Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Seljum stóran hlut !

í Landsbankanum segir Steingrímur J. til að loka gatinu.Ekki er útskýrt hverjum verði selt en "Menn geta treyst einu: það verða ekki vinnubrögðin frá 2002 sem verða viðhöfð." segir hann svo til viðbótar. Og þessu er samviskusamlega slegið upp á forsíðu Baugstíðinda eins og þetta sé stórisannleikur og reginfregnir.

Hversu mikil verðmæti skyldu nú vera í Landsbankanum sem voru þar ekki 2002? Björgólfarnir fengu bara lán í Búnaðarbankanum 2002 til að kaupa The National Bank of Iceland og fengu afslátt þega í ljós kom að málverkin áttu ekki að fylgja með. Hverjir skyldu nú fá að kaupa af Steingrími?

Skyldi Steingrímur hafa komið auga á kaupanda sem bæði á fyrir kaupum á minnihlutaeign í Landsbankanum með Steingrími og vill vera memm? Eigum við að trúa því að kaupendur að stórum hlut í Landsbankanum standi í röðum ? Fylgir kannski lán með í kaupunum eins og 2002? Og þá hvaðan?

Steingrímur þykist ekki vita ekki hver á Íslands-og Aríon banka. Fá þeir að kaupa? Hverjir verða valdir þóknanlegir kaupendur í þetta sinn?

Hvernig stendur á því að fréttamenn okkar láta Steingrím komast upp með að henda svona bombum fram gagnrýnislaust? Hafa þeir ekki hugleitt Steingrímur er þegar búinn að loka fjárlagagatinu með boðaðri þreföldun matarskattsins? Einhverntíman hefði slíkt þótt tíðindum sæta.

Nei, við bara seljum stóran hlut í Landsbankanum og lokum fjárlagagatinu án þess að hækka tekjuskatta á fólkinu í landinu eða skerða lífeyrissjóðina.


Einn með glóru!

í stjórnarliðinu. Ég bara kleip mig í handlegginn til að vita hvort ég væri vaknaður.Ég hélt að í stjórnarliðinu væri ekki nokkur maður með glóru.

Viðtal var við Kristján Möller í útvarpinu. Hann bara talar bara eins og einhverjir sjálfstæðismenn um nauðsyn þess að koma atvinnulífinu og fjárfestingu í gang. Hann vill  fara í álverið í Helguvík, hann vill boranir fyrir austan. Hann segir skattaleiðina komna á leiðarenda og hún muni ekki leiða okkur út úr kreppunni.

Ég bara klíp mig aftur. Hann styður stjórnina auðvitað segir hann en hann telur að ekki hafi verið efnd ákvæði stöðugleikasáttmálans.Hann virðist líka vera stjórnmálamaður og kunna að tala í gátum. Nú er spurning hvor verður ofaná á fundi iðnaðarnefndar kl 10:30, kristján þessi eða Kristján hinn?

Eitt vildi ég þó að þeir hugleiddu. Það er að setja takmarkanir á innflutning vinnuafls meðan við vindum ofan af atvinnuleysinu innanlands. Það eru farnar að myndast kjarnar af fólki sem ætlar sér að vera atvinnulaust áfram eins og allstaðar hefur skeð þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið og langætt. Við verðum að fá tíma til að fást við þá þróun. Vegabréfaeftirlit er ágætt fyrsta skref. Hættum að vera svona hrædd við undantekningarnar frá EES. Beitum einhverri lævísi eins og aðrar þjóðir gera þegar þeim hentar.

Vonandi glórir eitthvað á fundinum klukka 10:30..


Sósíalismi andskotans

fær góða umfjöllun í grein Magnúsar Hallddórssonar í Viðskiptablaðinu:

Magnús segir m.a.:

.....„Ef kröfuhafar fá að endurheimta skuldir sínar með því að taka tækifæri frá samkeppnisaðilum rekstrarins sem fór í þrot þá er markaðsbúskapur ekki fyrir hendi í raun. Þá hættir eiginlegur samkeppnismarkaður að vera til. Fyrirtæki þurfa að geta komið og farið, það er grundvallaratriði. Í þessu felast helstu mistökin, að því er mér finnst, þ.e. að ýta regluverki markaðarins til hliðar þegar kemur að illa stöddum fyrirtækjum. Þessi mistök eru nú dragbítur á hagvöxt í landinu þar sem þau draga úr fjárfestingum og ávöxtunarmöguleikum. Til þess að koma fjárfestingu af stað þurfa að skapast tækifæri fyrir fjárfesta, sem þeir sjá sjálfir og eru ekki þvingaðir til þess að fara í með pólitískri stefnumörkun. Þau tækifæri geta kviknað í gjaldþrotum. Eins dauði er annars brauð....

... Ósjálfbær störf leggjast af, en þau sem nýir fjárfestar telja að geti hjálpað til lifa. Nýr tilverugrundvöllur verður til fyrir reksturinn, sem áður var kominn útaf sporinu....

...Í kreppum skiptir máli að nýta tækifærin sem gjaldþrotin skapa. Þá falla eignir í verði og fjárfestar fara á stjá. Þeir einir geta skapað rétt markaðsverð og lagt „rétt“ mat á það hvort rekstur sé lífvænlegur. Starfsmenn á fyrirtækjasviði banka sem lesa úr excel-skjölum eru ekki réttu mennirnir til þess að sjá tækifærin. Það eru þeir sem eru tilbúnir að taka áhættuna sem felst í fjárfestingu. Bankarnir hafa komist upp með að halda uppi verði á ýmsum eignum, t.d. aflaheimildum, atvinnuhúsnæði og fleiru, með því að virða gjaldþrotalöggjöfina að vettugi.... Fyrirtæki starfa lifandi dauð, þar til skuldirnar eru niðurfærðar að einhverju leyti. Eftirlitsstofnanir vita af lögbrotunum, sbr. 64. grein gjaldþrotalaga, en gera ekkert,... bjarga útvöldum mönnum og eigendum fyrirtækja með niðurfærslum á skuldum sem þeir stofnuðu til með samningum....

....Markaðsöflin, .. eru ekkert slæm. Síður en svo. Þau eru drifkrafturinn í hagkerfum og undirstaða þess að fólk fær vinnu þegar upp er staðið, hvort sem er hjá ríkinu eða á einkamarkaði. Það er tilgangslaus vindmyllubardagi að ætla sér að berjast gegn lögmálunum, með gjörspilltri skuldaniðurfærslu til útvalinna eigenda fyrirtækja, ekki síst í gegnum stærsta banka landsins sem skattgreiðendur eiga, Landsbankann, frekar en leyfa fyrirtækjum að fara í þrot líkt og lögin segja til um. ....En hræðslan við markaðsöflin er alltof víðtæk og það er að fara illa með hagkerfið og halda aftur að hagvexti þar sem fjárfesting á markaðsforsendum er lítil sem engin.“

Hér kjarngóð lýsing á hagstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Hversvegna hún ber dauðann í sjálfri sér og er búin að valda ómældu tjóni þjóðabússinn.

Steingrímur J. er nátttröll á 21.öld, hann er maður sem ekkert skilur lögmálum markaðarins, en er eins og fíll í glervörubúð þar sem hann ryðst um fast í þeirri trú að hann sé að bjarga landinu.

Það þarf hinsvegar sem fyrst að bjarga landinu frá honum sem fyrst og víkja af braut þess sósíalisma andskotans sem hann stendur fyrir í ríkisvæðingu gjaldþrota sem allstaðar liggja í slóð hans.


Er krónan sterkari en evra?

fer maður að velta fyrir sér eftir grein Þorsteins Pálssonar á laugardaginn var.

Þorsteinn segir:

..." Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér...."

Stenst þessi órökstudda fullyrðing Þorsteins?

Falli evran og færist nær gengi dollar, hvað skeður þá hérlendis? Útflutningstekjur fyrirtækja minnka úr ofsagróða niður í gróða. Verðlag færist nær 2006 ástandinu. Þá kostaði dollar 71 krónu og evran 91 krónu. Nú kostar evran 164 og dollar 114. Ekki af markaðsástæðum heldur af skv. skipun frá Steingrími. Þetta gengi er hægt að færa niður ef menn kæra sig um. Lækka allt verðlag í landinu. Kommúnistarnir vilja hinsvegar ekki að fólkið fái neina miskunn. Hækkum skatta, kreistum lífskjörin niður er þeirra boðorð. Ekki fækka opinberum starfsmönnum hvað sem tautar.

Hver er munurinn í dag og 2006. Afurðaverð hefur haldist svipað. Innstreymi gjaldeyris er ekki neitt miðað við 2006 óg þá var ríkisð skuldlaust.Nú borgar það 100 milljarða í vexti. Segjum að evran falli í 120 á morgun. Af hverju ætti krónan að hrynja? Væri það ekki besta mál? Skuldir ríkisins myndu lækka. Vaxtagreiðslurnar myndu lækka. Aflandsgengið myndi líka lækka og jöklabréfavandinn myndi minnka. Icesave skuldirnar myndu lækka.

Hvað er Þorsteinn Pálsson eiginlega að fara með þessum málflutningi? Ef við fáum erlenda fjárfestingu í gang þá styrkist allar hagur á Íslandi með meiri atvinnu ef við hefðum vit á því að flytja ekki umsvifalaust inn Kínverja eins og við gerðum.

Þorsteinn segir enn:

.."Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör..."

Ég vona að svona "Steingrímsk" skriffinnasjónarmið verði ekki ofarlega hjá forystu Sjálfstæðisflokksins eftir næsta landsfund. Okkur vantar bjartsýni og trú á landið og sjálfstæði þess.

Fall evrunnar mun leysa margan vanda ríkisfjármálanna sem stjórnlyndisfólk kemur ekki auga á. Íslendingar geta ekki nema grætt á falli evrunnar. Styðjum þá þróun sem við bara getum. Niður með evruna, upp með gengið!

Krónan er sterkari en evran. Sterkasta verðtryggða mynt í heimi!


Engar skattahækkanir, nei nei

er það sem fjölmiðlarnir ríkisreknu hafa um væntanleg fjárlög ríkisstjórnarinnar að segja.

Svona neðanmáls er greint frá því að AGS hafi mikinn áhuga á að það sé bara eitt virðisaukaþrep á Íslandi. Til þess að gera þeim til hæfis veltir ríkisstjórnin því fyrir sér hvernig 22 % flatur vaskur liti út í þeirra augum. Þetta er þá ekki hækkun heldur lækkun !  Fréttamennirnir láta alveg vera að skoða það að þetta þýðir 300 % hækkun á matarskattinum sem Þorsteinn Pálsson þá formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandii trúboði Evrópusambandsins á vegum Baugsmiðla kom á fyrir margt löngu. Síðari ríkisstjórnir spiluðu skattinn svo niður í 7 % af augljósum ástæðum.  En Steingrímur ætlar með hann í 22 % Þetta er ekki nein hækkun sem skiptir máli að mati fjölmiðla sei sei nei.  Þetta er ekki skattahækkun segir Oddný G.Miklu fremur skattlækkun þar sem vaskurinn í efra þrepi lækkar ú 25.5 í 22 %!

Matarútgjöld eru líklega þriðjungur af öllum útgjöldum heimila og mun meira af útgjöldum fátæka fólksins. Þetta hækkar framfærslukostnaðinn um 3-5 % eða étur nærri upp umsömdu "kjarabæturnar"frá í vor. Þá þarf að gera nýja skrúfu til að fá þetta bætt. Osfrv., við kunnum öll framhaldið. Og öll verðtryggðu lán heimilanna hækka að sama skapi svo nóg verður fyrir hagsmunasamtök heimilanna að mótmæla.

Fjármálasnilld Steingríms er engu lík og framtíðarsýn norrænu velferðarríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur örugglega það sem þjóðina hefur lengi vantað. Hækkun í  % x skattstofn þýðir hækkun tekna í þeirra höfði enda betri í  "coffee or tea and you and me" en Laffer-kúrfum.

Ég benti á Þráinn Bertelsson í pistli nýverið og spáði því að Kvikmyndaskólinn myndi fá allt sitt á fjárlögum. Ég virði Þráinn fyrir það að viðurkenna kinnroðalaust að hann beiti óhikað fjárkúgun í þágu listarinnar. Flestir aðrir stjórnmálamenn bregða á langar lygaræður við svipaðar aðstæður. Ekki Þráinn Bertelsson, það má hann eiga. En kann hann máltækið "divide et impera" til fulls?  Mun lengi  standa á  Guðmundi Steingríms til að svíkja nýja flokkinn sinn til að bjarga málum fyrir Steingrím og Jóhönnu og er kannski Siv kvenna vísust til að hjálpa honum byrjandanum?   Eða þá hvaða verð verður á Sigmundi Davíð þá stundina veit enginn fyrr en á reynir? Hann er nú einu sinni Guðfaðir stjórnarinnar sem hefur áberandi illa launað honum fyrir. 

Málunum verður reddað og allar skatthækkanir verða í höfn. Ríkisstjórnin er því hvergi á förum. Fjölmiðlarnir eru líka hennar megin og munar um minna. Skítt með þjóðina, hún er hvort sem er ömurleg og felldi Icesave fyrir öllu því gáfufólki sem ætlaði að hafa vit fyrir henni, ekki einu sinni heldur fjórum sinnum.

Skattahækkanir, nei nei nei!


Veit Joschka ekkei neitt?

um Evrópusambandið? Hvað er hann að skrifa svona:

"...Mun sambandið nú skiptast í framvarðasveit (hóp evruríkja) og bakvarðasveit (hin í hópi aðildarríkjanna 27). Þessi formlega skipting mun breyta innra skipulagi ESB í grundvallaratriðum. Undir regnhlíf stækkaðs Evrópusambands munu hinar gömlu brotalínur á milli evrópsks efnahagsbandalags sem leitt er af Þjóðverjum og Frökkum annars vegar og evrópsks fríverslunarbandalags sem leitt er af Bretum og Norðurlöndum hins vegar koma fram á ný. Héðan í frá munu evruríkin ákvarða örlög ESB meira en nokkru sinni, vegna sameiginlegra hagsmuna.

Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frekari og víðtækrar skerðingar á fullveldi aðildarríkjanna, í þágu evrópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun...."...

Og enn segir Joschka:

..."Ef evran á að lifa af mun ósvikin sameining, með frekari tilfærslu á fullveldi til sameiginlegs evrópsks vettvangs, verða óhjákvæmileg...."

Hvernig stendur á því að þessi fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherra talar með þessum hætti? Eru ekki íslenskir aðildarsinnar með það á hreinu að fullveldi Íslands muni í engu skerðast og við munum ef til vill fá Evru þegar við erum búnir að kíkja í pakkann?

Maður heyrir Íslendinga halda því fram að það skipti þá engu máli hver veiði fiskinn. Það sé búið að stela honum frá þeim hvort sem er af kvótagreifunum þannig að tilfærsla til Brüssel skipti þá persónulega engu. Sama sé um landbúnaðinn, það breyti engu fyrir þá hvort kvóti sé aukinn eða ekki.

Breytir það þá nokkru fyrir þetta fólk hvaða þjóð býr í landinu okkar? Okkur sé alveg sama hvort Þjóðverjar eða Rúmenar búi í Þýskalandi því það snertir okkur ekki neitt. Það skiptir okkur engu máli hvort okkur séð stjórnað af Austurvelli eða frá Brüssel. Við verðum þáttakendur í samfélagi þjóðanna segja þeir líka, þó 92 % mannkyns standi utan Evrópusambandsins.

Hvorir skyldu vita meira um Evrópusambandið: Okkar aðildarsinnar eða Joschka Fischer?


Af hverju ekki hálfa milljón á dag?

í veggjöld í þessi göng?

"Alls fóru 2.107 bílar um Héðinsfjarðargöngin Siglufjarðarmegin á laugardag en 2.091 bíll um göngin Ólafsfjarðarmegin sem jafngildir því að 2.099 bílar hafi farið um hvor tveggja göngin. Meðalumferðin yfir helgina var 1.779 bílar á sólarhring, sem einnig er nýtt met yfir helgarumferð um Héðinsfjarðargöng. Meðalumferð það sem af er ári er komin í 601 bíl á sólarhring, sem gæti þýtt meðalumferð rúmlega 500 bíla á sólarhring þegar árinu lýkur, sem yrði töluvert meira en búist var við, samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar."

Svo segir í Mogga. Af hverju eru notendur ekki látnir borga í þessi göng eins og Hvalfjarðargöng?

Af hverju má ekki fá hundraðmilljónir uppí kostnað af þessum  göngum? Og svo í Vestfjarðargöngum?


Brandarakallinn Páll Óskar

vakti athygli með því að skella skuldinni af óförum mannkyns  á venjulegan hvítan karlmann með biblíu í annarri hendi en byssu í hinni. Og Ómar Ragnarsson gengur lengra og kennir þessum karli um 2. heimstyrjöldina að mér skilst. Já Ómar sem með öll sín börn er væntanlega ekki mikið fyrir samkynhneigðina dagsdaglega.   

Mér finnst þetta athyglisvert þar sem mér finnst allt þetta stand í kringum gleðigönguna sé til þess eins að klína öfuguggahætti þessara hópa uppá þennan hvíta karlmann, sem heldur uppi heiminum í krafti meirihluta  hvort sem Páli Óskari líkar betur eða verr.  Neyða hann til að taka við þessari storkun og þora ekki að mótmæla. Hommeríið skal í hann helvítið.

Þessi hvíti biblíuboxari er hinsvegar í yfirgnæfandi meirihluta á Vesturlöndum og þessi maður kærir sig ekkert sérstaklega mikið um hommerí Páls Óskars og hans nóta. Hann er heldur ekkert tiltökulega yfir sig hrifinn af fjölþjóðamenningu og vill bara fá að vera í friði fyrir svona afkáraskap eins og dragdrottningum í gervi borgarstjóra jafnvel og auglýsingum á samkynhneigð eins og þetta vesen er allt.

Þetta er auðvitað áreiti á börn og fjölskyldur sem kæra sig ekkert um sódómísku nálægt sér  en vill hafa hefðbundin fjölskyldugildi í friði fyrir öllu slíku. En þessum hvíta karlmanni er svosum alveg sama um perrahátt Páls Óskars og alls hinsegins fólk. Hann hefur sitt kynlíf útaf fyrir sig og vildi óska að hinir færu eins að. Heilbrigt kynlíf á að vera einkamál en klámiðjan er hinsvegar allra eign og stóriðja.  Þetta hefur ekkert með fordóma að gera heldur vill hann að menn virði hvern annan. Og Páll Óskar er í mínum augum jafngóður söngvari þó  Árni Johnsen syngi kannski öðruvísi.

Þennan hvíta karl sem Páll ÓSkar ávarpaði varðar ekkert um hommerí og lesbíugang en vill  ekkert hafa það fyrir augunum frekar en að fá áhorfendur inn í sitt svefnherbergi.  Kynhneigð hefur yfirleitt ekkert að gera með karakter fólks og marga samkynhneigða hefur maður þekkt sem  eru afbragð annarra manna. Manni kemur bara ekkert við hvernig náunginn er á því sviði frekar en næsti maður.

Svo ég kippti mér ekkert upp við ræðu Páls Óskars í Gaddafi-úníforminu, fannst hann bara skörulegur.  Innhaldið finnst mér hinsvegar rúmast í einu orði sem er ekki brandari en er of lítið af  í veröldinni:

Umburðarlyndi.

 


"You aint seen nothing yet?"

með komandi skattlagningu þjóðarinnar. Oddný G. segir að ríkisstjórnin muni ekki hækka tekjuskatta. Þetta þýðir auðvitað með tilliti til reynslunnar fyrir almenning að ríkisstjórnin mun hækka alla skatta og líka tekjuskatta. Því stjórnin er einbeitt í því ætlunarverki að rýra lífskjör almennings til þess að láta fjárlagadæmið ganga upp án þess að segja up opinberum starfsmönnum. Þessvegna er ekkert að marka hvað einstaka þingmenn og stuðningsmenn segja svona út og suður eins og þessi formaður fjárlaganefndar úr Samfylkingunni. Það er Steingrímur Jóhann sem ræður ferðinni til "syvende og sidst."

Og svo er maður sem heitir Þráinn Bertelsson og er óútreiknanlega skemmtilegur húmoristi. Hann er í sömu stöðu núna og Alfreð Þorsteinsson var í R-listanum á sinni tíð. Meirihlutinn valt á honum og því fékk hann hvaða krásir sem hann vldi.Vitað er að áhugamál Þráins tengjast kvikmyndum. Það verður ví fróðlegt að sjá hvað verður um Kvikmyndaskólann og sjóðinn þegar kemur að fjárlagagerðinni.En svo er auðvitað Framsóknarflokkurinn sem enginn veit yfirleitt hvað gerir.Beggja handa járn í besta lagi og vinstrihneigður að eigin sögn.

Þetta er hinsvegar ekki neitt sérlega fyndið lengur. Hagvöxturinn fer í mínusinn og landið rís ekki hvað sem Steingrímur segir.Atvinnuleysið vex og fólksflóttinn heldur áfram. Þessi ríkisstjórn á sér engin stefnumið önnur en að hanga. Þannig bæði safnast eftirlaunum fyir ráðherrana og svo skiptir máli að láta ekki íhaldið verða sannspátt um úthalds-og gæfuleysi vinstri flokka almennt.Samúð með þjóðinni fyrirfinnst ekki. Hún má éta það sem úti frýs eins og fyrri daginn.

Virðisaukaskatturinn fer því hugsanlega í 27 % í vetur og persónuafsláttur stendur í stað. Sagði ekki kallinn sjálfur : "You aint seen nothing yet"?


Kostur er góður Kostur

hef ég löngu gert upp við mig.

Ég fylgdist nokkuð með Baugsmálum frá því að þau hófust. Engnn fór í grafgötur með afl Baugsfeðga til málsvarna. Svo var dómur uppkveðinn og Jón Gerald Sullennberger fékk sama dóm og Jón Ásgeir Jóhannesson, eða 3 mánuði á skilorði.

Nú er Baugsveldið komið í aðra farvegi en áður. Allt er á huldu eins og fyrri daginn hver á hvað og hvað ekki. Enginn veit hvað fram fer bak vð þykkar gardínur Aríons banka, sem enginn veit hver á eða hvert er að fara nema Steingrímur einn. Og hann segir ekki frá. Og aðeins Aríon banki veit hver á Haga eða önnur fyrirtæki Baugs-og Bónusveldisins og sá banki segir heldur ekki neitt fremur en Steingrímur. Skyldi vera til fólk sem finnst þessi leyndarbanki vera banki fólksins?

En það er alveg á hreinu hvaða kostur býðst í Kosti. Jón Gerald Sullenberger opnaði nýja nýlenduvöruverslun mitt í kreppunni Ekki fannst manni það nú skynsamlegt og var nú eigninlega áhyggjufullur yfir þessu. En búðin opnaði og maður fór að venja þangað komur sínar til að leggja sitt litla lóð á skál baráttumannsins. Og búðin hefur sem betur fer dafnað og vörunum fjölgað. Hún hefur yfir sér þægilegt amerískt yfirbragð og þarna eru margar vörur sem maður þekkir að westan en eru ekki víða á boðstólkum hér.Ég vil hvetja þá sem ekki hafa farið þangað að gera það. Það er alveg hættulaust.

Landbúnaðarvörurnar eru auðvitað þær sömu og annarsstaðar, þar sem hérlendis er einokun og innflutningshöft.Við megum ekki kaupa amerískt lambakjöt eða ost, þó svo að það yrði ofurtollað. Fólk á Íslandi má ekki velja sér landbúnaðarvöru þó það vilji borga hærra verð fyrir innflutning. En svo er líka íslensk landbúnaðarvara orðin þvílíkt afbragð á mörgum sviðum að ekki er völ á betra. Þó að við ráðum engu um hvernig mjólkurumbúðir við viljum frekar en fyrri daginn, þá er það líklega sama náttúrulögmálið sem við verðum að búa við. Við erum dæmd til að fá þessa ómögulegu stútlausu skærapakka utan um mjólkina þó svo að hinar vélarnar séu til í landinu. Engin skýring fæst hvað sem spurt er. Hversvegna megum við ekki velja með verðlagningu til dæmis, borga hærra verð fyrir mjólk i almennilegum umbúðum sem hægt er að hella úr og loka stútnum aftur í ískápnum?

Þegar maður er kominn úr kuldanum í landbúnaðardeildinni Í Kosti þá kemur maður inn í minni kuldann í ávaxtadeildinni. Þar er á boðstólum nýinnflutt vara, sem ilmar eins og maður hefur ekki fundið síðan í Ameríku. Sullenberger lætur fljúga inn ferskri vöru frá Bandaríkjunum þrisvar í viku. Auðvitað kostar þetta sitt, en gæðamunurinn upphefur verðmuninn.Maður hreinlega fallerast.

Jón Gerald svífur gjarnan um búðina og heilsar gestum eins og þeir séu aldavinir hans og oft hefur hann sérstaka manneskju við dyrnar að bjóða mann velkominn með kaffisopa og meðlæti. Stöku sinnum er gefin útrunnin vara við útganginn í stað þess að fleygja henni. Þarna er því þægilegt andrúmsloft.Og stund sannleikans við kassann er eiginlega ekkert verri en annarsstaðar þannig að verðið finnst manni alveg samkeppnisfært.

Til hamingju Jóni Gerald Sullenberger með að vera útnefndur verslunarmaður ársins! Í mínum huga var þetta kjör á kaupmanni ársins góður Kostur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband