Það er útbreidd trú að vaxtastig hafi allt að segja hvort hagvöxtur verði í landinu eða ekki. Menn halda því fram að væru Íslendingar með annan gjaldmiðil í gangi en krónuna, þá væru hér alþjóðlegir vextir sem myndu verða til þess að allt færi hér á fulla ferð og kreppan hyrfi ens og dögg fyrir sólu.
Frændur okkar Danir eru með dönsku krónuna bundna við evruna. Hvað er með vextina hjá þeim ?
Gunnar Rögnvaldsson upplýsir eftirfarandi um vexti í Danmörku:
"Sæll Halldór og takk fyrir innlit
Vextir á yfirdrætti hjá þessum banka og flestum öðrum bönkum í Danmörku eru á bilinu 9-21%.
Ef þú notar t.d. að staðaldri 50% af yfirdráttarheimildinni þá borgarðu 10-17% vexti. Ef þú ert alltaf í botni með kreditina þá borgar þú 9-16%.
Því lélegri pappír sem þú ert því hærri vexti þarftu að borga.
Innlánsvextir á þessum reikningi eru: 0,000%
Verðbólga í Danmörku er næstum engin og stýrivextir seðlabanka Danmerkur eru 0,75% eða 0,25% lægri en hjá Brusselbankanum.
Þetta gildir fyrir venjulega launþega með bankareikning þar sem launin koma reglulega inn.
Svo er líka fullt af smáu letri, gjöldum og smásníkjum ofaní þetta allt saman. "
Hér eru stýrivextir um 10 %. Verðbólgan líklega í sömu prósentu. Hér er hægt að leggja peninga inn í banka á vexti sem eru núna minni en verðbólgan. Verðtryggðar bækur eru líka til bundnar sem gefa jákvæða vexti. Það er hægt að geyma peninga á Íslandi án þess að þeir brenni. Víðast annarsstaðar er þetta ekki hægt.
Í Bandaríkjunum kostar að fá að geyma peningana á banka. Vextir eru engir eða örugglega minni en kostnaðurinn. Bandarískir bankar lána lítið út heldur braska sjálfir með innlánsféð. Afleiðingin er að atvinnulífið er í limbói. Inndælingin frá Obama fór víst mest í bankana sjálfa en ekki til að örva efnahagslífið þegar upp var staðið.
Hvað þarf til að fyrirtæki vilji taka lán og leggi framkvæmdir ?
það þarf trú á framtíðina, það þarf trú á að fólkið eigi sér framtíð í landinu. Vilji búa í landinu, trúi á að atvinna verði fyrir hendi. Trúi því að landið sé staður þar sem börnin eigi framtíð aðra en atvinnuleysi og fátækt.
Hvernig er þetta hérna ? Vinstri grænir eru á móti hagvexti segja SI. Þeir vilja ekki orkuframkvæmdir. Þeir vilja kyrrstöðu. Þeir hafa miklu meiri áhuga á fjárhag bankanna og lífeyrissjóðanna en fjárhag almennings og heimilanna. Þeir vilja skattleggja og eyða. Þannig er helmingur ríkisstjórnarinnar hugsandi. Þeir vilja semja strax um Icesave á hvaða kjörum sem er til þess að geta fengið lán fyrir næsta árs afborgunum hjá AGS.Fólk greiðir unnvörpum atkvæði með fótunum og flýr land.
Hinn helmingur ríkisstjórnarinnar virðist ekki hugsa ekki neitt nema koma Íslandi í ESB. Skjaldborg um heimilin er slagorð sem fæstir trúa á lengur.
Okkur vantar forystu til að drífa okkur útúr kreppunni. Við verðum að fara í kosningar til að skerpa línurnar. Litlu tilraunaflokksbrotin sem halda núna nærri tíunda hluta þingmanna þurfa að hverfa inní aðra flokka. En fyrst og fremst vantar okkur fólk sem þorir að stíga fram og lofa aðgerðum. Aðgerðum sem þýða atvinnu. Með atvinnu kemur annað á eftir.
Okkur vantar forystufólk sem þorir að taka á þeim hryðjuverkahópum sem nú ryðjast fram með tugaprósenta kaupkröfur sér tl handa og enginn endir mun á sjá. Þessi hegðun einkaleyfisstétta er óþolandi við þessar aðstæður og verður að berja niður með afli ríkisins. Annars er jafngáfulegt að gefa út tilskipun um 20 % kauphækkun til allra í landinu, nema þeirra sem enga atvinnu hafa. Þetta var gert 1971 og kostaði tveggjaáratuga baráttu við verðbólguna. Það kapphlaup sem nú er að hefjast mun engan enda taka ef því verður hleypt á stað. Kennarar, ljósmæður, hjúkrunarfólk, læknar, opinberir starfsmenn. Skriðan er rétt að fara af stað.
Vaxtatrú og vantrú á gildi hagvaxtar leysir ekki vandamál þessarar þjóðar heldur eykur á vandann sem stöðugt safnast upp og verður æ erfiðara að koma af sér sem lengra líður frá.
Ingimar Traustason skrifaði eftirfarandi á athugasemdalista hjá Jóni Magnússyni þar sem stjórnmálaferill ISG var til umræðu. Ég leyfi mér að tilfæra skrifin og leggja útaf þeim :
"Ingibjörg Sólrún lýsti því sem fyrirhyggjulausu flandri þegar Halldór Ásgrímsson hóf kapphlaupið inn í Öryggisráð UN. Tók upp stjórnmálasamband við Burkina Faso og fleiri þróunarlönd. Það vafðist hinsvegar ekki fyrir ISG að taka við þessum kyndli Halldórs þegar hún komst í sæti utanríkisráðherra. Hún sló á gagnrýnisraddir og sagði að Íslendingar ættu ekki að vera með minnimáttarkennd þótt þjóðin væri smá.
Eftir að hafa verið kjörin Borgarstjóri í Reykjavík fyrir R-listann, fullyrti hún aðspurð að hún hyggðist ekki bjóða sig fram á þing næsta ár. Viti menn, að ári var ISG komin í framboð til Alþingis og búin að gleyma fyrri yfirlýsingum.
Ingibjörg Sólrún er ekki samkvæm sjálfri sér, hún er ekki hugsjónamanneskja, hún er ekki trúverðug. Hún endurspeglar í raun allt hið slæma í fari Íslendinga, einstaklingshyggja, hroki, ekki vottur af sjálfsgagnrýni og ekki nokkur efi um erindi sitt hvar og hvenær sem er. Verst er að þessi einkenni eru ríkjandi í þjóðarsálinni og það er m.a. þessvegna sem Íslenska hagkerfið hrundi til grunna. Ef Ísland á að eiga sér viðreisnar von þurfa önnur hollari gildi að ná yfirhöndinni, þau er til staðar, en það er djúpt á þeim.