Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Doktorarnir í Samfylkingunni

þeir dr. Þorvaldur og dr. Össur eru örlítið á skjön við hvorn annan í skýtingum sínum á ágæti ESb fyrir Ísland.

Ef setja má samasemmerki milli þeirra sem hringja inn að tala við Pétur á Útvarpi Sögu, þá hefur þjóðin svo mikið álit á pófessor  dr. Þorvaldi Gylfasyni að það vill fá hann helst sem einvald yfir landið.Og vissulega skilur maður það svo víðfeðm þekking prófessorsin er. En stundum er spurning um það hvort  ályktanir af lærdómi séu allar með sama hætti þegar tveir slíkir lærdómsmenn koma saman sem þeir Þorvaldur og Össur.Það eru nefnilega upp ýmsar túlkanir á ESB upp meðal gáfumanna þjóðarinnar.

 Til dæmis heldur dr.Össur Skarphéðinsson því fram að við séu ekkert að ganga inn í sameinað Evrópuríki með aðild okkar að sambandinu.  Þess vegna staldrar maður við þegar tveimur slíkum  gáfumönnum ber ekki saman.

Prófessor dr. Þorvaldur segir svo í vikulegu skrifi sínu í Baugstíðindin:

..."Grikkland sker sig að sönnu ekki lengur úr hópiEvrópulanda. Landið ljómar þrátt fyrir þessa daga. Umferðin í Aþenu er nú léttari en áður þrátt fyrir stríða fólksflutninga úr sveit í borg. Neðanjarðarlest var tekin í notkun árið 2000 og hringvegur lagður umhverfis höfuðborgina, hvort tveggja með aðstoð frá ESB. Neðanjarðarlestir þekkjast víðast hvar í evrópskum höfuðborgum, en hvergi í Afríku nema í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Grikkir standa nú eftir hrun svo að segja jafnfætis Íslendingum í efnahagslegu tilliti, mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann 2010 samkvæmt nýjum upplýsingum Alþjóðabankans. Þeir hafa því næstum náð að jafna forskot okkar á þennan kvarða frá 1981. Við stöndum þó feti framar að því leyti, að meðalævin hefur lengzt meira hér heima. Nýfætt barn á Íslandi getur nú vænzt þess að ná 82 ára aldri á móti 80 árum í Grikklandi. Það gefur okkur tveggja ára forskot. Bæði löndin hafa þá sjaldgæfu sérstöðu, að þau laða til sín fleiri erlenda ferðamenn á hverju ári en nemur fólksfjölda...

 

..".Sameiginlegri mynt eins og evrunni þarf að réttu lagi að fylgja sameiginleg stjórn ríkisfjármála að hluta líkt og í Bandaríkjunum, svo að einstök lönd í vanda eigi aðgang að fyrirgreiðslu frá öðrum aðildarlöndum, þegar á móti blæs, en þó þannig, að öll löndin hafi hag af að halda fjármálum sínum í sæmilegu horfi. Þetta hefur ESB vanrækt. Grikkland gekk á lagið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur til, að erlendir lánardrottnar gríska ríkisins taki á sig talsverðar afskriftir líkt og erlendir lánardrottnar íslenzku bankanna þurftu að gera. ESB leggur heldur til, að grískir skattgreiðendur standi full skil á skuldum ríkissjóðs við útlönd. Á að reisa skjaldborg? Um hverja? Erlenda banka eða innlenda skattgreiðendur? Vandinn hljómar kunnuglega. Málið er enn óútkljáð. Hver sat um hvern?   "....

Mér sýnist ljóst af þessu að upplýsingarnar frá þeim dr,Össuri og dr.Þorvaldi séu eilítið misvísandi. Dr.Þorvaldur talar um sameiginlega stjórn ríkisfjármála en Össur telur okkar fullveldi í engu hætt með inngöngu.

Dr. Þorvaldur klykkir út með þessu:. "Grískir skattgreiðendur eiga nú þriggja kosta völ. Þeir geta hert ólarnar og staðið í skilum, samið um afskriftir við erlenda lánardrottna eða neitað að borga. Síðasti kosturinn gefst yfirleitt ekki vel, þar eð orðstír vanskilaþjóðar þarf langan tíma - áratugi - til að jafna sig."

Þetta mun greinilega ekki ske á Þorvaldar vakt við stjórn Íslands. Icesave og aðrar skuldir við erlenda lánardrottna í Evrópusambandinu verða  greiddar upp og Íslendingar verða bara að gyrða sig í brók eins og Grikkir til að bjarga orðstírnum.

 

Dr.Össur er hinsvegar höfundur að þeirri leið sem farin var, að snuða alla erlenda kröfuhafa sem allra mest og fella gengið. Síðan þegar við erum komnir í ESB munum við taka upp evruna og henda krónunni eins og Grikkir gerðu við Drökmuna og Írar við pundið sitt.

 

Doktorarnir í Samfylkingunni eru þarna ósammála í grundvallaratriðum um hvert ESB stefni. Þair eru hinsvegar sammál um það að þangað skuli þjóðin fara, þetta muni allt saman reddast þó síðar verði.

. 

 


Mistæk ríkisstjórn

virðist okkar ríkisstjórn að vera á fleiri sviðum en í hagsstjórninni.

Hún hækkar vexti við samdrátt í efnahagslífinu..

Hún heldur áfram með hönnunarvinnu við nýjan Landspítala þó hún hafi ekki ráð á að reka hann í núverandi húsnæði.

Hún keyrir áfram aðildarviðræður við ESB þrátt fyrir að stækkunarstjórinn hafi stungið uppá frestun vegna andstöðu landsmanna.

Hún gerir ekkert til að undirbúa virkjanir í Neðri-Þjórsá sem er grunnur að framhaldi álversins hálfkaraða í Helguvík.

Skjaldborgin um bankana er risin en heimilin telja sig afskipt.

Skilanefndir bankanna virðast starfa á fullu enn og engin merki eru um að verkefnið sé að klárast.

Hún kláraði hinsvegar Vaðlaheiðargöngin í gær og á lof skilið fyrir það. Þar eru ákveðin veggjöld til fjármögnunar. Fleiri jarðgöng með veggjöldum myndu örfa atvinnulífið.

Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk fyrst og fremst og því verða afköstin eftir því. Mistök og verkleysi ríkisstjórnarinnar eru margfalt fleiri en það sem tekst.

Það eru brýnir hagsmunir þjóðarinnar að fá kjósa sem fyrst við þær grafalvarlegu aðstæður sem í þjóðlífinu eru.

Við þurfum samhenta ríkisstjórn en ekki sunndurþykka og mistæka.Þráin(n) er ekki nóg.


Galin hagstjórn

birtist okkur í niðuskurðaráformum ríkissjóðs og vaxtahækkun Seðlabankans.

Gamla tólið sem kallað er stýrivaxtaákvörðun, sem sagt er að hafi verið fundið upp af Mávi Seðla í tíð Birgis Ísleifs og notað að bankastjórum hans alla tíð síðan, hefur aldrei skilað þeim árangri sem að var stefnt.Því þær eru alltaf eftirávirkar, aldrei framvirkar. Og ekki batnaði það þegar stýrivextir voru skrúfaðir upp til að hleypa jöklabréfunum inn á lægri vöxtum og gera ekkert annað. Nú hanga þau bréf eins og snjóhengja sem bankinn er að reyna að krafsa í með misjöfnum árangri eins og sást í svörun markaðarins í fyrradag.

Hækkun stýrivaxta við þessar aðstæður er því galin ákvörðun þó lítil sé. Því hvað er að kynda verðbólguna í kreppunni núna? Eyðsla almennings í nýja bíla, nýjar mublur,ný föt, meiri neyslu, meiri ferðalögum,meira brennivín ? Ekkert af þessu er í gangi. Það er ekkert að gerast nem brjálaðar kauptaxtaákvarðanir og verkfallakúgun. Þaðan kemur sú verðbólga sem er í gangi fyrst og fremst.

Það er enginn af almenningi að gera neitt yfirleitt nema kaupa mat og halda að sér höndum og reyna að fá leiguhúsnæði á snarhækkandi verði í stað þess sem það er að missa á uppboð. Fólk liggur á peningunum undir koddanum til þess að hleypa ekki skattstofunni í reikningana og fá á sig auðlegðarskatt og skerða bætur enda bara neikvæð ávöxtun í boði hjá þessum leynifélögum sem Íslendingar kalla viðskiptabanka um þessar mundir.

Warren Buffet segir það algalið að keppa að hallalausum ríkisrekstri í kreppu. Hallinn verði að vera 3-5 % ef eigi að halda þjóðfélaginu í gangi. Til þess verða þjóðir auðvitað að eiga eigin gjaldmiðil eins og Bandaríkjamenn og Íslendingar hafa.

En hér ætlar Steingrímur bara að skera niður. Skeri hann enn niður Landspítalann til dæmis þá verða enn hundruðir að fara úr landi af bæði læknum og sjúklingum. Áfengisverslunin skilar ekki hærri tekjum með verðhækkunum og aðrir skattstofnar eins og bensínið hljóta að láta undan síga með frekari hækkunum. Nátttröllin í ríkisstjórninni vita ekki sitt rjúkandi ráð því þau kunna ekkert annað en drynja um að hækka skatta og gjöld. "You aint seen nothing yet" sagði Steingrímur við síðustu hækkanir.

Það verður þjóðarinnar vegna að fara að stinga útúr Stjórnarráðinu og koma þessu liði burt með einhverjum ráðum. Nýjar kosningar og nýjar hugmyndir þurfa að koma til eigi kreppan að taka enda. Þessi ríkisstjórn gerir fátt til gagns á hverjum degi sem líður.Hún getur helst ekki tekið neinar ákvarðanir vegna sundurlyndis. Sjáið bara hvernig eins Fangelsisbygging uppá smáupphæðir getur enst þeim og Ríkisstjórnarfjölmiðlunum lengi til umræðustýringar.

Maður er hálfgert að kafna í þessu andrúmslofti eymdar og vonleysis sem liggur eins og mara yfir þjóðlífinu. Hvergi örlar á neinni trú á framtíðina. Fólki finnst að allt ástand sé að versna ef nokkuð er. Við þessar aðstæður fer auðvitað engin fjárfesting í gang þó að Steingrímur tali eins og hún standi yfir.

"..Gef mér loft, gef mér lífsandaloft, því ég lifi ekki í kalkaðri gröf" sagði séra Matthías. Þær ljóðlínur eiga við um núverandi hagstjórn á Íslandi.


Sameinum leik-og grunnskóla

og spörum okkur auk þess  tvöfaldar kjaradeilur. En fleira kemur til en það.

Leikskólinn er orðinn miklu meira en geymslustaður fyrir börnin eins og hann var. Þetta er beinn forskóli og á að vera hluti af menntakerfinu. Börn eiga að vera leikskólaskyld frá unga aldri, kannski 4 ára. Þetta er alvöru skóli, það sér maður á því hvað börnin læra mikið og þroskast.

Hættum að flokka leikskólakennara sér. Þetta eru kennarar eins og hinir.

Samfelldur grunnskóli frá 4 ára aldri er vænlegur til árangurs.Hugsanlega myndu þá fleiri börn kunna margföldunartöfluna á fermingardaginn en nú er venja.

 


Skuldadagar

eru sífellt að renna upp fyrir alla launþega sem voru skyldaðir til að leggja laun sín og mótframlög í lífeyrissjóði. Oftar en ekki tapast peningar í þessum sjóðum og lífeyrir lækkar af þeim sökum.

Lífeyrissjóðunum  hafa verið skipaðar stjórnir af stjórnum í samtökum  án þess að þeir sem eiga að hljóta lífeyrinn hafi fengið neitt um það persónulega að segja. Þessar stjórnir ráða síðan framkvæmdastjóra sem eru upp og ofan.  Í það heila eru valdar ávöxtunarleiðir þessa fólks sumar góðar  en flestar aðrar vondar.  Í heildina er sífellt verið að skerða lífeyri vegna mislukkaðra fjárfestinga þessa liðs.

Guðmundur Ólafs hefur giskað á að lífeyrisjóðir landsmanna séu búnir að tapa í braski 800 milljörðum af lífeyrinum sem átti að renna til fólksins í lífeyrissjóðnum. Þeir tilkynna því ofur rólega eins og ekkert sé sjálfsagðara að lífeyrir verði skertur og skertur. 

Hefur þetta fyrirkomulag þá gefist vel eða illa? Eru aðrar leiðir tiltækar og er ástæða til að breyta til?

Væri myndaður gegnumstreymissjóður, sem væri skattlagður um leið og greitt væri inn, og til dæmis Seðlabankinn varðveitti sem best hann gæti, eitthvað  skárri?  Gætu menn treyst þannig kerfi eitthvað betur? Eða treystum við yfirleitt nokkru eða nokkrum lengur? 

En í þessu kerfi myndi  fólki vera sendur lífeyrir við ákveðinn aldur og allir fengju jafnt og  skattfrjálst.  Þessi lífeyrir gæti  verið ákveðin prósenta af launum Forseta Íslands þannig að menn viti sína ævina fyrr en öll er.  Ekkert vesen meira eða tapsbrask einshverra misviturra manna.   

Yrðu bara ekki færri skuldadagar hjá almenningi með einum allsherjar gegnumstreymisjóði, jafnt fyrir alla, konur jafnt sem kalla, Jóna og séra Jóna? Hversvegna á sannur jafnaðarmaður eins og Steingrímur að fá hærri eftirlaun en hver annar kjósandi?

 Er ekki lífeyrir bara  til að lifa á? 

 


Vaclav Klaus

forseti Tékklands flutti góðan fyrirlestur í Ástralíu um loftslagsbreytingar og Evrusvæðið. Nálgast má fyrirlesturinn á bloggsíðu Ágústar H.Bjarnason í gegnum snertu hér til hliðar.

Ég hafði mjög gaman af því að hlusta á forsetann, sem er lærður hagfræðingur og vanur tövulíkanagerðarmaðurm ræða hvernig sjálfskipaðir loftlagssérfræðingar hafa komið ár sinni fyrir borð í heiminum. Þeir stefna að því að móta veröldina að sínum vilja og vilja takmarka frelsi mannkynsins, sem þýðir árás á lískjör alls heimsins. Þeir vilja láta fylgja sérvisku sinni sem hefur áhrif á afkomu allra jafnt kolanámumanna í Ástralíu sem sjómanna á Íslandsmiðum og stóriðju í okkar landi.

Vaclav rifjaði upp að hann hefði lifað 40 ár ævi sinnar undir kommúnisma sem reyndi að fella alla hluti að fyrirframgerðum kenningum sínum og áætlunumn. Afleiðingin varð stórtjón á frelsi og hagvexti kynslóða Tékka. (Manni verður hugsað til þess sem Íslendingar líða nú undir stjórn Steingríms J.og Jóhönnu.)

Baclav fór líka í gegnum Evrusvæðið. Hann varaði við stofnun þess fyrir 20 árum og sagðist enn vera sama sinnis. Að stofna eitt myntsvæði hefði tekið Bandaríkin 150 ár og eitt borgarastríð, það væru liðin 150 ár síðan Ítalir settu sitt sameiginlega myntsvæði á stofn með sameiningu Ítalíu. Þeir væru enn á sama stað með vandamálin milli norðurs og suðurs, iðnaðar og landbúnaðarsavæðanna. Það myndi taka ekki skemmri tíma að koma Evrusvæðinu saman í eitt ríki, sem væri ekki lengur efnhagsbandalag heldur Evrópusamband á leið til eins ríkis sem fengi öll fyrirmæli beint frá Brüssel til framkvæmda að viðlögðum refsingum. (Tékkar hafa haldið krónunni sinni).

Það er þess virði að horfa á þennan fyrirlestur.

Ennfremur er á YouTube kappræður Lord Monctons stærðfræðings og Dr. Dennis hagfræðings um það hvort borgi sig að eyða stórfé í dag til að berjast við áhrif af hugsanlegum loftslagsbreytingum af mannvöldum. Moncton segir það vera miklu ódýrara að gera ekkert og sjá til hvert vandamálið verði en Dennis vill eyða stórfé til að reyna að koma í veg fyrir það sem Moncton segir alls óvíst að verði. Þetta á allt beint erindi við Íslendinga sem eru komnir á kaf í verslun með losunarheimildir, sem engin ástæða kann að vera fyrir.

Efnahagsleg áhrif af því að stjórnmálamenn byrji að hlaupa eftir mýrarljósum í hlutum sem þeir ekki skilja til fulls en þeim hefur verið talin trú um af slóttugum kaupmönnum hugmynda, þar sem gróðavon ýmissa afla geta verið undirliggjandi, geta verið gríðarleg.

Vaclav Claus varar okkur við að láta blekkjast af hávaðaseggjum og vefurum keisarans sem vaða uppi í skjóli hálfsannleika eða hreinnar ímyndunar á sviði loftslagsbreytinga og snöggsoðinna hagfræðikenninga. Lord Moncton hefur tímabær skilaboð að flytja til almennings að láta ekki blekkjast af órökstuddum fullyrðingum sem geta komið niður á okkur og börnum okkar í níunda lið.


Kosningar sem fyrst!

er það sem þjóðin þarfnast mest. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns Egilssonar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins á Bylgjunni nú í þessu.

Bjarni dró saman horfurnar eftir næstu kosningar á stjórnarsamstarfi sem margir velta fyrir sér. Hann spurði hvernig ábyrgur stjórnmálaflokkur gæti unnið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leitt þær til lykta. Staðið síðan upp og tekið í hönd viðsemjendans og þakkað fyrir sig. Snúið sér síðan við og ávarpað þjóð sína fyrir allra augum og skorað á hana að fella hið nýgerða samkomulag. Það hlutskipti biði VG.

Hvernig gæti það gengið upp, að slíkur stjórnmálaflokkur væri fyrsti kostur sem samtarfsaðili fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar? Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans væri andvígur aðildarviðræðunum og vildi hætta þeim.

Þetta er skýr röksemdafærsla sem nánast útilokar samstarf við Evrópuflokkanna, Samfylkinguna og VG. Þeir geta hreinlega ekki orðið þáttakendur í ríkisstjórn með svo eindregnum andstæðingi Evrópusambandsaðildar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Áframhaldandi vinstri stjórn er því eini valkosturinn við það að Sjálfstæðisflokkurinn komi til forystu eftir næstu kosningar. Línurnar eru því algerlega skýrar.

Sjálfstæðiflokkurinn vill virkja í neðri-Þjórsá.Ríkisstjórnarflokkarnir vilja það ekki. Enn einn átakapunktur. Sjálfstæðisflokkurinn vill atvinnuuppbyggingu sem forgangsmál. Ríkisstjórnin hefur ekki starfað á þann hátt.

Því fyrr sem kosningar verða knúðar fram þeim mun betra er það fyrir þjóðina.


"Fjárhagsleg endurskipulagning"

er samnefnari fyrir allskyns reddingar, klíkuskap,afskriftir og jafnvel misnotkun á almannafé.

N1, áður Olífélagið ESSO, er nýjasta dæmið þar sem allskyns ábyrgðarlausir fúnksjónerar sem enga ábyrgð bera á því fé sem þeir eru að skálka með, koma saman undir ofanskráðum formerkjum. Skeður á sama tíma og fréttist að Steingrímur hafi möndlað með 700 milljónir af ríkisfé til að bjarga sparisjóði í sínu kjördæmi.

En N1, sem undir forystu "rekstrarmanns ársins", er komið svo kirfilega á kaf að skuldirnar eru sagðar nálgast hundrað milljarða, er sett á vetur undir þessum nýjum flöggum og Pótemkín-tjöldum til að keppa við önnur félög í smásöluverslun með nýlenduvörur um land allt, sem ekki selja líka olíur.

Einu sinni var ég stoltur hluthafi í Olíufélaginu sem var eitt stöndugasta félag landsins. Það var áður en þessir Excel-strákar með löngu lærdómstitlana komu að dæmunum í íslensku viðskiptalífi. Fjölbreytni í félögin hét það, og olíufélögin fóru að selja pulsur hvert í kapp við annað. Og núna eru þau öll stórskuldug meira eða minna að vasast í öllu milli himins og jarðar tilviðbótar því að skaffa olíu. Og Olíufélagið mitt gamla, stærsta félagið sýnu mest og dýpst sokkið.

Af hverju eru gjaldþrota félög ekki sett á hausinn, seld á nauðungaruppboði í heilu lagi eða hlutum eins og var í gamla daga? Hvað eiga þessir ókjörnu og umboðslausu lífeyrissjóðafurstar með að vera að gambla með lífeyri landsmanna með því að festa peninga þeirra í allskyns hlutabréfum eftir að hafa verið staðnir að því að hafa misfarið með peninga eigendanna með því að lána áhættufé til allskyns félaga sem þeir hafa greinilega ekki yfirsýn yfir rekstrarlega?

Af hverju fá ekki lögmál kapítalismans að njóta sín? Sá sem skuldar of mikið eða tapar of miklu fer á hausinn. Punktur.

Þessi "fjárhagslega endurskipulagning" sem tröllríður þjóðfélaginu út og suður undir gunnfánum leynibankanna er eitt mesta mein þess og kemur auðvitað út í augum almennings, sem á peningana í mörgum tilvikum, sem eitt spillingarforardíki.


Il faut recoloniser

en l´Afrique.

Ég var að bauka við að læra hrafl í frönsku fyrir nokkrum árum. Ég komst á það stig að ég gat lesið greinar í Paris Match nokkurn veginn. Þar í voru ýmsar greinar um málefni sem við í enskumælandi heiminum sinnum lítt. Frakkar og raunar Bretar líka fylgjast mun meira með Afríku en við Íslendingar til dæmis.

Ég man eftir einni grein um málefni Afríku eftir málsmetandi mann með langa reynslu. Hans niðurstaða var, eftir langa yfirferð um söguna og ástandið,fólgin í setningunni að ofan(ef ég skrifa hana rétt, ég hætti í lærdómnum). Ef eigi að leysa vanda hluta Afríku þurfi ýmis ríki þar að verða nýlenduveldi aftur. Þjóðirinar þar hafi ekki haft gæfu til að fara með stjórn egin mála. Afríka sem áður var útflytjandi matvæla værinú háð matvælagjöfum. Það eru meira en 10 ár síðan ég las þetta og ástandið hefur aðeins versnað.

Ég held að þessi maður hafi haft þá þekkingu á vandamálinu að það hefði betur verið hlustað á hann. Ef við horfum til Sómalíu til dæmis, þá er ekki vafi að stofnun nýlenduveldis þar myndi líklegra til þess að leysa vandamál landsins heldur en árleg neyðaraðstoð. Stjórnlaus eyðing náttúrugæða fer fram viðast hvar, skógar eru höggnir fyrir beitilönd og uppblástur og þurrka í kjölfarið. Innanlandsregla hefur leystst upp, engin stjórn er í landinu og afleiðingin blasir við.

Sem fyrsta skref gætu Sameinuðu þjóðirnar boðið Sómalíu að taka við sjálfstæði þeirra til geymslu um eitthvert hæfilegt tímabil til að byrja með, hugsanlega næstu 25 ár. Sómalir gætu treyst SÞ betur en einstöku ríki. Á þeim tíma yrði mjög takmörkuð stjórnmálastarfsemi leyfð í landinu nema sú sem innfæddir kunna á. Aðeins ein lög yrði í gildi í stað þriggja eins og nú er og 30 ára borgarastyrjöldinni myndi ljúka.

Sameinuðu Þjóðirnar færu alfarið með rekstur ríkisins, lögreglu og hervald eins og var á nýlendutímunum. AðildarÞjóðir samtakanna gætu komið að uppbyggingu atvinnuvega hvert eftir sinni getu, t.d. gætu Íslendingar komið að uppbyggingu fiskveiða okkur til hagsbóta.

Verkefnið er aðvitað risavaxið í landi sem er sex sinnum stærra en Ísland og með þrítugfaldan fólksfjölda. Aðalatriðið hlýtur samt að vera að koma reglu á í landinu þannig að tóm og friður fáist til að erja jörðina og nýta landsins gæði. Nokkuð ljóst er að vandamálið núna er ekki að leysast í landi þar sem engin ríkisstjórn hefur ríkt árum saman.

Sómalir undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu 2012. Hugsanlega vildu þeir greiða atkvæði jafnhliða um slíka skipan mála ef trúverðug áætlun hefði þá verið undirbúin og kynnt.Í Sómalíu hlýtur margur maðurinn að vera orðinn langþreyttur á ástandinu þó aðstæður í landinu kunni að vera mismunandi slæmar eftir héröðum. Sómalir treysta ekki hverjir öðrum. En þeir gætu hugsanlega átt auðveldara með að treysta óháðu yfirþjóðlegu valdi.

Fleiri ríki í Afríku kunna þurfa slíkrar aðstoðar við.

Il faut recoloniser sagði maðurinn.


Steingrímur fyrir landsdóm?

vegna fjármálaafglapa sinna á kostnað skattgreiðenda. Þessu eru gerðir skórnir úr Hádegismóum í dag.

Hreint hlutlægt sýnast tiltíndar ástæður öllu meiri að vöxtum en í tilfelli Geirs H. Haarde sem nú er réttað yfir. Þjóðin hefur skaðast svo hundruðum milljarða skiptir af stjórnartiltektum Steingríms Jóhanns og stefndi þó í meira.

Óbeina tjónið af glötuðum tækifærum þjóðarinnar er ekki hægt að reikna út í krónum eða aurum. En það er hún sem kaus hann til valda. Á nokkur að gjalda andlegrar fötlunar sinnar? Þýðir nokkuð að kvarta yfir Eyjafjallajökli?

Sagði ekki Frelsarinn: "Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra."

Er ekki alveg óhugsandi að draga Steingrím fyrir landsdóm?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband