Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
16.2.2012 | 08:57
Enn ein skömm Steingríms
J. Sigfússonar var staðfest í Hæstarétti í gær.
Ráðherrann beitti sér fyrir þeirri fáránlegu afturvirku lagasetningu árið 2010, að breyta vaxtaþætti gengistryggðra skuldabréfa sem höfðu þá veri dæmd ólögleg.
Ráherrann hélt því fram að sanngirnissjónarmið ættu að ráða því að reikna lægstu óverðtryggða vexti á skuldirnar í stað nafnvaxta á bréfunum. Ótal gjaldþrot og eignamissa hafa síðan farið fram ó grundvelli þessarar sanngirni Steingríms, sem fíflaði Alþingi til að samþykkja afturvirk lög.
Er það enn ein skrautfjöður í hatti þessa þings sem fyrir löngu hefur sýnt sig vera þannig samsett af fólki að hvergi er boðlegt elstu þingræðisþjóð í heimi. Núverandi Alþingi, og raunar ýmsar sveitarstjórnir, eru sýniskennsludæmi um það hvert örvænting og upplausn getur leitt annars dagsfarslega skynsamt fólk til kæruleysis og ábyrgðarleysis.Iðrunin stendur mun lengur en eftir venjuleg fyllerí eða stundum fjögur ár.
Hæstiréttur hefur opinberað enn eina skömm Steingríms J. Sigfússonar á stjórnarstóli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2012 | 08:33
Forstokkaður Steingrímur
Svo segir í Morgunblaðinu:
" Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, viðurkennir að hafa gengið of langt í þingsalnum á mánudag þegar hann sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að þegja...
Steingrímur sagði við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær, að þetta væri ekki stór atburður í hans huga, »en ég er nógu stór til að viðurkenna það, að þetta er ekki viðeigandi orðbragð,« sagði Steingrímur.
Hann sagði að þetta hefðu verið orðahnippingar úti í þingsalnum og ekki ætlaðar fyrir fjölmiðla eða í hljóðritun. »Við þurfum væntanlega báðir að sitja á strák okkar og stilla skap okkar í framhaldinu,« sagði Steingrímur...."
Það er greinilega Sigmundur Davíð sem þarf að bæta sig til þess að hinn "stóri" Steingrímur þurfi ekki að vera að skattyrðast við hann.Vonandi taka þingmenn eftir þessu og séu ekki að trufla stórmennið.
Einu sinni þótti ástæða til að senda geðlækni heim til íslensks ráðhera. Það þótti ekki nógu fínt og var útlagt sem pólitískt samsæri. En við forstokkun á alvarlegu stigi er fólki yfirleitt ráðlagt að leita sér hjálpar sjálft..
13.2.2012 | 20:49
Allt vald spillir
og algert vald spillir algerlega.
Þeir sem hafa orðið þess aðnjótandi að sjá meistaralegan leik Meryl Streep í gervi Margrétar Thatcher hafa sjálfsagt tekið eftir atriðinu þegar sýnt er frá síðasta ríkisstjórnarfundi frú Thatcher. Þar er hún orðin svo blinduð af sjálfsáliti að henni finnst allir í kringum sig vera bjálfar sem ekkert geti til jafns við hana sjálfa.
Það mátti sjá glögg merki þess í þingsalnum að Steingrimur Jóhann er að verða heltekinn af þessari veiki. Hann bregst ókvæða við gagnrýni og þó hann segi það ekki berum orðum þá finnst honum þeir sem spyrja hann gagnrýnið út úr gerðum hans sem ráðherra, vera vitleysingar og bjálfar sem hann vill heldur að steinhaldi kjafti og séu ekki að pirra sig og trufla frá stórmerkum stjórnarstörfum sinum. Steingrimur er greinilega að blindast af valdinu og farinn að telja sjálfan sig í guðatölu sem dauðlegir hafi ekki vit né þroska til að ræða við, hvað þá að gagnrýna.
Alþýðuforinginn Steingrímur er að verða fórnardýr valdsins og spillingaráhrifa þess.Slíkt hefur hent meiri menn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2012 | 17:43
Samsæri Steingríms J
gegn bæjarstjórnarmeirihlutanum sem þá hafði staðið farsælllega í 18 ár í Kópavogi framdi hann þegar hann í skjóli nætur rak alla stjórn Lífeyrisjóðs Starfsmanna Kópavogskaupstaðar og framkvæmdastjóra frá völdum og setti sinn kommúnista yfir málin. Ástæðan var að þessir aðilar höfðu verndað lífeyri eigendanna með því að ávaxta laust fé í bæjarsjóði Kópavogs, sem er ábyrgðarmaður lífeyrisisjóðsins. Fleiri sjóðir á vegum bæjarfélaga gerðu eins en þar voru þóknanlegir menn við völd. Þetta var á tíma nýhrundra banka og þjóðfélagið logaði stafna á milli í hatri og tortryggni.
Að því er virðist hefur rannsókn málsins verið skipulega dregin á langinn til þess að valda sem mestum skaða á viðkomandi persónum sem eru úr öðrum stjórnmálaflokkum en ráðherrans. En nú hefur rannsókn málsins staðið í 3 ár, ég endurtek 3 ár. 3 ár til að rannsaka einfalt mál sem liggur á borðinu. Engu var stolið, ekkert fá tapaðist, ekkert lán var afskrifað, engar vinnuferðir voru farnar, engin spilling, engin vinafyrirgreiðsla, engir búsetustyrkir þegnir. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogs skilaði bestu ávöxtun lífeyrissjóða landsins árið sem þessi glæpur var framinn.
Hinsvegar er morgunljóst hver afleiðingin er orðin fyrir þolendurna sem nú hafa verið ákærðir og skulu koma fyrir dómara. Mannorð viðkomandi hefur verið dregið niður í svaðið. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks beið hnekki vegna þess málflutnings að málsaðilarnir ef ekki allir flokksmenn líka úr þeim flokkum séu glæpamenn sem enginn getur komið nálægt með 10 feta stöng. Samfylkingarfulltrúinn segist ekki hafa skilið neitt í því sem hann var að gera og því segist hann saklaus. Hinir tveir, Gunnar I Birgisson og Ómar Stefánsson eru ósamstarfshæfir af því þeir séu "glæpamenn undir ákæru" eins og málflutningurinn hljómar.
Sú grundvallarregla að hver maður sé saklaus þar til sekt hans sé sönnuð gildir ekki þegar Steingríms-réttlætið á í hlut eða túlkun hans á því meðal andstæðinga þessara flokka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2012 | 17:20
Nægst lægsta tilboð
er tilboðið sem á að taka við útboð. Venjulega er lægsta tilboðið vitlausast af öðrum vitlausum tilboðum. Það ber með sér mestu áhættuna af því að tilboðsgjafinn fari á hausinn. Sem er ekki endilega það besta sem kemur fyrir verkaupann sem þá lendir oftlega í aukakostnaði.
Ég hef heyrt að þetta sé víða háttur sem tekinn hefur verið upp meðal siðaðra þjóða til þess að bæði að hafa vit fyrir hungruðum verktökum og hindra sorgaratburði sem nóg er af. En sjálfsagt þýðir ekki að tala um þetta hér á landi þar sem lægsta tilboð er lægra en næstlægsta.
12.2.2012 | 16:01
Heiladauðir
virðast íslenskir lífeyrisjóðagreiðendur vera upp til hópa. Fregnir um 480 milljarða tap snertir þá ekki. Þeir eru greinilega tilbúnir að láta sjóðafurstana í friði.
Annað sem ég undrast er að ríkisstjórnarkommarnir skuli ekki rumska við þá hugmynd, að taka staðgreiðslu af öllum inngreiðslunum. Þá fækkar spilapeningum spekúlantanna hérumbil um helming. Og ríkissjóðshallinn er leystur. Helgi í Góu tók þó undir hugmyndir mínar á Útvarpi Sögu um innlánsdeild í Seðlabankanum fyrir iðgjaldagreiðendur þannig að hún var þá ekki alvitlaus. En um skattlagningu inngreiðslanna ræðir enginn.
Vonlaust lið alltsaman. Maður skilur þá sem hypja sig til Noregs. Hér ríkir heiladauði til viðbótar við heimskuna.
11.2.2012 | 15:53
Stiggenap!
sögðu við strákarnir í bóahasarnum í gamla daga.
Steingrímur J. Sigfússon hefur lært þetta snemma og man það enn. Stiggenap Lífeyrissjóðir ! Ef þið komið ekki með erlendar eignir og leggið þær í ríkisbréf skal ég skattleggja ykkur svo þið sjáið eftir því!
Hvað sögðu menn þegar lífeyrisjóðakerfið var fundið upp? Heilagir sjóðir launþega? Ríkið lætur þá í friði um aldur og ævi? Auðvitað allt lygi og svik eins og allt sem vinstri menn segja. Steingrímur ætlar að stela þeim. Er hann bara ekki í gervi stigamannsins og bóans? Er hann ekki að hóta að ræna launþega eins og kommúnistar hafa allstaðar gert þar sem þeir geta. Frá Stalín til Causescu? Er ekki Steingrímur trúr hugsjónum sínum og fyrirmyndum?
"Upp með hendur, niður með brækur, peningana eða ég slæ þig í rot!" Þeir sem stjórna lífeyrisjóðunum einstökum eða öllum í einu, sem enginn kaus, bara lyppast niður og hlýða. Arnar kyssir á vöndinn fyrir okkar hönd sem fá bara skertan lífeyri í sinn hlut. Við þegjum og fruktum okkur fyrir kerfinu.
Norræn velferð í boði Vinstri Grænna. Trúir kannski lýðurinn að Lilja verði betri? Má ekki alltaf fá annað skip í íslenskri pólitík?
Stiggenap, launþegar landsins! Steingrímur er á steliferð!
10.2.2012 | 08:46
Sjálfsmorð í boði Samfylkingarinnar
er í fullum gangi. Einn Rúmeni eða Búlgari á dag kemur í stað hverrar íslenskrar fjölskyldu sem flýr frá landinu undan ógnarstjórn atvinnuleysisins um þessar mundir.Til viðbótar öðrum innflytjendum og hælisleitendum. Lesendum Íslendingasagna í landinu er ekki að fjölga né þeim sem vita eitthvað um manninn frá Dýrafirði sem við minnumst næsta 17.júní.
Árið 2009 fluttu 2.500 Íslendingar af landinu. Í fyrra voru þeir 1.700 og vísbendingar og líklega um 1.800 2011. Frá 1961 nálgast þessi tala 23.000 manns.
Fyrir áhrif alþjóðahyggju kratanna og Evrópuvæðingu er Ísland Schengen-opið fyrir öllum borgurum sambandsins. Við ráðum engu um hverjir koma hingað og setjast hér að í okkar atvinnuleysi.Það er hægt og hægt verið að skipta um þjóð í landinu. Bráðum tíundi hver maður hefur engin menningarleg tengsl við þá þjóð sem okkur var kennt í gamla daga að við tilheyrðum. Þetta fólk hefur skiljanlega áhuga fyrir öðru en því sem við höfum tönnlast á að væru íslensk saga og menningararfur.
Ef við framlengjum þróunarferlið þá tekur það næstu hálfa öld að gera etníska Íslendinga að minnihlutaþjóðarbroti í landinu. Hvort það er gott eða vont fyrir núverandi stjórnmálaflokka læt ég aðra um að svara.
Sjálfsmorð þjóðar er í gangi í boði Samfylkingarinnar.
8.2.2012 | 15:01
Háa C-éið
var saga eftir Ingimund, öðru nafni Kristján Linnet bæjarfógeta, sem skrifaði skemmtisögur í gamla daga í Speglinum og víðar. Þessi var um söngvara sem missti röddina og og læknir hans setti í hann háa-céið í formi einhver apparats. Svo söng söngvarinn háa-céið á konsert en það hætti ekki tónninn og beljaði meira en Guðmundur Jónsson í langa tóninum í Hraustir Menn, óstöðvandi þangað til læknirinn loksins æpti þegar söngvarinn var orðinn kolblár í framan "Taktu það útúr þér maður og þá loks gat söngvarinn stoppað og náð andanum.
Nú hefur Lilja Mós stofnað enn einn smáflokkinn til höfuðs fjórflokknum. Þessi nýi á að belja áfram óstöðvandi á háa Céinu um allt sem hinir sviku, norrænu velferðina og allt það. Þetta er mikið happ að fá svona nýjan flokk til dæmis í staðinn fyrir Atta Kitta Gauju með allt frjálslyndið og svo Þór Saari og brotin útúr honum þegar hann dettur út næst. Það vildu svona flokk eins og Atta Kitta Gauju ekki nokkur maður til lengdar og hugsjónamennirnir síkátu hlupu fyrir borð einn af öðrum. Og flestir þeirra ganga bara í þennan viðbjóðslega fjórflokk aftur þaðan sem þeir komu. Sagan geymir marga svona smáflokka sem lifna eins og stjörnuhröp og lýsa skamma stund áður en þeir slokkna.
Svo er víst von á Guðmundi Steingrímssyni með enn einn flokk sem öllu á að bjarga þar sem enginn vildi hann í fjórflokknum. Hann verður að belja einhverja nótu eins og Lilja og kannski velur hann kontra A svona til að hafa sérstöðu. Hugsanlega verður þetta svipað með hana Lilju Mós blessaða. Þegar Háa-Céðið hefur flautað um stund verður hún að taka það útúr sér eins og söngvarinn sæli til að ná andanum.
Og þá eru kjósendur kannski fljótir að gleyma flautinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2012 | 12:38
Glæpirnir í Kópavogi
sem þeir ákærðu Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson frömdu og hafa ekki verið ákærðir fyrir voru:
1. Að ávaxta fé Lífeyrissjóðs Starfsmanna Kópavogsbæjar með allra bestu ávöxtun allra lífeyrissjóða landsins eða yfir 6 %
2. Að tapa einna minnstu hlutfalli af eignum allra lífeyrisjóða á landinu.
3. Að eyða engu i vinnuferðir til útlanda.
4., Að fara ekki í neinar boðsferðir til útlanda.
5. Að fljúga ekki með einkaþotum útrásarvíkinganna
6. Að eyða engu í sjálfa sig eða risnu.
7. Að ráðstafa engu af eignum sjóðsins til vina og vandamanna.
Þetta er ágætt að skoða í samhengi við ástandið hjá hinum lífeyrissjóðunum þar sem stjórnarmennirnir töpuðu 480 miljörðum. En þar er auðvitað enginn ákærður enda ekki í pólitík.
Gunnar og Ómar eru ákærðir fyrir að hafa lánað eiganda og ábyrgðarmanni sjóðsins, sjálfum Kópavogskaupstað, meira en 20 % af ráðstöfunarfé sjóðsins. Einhver nefndi 25 %. Bera má þetta saman við bankastjórana í Glitni og Kaupþingi sem lánuðu næstum alla bankana án trygginga til vina sinna.
Allt byrjar þetta útaf því að Steingrímur J. Sigfússon ráðherra ber fyrir sig einhverjar reglur um lífeyrissjóði og 20 % lánaþak sem hann hefur hugsanlega sjálfur átt þátt í að setja og tekur ákvörðun um það klukkan 21.30 að kvöldi að koma þessu höggi á pólitíska andstæðinga sína. Höggið dugði til að eyðileggja eða stórskaða pólitískan feril þessara manna.
Sjálfur Steingrímur sleppur með miklu stærri gerninga sem stórsköðuðu allan almenning og hefði ásamt með félaga Svavari auðveldlega rústað fjárhag íslensku þjóðarinnar ef ekki hefðu verið tekin af honum ráðin á elleftu stund. Hugsanlega verður þessum Steingrími stefnt fyrir Landsdóm vegna ýmissa tiltekta sinna þegar þannig skipast á Alþingi.
Framkvæmdastjóri sjóðsins, Sigrún Bragadóttir, er líka ákærð og hefur farið sýnu verst útúr málinu þar sem henni er neitað um vinnu vegna ákærunnar. Flosi Eiríksson er tryggilega falinn bak við skiltin á framhliðinni hjá KMPG sem endurskoðandi og Jón Júlíusson var endurráðinn bæjarstarfsmaður af hinum "spillta bæjarstjóra" að dómi Samfylkingarinnar, Gunnar I. Birgissonar, eftir að Jón hafði stokkið í betri vinnu um tíma. Ekki varð ég var við það að haldin hafi verið fagnaðarhátíð neinstaðar vegna þeirrar ráðstöfunar Gunnars.
Það er greinilega mikilvægt að réttlætið nái fram að ganga vegna glæpanna í Kópavogi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko