Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Stórfróðlegt úr Stjórnarráði

fannst mér það og ekki mjög traustvekjandi þegar ráðuneytin senda loks svör eftir tveggja mánaða frestun við fyrirspurnum Óla Björns og svo Guðlaugs Þórs um það, hversu mikið hefur verið greitt úr ríkissjóði til starfsfólks Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands fyrir sérfræðivinnu. En af þeim bæ berast fjölmiðlum sífelld sérfræðiálit til stuðnings margvíslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar svo sem í Icesave og skattamálum.

Samkvæmt þingskjali 488 þá hafa þau Skúli Magnússon, Páll Sigurðsson, Björg Thorarensen og Róbert Spanó fengið meira en tíumilljónir hvert fyrir aukastörf.   Það er sjálfsagt gott til þess að vita að menn hafi nægan tíma frá aðalstarfinu til að vinna svona mikið í aukavinnu, jafnvel að tvöfalda launin. En ég hef áhyggjur af því að Stefán Ólafsson hefur hinsvegar ekki fengi nema milljón og Þórólfur Matthíasson ekki neitt samkvæmt töflunni. Þetta eru nú menn sem búnir eru að leggja fram mikla vinnu við að leiðbeina þjóðinni við margvísleg tækifæri.

En  það er allt í einu Háskólinn sjálfur sem er skráður móttakandi að einum 12 milljónum ósundurliðað. Hefur eitthvað komið sérstakt frá Háskólanum öðruvísi en í gegn um starfsmenn hans? Þurfum við ekki að vita hverjir eru þarna á bak við ? Hvaða starfsmenn enda með þessa peningana sem laun? Þarf nokkuð að fela það?

Ég hef sjálfsagt ekkert vit á æðri stjórnsýslu en mér finnst þetta stórfyndið úr Stjórnarráðinu.


Höftin heilla

í hugum þeirra kommúnista sem stjórna fjármálum þjóðarinnar. Forsenda greiðslubyrðanna vegna Icesave  er núverandi gengi Seðlabankans. Hvernig er það fundið?  Með handafli Seðlabankastjórans.  Sem er handvalinn vegna skoðanaskyldleika við Jóhönnu og Steingrím J.  Sagður höfundur verðbólgumarkmiðakenningarinnar sem bankinn keyrði stýrivextina eftir þegar þenslan var samtímis kynt með jöklabréfunum án þess að Seðlabankinn hrærði hönd né fót. 

Helgi Magnússon formaður Samtaka Iðnaðarins  greinir vanda landsmanna  svo:

...."Leiðin út úr kreppunni liggur í gegnum markvissa verðmætasköpun. Verði henni ekki beitt munum við taka mörg ár í að fjalla um niðurskurð í opinberri þjónustu og hækkaðar skattprósentur á minnkandi skattstofna. Á meðan mun kreppan einungis dýpka og kjör þjóðarinnar versna. Við munum þá einnig missa fólk og dýrmæta þekkingu úr landi og þá verður enn erfiðara að endurreisa Ísland.

Samtök iðnaðarins vilja vöxt og hraða endurreisn. Við vitum að það ólgar mikill kraftur í fyrirtækjum okkar og fólki innan iðnaðarins. Enn er mikill baráttuhugur og vilji til að vinna sig út úr vandanum. Í þeim anda hafa samtökin efnt til átaksverkefnis sem snýst um að horfa fram á veginn og rífa sig upp úr svartnætti efnahagsmistaka og tímasóunar stjórnvalda. ...

Það er von mín að Íslendingum takist á nýju ári að losa sig við sem flesta af þeim draugum sem hafa truflað endurreisn efnahagslífsins. Nefna mætti: Skattpíningardrauginn, Icesave-drauginn, gjaldeyrishaftadrauginn og draugana sem hafa hamlað gegn hagkvæmri nýtingu auðlinda okkar sem er forsenda hraðrar endurreisnar Íslands....."

Vantar okkur annað meira en kosningar til að hreinsa út fjósin og forina eftir þessa ömurlegu ríkisstjórn sem er heilluð af höftum og handafli? 

 

 


Ga,ga

er boðskapur Baugsmiðlanna um það að við verðum að samþykkja Icesave strax og borga 26 milljarða á næsta ári til þess að geta fengið lán í Búðarhálsvirkjun.Villi Egils og Gvendur í Rafiðn syngja hallelúja. QED

Af hverju virkjum við ekki rólega fyrir 26 milljarðana? Við eigum ekkert að borga erlendar skuldir óreiðumanna.

Er ekki umræða af þessu tagi Ga,ga?


Hvar hefur hún lært orðbragðið?

Þessi frétt stendur í Mogga: 

Hugmyndir Gunnars eru lýðskrum og lýsa fádæma hroka enda gefa þær til kynna að við hin í bæjarstjórn og starfsfólk bæjarins, sem vann að fjárhagsáætluninni, séum óhæf til að taka slíkar ákvarðanir,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.

Gunnar I. Birgisson kynnti í gær  fjárhagsáætlun fyrir Kópavogsbæ. Hann var eini bæjarfulltrúinn sem ekki vann að gerð fjárhagsáætlunar sem lögð var fram síðastliðinn þriðjudag og fer í aðra umræðu í næstu viku. Gunnar taldi að tillögur meirihluta bæjarstjórnar um að hækka skatta og þjónustugjöld væru óþarfar.

Guðríður segir hugmyndir Gunnars vera öldungis óraunhæfar. „Hann leggur til mikinn flatan niðurskurð en staðreynd málsins er sú að öll fita hefur þegar verið skorin af í starfsemi bæjarins.“

Svona talar Guðríður Arnardóttir um þá miklu vinnu sem Gunnar Birgisson lagði í gerð sinnar fjárhagsáætlunar. En Gunnar  fór í gegnum áttaþúsund rekstarliði bæjarsjóðs og gaumgæfði þá alla. Gunnar hafði sína pólitísku stefnu að leiðarljósi  að draga fremur úr kostnaði en hækka gjöld á þeim bæjarbúum sem veikastir eru fyrir.

Gunnar kynnti sína áætlun á fundi Sjálfstæðismanna á laugardaginn og bar hana saman lið fyrir lið við gildandi áætlun bæjarstjórnar.   Útkoman er auðvitað ekkert sérstök og staða bæjarins er ekki glæsileg.  En það eru samt ljósir punktar og Kópavogur á mikinn varasjóð í lóðum sem mun nýtast til að lækka skuldir hratt þegar betur árar. Það má segja að verk hans sýni hvernig slíkt er framkvæmanlegt.  Menn verða bara að bera þessa áætlun saman við hina til að dæma um hver sé betri.

En í heildina hygg ég að áætlun Gunnars hefði verið bæjarbúum léttbærari en hin, sem manni virðist  hækka öll gjöld áður en  hugað er að hagræðingu á mörgum stöðum.  Það er langt í frá að Gunnar sé að segja að allir bæjarfulltrúar með Guðríði séu óhæfir til gerðar fjárhagsáætlunar heldur er Gunnar að benda á aðrar leiðir að sama marki. Að það verði áfram gott að búa í Kópavogi. 

Auðvitað vissi Gunnar, að það væri algerlega tilgangslaust fyrir sig að rökræða við meirihlutann eða Guðríði Arnardóttur um reksturs bæjarins.   Bæjarstjórnin fer auðvitað sínu fram og menn munu  spyrja að leikslokum hvernig þeim gengur að halda framlagða áætlun.  En manni sýnist að Gunnar hafi lagt  í þetta mikla verk sjálfur til þess að menn segðu ekki að hann hefði ekki reynt sitt besta að koma sínum sjónarmiðum að. Gunnar er auðvitað enda þaulreyndur í því starfi að gera fjárhagsáætlun. Og stundum tókst allvel að halda þær hér áður fyrr þó mér finnist auðvitað að alt hafi verið betra í gamla daga þegar menn voru ungir og hressir.

Bæjarstjórn hefði því fremur átt að kynna sér þetta mikla verk Gunnars æsingalaust og athuga hvort ekki væri hægt að nota eitthvað úr því til heilla fyrir bæjarbúa en að fara fram eins og Guðríður gerir.  Þeir þurfa ekkert að viðurkenna neitt eða þakka Gunnari fyrir en gætu hugsanlega komið auga á eitt og annað nýtilegt í hans verki.

En orðbragðið á Guðríði lýsir henni sjálfri auðvitað best. Mér finnst það helst minna mig á fyrri krataforingjann, Guðmund Oddsson. Hann virðist hafa vandað uppeldið á henni Guðríði og mótað stílinn.  Þó margt megi um fjögurraflokka meirihlutann í Kópavogi segja,  þá blasir þó við að hann er ekki alvitlaus því hann réði Guðríði Arnardóttur ekki sem bæjarstjóra heldur Guðrúnu Pálsdóttur sem er öllu yfirvegaðri og reyndari. 

 Það er líklega ódýrara að leyfa henni Guðríði að tvöfalda bæjarráðslaunin sín með því að vera formaður í einhverju yfirbæjarráði sem hún fékk að stofna sér í sárabætur og kallast framkvæmdaráð. Mér er sagt að þetta ráð hittist í mýflugumynd en fái gott tímakaup fyrir létt verk sem sama fólkið afgreiddi áður í bæjarráði fyrir óbreytt kaup. En jötuhugsjónirnar eru lífseigar í pólitíkinni eins og dæmin sanna.

Guðmundur Oddsson var oft strigakjaftur í ræðu og riti hér áður fyrr í bæjarpólitíkinni. En  oftar en ekki var hann bráðskemmtilegur í þeim ham.   Það má hinsvegar láta sér detta í hug  þegar maður les orðbragðið á Guðríði í innganginum hér að ofan að hún hafi lært þetta einhversstaðar. En ætti hún ekki að  reyna að leggja sig eftir húmornum líka?


http://www.youtube.com/fiskimyndir

er slóð inn á fiskimyndir Jóns Kristjánssonar. Þar er að finna viðtal við Tom Hay sem var formaður bresku sjómannasamtakanna. Það er líka fljótlegt að fara á bloggsíðu Jón Kristjánssonar, www.fiski.blog.is  frá 28.11.2010 og smella beint á þetta viðtal.

Það er eiginlega nauðsynlegt fyrir hvern hugsandi Íslending að hlusta á þetta viðtal Magnúsar Þórs við Tom sem fram fór árið 2003. Þar lýsir Tom því sem í vændum var fyrir fiskimið og fiskveiðar Breta, sem fram að því höfðu verið á undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins. Nú eru liðin sjö ár  og fiskveiðar Skota, Íra og Breta í Norðursjó heyra nú að miklu leyti sögunni til. 

Tom mælir þarna þau aðvörunarorð til Íslendinga að láta aldrei sjálfstæði landsins af hendi til erlends valds. Reyndar sú sama hugsun og fram kom hjá Einari Þveræingi á sínum tíma þegar sumum þótti lítið mál að gefa kónginum Grímsey. Svona svipaður mórall og hjá Steingrími J. og Vinstri Grænum. En það er  að fórna minni hagsmunum fyrir þá meiri, sem eru í þeirra augum  ráðherrastólar og hærri eftirlaun fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Miklir menn erum vér Hrólfur minn.


Enga mosku á Íslandi!

Guðmundur Pálsson læknir í Svíþjóð skrifar svo á blogg sitt sem innlegg í málefnalega umræðum um málefni múslíma, sem hann þekkir vel til:

...."Það er þegar komið í ljós að trúmenn íslams óska ekki samlögunar ( integration) við lífsstíl Vesturlandabúa og það virðast stjórnmálamenn almennt ekki skilja.

En hvers vegna er samlögun óhugsandi? Það er vegna þess að þeim finnst lífstíll okkar  ósamrýmanlegur siðareglum íslam í mjög veigamiklum atriðum. Og ekki bara ósamrýmanlegur heldur ósiðlegur og jafnvel fyrirlitlegur. 

Það eru sérstaklega sifjamál og fjölskyldumál sem þeir gúttera ekki í lífsstíl okkar: Staða kvenna, frjálslegur hjónabandsskilningur okkar, kynlíf fyrir hjónaband, tíðir skilnaðir og samband karls og konu, fá börn, einstaklingshyggja. Auðvitað fjölmargt annað en þetta eru aðal atriðin.

Venjulegir fjölskyldumúslímar tala ekki mikið um þetta antipatí en viðhorfin koma skírt í ljós í vali jafnvel hófsamasta fólks:  Það eru t.d. næstum engin blönduð hjónabönd í Svíþjóð og Danmörku þar sem ég þekki til. Það stuðar hreint og beint að sjá að það virðist ekki koma til greina t.d. fyrir ungan múslíma að giftast sænskri konu. Það er nánast útilokað. Að múslímsk kona sé í hnappheldunni með Svía aða Dana - er enn sjaldgæfara ( ca 1-4%).

Viljandi eða af nauðsyn myndast svokölluð "parallell samfund", sjálfstæð samfélög múslíma í þessum löndum því menn telja þessi gildi ósamrýmanleg. 

Ánægja þessa fólks, lífsfylling og dýpstu gildi þess, eins og t.d. gleði yfir miklum barnafjölda í fjölskyldu fara ekki saman við þann lífstíl sem við höfum valið okkur.

Gaman væri að fá komment á þetta. Ég hef einungis áhuga á málefnalegri umræðu. Ég vinn Svíþjóð og þekki sæmilega til múslima og þeir eru margir skjólstæðingar mínir. "

Múslímar eru margir elskulegasta fólk eins og Guðmundur og fleiri vita .Og þeir eru einlægir trúmenn. En þetta er gerólíkur menningarheimur og hugmyndaheimur.  Þeir samlagast okkur eða vestrænum þjóðum aldrei. Þeir hafa ekki gert það í Bandaríkjunum, Evrópu eða á Norðurlöndum. 

Olía og vatn samlagast ekki hversu mikið sem þú hrærir. Gerum kröfu til fullkominnar aðlögunar í íslensku samfélagi til allra innflytjenda og gætum að því að þeir nái ekki að mynda hér gettó. 

 Engar moskur á Íslandi!


"Þetta er rumpulýður "

Geir Haarde og Davíð Oddsson björguðu þjóðinni frá Samfylkingunni, sem vildi setja gjaldeyrisvarasjóðinn og meira til í svarthol útrásarbanka höfuðdýrlings flokksins.  Nú lögsækir Alþingi Geir fyrir greiðann og Davíð er úthrópaður sem mikli Satan íslenskara stjórnmála af sama lýðnum sem veður uppi í flestum fjölmiðlum.

"Þetta er rumpulýður" sagði Bjarni Guðnason vinur minn  einu sinni úr ræðustól Alþingis, að sögn eftir viðkomu á Borginni, þegar hann var að lýsa samstarfsmönnum sínum, íslenskum vinstrimönnum.

Bjarni var hreint ekki alvitlaus í pólitík.

 


Bændur passi rollurnar sínar

en ekki ég.

Í Bændablaðinu heimtar sveitavargurinn meira skattfé til að stunda hernað gegn frumbyggja landsins, íslensku tófunni. Þeir segja að hún bíti féð.

Þá skulu þeir bara passa það betur og hætta að reka það óvaldað á uppblásturinn á afréttunum sem rollubeitin hefur orsakað með þeim afleiðingum að mest allt Ísland er örfoka land.

Íslenski refurinn var hér á undan íslenskum framsóknarmönnum og á frumbyggjarétt.Þá var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það er ekki svo lengur. Við þurrabúðarmenn erum að reyna að planta skógi á það aftur. Þá kemur rollukallinn og rekur á okkur fé, klippir á skóræktargirðingar og beitir á landið.   

Ég harðneita að borga skatt til að drepa hann rebba.  Bændurnir geta bara passað rollurnar sínar sjálfir.


Reyndu að vera maður Kolbrún og...

en ekki að skrifa svona kellingagrein í Moggann minn þar sem þú segir:

 

....“Á meðan alls kyns öfl takast á eða mynda sérkennileg hagsmunabandalög í Icesave-málinu verður þjóðin æ þreyttari. Hún vill snúa sér að öðru og henni þætti afskaplega gott ef hægt væri að ljúka þessu máli svo mögulegt sé að horfa fram á veg. Það er ekki hægt að leggja það á þessa litlu þjóð að lifa hvern daginn á fætur öðrum í þessari mjög svo óskemmtilegu og langdregnu deilu um Icesave. Fremur hagstæðum samningi hefur við náð og nú er varla vit í öðru en að samþykkja hann. Þeir stjórnmálamenn sem kjósa að gera það ekki taka mikla áhættu, því ef málið fer fyrir dóm er hætta á því að illa fari. Hvaða stjórnmálamaður vill bera ábyrgð á því? Nú er kominn tími til að ljúka málinu með sátt.“ 

 Hvaða upplýsingar hefur Kolbrún Bergþórsdóttir um það að þjóðin sé orðin þreytt á Icesave? Frá Agli Helgasyni á Kiljunni? Lifir hún ekki af að skrifa? Þetta snýst ekki um þreytu. Þetta snýst um grundvallaratriði. Ekki að bjarga bolabítsandliti Gordons Browns  sem skaðaði Landsbankann og Singer og Friedlander til ólífis með hryðjuverkalögunum.

Eigum við ekkert vantalað við Breta vegna þess tjóns sem þessi aðgerð olli okkur?   Hvað með skaðabótamál vegna þessarar stríðsaðgerðar?    Ætli það gæti ekki numið margföldum 47 milljörðunum sem Kolbrún vill borga? 

Hvað liggur á að semja við þennan John Bull á hollensku tréskónum?   Af hverju má ekki bíða bara eftir því hvað raunverulega innheimtist úr búi Landsbankans og borga þá restina þá ef einhver er ?  Segja þeim kurteisislega að bíða eftir niðurstöðunni.  Við skuldum þeim enga vexti þar sem þeir eiga sjálfir sök á töfinni.  

Þjóðin er ekki þreytt. Hún er full af baráttuanda og baráttuvilja. Hún er að fást við verri vandamál en þessi.

 Reyndu að vera maður Kolbrún og  m... 

 


Sovét Ísland, Óskalandið,

hvenær kemur þú? spurði skáldið. Mesta lífi sem lifað hefur verið á jörðinni er lokið sagði annar í Þjóðviljanum þegar Stalín dó. Glæsileg niðurstaða fyrir Ísland sagði Steingrímur J. þegar félagi Svavar birtist með  Icesave l.

Páll Vilhjálmsson bloggari segir að kjósendur VG séu vonsviknir með efndir kosningaloforðanna. Í stað EB andstöðu séum við komnir hálfir inn í Evrópusambandð. Hann er skúffaður útí Steingrím J. Hvernig getur hann látið svona við hann Steingrím? Sér hann ekki hvað hann er duglegur að bjarga landi og þjóð og hreinsa upp eftir íhaldið?  Búinn að koma Geir fyrir Landsdóm!  Leysa Icessave l, ll og lll ! Koma á  Seðlabanka Sovét Íslands með gjaldeyrishöftum til eilífðarnóns!  Stóriðjustopp! Minnkandi atvinnuleysi með útflutningi afgangsvinnukrafts! Höfundur nýrrar hagfræði sem leysir efnahagsvandann með aukinni skattlagningu opinberra starfsmanna!

Þetta hlýtur allt að vera þáttur í endurkomu hins sanna frelsara þeirra vinstrimanna. Bráðum kemur hann niður úr skýjunum með gagnsæi og heiðarleika  til að lækna þá sjúku og líkna þeim hrjáðu.  Það hlýtur að fara að ganga hjá þeim úr því að sá tæpi tugur vinstriflokka sem ég man eftir á minni tíð hér undir merkjum frelsis, bræðralags og jafnréttis, hafa allir reynst vera sundurþykkar tálsýnir og hafa brugðist væntingum kjósendanna. Einhverntíman hlýtur þetta að takast. Ef  Steingrímur J. er ekki Messías þeirra vinstrimanna hver verður það þá? Páll Vilhjálmsson kaus þessa menn og væri nær að reyna að styðja þá í stað þess að reyna að græða á að skíta þá út. Páll  ber ábyrgð á ástandinu. Sjálfur! Persónulega! 

En Óskalandið er samt komið hingað að mörgu leyti og eitthvað miðar í áttina til Evrópusambandsins.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband