Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
6.2.2012 | 07:55
Val á lífeyrissjóði eru mannréttindi
sem er nauðsynlegt að hver vinnandi maður hafi.
Páll Vilhjálmsson skrifar svo um lífeyrissjóði:
" ...Einfalt mál er að afleggja lífeyrissjóðakerfið og þar með í einni hendingu sópa spillingarliðinu útaf borðinu án þess að hrófla við lífeyrissparnaði landsmanna. Það yrði gert með því að setja ný ög um lífeyrissparnað þar sem öllum launþegum væri gert að stofna lífeyrisreikning hjá viðurkenndum aðilum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum sambærilegum."
Ekki hugnast væntanlega mörgum að lífeyrir þeirra fari í nýja Bjögga- eða Siggabanka eða Werners-tryggingafélög. Ef þarna hefði staðið Seðlabanki Íslands þá hefði ég tekið undir þessa tillögu Páls.
Ég vildi óska þess að mönnum yrði gefinn kostur á að flytja hver sína inneign og greiðslur í sérstaka deild í Seðlabanka Íslands. Þar verði féð ávaxtað á 3.5 % á nafni eigandans þar til að lífeyristaka hefst. Engin illindi, ekkert pólitískt þras eða hugsjónaglamur. Bara einfalt val hvers og eins.
Þeir lífeyrissjóðir sem eftir standa geta verið þar áfram stjórnum sínum til dýrðar.
Og svo hið sjálfsagða: Inngreiðslur í lífeyrissjóði séu skattlagðar að fullu. Lífeyririnn verður þá nettó þegar hann kemur. Allt fé lífeyrissjóðanna verði nú skattlagt strax þannig að aðeins nettóið standi eftir í þeim. Vandi ríkissjóðs hverfur þar með yfir nótt og sjóðastjórnirnar hætta að fá að spila mattadorinn sinn með ríkiseignir. En af þeim 480 milljörðum sem þeir stjórnunar spekingarnir töpuðu voru kannski 200 milljarðar eignir ríkisins. Þessu fé tapar íslenska ríkið á þessu braski sjóðafurstanna þar sem aldrei borgast skattur af því sem nú er tapað. Og þar sem þessir peningar eru ígildi vörsluskatta þá eiga sjóðastjórarnir væntanlega heima á Kvíabryggju með öðrum þeim sem standa ekki skil á slíku fé.
Val á lífeyrisjóði eru sjálfsögð mannréttindi.
5.2.2012 | 22:45
Eru Íslendingar heiladauðir?
eða hvað?
Fregnin um að Lífeyrissjóðirnir hafi bara tapað 480 milljörðum í hruninu virðist ekki snerta við þeim. Ríkisstarfsmenn tapa einir engu í sínum eftirlaunum svo þeim er kannski fjandans sama um tap síns lífeyrissjóðs.Þeir fá sín eftir laun hvað sem tautar og raular. Sam gildir um alþingsmenn og ráðherra.
En almennir launþegar? Það heyrist ekki tíst í þeim. Er þetta bara allt í lagi? Bara " Sorry Stína?" Við fáum bara að borga þetta tap beint í lækkuðum lífeyri. Allir saman.
Af hverju sækjum við ekki þessa stjórnendur lífeyrissjóðanna til saka? Báru þeir enga ábyrgð frekar en aðrir? Þeir hefðu einhvern tímann, einhversstaðar verið taldir hafa verðskuldað að verða í það minnsta tjargaðir og fiðraðir? Hafa þeir ekki valdið umbjóðendum sínum óbætanlegu tjóni? Á bara að láta þá komast upp með að yppta öxlum og segja bísness as júsúal. Láta þá bara halda áfram á fínu kontórunum í boðsferðunum og á fínu stjórnarfundunum? Búa til Framtakssjóði mannaða einhverjum snillingum utan af landi sem enginn hefur kosið?
Lífeyrissjóður Verkfræðinga tapar helmingnum af öllu fé sínu? Verkfræðingar af öllum mönnum ! Menn sem þykjast bærir til að reikna út fyrir aðra hvað borgi sig og hvað ekki borgi sig? Standa þeir ekki uppi sem mestu afglaparnir af öllum vitlausum?
Þessi draumsýn manna um að hleypa ekki stjórnmálamönnum að lífeyrissjóðunum er villa og óskhyggja. Stjórnmálamenn stela öllu sem þeim dettur í hug. Sjáið bara Steingrím stinga skattloppunum ofan í lífeyrissjóðina. Bullar eitthvað málskrúð um vaxtabætur í þágu almennings en er bara einfaldlega að stela því sem aðrir eiga?
Faðir minn heitinn talaði oft um "Skattþjófinn" þegar hann átti lítið eftir í veskinu sínu handa okkur krökkunum. Hvað skyldi honum hafa fundist um þessa niðurstöðu í lífeyrisjóðunum? Annar vinur minn sagði og lagði áherslu á það í þá daga: "Ríkið er óvinur þinn." Þetta var á Eysteinsárunum þegar skattlagning hagnaðar fór iðulega yfir 100%. Skattfrekjan kynti undir sjálfsvörn borgaranna og gerði menn andfélagslega sinnaða svo um munaði.
Nú hefur Lífeyrissjóðakerfið okkar marglofaða brugðist algerlega. Sjá menn ekki að það er miklu öruggara að leggja greiðslurnar sínar beint inn í Seðlabankann á nöfn þeirra sem eru að greiða. Íslenska ríkið ábyrgist að greiða þetta út með 3.5 % vöxtum þegar maður nær eftirlaunaaldri. Líka til Ríkisstarfsmanna og Borgarstarfsmanna. Það sleppum við við alla Villana, Þorgeirana og hvað þeir heita nú allir sem eru búnir að sýna og sanna hvað þeir gátu. Við þurfum ekkert á þeim að halda hvað þá teppalögðum vindlakössum út um allt land.
Auðvitað geta stjórnmálamenn gert okkur alla að aumingjum ef við leyfum þeim það.Það eru minni líkur til þess að lýðræðið fær að ríkja. En öll völd spilla og og alger völd gjörspilla.
Ef þessi lífeyrissjóðaniðurstaða ýtir ekki við Íslendingum þá hafa þeir sannað það fyrir mér að minnsta kosti að háttvirtir kjósendur kunna að vera alvarlega heiladauðir á vissum sviðum.
4.2.2012 | 09:19
" Við tökum að sjálfsögðu allt alvarlega
»... sem þarna stendur og munum fara yfir þetta,« sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs, um skýrslu úttektarnefndarinnar.
Vilhjálmur sagði að skýrslan yrði örugglega rædd á næsta stjórnarfundi Gildis og hann teldi víst að hún yrði einnig til umfjöllunar á fulltrúaráðsfundi. Vilhjálmur sagði að hann og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefðu átt frumkvæði að því á fundi Landssamtaka lífeyrissjóða að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt sem þessa á lífeyrissjóðunum.
»Við viljum nota allt sem þarna kemur fram til að bæta störf okkar,« sagði Vilhjálmur. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu þegar horfst í augu við tapið á árunum 2008-2010.....
Eiginlega var þetta bara allt í lagi segir svo Vilhjálmur:
»Við setjum þetta í ákveðið samhengi við það sem gerðist á árunum á undan. Ef við hjá Gildi lítum yfir tíu ár þá er raunávöxtunin að jafnaði jákvæð um 2% þrátt fyrir að mesta hrun í sögu lýðveldisins sé tekið með í reikninginn,« sagði Vilhjálmur. »Að sjálfsögðu hefðum við viljað gera betur, en þegar allt er talið hafa lífeyrissjóðirnir staðið af sér hrunið.«
Hann sagði það hlutverk sjóðanna að taka allar ábendingar um hvað mætti betur fara alvarlega og það ætluðu lífeyrissjóðirnir að gera. Sjóðirnir hugsuðu til framtíðar og reyndu ávallt að gera betur."
Ef vinnandi fólk væri 100.000 manns þá jafngildir tapið ekki nema einhverjum 5 milljónum á mann sem lífeyrissjóðurinn hefði átt að ávaxta alla starfsævina á 3.5%. Þess í stað þá skerðist lífeyririnn hjá okkur sauðsvörtum um verulegar fjárhæðir á mánuði. Æ,æ segir Vilhjálmur, við verðum að bæta okkur og læra af þessu. Það á auðvitað engu að breyta með stjórnunina hvað þá stjórnarmenn.
Vilhjálmur situr í stjórn Gildis ekki af því að hann væri kosinn til þess heldur af því að hann er kerfiskurfur eins og allir stjórnendur í lífeyrissjóðakerfinu. Eigendur sjóðanna hafa engin áhrif á hvernig þeir eru reknir eða hvaða áhættur eru teknar. Stjórnirnar koma allar að ofan og hegða sér eftir því.Algerlega ábyrgðarlaust. Sorrý Stína, þú tapar bara.
Íslendingar eru ekki fjármálasnillingar eins og þeir héldu fram fyrir hrun. Þeir eru eitthvað allt annað hvaða prófgráðum þeir skreyta sig með. Lífeyrissjóðakerfið var auðvitað kolvitlaust frá upphafi og var notað allan tíman til dýrðar verkalýðsforingjum og framgosum. Hver maður hefði frekar átt að eiga sinn lífeyri í Seðlabanka á fastri ávöxtun og spara allt móverkið og vitleysuna í tugum lífeyrissjóða sem við sitjum uppi með núna með þessa staðreynd: Vesgú! 480 milljarðar í tap! Ekkert mál.
En það þýðir auðvitað ekki að stýra fortíðinni. En á þessari stundu ætti að leggja alla lífeyrissjóði landsins niður og láta allar eignir þeirra renna inn í Seðlabankann á nafni hvers og eins eiganda lífeyris frekar en að setja allt sitt traust á að Vilhjálmur taki þetta alvarlega og ætli að bæta sig í framtíðinni.
Ég hef enga trú á því að það takist eitthvað betur með alla Vilhjálma eða Þorgeira komandi áratuga. Íslendingar taka nefnilega bara ekkert alvarlega. Þessvegna geta þeir hvorki stjórnað Lífeyrissjóðum né bönkum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2012 | 08:29
Ég er fangi
fortíðarinnar og fólks sem ég treysti ekki.
Búsáhaldabyltingin skolaði allskyns fólki inn á þing sem ég hafði aldrei heyrt um né kynnst fyrir hvað stóð. Þetta lið sat ég skyndilega uppi með til margra ára. Þetta fólk hafði nú verið kosið til að vísa mér veginn frá óeirðum Austurvallarindjánanna sem það hafði sjálft sviðsett með styrkjum úr höllum Dofrans.
Það kom fljótlega í ljós að þetta fólk gat ekki komið sér saman um neitt og hafði engin önnur úrræði en að hækka skatta til að fjármagna eyðslu sína og sinna. Ekkert hugmyndaflug né geta til að leiða þjóðina áfram,hvað þá blása i hana kjarki og vekja vonir. Eini boðskapurinn voru hatursöskur og hnýfilyrði um illt innræti annarra. Öll viðbrögð þess byggðust á fumi, óðagoti og peningaprentun. Til viðbótar draumórum um stóriðjustopp og grænan fönduriðnað komu þoka og villur í velferðarhafinu. Og sú hugsjón að koma þjóðinni í hendur erlendra kónga með illu eða góðu.
Ég er fangi þessa fólks sem bara situr á þinginu og sýgur lífsblóð almennings, rúið trausti þar sem vanhæfið og getuleysið blasir við öllum nema því sjálfu.
1.2.2012 | 22:33
Sprengjufrétt RÚV
er sú að Ögmundur Innanríkis líti sprenginguna við Stjórnarráðið mjög alvarlegum augum.
Hvaða frétt er þetta? Til hvers er verið að segja okkur þetta? Er svona sprenging yfirleitt eitthvað gamanmál? Hafa menn ekki áhyggjur í Malmö? Breyta augun í Ögmundi einhverju?
Hvað skyldi Ögmundur og ráðuneytið gera í framhaldi af þessu? Skipa samráðshóp? Rýnihóp um það af hverju löggan kom ekki fyrr en seinna? Og svo í framhaldi að setja lög og banna allar sprengjur og líka bensínbrúsa? Verður ekki þá búið að banna byssur og blaðlanga hnífa þegar þetta bætist við?
Meiri alvarleg augu. Mjög alvarleg augu. Hvenær hætta menn að taka mark á svona fréttum?
Það er sprengjufrétt Ríkisútvarpsins sem er frekar sprenghlægileg.
1.2.2012 | 08:50
Reykjavíkurflugvöllur
hefur fremur fest sig í sessi í hugum fólks að undanförnu en hið gagnstæða. Landsfundur Sjálfstæðislokksins ályktaði um að völlurinn þyrfti að vera áfram miðstöð innanlandflugs. Jafnframt áréttaði Landsfundur að völlurinn gæti ekki þjónað hlutverki sínu í skertri mynd frá því sem nú er. Skipulega hefur verið þrengt að flugvellinum undanfarin ár en á þeirri braut verður ekki haldið áfram mikið lengur án þess að stórskaða eiginleika hans.
Röksemdaflutningur með og á móti flugvellinum hefur nú staðið í meira en sextíu ár og hafa margar hugmyndir úrelst á þeim tíma. Þess vegna fækkar kröfum um flutning vallarins stöðugt en kröfur um lokun hans aukast hjá andstæðingum hans. Fleiri sjá hinsvegar náin tengsl viðskiptalífs höfuðborgar við flugsamgöngur og telja það beinlínis stórávinning ef ekki nauðsyn að hafa flugvöll svo vel staðsettan í nokkurskonar útjaðri slíkrar byggðar en þó í örskotsfæri fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Það verður því líklegra en ella að flugvöllurinn eigi eftir að staðfestast í vitund manna og öðlast svipaðan sess í huga íbúanna eins og til dæmis Reykjavíkurtjörn, Sundahöfn, Laugardalur,Viðey. Landmerki sem eiga sinn fasta sess í vitund borgarbúans sem óaðskiljanlegur þáttur búsetunnar í höfuðborg landsins okkar.
Júlíus Vífill Ingvarsson hefur vakið athygli á því að fullkomlega óraunhæft sé að vera að horfa á fyrri dagsetningar um aflagningu vallarins vegna breytinga í byggingastarfsemi almennt. Mikið sé af óbyggðum lóðum á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem ófullgert húsnæði er fyrir hendi. Það er því óraunhæft þegar vallarfjendur eins og Gísli Marteinn reyna að telja fólki trú um annað og að flugvöllurinn verði að fara hið fyrsta.
Jón Gunnarsson hefur á Alþingi flutt mál sem miðar að því að festa völlinn í sessi af þjóhagslegum forsendum. En eintakir borgarfulltrúar túlka þetta sem tilraun ríkisvaldsins til að grípa inn í skipulagsmál sveitarfélaga.Miðað við þá stöðu sem tilvist vallarins hefur í hug alþjóðar má spyrja sig hvort ýmsir kjörnir fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur séu í takt við kjósendur sínar í því að framtíð Reykjavíkur sé best borgið með þéttingu byggðar í grennd við Kvosina gömlu. Atvinnulíf er flest þaðan farið vegna rýmisleysis og slaks aðgengis og eftir stendur ferðamannahverfi og minjagripasala auk næturlífsins alræmda.
Þessi Bloggskrifari hefur nú lengi verið með skoðanakönnun hér á síðunni fyrir alla sem þangað koma. Væntanlega er það einhver þverskurður af þjóðinni þegar nær 6000 manns skiptast þannig að meira en 80 % vilja að flugvellinum verði ekki lokað. Það vekur því furðu að að einstakir stjórnmálamenn virðast kæra sig kollótta um afstöðu almennings til Reykjavíkurflugvallar.
Fremur en að fjandskapast sífellt við Reykjavíkurflugvöll og standa í vegi fyrir öllum endurbótum á honum eða við hann á þeim forsendum að dagar hans séu taldir, ættu menn að snúa við og fara að efla hann og festa í sessi.
Auðvelt er að auka millilandaflug frá honum væri austur vestur brautin lengd til vesturs og Suðurgatan sett í stokk undir hann sem er ekki mikil framkvæmd og lítið meiri en að skera niður tré í Öskjuhlíð. Margt fólk hefur ekki hugmynd um nær daglegt milliandaflug fjögurra hreyfla þotu Færeyjaflugfélagsins frá Reykjavík, svo hljóðlát er þessi vél.Ef menn hugsa það yfirvegað með sér þá ríkir kyrrð og friður á flugvellinum mestan part sólarhringsins. Flugkomur eru strjálar og standa stutt yfir.
Reykjavíkurflugvöllur er kominn til að vera. Það ættu menn að fara að gera sér ljóst og vinna útfrá því og hagsmunum sem honum tengjast.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko