í ljós kemur sem raunar augljóst er, að þetta var aðeins pólitískur leikur? Á það að vera refsilaust að baka manni svo mikið tjón, valda honum slíkum búsifjum?
Þau Helgi, Ólína, Sigríður Ingibjörg og Skúli voru ekki að gegna neinni þungbærri skyldu eins og þau segja sjálf, heldur létu þau stjórnast af hefndarþorsta, heiftrækni, hatri á Sjálfstæðisflokknum og löngun til klækja. Þau eru yfirborðsfólk og glamrarar sem eru á valdi einhverra yfirlýsinga og vígorða í nágrenni við sig.
Ef Geir Haarde verður sýknaður fyrir Landsdómi þá hlýtur þetta fólk að hætta í pólitík. Það ætti raunar að hætta nú þegar fyrir hræsni sína, tvöfeldni og yfirdrepsskap. En við sýknu yrði krafan um að þau fjögur hættu svo hávær að Samfylkingin gæti ekki staðið gegn henni."
Skafti segir að Geir og Ingibjörg hafi daufheyrst við aðvörunum Davíðs Odsssonar um bankana. En hvað segir forsætisráðherra fyrir utan banka sem honum ber að vernda vegna þess að annars gæti orðið upplausn í þjóðfélaginu af skelfingu? Hvað segir hann um mann sem borinn er sökum opinberlega en hefur ekki verið sakfelldur?
Hvernig stendur á því að gerendurnir sjálfir í bankamálunum svo sem Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigjurjón Árnason, Halldór Kristjánsson, Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Finnur Ingólfsson,Ólafur Ólafsson, Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson og margir aðrir virðast bara hafa það ágætt hvað sem afdrifum Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi líður? Ekki hafði hann neina föðurlega stjórn á þessu fólki né getur verið ábyrgur fyrir eðli þess né uppeldi.
Mér finnst þessi samantekt Skafta Harðarsonar eiga erindi við hvern mann sem vill horfa á þetta mál og mynda sér skoðun. Í gegn um tíðina þá hefur Geir H. Haarde ávallt komið mér fyrir sjónir sem Þessi landsþekkti ljúflingur, hvers heiðarleika ég hef aldrei heyrt nokkurn mann draga í efa. Ávallt drengilegur í orðum og hófstilltur en fastur fyrir ef þess þarf með eins og Steingrímur J. gæti borið vitni um.
Á Geir H. Haarde núna að gjalda fyrir að það besta sem hann gat best gert 2008 var ekki nógu gott að mati þeirra allra sem greidu ákæru hans og sakfellingu atkvæði? Hvað mega fleiri en fjórmenningarnir úr Samfylkingunni hugsa ef Geir verður sýknaður? Skulda þá engir neitt fyrir að hafa ekki gert betur? Hvað með Framsóknarmennina fjóra og Lilju Mósesdóttir?
Nú er búið að sakfella Geir Haarde fyrir Landsdómi og skal hann afsanna ákærurnar fyrir þeim rétti ef hann vill sleppa við fangelsisdóm. Þetta er sannleikurinn um Geir Haarde og Landsdóminn.
Hvar erum við eiginlega stödd sem þjóð?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3419729
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko