Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
26.12.2011 | 23:28
Aðgát skal höfð
segir Einar Ben í Einræðum Starkaðar. Þessi sannindi eru farin að taka á sig nýjar myndir. Maður má ekki segja um alþekktan skíthæl og svindlara að hann sé þannig. Hann getur bara stefnt þér og í krafti peninga sinna leigt sér stjörnulögfræðing til að gera ýtrustu kröfur á þig og selt ofan af þér og kellingunni í fyllingu tímans.
Í gamla daga hjá kónginum mátti alþýðan drepa hvern annan og móðga án þess að bætur kæmu fyrir. En "hátignarmóðgun" var ekki liðin. Þá komu fulltrúar krúnunnar á vettvang og réttuðu. Majestetsfornærmelse var það kallað. Langafi minn var tvisvar landflótta fyrir slíkar sakir. Sjálfur er svo mikill ættleri að enginn hefur tekið nægilegt mark á því sem ég segi til að ég komist þannig til útlanda.Þetta er að verða svona aftur á Íslandi.
Það má ekki segja sannleikann um auðmenn eða hvernig þeir hafa komist yfir peninga sína. Það má enginn hafa skoðun á þeim aðferðum sem þeir hafa beitt til að raka til sín. Þá stefna þeir skrifaranum sem hefur hugsanlega ekki annað en pennann sinn til að verja sig með, enga peninga fyrir lögfræðinga eða annað sem að gagni má koma. Hann verður að sanna að stefnandinn sé sekur annars er hann saklaus. Sá stefndi er því í stöðu ákæruvaldsins án þess að njóta nokkurs styrks nema síns eigin. Má minna á málshöfðanir, Pálma Haraldssonar, Gunnlaugs Sigmundssonar, Jón Ólafssonar og fleiri slíkra dánumanna gegn eignalegum örverpum sem dæmi hér um. Og ekki er þessu lokið.
Nú stefna þeir Húsasmiðjugreifarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson honum Ragnari Önundarsyni fyrir að vekja athygli á viðskiptaháttum þeirra. En Ragnar lýsti því hvernig þeir störfuðu eftir módeli sem maðurinn á Skattstofunni, Aðalsteinn Hákonarson endurskoðandi, var áður búinn að lýsa í skarplegum greinum í Tíund hvernig menn framkvæmdu skuldsettar yfirtökur. Enginn af útrásarvíkingum hefur þorað að stefna skattmanninum fyrir að kortleggja það hvernig skuldsettar yfirtökur eru framkvæmdar í samsæri með bönkum sem ótal dæmi sanna. Þeir beita því þöggun á málin þegar þeim hentar, En verður verkurinn ekki sá, að það þorir enginn að móðga Al Capone eða Pútín? Þeir gætu orðið fúlir? Stefnir ekki ástandið á Íslandi hraðbyri í þessa átt? Ég heyrði um eitt meiðyrðamál sem maður hafði farið í við annan og kallað hann hesthana. Mér skildist að sá móðgaði fékk ekki neitt af því að orðið væri ekki skilgreint í íslenskri orðabók?
Nú skilst manni að þeir Hallbjörn þoli ekki ekki að Ragnar kalli þá féfletta? Þeim finnist þetta móðgun við sig? Höfum við ekki heyrt einhvern tímann að menn hafi verið féflettir? En gæti nafnorðið féflettir ekki haft fleiri en eina merkingu? Ef ég fletti búnti af fimmþúsundköllum til þess að telja þá, er ég þá féflettir? Er rúningsmaður í rétt féflettir? Eru þeir Hallbjörn féflettar í þeim skilningi að þeir séu með fullt af seðlabúntum sem þeir geti flett? Eða að þeir hafi féflett einhvern? Og nú vilji þeir fletta Ragnar Önundarson fé sínu fyrir að dýrka þá ekki fyrir viðskiptasnilld sína?
Svo var kveðið: Útrásarvíkinginn ávallt skalt/ elska sem þinn herra./ Stingur þig annars stálið kalt/ í steininum tárin munt þerra.
Verður ekki svei mér að gæta sín við því að tala ekki af nægri virðingu um menn sem eiga nógan skæs í þessu þjóðfélagi?
Verður ekki að viðhafa aðgát í námunda viðkvæmra víkingasálna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.12.2011 | 18:42
Það sem við er að fást
er þessi fróma yfirlýsing Jónasar Kristjánssonar;( já þessa eina og sanna Jónasar Kristjánssonar)
"Evrópsk stefnuskrá mín Ég er erfingi grískrar menningar og rómversks skipulags. Erfingi kaþólsku og lútersku. Erfingi frönsku byltingarinnar og brezku iðnvæðingarinnar. Erfingi kapítalisma og kommúnisma, einkaframtaks og velferðar, Rínar og Dónár. Ég er sigldur, ekki lagatæknir úr öskustó. Styð sameiningu álfunnar og arfsins í eitt Evrópusamband. Vil veg þess sem mestan. Vona, að það þétti raðirnar og komi á samræmdum vilja í ríkisfjármálum og bankamálum. Þoli ekki íslenzku lúðana í pólitík, dómstólum og embættum, viðskiptum, fjármálum. Vil, að við fórnum hluta af fullveldi okkar og öðlumst aukinn hlut í evrópska arfinum."
Þeir sem sjá í Jónasi leiðtoga lífs síns geta ekki haft það klárara.
Ég gef akkútrat ekkert fyrir þessi sjónarmið. Ég á ekki neitt sameiginlegt með þessari blóðugu sögu byltinga,kúgunar og ríkisstýrðri evrópskri menningarsögu eins og hugsjónir Napóleons og raunar síðar Hitlers um að leggja Evrópu alla undir sína stjórn með illu fremur en góðu, bera með sér. Þeirra Evrópusamband er það sem frjálshuga fólk flýði unnvörpum til frelsisns vestan hafs í Norður Ameríku á sínum tíma. Stjórnlyndið er fætt í Evrópu og á þar sín höfuðból.
Ég er ekki erfingi hugsjóna franskra stórveldissinna eða þýskra Habsborgara. Ég vil horfa líka vestur um haf en ekki bara í austur eins og Jónas. Ég er ekki þröngsýnn rauðvínssinni frá Rín eða Dóná heldur veit að vínsviðurinn í Evrópu nú til dags er ættaður frá Californíu. Ef ekki væri fyrir Bandaríkjamenn væri Evrópa nú líklega undir járnhæl nasista.
Sjálfstæðisflokkurinn samsinnir ekki svona trúarkenndri tilbeiðslu Evrópulúða sem vonandi verða ekki ráðandi í íslenskri pólitík.
Þessi einstrengingslegu sjónarmið Jónasar Kristjánssonar og hans nóta eru það sem við er að fást í pólitík dagsins á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2011 | 12:45
Besta bólusetningin
fyrir þjóðina við framfarafælni eru vinstristjórnir af og til. Þær mynda mótefni í þjóðarlíkamanum sem endist yfirleitt nokkuð lengi. Og þeim mun lengur sem lengur þær sitja.
Þegar þær hrökklast frá völdum er ónæmið yfirleitt sterkt og það er friður fyrir þeim oft í fleiri kjörtímabil en eitt. Núverandi ríkisstjórn mun líklega skapa lengra ónæmi eftir sig en margar aðrar og langt framfaraskeið batnandi lífskjara og lægri skatta fylgja á eftir. Ekki veitir okkur af hressingu.
Vandamál Sjálfstæðisflokksins í velgengni er að oftar en ekki halda aftur af góðærum og uppgangi. Reyna að draga niður í kyndingunni áður en sýður uppúr á katlinum. Því miður beinist orkan oftar að því að þurrka upp úr gólfinu og stýra umhverfishitanum með vaxtahækkunum heldur en að minnka strauminn á plötunni sem leiðir til uppnámsins í eldhúsinu.
Næsta kosningabarátta mun verða mjög lituð af persónuníði vinstriflokkanna á forystu Sjálfstæðisflokksins og fjármál þeirra. Þar verður hamrað á málum sem koma ekki framtíðinni við. Hugsanlega er hægt að hægt að afstýra þessu að hluta með því að byrja persónuskítkastið sem fyrst. Láta allt fjúka núna svo það verði frekar hægt að fá frið fyrir því þegar það skiptir máli að tala um málefni og viðfangsefni. Það hjálpar að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að kunngera í stórum dráttum hvað hann ætlar að gera og geta menn lesið Landsfundarsamþykktir flokksins til þess.
Fylgi stjórnarflokkanna lækkar jafnt og þétt þess fleira sem þeir gera eða gera ekki. Hvenær kemur að því að þeir springa á limminu vita menn ekki. En þá verða margir fegnir en fáir hryggir.
Og fullbólusett verður þjóðin þá
23.12.2011 | 15:52
Gleðileg jól !
og farsælt nýtt ár segi ég við alla bloggvini og þá sem hafa séð ástæðu til að að líta við hér á sðunni. En teljarinn á síðunni segir mér að frá upphafi hafi innlitin verið nærri hálfmilljón talsins. Ég er eiginlega steinhissa en get ekki annað verið en þakklátur því ekki er ég svo sannfærður um að það sé nú allt gáfulegt sem ég hef skrifað þar. En ég hef ekki skrifað mér þvert um hug, mér fannst þetta þegar það var skrifað. Og sagt eer að stundum ratast kjöftugum satt á munn.
Svona bloggari eins og ég velti stundum fyrir sér til hvers fjárans maður sé að þessu að vera skrifa niður hugsanir sínar um þetta og hitt. Ætli það sé ekki svipað eins og Alexander mikli sagði í ræðunni yfir hermönnum sínum í Hindustan, sem vildu ekki fara lengra en vildu fara heim. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Skiljið þið ekki að það er herförin sjálf sem hefur tilgang í sjálfri sér. Ekki hverju hún áorkar. Það er ekkert stórfenglegt við að fara heim, við höfum verið þar. Er það ekki eitthvað svipað með þetta blogg. Þetta er bara skemmtun sem engu skilar nema það sem það er í sjálfu sér að spjalla við gesti og gangandi. Og þó. Maður rekst á hin og þessi sjónarhorn og upplýsingar sem maður tekur eftir af því maður vissi það ekki áður og margir koma með punkta sem breyta heilmiklu fyrir bloggarann sjálfan og láta hann fá aðra sýn á málin.
Það er frekar fáir sem eru illskeyttir í seinni tíð eins og var fyrr á árum bloggsins. Það eru helst þeir sem hata Sjálfstæðisflokkinn almennilega sem taka hressilega uppí sig á þessum síðum. Þessa kalla ég yfirleitt komma í einu orði til að stríða þeim. Ég viðurkenni að ég hef stundum lúmskt gaman af því að kynda undir þeim með því að skrifa vel um Sjálfstæðisflokkinn. En það kemur nú meira af því að sjálfstæðisstefnan, þessar einföldu tvær klausur geta varla skaðað nokkurn mann, falla saman við lífsskoðanir manns sjálfs og svo margra sem maður þekkir, ekki bara hérlendis heldur allstaðar og er einföld frjálshyggja og þjóðernishyggja. Allt bull kommanna um einhverja nýfrjálshyggju sem allskyns reyfarar lifa eftir er út í hött að klína á Sálfstæðisflokkinn. AlCapone hafði brennandi áhuga á stjórnmálum, elskaði Bandaríkin og fánann og allt það en var ekki skráður í Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði á kosningadaginn: SamBandaríkjamenn mínir: Kjósum snemma og kjósum oft! Kjósum allan daginn! Hann var nefnilega eins og hann var og sjálfsagt kunnað að réttlæta sig ef svo bar undir eins og okkar bankareyfarar gera. Og svo er það líka með sjálfstæðísmenn. að þeim er ekki öllum gefin andleg spektin alltaf. En þeir eru flestir bestu grey innvið beinið eins og ég held að ég sé, sem eru kannski mestir í nösunum.
Þessa vísu gerði Unndór Jónsson um afa minn Halldór Skaptason, en þeir voru vinnufélagar hjá Símanum og miklir vinir. Unndór var svo mikil eftirherma að mér fannst sem afi væri kominn ljóslifandi þegar Unndór fór með vísuna fyrir mig einu sinni:(ég held ég hafi náð henni rétt)
"Brattgengur, bumbuvaxinn, með brosið um allan skrokkinn. Þín láglendisviska að vonum,vermir Sjálfstæðisflokkinn."
"Helvítið þitt Unndór, ég skal drepa þig" sagði svo Unndór með rödd afa þegar vísan var búin og hló stórkarlalega eins og hann." Mikill listamaður Unndór. Afi Halldór var mikill flokksmaður og heyrði ekki alltof vel á fullorðinsárum. Þá man ég að hann hlustaði á einhverja fjölskyldumeðlimi rífast um pólitík og hvaða flokka menn ættu að kjósa. Það væri svo mikið að þeim öllum, þessi svona og hinn svona. Hann sagði lengi fátt en þegar færi gafst sagði hann eins og við sjálfan sig. "Ja, alltaf er nú bestur Blái Borðinn." En það var fræg auglýsing smjölíkisframleiðandans Ragnars í Smára. Nú eru þessar umræður löngu liðnar, enginn étur smjörlíki oná brauð lengur og allir þeir sem þátt tóku og um var rætt horfnir á braut. Sýnir manni það hversu allt líður hjá útí bláinn. Og þessi jól eru ekki þau síðustu.
Það hefur í mörgu verið farið eftir frjálshyggjunni og sjálfstæðisstefnunni í sögu þjóðarinnar. En það hefur alltaf verið einhver stjórnlyndisþáttur og líka "Stétt með stétt" hugsunin með i flokknum sem þeir lengst til hægri eru stundum misánægðir með. En í heildina er það sem kemur frá flokknum yfirleitt betra fyrir alla en það sem kommarnir gera því þeir eru svo lifandis ópraktískir og miklir vinglar líka. Svo er öfundsýkin svo ríkjandi þáttur í lundinni hjá þeim og gerir þá vansæla. Og vansælt fólk er leiðinlegt í lund og þarf glaðning og lagast oft undravert við það. Það hefur lika yfirleitt almennt best gengið fyrir þjóðinni þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn en alltaf áberandi verr þegar hann er utan stjórnar. Eins og verið hefur hér frá hruninu og þjóðin fer vonandi að taka út síðustu þjáningarnar með nú um áramótin, þegar skrúfurnar herðast hjá Steingrími og skattahækkanirnar og harðræðin dynja yfir.
Fólkið fékk þessa hrútleiðinlegu og húmorslausu ríkisstjórn yfir sig af því að hún hélt upp til hópa að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið heimskreppunni af stað með því að setja Lehmansbræður á hausinn. Þessi sama þjóð setti á stað ritgerðarsmíð á vegum Alþingis til að sanna þá skoðun. Sá doðrantur liggur nú frammi og enginn lítur í hann lengur. Enda alveg tilgangslaus eins og tillögur Stjónlagaráðs. Sannaði nákvæmlega ekki neitt og fátt er merkilegt við hann nema kostnaðurinn sem var auðvitað legíó. Hinsvegar er margir þeirrar skoðunar að margt hafi hafi farið úrskeiðis í stjórnun í góðærinu sem ekki þurfti að fara svoleiðis ef við hefðum verið betur vakandi. En það er fráleitt að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm vegna þess og vonandi rennur sú bræði bráðum af því fólki sem það gerði. Allir gera sín mistök og hver uggir nægilega að sér á miðju fylleríi og gerir einhverjar alskynsamlegar raðstafanir fyrir daginn eftir?
Jæja, þetta skrif er farið út í hróa og móa. Ég ætlaði bara að segja:
Öllsömul, kommar,kratar,frammarar og íhaldsmenn og hinir sem eru of gáfaðir til að láta draga sig í svolleiðis dilka og halda að þeir geti eitthvað betur svoleiðis.
Gleðileg jól ! Prosit Neujahr!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.12.2011 | 15:00
Láttu þig dreyma stórt!
sagði Henrietta Szold: "Dare to dream... and when you dream, dream big." Hún stofnaði hjálparsamtök Zionistakvenna Hadassah árið 1909. Í dag með 300.000 félagsmenn hafa samtökin gert og gera enn raunhæf stórkraftaverk sem henta hverjum tíma. Núna voru þau að leggja 2 milljónir dollara í stofnfrumu- rannsóknir.
Þetta leiðir hugann að því að ég hlustaði á útvarpið segja frá depurðinni sem ríkir í þjóðfélaginu okkar. Geðvandamál vegna fátæktarinnar þjaka landsmenn sem aldrei fyrr. Mara allsleysis smærri meðbræðra og systra liggur yfir þjóðinni, þó við hin betur settu gleymum þessu mörg ágætlega í kapphlaupinu við að geta borgað reikningana okkar og kaupa það sem hugurinn girnist.
Ef við þyrðum að láta okkur dreyma eins og Henrietta Szold, og létum okkur dreyma eitthvað stórt, hvað gætum við ekki séð fyrir okkur? Gætum við séð það að allir hlutir á markaði myndu lækka um 30 % ? Bílar, sjónvörp, föt myndu stórlækka? Það væri hægt að fá vinnu sem borgaði reglulega laun þar sem við gætum keypt þetta allt? Þó við þyrftum að spara fyrir því? Þjóðfélag þar sem fátækt fólk þyrfti ekki að bíða í biðröðum eftir neyðaraðstöð? Þjóðfélag þar sem skattheimta yrði svo viðráðanleg að fólki fyndist hún sanngjörn og þess vegna stinga minna undan?
Og ef maður er í því að láta sig dreyma , þá ætla ég að byrja á einum stórum draumi sem spinnst af því að ég er að hlusta á fréttir í hádeginu um það að Hagstofan mæli nú 5.5 % verðbólgu í landinu. Ég spurði mig að því hvort þjóðin eða ég eða þú sjálfur myndum einhverntíman spyrja okkur að því hvað þjóðin eða þú gætu gert fyrir Ísland? Í stað þess að spyrja sífellt hvað ríkisstjórnin, þingið og þjóðin og Ísland geti gert fyrir þig og mig?
Reynum að láta okkur dreyma upp fyrir okkur þjóðarsáttardagana 1989 í stað þess að horfa aðgerðalaus á verðbólgutölurnar æða upp á við. Hvað sögðu þeir Einar Oddur og Guðmundur Jaki á ótal fundum um landið? Var þá ekki að dreyma drauma um nýja tíma? Sáu þeir ekki draumana rætast af því að þeir sannfærðu brenndu börnin? Getum við ekki reymt að láta okkur dreyma þeirra drauma upp aftur?
Ég læt mig í framhaldi af þessu dreyma um það, að Alþingi setji lög í viðtækri sátt allra flokka um það, að gengi krónunnar skuli hækka um 6 % á tilteknum degi. Allir vextir lántökugjöld,þjónustugjöld skulu lækka um sömu tölu.Höfuðstóll verðtryggðra skulda skuli færast aftur til 2007, gengistryggð lán reiknast aftur til upphafsgengis og innlendra vaxta,ný lán eru á nýrri vísitölu. Allt verð á vöru skal lækka um sömu 6% daginn eftir, útseld vinna hjá skilanefndum, lög-og verkfræðingum og iðnaðarmönnum skal lækka um sömu prósentu. Öll föst laun í landinu skuli lækka um sömu 6% líka(nema laun undir tölunni X sem skulu hugsanlega vera óbreytt). Allir kaupmenn skulu hafa 2011 verð í sértökum reit á verðmerkjum sínum.
Bensíngjald, tryggingagjöld skulu líka lækka um sömu prósentu. Allar verðhækkanir sem kunna að verða nauðsynlegar vegna heimsmarkaðshækkana mega aðeins koma til framkvæmda ef sérstök nefnd ASÍ og SA samþykkir útreikninginn samhljóða. Verkföll verða engin þennan tíma. Þessi lög gildi í 6 mánuði eða jafnvel eitt ár. Þá verði þau endurskoðuð með tilliti til árangurs. Ef reynslan er góð þá má endurtaka þetta. Annars skal allt fara í sama farið ef þjóðin er sammála um að það sé betra. Enda hvorugur þeira Einars Odds eða Guðmundur lengur meðal okkar til að tala um fyrir okkur um sjálfsvörn verðhækkana. Þeirra í stað eru komnir nýjir spámenn með nýtt vín á gömlum belgjum.
Ef ég hefði þorað að láta mig dreyma áfram, þá hefði mig dreymt að þetta myndi ganga í friði í 2 ár. Þá hefði hugsunarháttur þjóðar okkar hugsanlega breyst eitthvað í þá veru sem Kennedy talaði um á sínum tíma því við hefðum samtímis fyrirskipað að íslenski fáninn yrði í öllum skólastofum landsins og öllum opinberum afgreiðslum af augljósum ástæðum.
Líklega hefði krónan þegar hér er komið draumnum þá náð 2007 genginu, verðlag hefði lækkað og kaupmáttur aukist til muna og hér væri komin á ró og frelsi. Eftirspurn hefði aukist, verðbólga væri lítil, hugsanlega eitthvað launaskrið orðið. En TRAUSTIÐ væri komið aftur og aflandsgengi skipti ekki lengur máli. Og TRÚIN á landið og þjóðina væri komið aftur. Hugsanlega til að vera. Við værum að virkja og grafa göng sem einkaaðilar fjármagna með veggjöldum. Við værum farin að sinna uppgræðslu landsins okkar meira og aðstoða fátæk erlend ríki.
Mann getur dreymt stórt án þess búast við að draumarnir rætist. Og líklega eru það örlög flestra drauma að enda með því að maður vaknar til grás veruleikans. En allar ferðir okkar byrja af því að okkur dreymir um eitthvað sem er ekki komið.
Af hverju þá ekki að dreyma eitthvað stórt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2011 | 08:44
Einkavæðing Perlunnar
er eitthvað það vitlausasta sem Borgarstjórn dettur í hug til að spara hjá Orkuveitunni. Orkuveitan er ekki í peningavandræðum nema af því að þar réðu rekstarflón sem höfðu ekki gripsvit á neinu sem viðkom frumskyldu sveitarfélaga. Það þarf eiginlega að reisa styttu af Alfreð Þorsteinssyni við höfuðstöðvarnar komandi kynslóðum til viðvörunar. Þá má setja lágmyndir af nokkrum öðrum úr borgarstjórn á stallinn þar sem þeir tilbiðja goðið og ganga á vatni. Og hafa svo pílu sem bendir á Seltjarnarnes þar sem heitavatnið kostar helmingi minna en hjá OR og þeir græða á rekstrinum þrátt fyrir erfðar aðstæður án þess að þurfa að selja veituna eða eignir hennar.
Að ætla að selja Öskjuhlíðina til braskara er ámóta vitlaust og að treysta Flugmálastjórn fyrir trjágróðrinum þar. Perlan er viðkomustaður fyrir allar rútur með þýska túrista sem til landsins koma. Þar er hinsvegar ekkert gert til að ná af þeim einhverjum evrum, reksturinn er metnaðarlaus og hugmyndalaus og greinilega í höndum einhverra sem þyrfti að vekja. Hann má bæta án söluvitleysunnar.
Stjórn Borgarinnar er í tröllahöndum AtterDags og Aspardráparans. Þeir eru martröð alls höfuborgarsvæðisins sem þjáist undir þeirra stjórn á Orkuveitunni. Einkavæðing Perlunnar er afleit hugmynd.
20.12.2011 | 22:27
Ríkisstjórnin gefur puttann
til utanríkismálanefndar Alþingis.
Maður mátti búast við einhverju eftir viðbrögð Steingríms J. sem sagði samþykkt meirihluta nefndarinnar sýna að í utanríkisnefnd væru tvær álíka stórar fylkingar. Það væri því eðilegt að hann og hans framkvæmdalið sæju um framkvæmdina á þessu. Og það varð ljós eins og hjá Drottni allsherjar.
Í Soprano þáttunum amerísku nefndu hetjurnar svona hegðun ákveðnu nafni sem ég get bara alls ekki munað! Mikill töffi er hann Steingrímur annars og hefur örugglega séð Soprano gefa puttan í ómerkinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2011 | 07:14
Stóriðjan dæmd á stjórnina
"...Norðurál stefndi HS orku 19. júlí 2010 og krafðist þess að staðið yrði við samninginn eins og hann var gerður árið 2007. HS Orka hafði annan skilning á ákvæðum samningsins um afhendingu raforkunnar og verð hennar. Málinu var skotið til gerðardóms í Svíþjóð sem ítrekað hefur frestað úrskurði sínum.
Niðurstaða dómsins er að túlka afhendingar- og verðákvæði samningsins Norðuráli í vil. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Júlíus J. Jónsson, forstjóra HS Orku, án árangurs. Þess í stað sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu. Þar segir að niðurstaðan sé ekki einhliða og báðir aðilar hafi fengið jákvæða niðurstöðu í ákveðnum atriðum kröfugerða sinna.
"Þó úrskurðurinn kveði á um ákveðna afhendingarskyldu HS Orku til hins nýja álvers er sú afhendingarskylda háð því að uppfyllt verði nokkur skilyrði sem gerðardómurinn úrskurðaði að ekki hefðu verið uppfyllt," segir í tilkynningunni....
Ágúst F. Hafberg, hjá Norðuráli, segir fulltrúa fyrirtækisins munu setjast yfir málið með HS Orku við fyrsta tækifæri og leysa úr þeim málum sem eftir eru.Markmið fyrirtækisins sé að koma framkvæmdum við álver í Helguvík af stað sem fyrst. Ágúst segir fyrirtækið hafa tryggt fjármögnun fyrsta áfanga, en til hans þarf 150 megawött af orku. "Fjármögnun okkar verður ekki vandamál."
Hann segir hins vegar að fyrirtækið verði að fá tryggingu fyrir tveimur áföngum, af fjórum fyrirhuguðum, áður en til framkvæmda komi. Hægt sé að hefja framleiðslu í fyrsta hluta nýs álvers tveimur til tveimur og hálfu ári eftir að ákvörðun um framkvæmd hefur verið tekin..."
Þetta hlýtur að vera sorgardagur í ríkisstjórn Íslands, sem hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að hindra þessa framkvæmd heldur leysa atvinnumálin á suðurnesjum á "einhvern annan hátt".Búin áður að kollvarpa stóriðjuhugmyndum á Bakka með loforðum um eitthvað annað.
Það er eiginlega makalaust að ríkisstjórnin láti dæma á sig að gera eitthvað í stóriðjumálum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2011 | 07:05
Hagsýn félagshyggjunnar
birtist í grein Þrastar Ólafssonar í Frétablaðinu:
"En við vorum að ræða mælikvarðann fyrir framfarir. Hvað með framfarir á sviði menningar, mannréttinda, réttinda kvenna, umbóta í umhverfismálum o.s.frv.? Eru þetta ekki framfarir? Auðvitað er aukning matvælaframleiðslu góð, þegar fólk er hungrað, en verður að sorpúrgangi, ef allir hafa nóg að borða. Það er margt mikilvægara í mannlegu lífi en heimta meira af efnalegum gæðum a.m.k. á flestum Vesturlöndum.
Þar þarf hins vegar að skipta gæðunum öðruvísi og hætta að skilgreina framfarir sem magn meira af heldur sem gæði betra. Framleiðsla á bíl sem eyðir minna og mengar minna er framför. Hraðbraut á brú yfir Mývatn myndi eflaust stytta vegalengdir, og skaffa tímabundna atvinnu, en jafnframt eyða ró, spilla náttúrufegurð og skemma samfélag. Þessi framkvæmd myndi trauðla teljast til framfara, þótt hún yki hagvöxt. Þessar vangaveltur jafngilda ekki því að loka eigi öllum steypustöðvum og hætta að framleiða ál. Þær segja hins vegar að allt hafi sinn tíma. Sá skilningur sem við lögðum í hugtakið framfarir um miðja tuttugustu öld eru tímaskekkja nú. 21. öldin verður óhjákvæmilega öld efnalegrar nægjusemi, því flestir í okkar heimshluta hafa nóg af efnalegum gæðum. Þegar flestar auðlindir eru fullnýttar tekur mannvitið við, framleiðir af hugviti og deilir jafnar auðæfum og atvinnu."
Það er ekki hagvöxtur sem þeir vinstri menn sjá fyrir sér. Það er að skipta skorti. Það er að föndra með hugvit og stefna að efnalegri nægju semi. Hvað er þetta fólk, 6300 talsins, að þvælast úr landi? Er það eitthvað óanægt með Mývatn?
Skilur það ekki hagsýn félagshyggjunnar?
20.12.2011 | 06:55
Árangur baráttunnar
í stuðningi við Árna Pál er þessi:
"Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins ásamt sérfræðingi í málefnum EFTA-dómstólsins mættu í gær á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að skýra hvaða ráðuneyti hafi forræði í samskiptum Íslands við ESA vegna Icesave-dómsmálsins. Sögðu þeir málið heyra undir utanríkisráðherra.
Það hefur hins vegar um skeið verið unnið í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem verður nú í samstarfi við utanríkisráðuneytið um dómsmálið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur úr VG bókuðu að málið ætti að vera áfram hjá efnahags- og viðskiptaráðherra."
En hvað segir svo sá sem ræður? : "Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segist ekki hafa heyrt rök eða sjónarmið Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, enda hafi málið ekki verið rætt í þingflokknum. »Ég get því ekki tjáð mig um það sem stendur en mér sýnist náttúrulega að að lokum hljóti það að vera á hendi framkvæmdavaldsins að ákveða sína verkaskiptingu í þessu máli og styðjast þar við lög og reglur og alþjóðasamninga.« Í sjálfu sér geri hann ekki athugasemdir við að utanríkismálanefnd lýsi skoðunum á þessu enda geti það varla orðið það eina sem ráði niðurstöðunni, þegar nefndin skiptist í tvær jafnstórar fylkingar. Það sé því ríkisstjórnarinnar að komast að skynsamlegri niðurstöðu og það verði gert." Þá vitum við það hver fer með Icesave málið.
Mikil barátta í stjórnarandstöðu að baki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko