Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Þið sem hélduð það

þegar þið kusuð VG að þið væruð að kjósa flokk undir fomennsku Steingríms J. Sigfússonar til þess að forða Íslandi frá Evrópusambandinu ættuð að líta á skoðanakannanir um fylgi aðildarinnar.

60 % af kjósendum VG vilja ekki í Evrópusambandið meðan 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 79 % af kjósendum Framsóknarflokksins vilja þangað ekki.

Kusuð þið af misskilningi á eðli formannsins? Sáuð þið ekki rauðu úlfshárin undir sauðargærunni? Er ykkar hugsjónum ekki betur komið annarssataðar en hjá honum?


Eldmessa Eiríks

Stefánssonar á Útvarpi Sögu sem ég datt inná í bílnum rétt áðan er umhugsunarefni. Örvænting stjórnlagaþingssinna er farin að taka á sig óþekktar myndir æsings og gargs.

Jón Magnússon er skotspónn Eiríks í Eldmessunni nú rétt áðan þar sem hann hamast að Jóni fyrir að vera Sjálfstæðismaður og í þeim spillingarflokki sem jafnvel Eirikur á ekki nógu mikið af lýsingarorðum til að lýsa vanþóknun sinni á. Svo kallar hann Jón vin sinn inná milli fúkyrðana. Maður segir nú við sjálfan sig að ekki væri gott að vera óvinur Eiríks Stefánssonar ef vinir hans fá svona gúmmoren.

Jón hefur á síðu sinni skrifað 3 greinar af yfirvegun og skynsamlegu viti um stjórnarskrármálið. Hann vitnar þar af þekkingu um hvað annarsstaðar hefur verið gert. Hann hefur einnig verið með þætti á þessu dæmalausa Útvarpi þar sem hann hefur komið inn á stjórnarskrármálið. Heyrst hefur að nú hafi útvarpsstjórinn rekið tappa í Jón og tilkynnt honum að þáttagerð hans sé lokið þar til eftir kosningarnar á laugardaginn. Ekki veit ég hvað satt er en hjónakornin á Sögu fara linnulausum hamförum á hverjum degi í þessu máli rikisstjórnarinnar og Sigmundar Davíðs. Þar verða menn eiginlega vitni að ástum samlyndra hjóna og hveernig þær geta orðið að samhljómi.

Og ekki finnst fólki nóg að gert með Jón Magnússon hæstaréttarlögmann. Það er fólk í herferð gegn honum sem persónu vegna þess að hann hefur sjálfstæða skoðun á stjórnarskrármálinu. Að hugsa sér að menn skuli skrifa svona um jafn mikinn ljúfling og hann Jón er:

"Það ætti að vera siðferðisleg skylda hvers manns á Íslandi að gefa Jóni Magnússyni svo kölluðum "lögmanni" utanundir þegar honum er mætt á götu. Það má furðu sæta að þessi vitfirringur skuli enn ganga laus á meðal fólks."

"Jòn Magnùsson er audvitad løggiltur f...... En thad er athyglisvert ad staksteinaòthverrinn skuli vitna ì hann med jàkvædum hætti? Thad segir nù eitthvad?"

"En því miður er það staðreynd að flest allir þeir lögmenn sem tjáð hafa sig um málið eru keyptar mellur LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins."

Pétur Gunnlaugsson (sjálfur lögmaður og kollegi Jóns) er búinn að fara hamförum alla daga og tönnlast á ágæti tillagna stjórnlagaráðsins sem hann sat sjálfur í. Hann fær til sín jábræður í skoðunum til að vitna um ágæti skoðana sinna. Þorvaldur Gylfason stimplar hvern þann mann nærri galinn í ræðu og riti sem ekki vegsamar tillögurnar.

Það verður eiginlega fróðlegt að virða fyrir sér á sunnudaginn hvernig atkvæði hafa fallið. Mér finnst þó ekki að þessi málflutningur ofstækismanna sé að virka. Miklu fremur að andstaðan sé að harðna ef nokkuð er.

En hlustið endilega á eldklerkinn hann Eirík Stefánsson á Útvarpi Sögu. Það er ekki hægt annað en dást að tilbrigðunum sem hann hefur um stjórlagaráðskosninguna á laugardaginn kemur.


Segjum NEI !

við fyrstu spurningu á laugardaginn. Og ekkert annað merki á seðilinn.

Ég held að við gerum mest gagn með því að segja nei við fyrstu spurningu og ekkert meira. Ef við fiktum í hinum geta þeir túlkað það sem já.

Þar að auki verður ekkert gert með þessar spurningar eða svörin við þeim því það verður Alþingi sem gerir breytingar á stjórnarskrá þegar þess er þörf.

Við verðum að muna að Alþingi okkar, sem er heilög stofnun, er ekki sama og Alþingi. Þetta Alþingi sem nú situr er samsett af mörgum einstaklingum sem eiga þar ekkert erindi við eðlilegar aðstæður. Þeim skolaði inn í búsáhaldabyltingunni og eru þar með einnota eins og hverjar aðrar pappírsservíettur. Hverfa í kosningunum næstu og sjást ekki meir.

Þetta fólk hefur auðvitað sett virðingu Alþingis niður með hegðun sinni. En stofnunin, Alþingi Íslendinga, sem slík má ekki gjalda þess að þetta er nokkurskonar ómarks-Alþngi sem skilaði okkur ömurlegustu svikaríkisstjórn lýðveldisins. Gerónýtu og skaðlegu apparati sem bráðum heyrir sögunni til.

Vonandi fá þessu litlu tætingsframboð engann mann kjörinn svo að fjórflokkurinn megi sýna hvað í honum býr. Það er eina leiðin til að fá einhverja festu í málin að losna við þessi ólíkindatól sem blaðra út og suður án þess að nokkur hlusti hvað þá að ræðurnar skili nokkru. Flokksagaðar sveitir er það sem við þurfum sem taka á málum með samstilltu átaki.

Best væri að stjórnmálaflokkar væru algerlega aðskildir frá ríkinu og fengju ekki krónu í styrki af opinberu fé. Yrðu sjálfir að fjármagna sig með flokksmönnum. Litlu sérvitringaflokkarnir yrðu þá sjálfdauðir úr hor og hér væru fáir flokkar en stærri. Bókhald flokkanna eða tekjur þeirra og styrkir kæmi utanflokksfólki ekkert við frekar en bókhald saumaklúbba. Því flokkar eru frjáls félagasamtök og eiga ekki að vera á ríkisframfæri sem er ömurlegt og ósiðlegt með öllu. Þá myndum við eygja einhverja festu í stjórnmálunum.Burt með alla ríkisstyrki til stjórnmálaflokka því þeir eu bara hrein spilling og siðleysi.

Segju NEI við fyrstu spurningu og hreyfum ekki við þeim næstu.

Segjum NEI við fyrstu spurningunni og eigum ekkert meira við seðilinn.


Stjórnarskráin

á að vera í stöðugri endurskoðun. En það á ekki að kollvarpa henni. Þessu plaggi stjórnlagaþings á því að kasta fyrir róða. Þetta var álit Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns á Sprengisandi nú í þessu. Hann ætlar að segja nei af þessum sökum.Svo er um fleiri. Þó að við viljum mörg jafnari atkvæðisrétt þá er það ekki til umræðu vegna þessarar skoðanakönnunar 20 okt. Þar er einungis verið að setja upp marklausa skrautsýningu sem engu mun skila nema skömm þess Alþingis sem lét hana viðgangast.

Þetta plagg stjórnlagaráðs er út í hött eins og Sigurður G. bendir á. Ekki hvað síst að það þarf 300 blaðsíður frá þeim Þorvaldi Gylfasyni og Ómari Ragnarsyni til að skýra út fyrir fólki hvað í henni felst eins og maður heyrði þá lýsa á Sögustöðinni.

Stjórnarskrá á að vera stutt og einföld og hvert orð skal vera rétt og nauðsynlegt og skal gilda. Ekkert umfram málskrúð. Henni á í raun ekki að breyta eftir að hún er gerð eins og er í Bandaríkjunum. Þar gera menn bara viðbætur og þá aðeins ef brýna nauðsyn ber til.

Róttækir menn og lífsreyndir á öllum tímum hafa yfirleitt þverrandi trú á paragröffum en meiri trú á einbeittum brotavilja stjórnmálamanna til þess að sveigja og beygja lögin sér í hag. Einn maður orti svo ungur og reiður:

"Hver stjórnarskrá í heimi
er gerð úr gullnum hlekkjum
við göngum undir okið
það er frelsið sem við þekkjum
að kvölum okkar linni
ef við krjúpum ef við grátum
í kirkjum hinna háu
það er trúin sem við játum"

Af einhverjum ástæðum var þetta erindi fellt út í seinni útgáfum kvæðisins.

Stjórnarfar á að vera með þeim hætti að aldrei þurfi að reyna á stjórnarskrá. Hún er einungis notuð þegar stjórnmála(glæpa?)menn ætla að misbeita því valdi sem þeir hafa fengið að láni til að valda þjóð sinni tjóni. Öryggisventill ef óhappamenn slysast inn í stjórnmál og ætla að fremja illvirki.

Ef kjörnir fulltrúar eru ábyrgt fólk og trútt starfi sínu þarf ekki að nota stjórnarskrá til að verja almenning. Stjórnarskrá er nauðvörn gegn fantabrögðum stjórnmálamanna. Ekki þeirra sem settu hana 1944 og þeirra 98 % þálifandi Íslendinga sem samþykktu hana. Heldur vörn gegn því sem stjórnmálamönnum kynni að detta í hug síðar eða þeirra sem á eftir komu. Ekki bara árið 2012 heldur líka 2020 eða síðar. Núverandi Alþingi og ríkisstjórn er það sem höfundar stjórnarskrárinnar sáu fyrir sem ógn framtíðarinnar.

Segjum því NEI eins og Sigurður G. Reynum að hegða okkur eins og fólk þegar að stjórnarskránni kemur.


Engjaþykkkni

hef ég keypt í áratugi þegar ég fer í sveitina sem er oft. Alltaf sömu tegundina rauður miði sem segir jarðarber og morgunkorn. Það er hólf þar sem í voru kornkúlur allavega litar. Fín vara.

Nei nú er allt í einu komið kornflakes með kúlunum til helminga. Vont. Hættur að kaupa þetta.

Af hverju skyldu menn hrófla við vöru sem hefur gert það svona gott í áratugi? Hvað spekingi datt þetta í hug? Myndi Egill breyta uppskriftinni að maltinu eða appelsíninu án þess að segja frá því?

Þetta er sjálfsagt þessi nýmóðins markaðsfræði og afstaða æskunnar. Maður fékk heldur ekki mjólkina í þeim umbúðum sem maður vildi meðan maður keypti hana. Brúsa sem hægt var að hella úr. Reykvíkingar fengu bara fernur meðan Selfyssingar gátu fengið brúsa.Þríhyrndan kaffirjóma meðan erlendir höfðu litlu pottana sem við fengum bara í flugvélum. Af hverju ? Almenningur gat sér til um svarið en MS neitaði auðvitað. Við ráðum því hvað þið fáið (helv.. neytendarövlarar). Engjaþykknið er ekki ykkar heldur okkar. Og hananú.Ætli Ístoppurinn verði ekki næstur? Enda er hann víðast hættur að fást á Suðrulandi þó að hann sé miklu betri en Kjörístoppurinn.

Getur ekki Guðni Ágústsson gert eitthvað í þessu Engjaþykkni?


Della

finnst mér allt þetta tal um utanþingsráðherra og ókosna og ópólitíska sérfræðinga í það að stjórna orkuveitum og ráðuneytum.

Fólk sem fer í pólitík og er kosið er hæft til hvaða verka sem er. Annars viðurkennir kjósandinn að hann er bara dellumakari sem ætti ekki að hafa kosningarétt.

Sérfræðingar eru oft fólk sem hefur ekki almenna skynsemi til að bera. Við sáum nú hvernig það var að vera með tvær blómaskreytingar eins og Ingvi Hrafn kallaði Gylfa Magnússon og Rögnu Árnadóttur sem ráðherra. Fínasta fólk og enginn efast um það. En það kaus þetta fólk enginn og það galt þess. Fólk agtar ekki svona fulltrúa. Fólk horfði á þau og klóraði sér í hausnum. Hvað ert þú eiginlega að vilja upp á dekk, af hverju ertu ekki bara heima hjá þér?

Annað hvort kýs maður fólk sem er hæft eða maður kýs það ekki. Annars gætum við bara afhent fullveldið til Brüssel, lögmannstofunnr Lex, Æðarræktarfélagsins eða hvers sem er utan þings. Ef þeir hæfu vilja ekki stjórna þá verður þeim stjórnað af hinum minna hæfu.

Þegar ég kýs fólk á þing þá er það vegna þess að ég treysti flokknum sem það er í kjöri fyrir. Ef því sinnast við flokkinn þá á það ekki lengur þingsætið og á að pilla sig burt því ég gaf því ekki atkvæði til annars en að vera á lista flokksins. Það er sumt ekki fyrr komið á þing en það heldur að upphefð þess sjálfs komi frá Guði og það geti bara valsað yfir í aðra flokka. Fjandinn fjarri mér, ég myndi ekki hleypa þessi dóti inn. Já, þetta er bara dót í mínum augum hvaða fólk sem á í hlut.

Ráðherra verður að vera á þingi til að hægt sé að vera í kallfæri við hann.
Allt tal um utanþingsfólk er bull útí loftið. Þessvegna eru tillögur stjórnlagaráðs bara bull í mínum augum sem ég samþykki aldrei.

Svo finnst mér allt ritverkið með tillögum stjórnlagaráðs með þessu líka málsskrúði vera tilraun til að afvegaleiða fólk í merkingarlausu kjaftæði til þess að geta troðið Islandi inn í ESB með einföldum meirihluta a Alþingi skv. 111.gr. Og fleira í þeim dúr er þarna inni sem á lævísan hátt á að renna oní þjóðina til að geta hirt af henni sjálfstæðið í framhjáhlaupi, eins og Pétur Blöndal er búinn að benda á með afgerandi hætti.

Stjórnlagaráðtillögurnar eru della, atkvæðagreiðslan della og allt sem þessi ríkisstjórn eer að gera er líka della. Burt með hana. Ef við mætum þá segjum við nei við fyrstu spurningunni og sleppum öllu öðru.


Verstu óvinir

Vesturlanda um þessar mundir eru líklega Islamistar og Talibanar. Grimmdin sem þetta lið býr yfir er einstök. Ekki bara að þeir álíti heilaga skyldu sína að drepa okkur Vesturlandabúa sem sýna spámanninunum ekki tilhlýðilega virðingu, heldur fara þeir öngu síður fáránlega með sitt fólk eins og menn geta horft á á netinu.

Talibanar eru mjög svo kostaðir af Pakistönum sem líka fá peninga hjá Bandaríkjamönnum. Þversagnirnar eru miklar í stórveldaheiminum. Um er að ræða sveitir nokkra tugi þúsunda ofsatrúarmanna, margir með uppruna af pastúna kynflokki í Pakistan.En þetta er sundurlaus hópur margra undirflokka sem drepa líka hvern annan með mestu ánægju. Foringi þeirra flestra er sagður vera Mullah Omar sem enginn veit hver er eða hvar er, bara að hann er sagður eineygur, stór eða lítill. Auðvitað þarf ofsatrú ekki að rista dýpra en nasmisminn var hjá fólki í nasistaflokknum í gamla daga. Hann var fljótur að gufa upp þegar hann fór úr tísku eða var bannaður.

Fáfræði þessa fólks er auðvitað með eindæmum og grimmdin eftir því einbeitt. Til eru myndbönd af þeim á netinu við þá iðju að sarga hausinn af tugum landsmanna sinna fyrir það eitt að þeir slógu upp balli. (Það er virðist vera talsvert mál að sarga haus af manni með búrhníf en þeir eru einbeittir og spara sig hvergi.) Þeim finnst þetta að manni heyrist af samræðum meira gaman en að skjóta fólk sem þeir sjást líka gera á myndböndunum, tugi í einu. Tekur hugsanlega of fljótt af.

Það er um fátt sem við Vesturlandamenn getum talað um við þetta fólk fremjur en við gætum talað við Egil Skallagrímsson eða Skarphéðinn. Það er einfalt í sinni trú við málstaðinn og finnst ekkert tiltökumál að stúta hverjum sem er sem er ekki á sömu skoðun og þeir. Þeir hafa lagt dauðarefsingu við dansi, sjónvarpi, tölvunotkun, tónlist, áfengisdrykkju og að kenna konum að lesa og mörgu fleira þar sem þeir hafa ráðið löndum. Salman Rushdie hefur verið á flótta í aldarfjórðung undan fatwa(dauðadómi vegna bókarinnar) sem Komeini erkiklerkur lagði á hann og enn skal framfylgt að viðlögðum verðlaunum.Yfir hvaða landamæri sem er nær þetta og Salman verður hvergi öruggur ævilangt.

Þetta fólk hótar hörðu hverjum þeim sem ekki gjörir vilja þess. Við megum ekki hæða þá í ræðu né riti heldur passa okkur á að styggja þá ekki eins og Hillary minnti á á dögunum. Við á Vesturlöndum nútímans kunnum lítið að fást við fólk sem fer svona fram. Við erum svo opinberlega á móti dauðarefsingum þó sumum finnist vandséð hver ágóðinn sé af því að geyma fjöldamorðingja í fangelsi fram að reynslulausn.

Islamistar færa sig stöðugt upp á skaftið á Vesturlöndum og krefjast meiri hlýðni af þeim löndum sem þeir flykkjast til. Bretar eru líklega lengst komnir með að samþykkja að sharía-lög skuli gilda til jafns við bresk lög án þess að ég þekki það gerla. Danska lögreglan er sögð forðast að fara inn í hverfi þeirra í því landi. Hér tölum við um að ótækt sé að þeir fái ekki að reisa sér moskur.

Innflutningur þessa fólks er víða vandamál á Vesturlöndum. Við skiljum það ekki og vitum lítið hvað það er að brugga fyrr en skellur í tönnum.

Það gæti virst eiginlega heimskulegt að bjóða verstu óvinum sínum heim til sín og búast við að þeir batni við það. En við gerum það nú samt.


Nubo og nýtingin

á Grímsstöðum er kannski ekki það sem hann heldur að hann sé að kaupa.

Í Sturlungu er oft greint frá eigendaskiptum að löndum eftir að sæst hefur verið á vígaferli. Menn urðu stundum saupsáttir yfir gras-og skógarnytjum og dangluðu þá í hausinn á hverjum öðrum misfast. Aðalatriðið var að land var til landbúnaðar ætlað.

Líklega hefur verið lengi í lögum á Íslandi að menn geti ekki haldið landi utan við rækt fyrir öðrum sem vantar það til nytja. Þjóðernið hefur ekki þvælst fyrir mönnum á þeirri tíð þegar Austmenn voru hér um allar sveitir og líklega talað sama málið. Drumboddstaðir, Kjallaksstaðir og allskyns nöfn benda til einhverskonar fjölmenningar í landinu þó að ribbaldar og höfðingjar virðist hafa verið flestir íslenskir nema þá helst biskupar. Staða-Árni hóf jarðasöfnun kirkjunnar eftir að Sturlungaöld lauk og lauk með því að kirkjan átti mikið jarðnæði sem bændur svo höfðu ábúð á. Eigendum Eiða og stöku stórbændum á kirkjujörðum tókst að forðast að missa jörð sína til kirkjunnar með sérstöku harðfylgi en það er önnur saga.

Í gildi eru ábúðarlög og jarðalög sem miða öll að því að halda landinu í rækt. Menn geta ekkert setið á landi fyrir öðrum sem vill ábúð. Réttur landeigandans er oft mun minni en ábúandans sem margir þekkja. Ekki veit ég hvernig Nubo kallinn ætlar að hafa það né heldur hvernig Noregskóngi myndi ganga með eignarhald sitt á Grímsey ef af hefði orðið og útgerð þaðan gagnvart áðurnefndum lögum. Önnur afbrigði af landasölu til erlendra yfirvalda eru auðvitað þekkt eins og Guantanomo á Kúbu, Alaska og Louisiana svo eitthvað sé nefnt.

En sannast sagna finnst mér það eins og Einari Þveræing að það sé tóm vitleysa að erlendir menn geti keypt eða íslenskir selt hluta úr Íslandi undir langskip sín og aðrar græjur. Erlendur peningafursti getur vinkað seðlum upp að nefi íslensks afdalakalls sem vill óður selja auðvitað. En það eru ótal lagaákvæði sem hindra slík viðskipti ef menn vilja. Það mætti alveg skerpa á þeim andkratíska skilningi að Ísland sé fyrir Íslendinga en ekki aðra. Þó við séum almennt séð nógu mikil fífl til að fara í háaloft yfir svona uppákomum, þá er það alls ekki rakið fyrir Nubo að nýta Grímsstaði undir herflugvöll ef við viljum það ekki.

Og svo ættum við nú kannski að hætta að gleypa svona kínverska milljónera hráa. Það getur alveg verið að Nubó sé nýttur frekar af stærri skipulagsheild en að hann hafi nýtt sér heimsku og spillingu einhverra kínverskra embættismanna til að græða peninga. Menn eru til þess að gera fljótir að vinna sér fyrir réttinum til að kaupa sér kúlu í hausinn þar austur frá ef flokksforystan telur ástæðu til. Kínverjar eru nefnilega eldri en tvævetur.


Et tu Brute

dettur manni í hug þegar Björn Valur úr VG, sem maður hafði þó álit á að vera gegnheill kommi gat ekki staðið við stefnu flokksins um andstöðu við ESB.

"Ef sá samningur sem lagður verður fram á endanum verður góður að mínu mati, þá mun ég segja já. Ef ekki, þá nei. Ég verð á endanum að eiga það við sjálfan mig eins og við öll. Aðalatriðið [er] að við fáum eitthvað í hendurnar til að gera upp hug okkar, þ.e. klára málið til enda."

Þetta sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður

Það er við sjálfan hann að eiga, ekki flokksmennina sem sendu hann á þing. Það virðist vera almennur háttur vinstrimanna að lifa sjálfstæðu lífi eftir að á þing er komið. Gleyma öllu fyrir hvað þeir stóðu þegar þeir komast á þingfararkaup og erfanlegan og tryggan eftirlaunarétt.

Et tu Brute sagði Cesar. Nú vantar bara Steingrím til að skrifta.


Bjarni skorar

með bréfaskrifum sínum til flokksmanna. Þar skerpir hann línurnar og upplýsir flokksmenn um ástand og horfur.

Einmitt þessi nálgun formanns stjórnmálaflokks til flokksmanna og samræður í einlægni um vandamál okkar þjóðar er það sem ég tel að muni þétta raðir Sjálfstæðismanna frekar en nokkuð annað nú í aðdraganda kosninga. Þeir sem ekki fá þessa pósta hans Bjarna eru fátækari en þeir þurfa að vera. Þeir ýta við okkur flokkshestunum og hvetja til dáða.

Áfram Bjarni.

Til sigurs Sjálfstæðismenn ! Við skulum skora!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband