Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
4.6.2011 | 10:24
Furðuflokkur
forsætisráðherra er sagður skjóta sér framhjá að borga virðisaukaskatt af starfsemi sinni með því að halda fundi í skólum og éta í skólamötuneytum. Sjálfsagt hefur formaður VG ekkert við þetta að athuga þar gegn því að hann fái að gera þetta líka.
En boðskapurinn sem gekk uppúr forsætisráðherranum á fundinum var stórkostlegur og minnti hellst á Kim Il Sung eða Kastró. Þar hótaði hún því að fjárglæframenn, ofurlaunalið og stóreignaelítan, sem er sjálfsagt öll úr Sjálfstæðisflokknum skuli nú ekki fá að soga til sín arð þjóðarinnar og nýbyrjaðan hagvöxt í skjaldborgarhugarheimi ríkisstjórnarinnar. Vonandi lenda þessar ráðstafanir ekki á Mávi Guðmundssyni í Seðlabankanum,en ekki hefur heyrst neitt nýlega um það hvort hann fékk kaupkröfum sínum framgengt,
Stéttabaráttan gamla lifir góðu lífi hjá forsætisráðherra landsins. Manni sýnist hún toppa formann VG algerlega í marxískum stílbrögðum um alræði öreiganna. Enginn á uppá pallborðið hjá Jóhönnu Sigurðardóttur nema hann sé vesæll og blankur beiningamaður sem lifir á mjóum þvengjum.
Samfylkingin er furðuflokkur í fleiri en einum skilingi.
2.6.2011 | 23:30
Friedmann og Stefán Ólafsson
voru sérlega skemmtilegir báðir á 8 myndböndum sem ég var að horfa á frá því fyrir löngu þegar dr. Milton Friedmann kom hingað ásamt Rose konu sinni. Hann flutti þá magnað mál og gekk á hólm við þá doktorana og prófessorana Stefán Ólafsson, Ólaf Ragnar Grímsson og Birgir Björn Sigurjónsson rithöfund. Þau myndbönd má sjá ennþá á YouTube og standa fyrir sínu.
Friedmann fór á kostum og varð ég eiginlega kjaftstopp þegar ég hugleiddi hvílikt kapasítet þessi maður var. Það var sama hvar var komið að honum í hagfræði og stjórnmálum að hann var allstaðar heima og hafði einstaklega skýra sýn að vandamál daglegs lífs, bæði þjóða og einstaklinga.
En það sem kom mér mest á óvart var frammistaða Stefáns Ólafsson prófessors í þessum þætti. Yfirvegaður og fágaður og með skarplegustu spurningarnar að mér fannst og sá sem Milton virtist veita hvað mesta athygli. Ég var einhvernveginn búinn að láta búa mér til mynd af Stefáni sem einhverjum vinstri-kverúlanti sem hakkaði niður frjálshyggjuna en púkkaði upp kommana og kratana. Ég fór að lesa um þennan mann á netinu og eiginlega breytti um skoðun.Ég finn ekki andstæðing í honum heldur athugulan vísindamann sem er síður en svo andsnúinn frjálshyggju. Mér finnst Stefán hafa borið hag litla mannsinns, sem Albert gerði frægan, fyrir brjósti, fremur en að hann væri að reyna að skemma íhaldið. Gagnrýni hans beinist að því að stjórnmálamenn hafa svikið þennan litla mann. Allir sem einn !
Þeir hafa skattpínt hann langt umfram það sem Milton Friedmann talaði um.
Ein grein Stefáns grípur á þessu sem hann ritar eftir lát dr. Friedmanns árið 2006. Þar segir dr. Stefán m.a.:
...." Ríkisstjórnin sem setið hefur á Íslandi frá 1995 hefur að mörgu leyti fylgt forskriftum Friedmans. Hún hefur markaðsvætt, einkavætt og stórlega létt sköttum af fyrirtækjum, fjárfestum og hátekjufólki.
Um leið jók hún hins vegar skattbyrði níu af hverjum tíu heimila, mest þeirra sem lægstu tekjurnar höfðu. Það gerði hún með því að láta skattleysismörk ekki fylgja launaþróuninni. Í kjölfarið jókst ójöfnuður hér verulega, jafnvel meira en í Bandaríkjum Reagans, Bretlandi Thatchers, Chile Pinochets, og í frjálshyggjubyltingunni á Nýja Sjálandi. Að þessu leyti má telja stjórnarstefnu Íslands sl. 10 ár til þessara þekktustu frjálshyggjustjórna heims.
Friedman hefði ekki gert athugasemdir við aukin skattfríðindi fyrirtækja og hátekjufólks, né heldur við aukinn ójöfnuð. En varla hefði hann stutt þá miklu fyrrnefndu hækkun sem varð á skattbyrði lágtekjufólks, meðaltekjufólks og lífeyrisþega. Né heldur hinn mikla vöxt opinberra umsvifa sem af henni leiddi. Hann vildi hóflegan flatan skatt og að skattleysismörk væru álíka há og lágmarkslaun á vinnumarkaði.
Ef þessari stefnu Friedmans hefði verið fylgt á Íslandi væru skattleysismörk nú um 130 þúsund krónur á mánuði en ekki 79 þúsund eins og ríkisstjórnin hefur skammtað. Þá væri hagur lágtekjufólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega mun betri og ójöfnuður í landinu minni. Friedman hefði sumsé gert betur við lágtekjufólk á Íslandi en ríkisstjórn landsins.
Ríkisstjórnin fór þannig langt framúr forskrift lærimeistara síns. Hún gekk svo hart fram í að bæta hag og frelsi fyrirtækjaeigenda og hátekjufólks að hún fórnaði hagsmunum almennings. Nýlegar hugmyndir um að breyta Íslandi í alþjóðlega fjármálamiðstöð (lesist skattaparadís fyrir auðmenn) ganga enn lengra í þessa átt.
Íslenska frjálshyggjustjórnin hefur þannig framkvæmt óvenju róttæka útgáfu af þeirri stefnu sem Friedman boðaði. Eldri borgarar, öryrkjar, ungar barnafjölskyldur og lágtekjufólk á vinnumarkaði hafa engum skilningi mætt á sama tíma og allt kapp hefur verið lagt á að skapa ríkasta fólkinu fríðindaumhverfi sem virðist einstakt á Vesturlöndum. Betra en í Bandaríkjum Bush og Reagans.
Það er umhugsunarefni að íslenskir sporgöngumenn Miltons Friedman skuli hafa farið framúr þeim markmiðum sem hann sjálfur setti fyrir Bandaríkin."
Ég viðurkenni að mér svíður dálítið undir þessum orðum. Vorum við Sjálfstæðismenn ekki of blindir og of auðtrúa þegar okkur var stöðugt sagt að ríkistjórn okkar væri að lækka skatta og svona kallar eins og Stefán Ólafsson væru bara Baugsliðar að rægja okkur ? Hefðum við ekki átt að hlusta betur og vera ögn minna sjálfsánægðir? Lesa allt sem Friedmann sagði en ekki bara það sem okkur passaði? Skattleysismörk eiga aldrei að vera lægri en sem svarar lágmarkslaunum. Allt annað er siðleysi sem við Sjálfstæðismenn eigum að gafa sem ótvírætt stefnumark að hrinda í framkvæmd ef við nokkurntímann komumst til áhrifa aftur. Auðvitað lækkuðum við skatta á fyrirtækjum og mörgu öðru. En við gleymdum litla manninum eða tímdum ekki að sinna honum eins og þurfti.
Þessi ríkisstjórn hefur svo haldið áfram á sömu braut og hin fyrri gagnvart litla manninum. Flestar skattlækkanir hennar aðrar eru horfnar til baka. Norræna velferðarstjórnin hefur hækkað gjöldin en ekki lækkað á þeim sem þess þurftu með. Litli maðurinn verður áfram kvalinn og ekki víst að hann finni neinstaðar vini í þeirri forstokkuðu skattheimtuheimspeki sem við nú lifum í að norrænum velferðarhætti þar sem boðað er af hugmyndafræðingum "að öll lífsins gæði beri að skattleggja".
En hugmyndafræði vinstrimanna er ávallt sú, þvert á það sem Friedmann vildi, að skattleggja og eyða. Treysta stjórnmálamönnum betur en einstaklingunum til að stjórna eyðslu sinni og vegferð. Dýrkun forræðishyggjunnar sem Friedmann barðist ótrauður gegn. Þessi maður er í mínum huga án efa einn merkasti fræðimaður síðustu aldar á svið hagfræði og stjórnvísinda. Og Stefán Ólafssson í Háskóla Íslands lét hann sig varða með opnum huga en ekki fordómum.
Allavega vil ég þakka Stefáni Ólafsssyni fyrir að hafa hlustað á Friedmann betur en ég á sinni tíð. Ég sé það núna að að maður má aldrei alhæfa neitt hvorki um menn né málefni.
Því lengi skal manninn reyna. Bæði mig, Friedmann og Stefán Ólafsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2011 | 09:57
Lilja kveður
um sýn sína á hagfræði í mikilli grein í Mogga í dag. Hafi einhver haldið að dr.Lilja Mósesdóttir væri hagfræðingur eins og þeir ganga og gerast þá færir þessi grein mönnum skilningsauka að svo miklu leyti sem hægt er að skilja samhengið í greininni fyrir meðaljóninn.
Það sem ég skil eru hinsvegar eftirtaldar tilvitnanir sem opna sýn inní hugarheiminn sem stjórnlyndið byggir:
"Kostir og gallar hafta
Kosturinn við gjaldeyrishöft er að hægt er að tryggja meiri gengisstöðuleika og samkeppnishæft gengi gjaldmiðilsins á sama tíma og verðbólgu er haldið í skefjum. Auk þess gera höftin mögulegt að hafa vaxtastigið lægra til að örva vöxt raunhagkerfisins. Hagvaxtaráhrifin af lægra vaxtastigi og meiri stöðugleiki en ella er talið af mörgum vega upp viðskiptakostnaðinn sem fellur á atvinnulífið vegna gjaldeyrishafta.
Áhersla AGS á háa stýrivexti allt frá því að höftin voru innleidd hefur því miður dregið verulega úr ávinningum af þeim fyrir íslenskt efnahagslíf.
Gallinn við gjaldeyrishöft er neikvæð viðbrögð á alþjóðalánamörkuðum. Reynslan sýnir að neikvæðu viðbrögðin rista ekki djúpt og lánshæfismatið hækkar fljótlega aftur þegar gengisstöðugleiki hefur náðst. Auk þess býr of lágt gengi gjaldmiðils til mikinn tekjuauka hjá útflutningsfyrirtækjum sem veldur verðbólguþrýstingi. Draga má úr þrýstingnum með því að skattleggja þann hluta tekjuaukans sem er til kominn vegna of lágs gengis....."
Er hægt að lesa annað út úr þessu en einlæga trú hagfræðingsins dr. Lilju á kosti hafta og miðstýringar? Getur sá sem þetta skrifar verið eitthvað annað en marxískur hagfræðingur í anda díalektiískrar efnishyggju?
Kostir haftanna hafa greinilega kosti umfram galla í hugarheimi dr. Lilju Mósesardóttur. Hafi menn bundið vonir um að hagfræðimenntun Lilju upphefði þau áhrif sem fylgja því að vera kjörinn þingmaður fyrir VG, þá sjá menn að sú gjá verður ekki brúuð. Félagsmaður í VG stjórnast af einhverju allt öðru heldur en rökhyggju eða frjálshyggju.
Enn segir dr. Lilja um kosti haftanna:
"Hagfræðingar eru ekki sammála um hvort sé skilvirkara gjaldeyrishöft í formi reglna eða skattlagningar á t.d. útstreymi fjármagns. Með því að innleiða gjaldeyrishöft í formi reglna getur Seðlabankinn haft meiri stjórn á magninu sem kemur inn á gjaldeyrisskiptamarkaðinn. Þessu eru öfugt farið með gjaldeyrishöft í formi skattlagningar en þá hefur skatturinn áhrif á hvaða verð er greitt fyrir gjaldmiðilinn...."
Þetta ryður svo brautina fyrir þeirri ályktun dr. Lilju, að Seðlabankinn geti lagt á skatta:
..."3) Seðlabankinn getur lagt á skatt á uppboðsviðskiptin til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Seðlabankinn getur jafnframt aukið framboð af ódýru fjármagni til atvinnulífsins með því að lækka skattinn hafi fjármagnið verið notað til fjárfestinga í ákveðinn tíma áður en til útstreymis kom...."
dr. Lilja er Alþingismaður VG, þó að hún gefi lítið fyrir þá kjósendur í dag, og ætti væntanlega að vita að engann skatt má leggja nema samkvæmt lögum.
Greinin í heild veitir innsýn inn í það Ginnungagap sem er á milli hugmyndaheims frjálshyggjunnar og marxismans sem nú ræður ríkjum í hagstjórn Íslands, þar sem opinber afskipti, reglur og sérhagsmunir ráða öllu um framvinu mála þjóðarinnar.
Ekki vilja margir þessa Lilju í Morgunblaðinu kveðið hafa.
1.6.2011 | 15:56
Stjórnin riðar
í þessari lotu eins og hnefaleikamaður sem hefur fengið á sig þungt högg.
Þá er oft fangaráðið að fara í fangbrögð og hanga á andstæðingnum meðan menn jafna sig. Einmitt það er stjórnin að gera. Rjúka upp og tala um "Ísland úr Nato og herinn burt". Tala um sjávarútvegsmál eins og verið sé að leggja línurnar til næsta aldarfjórðungs. Ólína sé búinn að sjá málið til enda og það verði að keyra þetta mál í gegn strax þar sem síðasta vertíð sé í húfi og næsta líka. Tala um framtíð Íslands og ESB.
Ásmundur Daði kominn til Framsóknarmaddömunnar sem hleypti honum tafarlaust uppí til sín. Steingrímur flytur skýrslu um afrek sín á fjármálasviðinu sem allir vita er að bull frá upphafi til enda. Þjónustujöfnuðurinn er bullandi neikvæður sem þýðir að það er gjaldeyrisútstreymi úr landinu. Enda Már hálfræfilslegur í sjónvarpinu í gær. Það var eins og neistinn hefði farið af einu kertinu.
Það er vafi á að stjórnin geti varist vantrausti mikið lengur við þessar aðstæður. Það er fólk sem er að bogna í hnjáliðunum efir síðustu uppercut. Kjarasamningarnir eru í uppnámi segja þeir Villi. Stjórnin riðar. Hún bara hangir þarna inni.
Að öllum líkindum verður hún talin út fljótlega.
1.6.2011 | 08:33
Morgunblaðið
er núna lævíst og lipurt eins og Jón Kadett þekkti með syndina. Morgunblaðið bauð mér fríáskrift í mánuð. Ég hætti að kaupa það einu sinni fyrir mörgum árum þegar ég fornemaðist við blaðið sem tók ekki lengur við greinum frá mér en gaf mér bloggsíðu í staðinn. Í því fannst mér felast mat ritstjórans þáverandi á mér og mínum líkum. Og ekki langaði mig neitt til að skrifa í blaðið þegar næsti ritstjóri tók við og gerði blaðið evrópusinnað. Nú kveður auðvitað við annan tón í blaðinu en ég hef haft aðrar leiðir til að lesa það því ég er að upplagi bæði kjaftfor og heimskur og auðvitað langrækinn í framhaldi af því.
Það er ólýsanlegur léttir og endurfundir að fá blaðið í pappír með Baugstíðindunum á morgnana með morgunkaffinu. Maður las Fréttalaðið áður spjaldanna á milli sér til ergelsis. Nú les ég Moggann en varla fletti hinu.
Var ekki sagt að fíkniefnasalar gæfu fyrtu skammtana fría. Svo væri afgangurinn auðveldur.
Ætli ég geti hætt með Morgunblaðið á pappír eftir mánuðinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2011 | 08:19
Stórkostlegur !
er Steingrímur Jóhann. Enginn flokksforingi hefur sýnt af sér þvílíka seiglu gegn ofureflinu eins og hann síðan Gunnar Thoroddsen fékkst við Guðrúnu Gervasoni til að halda lífi í stjórn sinni.
Steingrímur er yfirlýstur friðarsinni, andstæðingur NATO, AGS, ESB, Icesave, virkjana, stóriðju og erlendra vogunarsjóða. Hann er aðili að ríkissjórn sem getur stöðvað loftárásir á Líbýu þegar í stað með neitunarvaldi í yfirstjórn NATO. Hann lætur Guðfríði Lilju í staðinn flytja gamla tillögu frá félaga Svavari um "Ísland úr Nato og herinn burt". Þrír burthlaupnir þingmenn VG hlýða honum auðvitað með því að skrifa uppá með Guðfríði. En ríkisstjórnin stendur hinsvegar ekki í vegi fyrir NATO þegar sá klúbbur vill í stríð.
Í rauninni nenni ég ekki að hakka meira á kallinum vegna hinna málanna sem hann er á móti. Ég minni hinsvegar á, að það var Seingrímur J. sem var upphafsmaður að eftirlaunafrumvarpinu sem hann svo kenndi við Davíð. Hver vika sem líður með honum í ráðherrastóli kostar þjóðina auknar greiðslur til hans sjálfs.
Það hefur lengi loðað við kommana, að þeir eru manna harðastir í fjármálum þegar þeir eiga sjálfir í hlut. Er einhver leið að skýra framgöngu Seingríms með stefnufestu, sómatilfinningu, stolti eða staðfestu í hugmyndabaráttunni ?
Hvernig þá? Er hann ekki bara stórkostlegur í hlutverkinu þar sem hann veit að hann verður aldrei aftur ráðherra?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko