Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Upplausn-Uppgjöf

Þessi tvö orð koma í hugann þegar maður leiðir hugann að stjórnmálaástandi þjóðarinnar yfirleitt.

Fólk hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli í trausti á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Niður með flokkana, niður með  þennan og hinn. Allir eru taldir spilltir. Kjósum Jón Gnarr í Reykjavík, Sigurjón Kjarans í Kópavogi eða Helga Helgason eða Ásdísi Ólafsdóttur. Guðríði sem bæjarstjóra í Kópavogi  og Guð veit hvað ekki.

Samt veit fólk innst inni að stjórnmál eru átak fjöldans, Menn renna saman í flokka til þess að lyfta meiri þunga en einn maður getur. Ef menn hlaupa út og suður þá verður ringulreið það sem upp verður skorið. Menn verða að sameinast undir gunnfánum sameiginlegra hugsjóna og leita leiða sem koma sem flestum að gagni. Múgur sem æðir stjórnlaust á götum Grikklands kemur engri lausn til leiðar. Múgur er alltaf miklu vitlausari en einstaklingarnir sem mynda hann. Það sáum við Íslendingar í búsáhaldabyltingunni þegar þeir vitlausustu fengu öll völd með öskrum og lúðurþeytingum. Hverju skilaðu þessi skrílslæti nema verstu ríkisstjórn Íslandsögunnar. Vitlausustu ríkisstjórn sem hægt er að ímynda sér, þar sem einn flokkur vill afsala sjálfstæðinu til Brüssel en annar veit ekkert hvað hann vill nema að hanga í valdastólum,  tilbúinn að selja allar grunnhugsjónir sínar fyrir kæfubelgi handa forystunni og feitra eftirlauna fyrir hvert ár sem þeir tolla. Hækkun skatta til að gera góðverk fyrir sig og sína eru efnahagsráðstafanir sem þeir kunna útí æsar.

Líklega er fullið þjóðarinnar ekki tæmt ennþá. Við sitjum uppi með  kommúnistaískan Seðlabanka, sem sér það eitt framundan að kreppan dýpki og atvinnuleysið aukist. Þar er ekki hugsað nema til næsta gjalddaga erlendra lána sem á að borga með nýju lánsfé. Ef ekki væri mikill útflutningur okkar besta fólks væri hér orðið ægilegt ástand í atvinnuleysi. Á meðan syndir fiskurinn framhjá vegna kreddufestu og aulaháttar stjórnvaldanna sem varðveita fjöregg LÍÚ sem er kvótaverðið.

Eftir sitja hér öryrkjar, aldraðir,glæpamenn  og  þeir ómenntuðu.  Aldeilis kjarni til að byggja upp nýtt Ísland! Framundan virðist vera  svartnætti í boði Seðlabanka og svo viðskiptabankanna, sem sjúga lífsblóðið þeirra sem enn reyna að þrauka og hanga á íbúðunum sínum.  Bankar sem hafa það eitt að hugsjón að  rukka inn eins og hægt er af kröfum sem þeir hafa oft keypt á hrakvirðinu einu af skilanefndunum og flytja féð heim til eigendanna. Bankar sem eru ekki íslenskir nema að nafninu til og er skítsama um framtíð þjóðarinnar svo lengi sem þeir geta krafsað eitthvað upp í kröfurnar sínar.

Það er algert svartnætti framundan og kreppa ægilegri en nokkur hefur getað ímyndað sér ef svona heldur áfram.  Vantrúin á land og þjóð grefur um sig. Fjölmiðlarnir eru að hluta í höndum þeirra glæpamanna sem þjóðin á sem mest sökótt við.  Enginn hörmung í Íslandssögunni, hvorki af mannavöldum, eldgosa, kuldaskeiða eða gamlir glæpamenn í stjórnmálasögu hennar, hafa uvaldið þjóðinni öðru eins tjóni og útrásarvíkingarnir gerðu. Og þeim er hampað enn í dag og veitt lán og fyrirgreiðsla eins og ekkert hafi í skorist. 

Fólki er um megn að taka sig saman í andlitinu, renna saman í stjórnmálaflokka  og heita því að berjast gegn skelfingunni sem er í aðsigi þegar skrílmenningin ein hefur náð yfirhöndinni eins og birtist í skrípaframboðunum undir forystu þegar fullgerðra stjórnmálabjálfa eða atvinnufífla, sem enginn vildi sjá þegar aðstæður voru eðilegar.

Þegar slíkt er orðið ástandið á þjóðmálasviðinu geta útrásarvíkingarnir fullkomnað verk sitt og áætlanir að stinga af með þýfið í rólegheitum og skilja aðra eftir með skaðann.

Upplausn og uppgjöf þjóðarinnar  er það sem útrásarvíkigunum og keyptum stjórnmálaþýjum þeirra kemur best.


Harðnar á dalnum.

Ríkisstjórnin hefur verið heppin að því leyti, að allskyns uppákomur uppá síðkastið  hafa dregið frá henni athyglina og fengið menn til að gleyma eymd okkar augnablik. Skýrslan um hrunið, síðan gosið daginn eftir, forsetablaðrið og áhrif þess á ferðamennina,  kosningarnar í Bretlandi, óeirðirnar í Grikklandi og olíulekinn á Mexicoflóa, allt dregur þetta athyglina frá þjáningum þjóðarinnar undir ráðlausustu ríkisstjórn lýðveldisins frá upphafi.

28 þúsund störf hafa tapast frá því í hruninu. Dulið atvinnuleysi og landflótti draga atvinnuleysið niður í 17 þúsund segja fréttirnar í kvöld. Samdráttur í ríkisrekstri eins og skólum og heilbrigðiskerfi ásamt skattahækkunum eru ráð ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi og fallandi tekjum almennings.

Ef við hugsum til baka frá valdatöku þessarar ríkisstjórnar og spyrjum í einlægni; Hvað hefur gerst ?

Hefur atvinnuleysið látið undan síga ? hefur vandi heimilanna verið leystur ? Hefur gengið styrkst? Hafa vextir lækkað? Hafa aflaheimildir verið auknar ? Hafa bankarnir verið endurreistir til þess að koma atvinnulífinu í gang? Höfum við tekið upp evruna?.Erum við gengin í Evrópubandalagið ? Hefur bjartsýni þjóðarinnar og trú á framtíðina aukist ? Hefur landflóttinn minnkað? Er efnahagslífið að taka við sér ? Eru stóriðjuframkvæmdir að hefjast? Er ferðamannaiðnaðurinn á uppleið? Hafa vextir Seðlabanka haft minnstu áhrif til að koma efnahagslífinu í gang ? Hefur eitthvað gerst?

Því miður ræður samanburðarfræðin ein ríkjum hjá ríkisstjórninni. Hennar höfuðmál er að sverta Sjálfstæðisflokkinn og halda honum frá áhrifum.  Reyna að rægja þingmenn og formann flokksins frá störfum vegna spillingarumtals en þegja sem fastast um eigin misgerðir og mútuþægni. Allt til að draga athyglina frá sér sjálfri og ömurleikanum. Ekki að koma með lausnir eða tillögur.

Að mínu viti er allt á niðurleið hér ennþá og verður það þar til að eitthvað það gerist sem örvar atvinnulífið. Óbreytt atvinnuleysi og lággengi krónunnar  heldur þjóðinni niðri í svaðinu. Það er ekkert að gerast neins staðar. Túrisminn lætur á sér standa, salan á Laugaveginum dottinn niður um tvo þriðju og bensínsalan dregst saman. Vantrúin og vonleysið endurspeglast í gengi fíflaframboðs  Jóns Gnarr. Verðbólgan vex. Fólk er búið að glata trúnni á allt og getu okkar til að komast út úr ástandinu. Trúir ekki á stjórnmálamenn okkar, Alþingi eða aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Og ef vonin hverfur, hvað er þá eftir ?

Að mínu viti gerist hér ekkert meðan þessi ríkisstjórn situr. Mér er slétt sama hverju öðru stuðningsmennirnir halda fram. Þetta er svona og verður því miður svona. 

Á meðan ríkisstjórnin situr harðnar bara  á dalnum. Gæfuleysi hennar er algert.


Hvað segja kratar nú ?

Gunnar Rögnvaldsson skrifar vel að vanda um myntbandalagið og grikkina þar.
" Hvernig gat þetta brot á sáttmála mannréttingarverkstæðis Samfylkinga Evrópusambandsins gerst? Þessi lönd eru jú með evru. Bankakerfi evrulanda áttu að vera alveg 100% örugg gegn því að nokkuð slíkt gæti gerst. Það sagði Samfylkingin okkur. En nú hefur þetta sem sagt gerst.

Mun þá fara eins fyrir bankakerfi Grikklands, Portúgals, Spánar, Írlands og Ítalíu eins og fór fyrir íslenska bankakerfinu? Já, það gæti vel hugsanlega gerst. Það var einmitt þess vegna sem lánshæfnismat bankakerfis Grikklands var lækkað af bæði S&P og Moody's í þessari viku. 

Staðreyndin er sú að mamma þessara bankakerfa, ríkissjóðir þessara landanna, er nú í verulegri hættu á því að verða gjaldþrota. Mamma skrifaði uppá fyrir þessi bankakerfi og nú er hún sjálf í gjaldþrotahættu. Hún er reyndar í bráðri gjaldþrotahættu vegna þess að hún er læst föst inni í gildru myntbandalags Evrópusambandsins. Þetta myntbandalag er nú að verða líkleg endastöð og líkklæði fyrir samfélag Grikkja í Grikklandi; sjálft gríska lýðveldið. 

Fjármagn alþjóða samfélagsins lítur frá og með nú á mörg lönd myntbandalagsins á sama hátt og það lítur á fjárhag margra landa í Suður Ameríku, sem sum eru kennd við ávaxtategund sem nefnist bananar. Við skulum ekki minnast á neinar sardínur og spilavíti að þessu sinni. 

*******************

And when crisis strikes, governments need to be able to act. That’s what the architects of the euro forgot — and the rest of us need to remember.

******************* 
Nóbelsverðlauna hagfræðingurinn Poul Krugman er með ágætis grein um þetta "getur ekki gerst - mun ekki gerast - en hefur samt gerst". Það eina sem við þurfum að muna, segir Krugman, er það að við verðum að passa okkur á því að lenda aldrei í svona gildru eins og lönd myntbandalagsins eru nú læst inni í. Það er hinn einfaldi sannleikur. Ríki  eiga aldrei að ganga í endastöð myntbandalags Evrópusambandsins. Aldrei. | Poul Krugman: The Euro Trap "
Það sem mér finnst athyglivert er það, að Grikkirnir eru ekkert á því að láta hjálpa sér. Þeir neita að lækka hjá sér kaupið sem er auðvitað forsenda þess að þeir fari ekki lóðbeint á hausinn aftur. Írar eru að reyna að axla ábyrgð með niðurfærslu.
Niðurfærsla launa kom eitt sinn til álita á Íslandi í stað gengisfalls. Stjórnvöld þá þorðu ekki í launþegaskrílinn. Gengisfall varð því fyrir valinu.
Hvernig ætli Jóhanna skýri þá hagfræði sem að baki Grikkjagrikkjunum liggur. Hvað myndi hún gera ef hún væri við völd í Grikklandi ? Ætli hún myndi fárast yfir verðlaginu á matvörunni ? Ætli hún myndi slá skjaldborg um heimilin? Líklegra þykir mér að innsogið yrði langt og mikið áður en hún gæti fundið gríska Sjálfstæðisflokkinn til að skella skuldinni á.
Evran er allra blessun er það ekki ? Sérstaklega fyrir krata sem aldrei geta sagt nei.

Tilboð-Óbreytt laun !

 

Seðlabanki Íslands

bt.Láru V. Júlíusdóttur 

 Bankastjórastarf Seðlabanka Íslands

________________________________                                        02.05.2010

 

Ég undirritaður býðst hérmeð til að taka að mér bankastjórastarf í Seðlabankanum fyrir óbreytt laun.

Að öðrum kosti sætti ég mig við að starfið sé boðið út í anda gagnsærrar stjórnsýslu og slegið lægstbjóðanda.

Halldór Jónsson 


Breiðsíða Baugs

  

Leiðarasíða  Baugstíðinda er glæsileg að vanda í dag. Efst er litmynd af Steinunni Valdísi með Helga Hjörvar í baksýn. Þau brosa breitt til lýðsins enda flekklaus og fögur.

Þar fyrir neðan breiðir fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins úr sér og vegur þar á penan hátt að stjórnskipun lýðveldisins sem hann eitt sinn stýrði við frekar gleymda frægð. Þar er nauðsyn á niðurrifi þjóðfélagsins lýst á penu lagamáli en með sömu niðurstöðu í raun og leiðarahöfundur blaðsins kemst á sinn mun heimskari eða bara hreinskilnari hátt.

í dag finnst mér nefnilega  leiðarinn slá fyrri met í skrifum blaðsins og er maður þó ýmsu vanur. Páll Baldvin Baldvinsson er höfundurinn. ( Hvaða Baldvins nafn er þetta?)  Mér finnst að hann komi sterklega til greina sem blaðamaður Íslands þegar sá núverandi verður of upptekinn við eigin fjármál.Grípum niður í þessi skrif:

„...Saksóknarinn hefur reynst býsna vanmáttugur í hrunsmálum. Árásarmenn á þingið voru mun fleiri en skipuðu fjöldann sem stóð utan þinghússins og freistaði þess að komast inn á palla þingsins til að heyra þar umræður. Í sætum þingmanna var stór hópur þegna lýðveldisins sem eiðsvarinn hafði grafið skipulega undan lögum og rétti í landinu, í mörgu með vísvitandi aðgerðum, sinnuleysi og svo sannað hefur verið stefnt almannahag í bráða hættu og nú orðinn stórskaða með ábyrgðarleysi, óvandaðri lagasetningu, gáleysi af ásetningi. Sumt af því fólki hefur hrökklast úr sölum þingsins en situr eftir með ábyrgð sína ævilangt. Ekki kærir saksóknari það, ekki heldur sérskipaður saksóknari sökum vanhæfis og getuleysis hins fyrrnefnda. Það er lítil von til þess að það verði dæmt af Landsdómi, enda umkringt skjaldborg félaga sinna úr stjórnmálaflokkunum. Einn dóm getur Alþingi sem þá sat ekki umflúið: dóm sögunnar. „

Þvílík mannvitsbrekka er þessi skrifari.  Á Alþingi sitja sérvaldir  sakamenn sem ekki hefur verið náð til. Líklega hefðu þeir betur verið hengdir í árás hinna réttlátu á þinghúsið í fyrravetur. Og með því að val þjóðarinnar er svona kolvitlaust í kosningum á þetta þing og líklega öll þing þar á undan, þá velti ég fyrir mér hvernig þessi Páll ætlar að stjórna landinu ?  Er einhver leið að vera án manna með hans hæfileika á öllum stöðum ?  Verður hann ekki að taka stjórnina að sér sjálfur og loka þessu mislukkaða Alþingi í eitt skipti fyrir öll ? Þangað veljast greinilega tómar liðleskjur ef ekki beinir glæpamenn. Varla á hann þó líka við Samfylkinguna þó hann viti flest um innræti frjálshyggjumanna og venjulegs fólks.

„.....Sá dómur mun líka varða aðra: umsátursliðið var ekki eitt. Um þingið sat um árabil hópur varða, embættismenn þings og ráðuneyta, stór hópur í almannaþjónustu sem fljótt missti sjónar á hlutverki sínu og tók að þjóna framkvæmdarvaldi sem í nær tvo áratugi var keyrt áfram af einum stjórnmálaflokki fyrst og fremst. Alþingi var umsetið af flugumönnum sem höfðu í vörnum sínum fyrir þingið og lögin annað erindi en verja almannahag. Þegar múgamenn, fræðingar og rannsóknarnefndir kveða einum rómi upp þann dóm að stjórnsýslan hafi brugðist ætti að hrikta í sætaröðum hins opinbera. En það gerist ekki. Engan þeirra ætlar saksóknari að sækja að lögum. „  Hvernig er þessum Páli líft í þessari skítalykt sem hann er heltekinn af ?  Er ekki nauðsyn á blóðugri byltingu undir hans forystu?  Er ekki  allt þjóðfélagið maðksmogið af óhæfu glæpapakki að hans mati ? Það sé skakkt í toppinn eins og Danaveldi og þrfi útskiptingar ? 

En ber okkur ekki að athuga bakgrunninn? Hvað lætur manninn skrifa svona ?

Páll víkur ekki einu orði að húsbændum sínum. Þeim sem borga honum kaupið. Nákvæmlega í stíl Baugsveldisins. Að rakka niður allt þjóðfélagið en minnast ekki orði á hverjir stálu þjóðfélaginu og eigum þess. Allir eru sekir nema aðstandendur 365 miðla. Húsbændur Páls Baldvins.

Án þeirrar skýringar væri mér lífsins ómögulegt að koma auga á það, hvernig Páll gæti lifað í þessum drullupolli sem íslenskt samfélag er. Væri hann að skrifa útúr sínum eigin hugarheimi þá væri illt í efni. Það getur vel verið að það sé eftirspurn eftir slíkum  hæfileikum annarsstaðar án þess að ég viti það.  En menn geta líka tekið að sér skítverk fyrir aðra án þess að meina nokkuð með því persónulega og ég læt Pál njóta vafans.

En þessi breiðsíða Baugs er húsbændaholl að mínu mati. Vonandi vel borguð.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418210

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband