Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
3.12.2012 | 21:07
Einkavæðing
Sementsverksmiðjunnar árið 2003 vakti nokkra furðu á sínum tíma. Sagt var að einn kaupandinn hafi þá skuldað verksmiðjunni margfalt kaupverðið og hann hafi þar með fengi vald yfir skuldum sínum og þær hafi týnst í framhaldinu. Hvað er hæft í þessu hefur aldrei verið upplýst opinberlega mér vitanlega. Stendur kannski ekki til í stíl við við aðra leyndarhjúpa sem umlykja oft einkavæðingu ríkiseigna eins og banka-og símabrandarana hér um árið. En einkavæðing Símans eins og sér held ég að hafi verið eins stærstu mistök sem framkvæmd hafa verið á þessu landi þó hitt hafi nú verið nógu vitlaust að einkavæða krónuna.
Nú er búið að skila Sementsverksmiðjunni til slitastjórnar pappírsfélags þeirra sem keyptu. Eigendur þess og ábyrgðarmenn sitja miskeikir eftir. Búið er að borga ríkissjóði sem seljanda 12 milljónir króna. Spurning er hver á þá verksmiðjuna með hurðum og gluggum? Verður hún auglýst til sölu eða fær ríkið hana afhenta til baka þar sem þeir fengu hana aldrei borgaða? Munum við einhverntímann fá innlent sement aftur?
Það var mikið stolt yfir því þegar Íslendingar fóru að framleiða sitt eigið sement og áratuga draumar margra manna rættust. Handritin heim og meira sement var æpt á stúdentafundum við hátíðleg tækifæri. Stöðug tækniþróun við íslenskar séraðstæður leiddi til þess að sementið varð mjög góð vara. Síðan kom Aalborg Portland með samkeppni til landsins og líklega setti verksmiðjuna okkar á hausinn í skjóli EES og EFTA. Svo kom hrunið og lítið er notað af sementi hérlendis miðað við það sem áður var.
Íslendingar áttu líka Áburðarverksmiðju sem fór svipaða leið og er ekki til lengur. Kaupendur höfðu engan hug á því að framleiða áburð heldur bara hreinsa út það sem hægt var að nota og gerðu það. Samt var áburðarframleiðslan byggð á innlendri orku að miklu leyti. Áburðurinn var afbragðs sprengiefni og var undirritaður í hópi þeirra alfyrstu sem það notfærðu sér upp úr 1962.
Nú er hún Snorrabúð stekkur eins og þar stóð. Svona er nú feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá. Verkfræðingar og brautryðjendur eins og Haraldur Ágeirsson, dr. Jón Vestdal, Hjálmar Finnsson, Runólfur Þórðarson og margir fleiri horfnir sýn. Síðustu stjórnendurnir dr. Guðmundur Guðmundsson og Gylfi Þórðarson hættir. Aðeins tóftirnar á Akranesi og í Ártúnshöfða og bryggjurnar vitna um gengna daga áður en verslunarhagsmunir kratismans og Thatcherismans urðu einráðir. Sementsskipið safnar þara og hafnargjöldum í höfninni á Akranesi. Er nettóniðurstaðan sú sem nokkurn óraði fyrir?
Kannski eigum við eftir að horfa á tóftir landbúnaðarins gnæfa við loft þegar honum hefur verið hætt eftir formúlu kratanna, sem vilja kaupa alla vöru erlendis frá, helst niðurgreidda frá ESB, því við höfum ekki ráð á smérgerð sjálfir frekar en íslensku sementi, Gefjunarfötum eða skóm hvað þá íslenskum áburði. Sic transit gloria mundi.
Einkavæðingin er það sem kom í staðinn fyrir skrautbúin skip fyrir landi.
3.12.2012 | 11:54
Var þetta sniðugt?
þegar þingflokksformaður VG og þingmaður Samfylkingar gengu með spjöld fyrir framan ræðustól þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem á stóð "Málþóf". Þetta snéri að sjónvarpsvélunum þannig að hugsanlega gat forsetinn úr þingflokki VG ekki kynnt sér málið og tók því ekki afstöðu.
Kjósendur hafa nýverið tekið afstöðu til áframhaldandi þingmennsku þessara umræddu merkisbera. Lítil von virðist því vera til þess að þessi hegðun þeirra verði langæ á Alþingi sem skortir víst virðuleika í hugum fólks ef marka má skoðanakannanir.
Það má velta því fyrir sér á hvern hátt Alþingi og Alþingismenn öðlast virðingu kjósenda. Það er varla að leita að henni utan þingveggjanna finnist hún ekki innan þeirra. Líklega er sitjandi Alþingi eitt það sérstæðasta og margbreytilegasta í persónum og klæðaburði frá upphafi og fleiri þingmenn farið á milli flokka en oft áður.
Skyldu kjósendur ekki annars kjósa flokka frekar fyrir stefnumál þeirra en einstök andlit? Dr. Ólafur Þ.Harðarsons prófessor telur svo vera og færir gild rök fyrir. Hvernig munu þá frábrigði frá yfirlýstri grunnstefnu virka á kjörfylgi flokka? VG hlýtur því að verða stjórnmálafræðinni verðugt viðfangsefni eftirt næstu kosningar.
Ef við grípum niður í stefnuskrá VG þá eru þessar línur að finna:
"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."
Hvernig finnst fólki þetta ríma við stjórnarathafnir flokksins? Vilja kjósendur trúa flokki fyrir atkvæði sínu sem getur sýnt einsleitni sína með því að vitna í reynslu síðustu fjögurra ára? Fleira er hægt að tína til úr stefnuskránni og spyrja spurninga úr henni. En "...frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað " er býsna afgerandi fullyrðing. Verður flokkurinn að breyta henni fyrir kosningar?
Hvað mun Steingrímur J. Sigfússon segja við væntanlega kjósendur sína? Að hverju munu þeir spyrja á móti? Er einhver maður svo mikill málflutningsmaður að hann geti komist í gegn um þetta við hylli kjósenda? Talað bara um eitthvað annað fallegra sem sjálfsagt þykir? En hversu lengi trúðu menn stráknum sem kallaði úlfur, úlfur?
Er þetta kannski sniðugt?
2.12.2012 | 12:35
Ég er stoltur
af því að vera Sjálfstæðismaður í dag eftir að hafa hlustað á Bjarna Benediktsson, formann flokksins míns, á Sprengisandi á Bylgjunni rétt í þessu.
Bjarni sýndi í þessu viðtali, og er raunar búinn að sýna það undanfarið hvar sem til hans hefur heyrst, að hann hefur gersamlega aðra sýn á framtíð þessa lands heldur en þingmenn stjórnarflokkanna. Það var sama hvar borið var niður, það var sama hvað Sigurjón reyndi að þvæla honum upp úr staðalspurningum vinstra liðsins og fjölmiðlanna, Bjarni Benediktsson hafði yfirveguð svör við öllu.
Það er ekki spurning í hans huga um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með í fylgi um þessar mundir. Það sem mælt er núna dugar flokknum til að ná 26 þingmönnum sem er mesti þingmannafjöldi sem hann hefur nokkru sinni náð í sögu sinni. Auðvitað er meira betra. En á formaður flokksins að liggja í svona pælingum eða á hann að tala við fólkið í landinu og skýra það fyrir því hvað flokkurinn vill gera í ríkisrekstrinum, í atvinnumálunum, í málefnum heimilanna, í peningamálum?
Bjarni fór yfir öll helstu vandamál þjóðarinnar okkar af yfirvegun og festu. Hann sýndi í einföldu máli hversvegna það hefur engan tilgang að velta sér stöðugt upp úr staðalspurningum fjölmiðlanna. Það er heildarmyndin sem skiptir máli og samhengi hlutanna. Hann kvaðst sannfærður um að hann hefði gefið kost á sér til að leiða Sjálfstæðisflokkinn af því að að hann tryði því að hann gæti það og væri best til þess fallinn um þessar mundir með 10 ára þingreynslu að baki.
Bjarna rak hvergi í vörðurnar svo að ég, sem hinn smæsti af öllum smáum flokksmönnum, tendraðist bókstaflega upp og fann til stolts að eiga foringja sem þannig getur talað eins og beint út úr mínu hjarta. Að mínu viti er Bjarni að tala mál sem þjóðin getur skilið ef hún nennir að hlusta. Bjarni bæði getur og vill.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ætla að reka virka áróðursdeild þá er efniviðurinn fyrir hendi til að berjast með. Það verður nálægð formanns flokksins við almenning sem mun skipta máli. Og hún mun væntanlega vaxa þegar nær dregur kosningum.
Ég skora bara á fólk að spila upptökuna af seinni hluta Sprengisands í dag og dæma sjálft. Það er vænlegra heldur en að ég sé að leika einhvern millilið hér á mínu litla bloggi.
En í dag er ég stoltur af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
1.12.2012 | 20:17
EES
er samningur sem Jón Baldvin grobbar sig af að hafa komið á.
Er ekki rétt að leyfa honum að skreyta sig með þeim fjöðrum? En segja upp samningnum og Schengen sem við erum búnir að troða uppá okkur?
Höfum við ekki haft af þessu öllu meiri bölvun en blessun þegar allt er talið?
1.12.2012 | 20:11
Hvernig komast
ófrískar nígerískar konur með óljósa fortíð hingað til að fæða börn?
Verða börnin sjálfkrafa íslenskir borgarar?
Skyldi enginn vita hvernig í svona málum liggur?
1.12.2012 | 14:20
Ólafur Þ.Harðarson
flutti góðan fyrirlestur á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi nú fyrir hádegi.
Prófessor dr.Ólafur fór yfir hvaða lærdóma mætti draga af kosningum liðinna áratuga. Fram kom að foringjar flokka, litgreint útlit þeirra og annað skipti minna máli í kosningum heldur en stefnumál flokka þeirra þvert á það sem menn virtust halda oft á tíðum.Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefði til dæmis dalað við að Davíð felldi Þorstein úr formannsstóli kortéri fyrir kosningar.
Ennfremur hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins færi venjulega niður í sveitarstjórnarkosningum þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og svo öfugt.Nokkuð sem Richard Björgvinsson heitinn var alveg klár á hér í Kópavogi við hverjar kosningar. Þarna stóð það svart á hvítu á tjaldinu. Hann sýndi skiptingu kjósenda í vinstri, hægri og miðju og sögulegt samhengi þeirrar skiptingar. Hversu ótrúlega lítið breytist og hvernig kjósendur eru fljótir að greina flokkana að hvað sem þeir segja.
Hann sýndi líka fram á að um þriðjungur kjósenda er reiðubúinn að kjósa annan flokk en þeir síðast kusu. Fram kom líka að meirihluti kjósenda kenna stjórnmálaflokkunum um hrunið, flestir Sjálfstæðisflokknum. En merkilegt nokk hinsvegar ekki síður hinum flokkunum, þó VG skiljanlega minnst án þess að þeir þó sleppi. En athyglisvert er að stofnunum eins og Seðlabanka og FME er ekki síður kennt um ófarinar.
Allt var erindið stutt línuritum sem sýndu atriðin svart á hvítu. Á þeim mátti glöggt sjá að í næstu kosningum er líklegt að verulegar sveiflur á fylgi flokka verði og þá einkum Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna. Gerðist það ekki væru vart annað fyrir flokkana að gera en að líta í eigin barm fremur en að kenna utanaðkomandi ástæðum um.
Líflegar umræður urðu á fundinum sem Ólafur tók fjörlega þátt í. Hann valsaði fram og aftur um gólf og átti orðaskipti við fólk í salnum en hafði samt gott vald á fundinum. Rætt var um hvort þingmenn ættu aðeins að fara eftir sannfæringu sinni á þingi eða vera fulltrúar þess flokks sem þeir hefðu verið kosnir fyrir. Þröskulda flokka til að komast á þing, 5 % eins og nú er eða enga eins og mun vera í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Fundarmenn voru mjög ánægðir með fundinn þó þeir væru engu nær um prívat skoðanir prófessorsins nema hann viðurkenndi að vera bæði Hafnfirðingur og FHáari, sem ekki breytist hjá slíku fólki. Fundarmenn voru sammála um að þessi fyrirlestur hefði verið í hópi þeirra allra bestu í langan tíma.
Ólafur Þ. Harðarson er sannarlega tilbreyting frá ríkislaunuðu álitsgjöfunum úr Háskólanum sem venjulega eru til kallaðir til viðtals á öllum rásum þegar þarf að styðja ríkisstjórnina og verk hennar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko