Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
30.4.2012 | 00:59
Egill tekinn í tíma
í Silfrinu í dag. Í fyrsta sinn í langan tíma kallar hann ekki á náhirðina sína til að taka undir skoðanir sínar heldur sest augliti til auglitis við Bjarna Beeditsson formann Sjálfstæðisflokksins.
Spurningar Egils voru að þessu sinni fremur hógværar og stuttar og hreint ekki alvitlausar. Bjarni svaraði öllu skilmerkilega af yfirvegun og öryggi. Augsýnilegt að Agli líkaði ekki allskostar að geta ekki ruglað hann eða mótmælt, setti í fátinu upp gleraugu svört og mikil og leit þá út eins eins og Björnebanden í Andrésblöðinum. En allt kom fyrir ekki. Bjarni svaraði öllu kristaltært og fór hvergi undan í flæmingi. Miklu fremur skýrði hann fyrir okkur hvað það er sem okkur skortir meira en gjaldmiðlaumræðu eða stjórnarskrárbreytingar og málskotsrétt Forsetans.
Eftir því sem leið á samtalið kom æ frekar í ljós hversu mikið haf og himinn er á mlli árangurs rískistjórnarinnar og raunveruleikans sem við blasir. Þjóðin er ekki samstíga neinu af þeim stórmálum sem þessi ríkisstjórn er að reyna að rubba af í dauðateygjunum á vorþinginu eins og sjávarútvegsmálunum og evrópumálunum. Bjarni sagði einlæglega að þetta væru svo stór mál að við yrðum að leysa þau í breiðari samstöðu en nú við blasir með klofna þjóð í afstöðunni. Bjarni minnti á í gjaldmiðlaumræðunni að Íslendingar hefðu byggt upp eitt mesta velferðarþjóðfélag á byggðu bóli með íslensku krónunnni meðan önnur lönd gætu ekki hrósað sigri með erlenda gjaldmiðla eins og Grikkland og Spánn. En ekkert væri óhugsandi.
Bjarni Benediktsson hefur það sem til þarf að vera trúverðugur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Það eru hinsvegar margir sem sjá í honum ógn við sjálfa sig og beita því rógi og upphrópunum fremur en rökum á móti honum. Hann á því í vafningum að verjast sem draga brennidepilinn frá málefnunum sem eru auðvitað það eina sem skipta máli.
Egill Helgason var að þessu sinni tekinn í tíma um alvöru lífsins hjá íslensku þjóðinni. Vonandi lærði hann eitthvað.
Manuel Hinds var vissulega góður og rökfastur þegar Egill náði vopnum sínu og tók hann í venjulegan tíma hjá sér í því sem hann ber mest fyrir brjósti. Að skapa vantrú meðal Íslendinga á mátt sinn og megin og rakka niður allt sem þó hefur áunnist.
Það þarf að taka Egil einhverntímann í tíma um eitt og annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2012 | 13:42
Gefið Sjálfstæðisflokknum tækifæri !
Kyrrstaða og úrræðaleysi í skuldamálum heimila er niðustaðan eftir þriggjaára stjórnarsetu Jóhönnu og Steingríms J. Það er orðinn vandfundinn sá maður sem býst við að þau leysi úr nokkru máli það sem eftir lifir kjörtímabilsins nema þau sem auka vandann frekar en minnka. Næsta ár fer því líklega í meira fálm og fuður og meiri bið eftir betri tíð og fleiri glötuð tækifæri.
Má ég minna skuldug heimil landsins á eftirfarandi setningar í stjórnmálályltun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá því í haust:
"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að: Fólki verði gert kleift að búa í eigin húsnæði. Eignamyndun í eigin íbúðarhúsnæði er grunnur að fjárhagslegu öryggi heimilanna.
Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána. Þessi aðgerð og önnur endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags.
Aðgerðir til lausnar skuldavanda einstaklinga eiga að vera almennar en ekki það sértækar að leiði til mismununar borgaranna og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Þeim sem ekki geta staðið undir skuldsetningu vegna íbúðakaupa sinna þrátt fyrir skuldaaðlögun þurfa að eiga þess kost að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að skila fasteign sinni og fella um leið niður allar skuldir er á fasteigninni hvíla. Slíkt fyrirkomulag skal gilda til ársloka 2013.
Tryggt verði að niðurfelldar skuldir einstaklinga vegna fasteigna myndi ekki skattstofn. Lægri skattar og auknar tekjur munu auðvelda skuldugum heimilum að rétta stöðu sína. Hagvöxtur og aukinn kaupmáttur launa er forsenda þess að íslensk heimili endurheimti þau lífskjör sem hafa tapast á undanförnum árum. Nýtum tækifærin endurheimtum stöðugleika og samstöðu "
Þetta er skuldbindandi stefna Sjáflstæðisflokksins. Því fyrr sem fólk gerir eitthvað í því að koma þessari stefnu fram því betra. Meiri málalengingar af hálfu sitjandi Alþingis gera málið aðeins verra.
Nýtt Alþingi! Gefið Sjálfstæðisflokknum tækifæri!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2012 | 15:58
Dóp og glæpagengi
var umræðuefnið á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú fyrir hádegið. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna flutti þar fræðsluefni um landnám glæpagengja á Íslandi.
Hann sagði að Hells Angels væru nú skilgreind hérlendis sem glæpagengi og þau væru sest hér að. Hann vakti athygli á að Hells Angels Corporation væri löglegt alþjóðafyrirtæki sem ætti miljónir dollara í sjóðum. Starfsemi þess næði yfir heim allan. Undirfélögin og klúbbarnir sæju um undirþætti starfseminnar sem er oft heldur ófrýnileg. Ekki mætti rugla þessu saman við starfsemi friðsamlegra vélhjólagengja sem eru mörg og nytsamleg.
Snorri sýndi myndir máli sinu til stuðning og sagði að lögreglan hefði viljað banna einskennisföt og merki Hells Angels til að draga úr ógninni sem af þessu fólki stafar. Það gefur auga leið að bara jakkinn er ógnun við almannafrið.
Þó hann Snorri segði það ekki þá er greinileg hliðstæða í hugsuninni í Þýskalandi þar sem nasistafáninn og merki hans eru einfaldlega bönnuð. Bannið útilokar að menn komi saman undir þessum merkjum og þá um leið útilokar að félagar geti endurtekið ógnunaraðferðir stormsveitanna SS og SA til að kúga og berja borgarana til hlýðni. Eins hlýtur það að vera öðruvísi þegar einkennisbúinn Vítisengill gefur þér á kjaftinn og þú þorir kannski lítið að gera af ótta við að allt gengið setjist að þér ef þú múðrar.
Ekki var maður nú sammála öllu sem Snorri bar á borð um illt eðli Vítisengla. Sjálfur hef ég keypt bíl af Vítisengli og gefist vel. En Vítisenglafélagið er ein og Frímúrarafélagið, þú getur bara gengið inn en ekki út þó þú hættir að starfa innan einhvers klúbbs. Þú ert Vítisengill eða Frímúrari svo lengi sem þú lifir. Að áletrun á jakka konu sem segir; "Eign Vítisengla", táknaði kvenfyrirlitningu vildi ég ekki kaupa af Snorra. Og að konan væri þarmeð allra gagn finnst mér barnaleg útlegging sem stenst áreiðanlega ekki. Miklu fremur er áletrunin til verndar konunni þar sem enginn þorir að bekkjast við hana í svona jakka.
Snorri vildi lítið ræða það sem sem skapar grundvöll starfsemi glæpagengja. En það er heft aðgengi og þar af leiðandi hátt verðlag að vörum sem fólkið vill ná í. Ég tel að hræsnarasamfélagið haldi eftirspurðri vöru frá fólkinu og skapi þannig grundvöll fyrir starfsemi glæpagengja . Dóp, brennivín og vændi er allt of dýrt og framboð of lítið fyrir eftirspurn. Á því þrífast gengi sem skaffa þennan varning til fúsra kaupenda. Rétt eins og AlCapone gerði í Chicago á bannárunum. Önnur gengi stunda innbrot og þjófnaði en þau voru minna í sviðsljósinu á þessum fundi. En Hells Angels sagði Snorri að stunduðu viðskipti við öll önnur gengi, hversu slæm þau væru og þau væri til miklu verri en Englarnir.
Snorri vísaði til einhverrar slæmrar reynslu Svisslendinga af einhverjum sprautugörðum þegar hann var spurður að því hvort ekki væri betra fyrir þjóðfélagið að útvega sprautufíklinum heróin fritt eða rónunum spritt undir eftirliti heldur en að vísa þeim á götuna til að fremja afbrot til að fá fé til að versla við Hells Angels gengin eða önnur ámóta selsköp eða landasala, til þess að komast yfir efnið sem viðkomandi bara getur ekki verið án. Afbrotin í kringum þessi mál eru það fyrirferðarmesta sem lögreglan fæst við. Og þá líka þau sem lögreglumennirnir sjálfir nærast á og tekur mestan tíma og færir þeim sjálfum auðvitað tekjur og yfirvinnu.
Hræsni samfélagsins okkar er það sem kyndir undir vandamálið. Eiturlyfjasjúklingur sem vill vera áfram í fíkninni er auðvitað sorglegt tilfelli sem við þurfum að reyna að nálgast og hjálpa með öllum tiltækum ráðum. En í miðju fráhvarfi virks fíkils er bara eitt ráð til: Meira.
Við ráðum ekki við allt í mannlegu fari því miður. 1-2 % mannkyns eru fíklar á einhvern hátt sem við ráðum ekki við. Þetta fólk heldur áfram að deyja fyrir augunum á okkur. En að fita glæpamenn vísvitandi á ógæfu þess fólks er og verður fáránlegt í mínum augum hvað sem aðrir segja.
Öll óhófleg eiturlyfjaneysla er stórskaðleg. Tóbak, brennivín, hass, heróin spítt, vændi og mansal. Þetta er allt stórhættulegt og ber að umgangast með ýtrustu varúð. En hver segir að það megi ekki nota skynsemina til drekka ekki of mikið eða taka ekki of stóran skammt? Af hverju ekki skynsemi en ekki bara tilfinningar? Margir fíklar gætu verið á lífi núna ef úrræði hefðu verið tiltæk þegar þeir þurftu sem mest á þeim að halda.
Snorri vék að ömurlegu ástandi lögreglunnar vegna niðurskurðar. Hann spurði hvort við tryðum því að í öllum Kópavogi og öllu Breiðholti væru núna tveir heilir lögreglumenn á vakt? Hvernig skyldi þeim ganga að leysa úr öllum málum? Hvernig er þetta hægt?
Hann fékk dynjandi lófatak fundarmann við hugleiðingum um að tekin væri upp vegabréfaskylda aftur til að sporna gegn komum glæpagengja til landsins. Andstaðan við Schengen er mjög útbreidd meðal almennra landsmanna en einhvern veginn virðist mér ekki mega ræða það fyrirkomulag upphátt. En samkomulagið sjálft er þó opið fyrir því að við tökum upp vegabréfaskyldu til landsins. Það bara hentar ekki handhöfum sannleikans að ræða þess hluti og því er ekkert að gert.
Meðan við ekki viðurkennum staðreyndir í málefnum dóps og glæpagengja þá heldur ástandið bara áfram að versna og vandmál lögreglunnar að vaxa.
Því miður.
27.4.2012 | 16:18
Einkavæðing
var lengi lausnarorðið hjá okkur íhaldsmönnum. Við töldum fyrir bestu að einkavæða ríkisrekstur sem allar mest og trúðum á þetta í einlægni. Samt held ég að flestir okkar hafi nú viljað halda einhverjum grunnþáttum ríksisins í þess eigu og undir þess stjórn.
Þegar við fórum svo í einkavæðinguna vorum við einfaldlega of vitlausir eða bláeygðir til að sjá við öllum þeim skálkum sem sáu sér leik á borði að plata sveitamanninn. Fengu bankana fyrir slikk og notuðu þá til hryðjuverka. Ég man að Davíð lýsti því fjálglega hvernig hægt væri að nota símapeningana, sem voru að mig minnir einhverjir 3 milljarðar til að byggja hátæknispítala. En Davíð hafði einmitt þá nýlega kynnst spítölum innanfrá sjálfur sem ég hef aldrei gert sem betur fer. Nú kostar víst svona spítali tuttugu símaverð ef útí það er farið og ekki veit ég hvert þessir símapeningar fóru ef þeir þá komu nokkurntímann. Og allir vita hvernig þeir fóru með okkur þegar þeir keyptu bankana fyrir okkar eigin peninga.Lögðu ekkert til sjálfir nema nýju fötin keisarans.
Ég var afskaplega mikið á móti sölu Símans. Mér fannst hann vera óborganleg verðmæti með allt koparnetið sem í jörðinni liggur. Mér finnst þetta enn. Það myndi enginn einkaaðili nenna að sjá um þjónustu á þessari grunnþjónustu. Þetta væri óborganleg þjóðargersimi eins og landhelgin og orkulindirnar. Þetta yrði að vera í þjóðarreign eins og Vegakerfið og Samgöngukerfið með Flugvellina, Menntakerfið, Póstinn og Lögregluna. Hversu miklir Ultra-Einkarekstrarmenn við annars værum. En maður komst auðvitað ekki upp með moðreyk og var litinn hornauga í flokknum sinum fyrir að vera með úrtölur.
En nú er víst Síminn aftur kominn í opinbera eigu sem betur fer. Ég vona að hann fari þaðan aldrei aftur.Afi minn var einn af fyrstu starfsmönnum Símans og hann hefði aldrei getað ímyndað sér hann í eigu kaupahéðna. Ég fékk álveg nóg að Bakkavarabræðrum, Sigurði Einarssyni og Hreiðari Ma. Þetta voru engin séni þegar til stykkisins kom heldur vefarar keisarans.
Flugleiðir eru nú líka komnir að einhverju leyti í þjóðareigu opinberra og hálfopinberra aðila eins og Framtakssjóðs Lifeyrissjóðanna. Ég vona að svo verði áfram því ég fékk upp í háls af bæði Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og Jóni Ásgeiri. Engum af þessum furstum vil ég treysta fyrir neinum rekstri sem varðar líf og limu fólks. Já, ég er að hugsa um Express og Pálma Haraldsson.
Ég á bágt með að sjá að það sé ekki hægt að fá jafn góða rekstrarmenn til að reka svona undirstöðufyrirtæki almennings, séu þeir ekki bundnir af launakjörum Jóhönnu. Ég bendi bara á Björn Zoega á Landspítalanum. Vill einhver skipta honum út fyrir áðurnefnda kóna? Heldur einhver að hann sé einhver auli af því að hann er opinber starfsmaður? Áreiðanlega gróflega undirborgaður maður miðað við kröfurnar til hans.
Ég vil einkavæða einkavæðingarhugsjónina. Einkavæðingarmenn eiga að vera þar sem einkaframtakið nýtur sín en almenningur á ekki að mata þá á kostnað heildarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
26.4.2012 | 10:04
Ríkisstjórnin spari remburnar
á vorþinginu. Allt puð um rammaáætlanir, breytingar á fisveiðistjórnunarkerfinu, ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá, stjórnarráðinu ofsrv. er vita tilgangslaust.
Við Sjálfstæðimenn munum væntanlega sópa öllu þessu út á öskuhaug sögunnar. Fiskrveiðistjórnunarkerfið verður viðráðanlegt, stjórnarskrárbreytingar fara í trúlega í salt, rammáætlunin verður endurskoðuð og biðflokkar virkjanakosta.Það verður gengið í vandamál heimilanna af alvöru og hætt þessum endalausu skoðunum í stað þess að láta krónur og aura tala.
Ríkisstjórnin þyrfti að vita það að dagar hennar eru taldir. Hvað sem hún gerir núna er einskis virði því ekkert af verkum hennar mun vara eftir kosningar þó hún láti sem svo og hegði sér eftir því. Landsmenn bíða og telja dagana þangað til hún er komin út á hinar eilífu veiðilendur og því fyrr því betra.
það er ástæðulaust að eyða peningum þjóðarinnar í innantómt kjaftæði á óhæfu Alþingi þegar endurlausnin er svo skammt undan. Hreyfingin gerði best í því að slá hana af svo að ríkisstjórnin geti sparað sér remburnar.
25.4.2012 | 08:31
Tryggvi Þór
skrifar skynsamlega grein í Mbl.í dag sem við mættum velta fyrir okkur þegar við heimtum stóriðju-og virkjanastopp af umhverfisástæðum.
Tryggvi segir m.a.:
"... Það eru gömul og góð sannindi að það eyðist sem af er tekið.
Hagkvæm nýting auðlinda er eitt mikilvægasta verkefnið sem maðurinn stendur frammi fyrir. Efnahagslíf heimsins er drifið áfram af olíu og á hana gengur. Eins er með málma og ýmis efnasambönd sem notuð eru í iðnaði og landbúnaði. Reyndar er hægt að endurnýta flesta málma og kemur það að nokkru til móts við ágang sem tengdur er námavinnslu. Þannig eru t.a.m. 75% alls áls sem framleitt hefur verið frá árinu 1888 enn í notkun...,
Við Íslendingar höfum mikilvægu hlutverki að gegna í þessu sambandi. Við búum yfir ríkulegum endurnýjanlegum náttúruauðlindum sem nýst geta til að draga úr ofnotkun auðlinda sem gengur á. Þannig leiðir aukin álnotkun til þess að olíunotkun dregst saman. Með því að skipta út þyngri málmum sem notaðir eru í flutningatæki fyrir ál má létta þau sem aftur kallar á minni olíunotkun og eftirspurn eftir öðrum málmum. Þannig leiðir umhverfisvæn raforka sem framleidd er á Íslandi af sér minni olíunotkun og eftirspurn eftir öðrum málmum. Rétt er að geta þess að hráefnið sem notað er í ál er algengasta málmsamband sem finnst á jörðinni - um 8,3% af jarðskorpunni. Á Íslandi er nú framleitt um 2% alls áls í heiminum og um 0,1% raforku....
... Sá sem fær próteinþörf sinni fullnægt með því að leggja sér íslenskan fisk til munns þarf ekki að neyta próteins sem framleitt er í iðnaðarlandbúnaði. Mikilvægt er að fiskveiðar séu stundaðar á hagkvæman hátt. Æskilegt er að sem minnst sé notað af öðrum auðlindum við að veiða fiskinn. Á Íslandi eru nú veidd tæp 2% heimsaflans....
....Það skipulag sem við notum við fiskveiðar, kvótakerfið, og stóriðja, liggur undir ámæli frá mörgum - oft frá þeim sem lýsa sig umhverfissinna og baráttumenn fyrir sjálfbærri þróun. Hugmyndir um að gjörbreyta þessu fyrirkomulagi í þá veru að fleiri sjómenn veiði aflann á fleiri bátum leiðir til þess að meiri auðlindir, sem ekki endurnýjast, eru notaðar til að veiða sama afla. Jafnframt leiðir minni hagkvæmni til þess að minni hagnaður er af veiðunum sem aftur leiðir til þess að framleiða þarf eitthvað annað til að mæta kröfum um efnahagslegar framfarir. Það leiðir síðan til þess að enn meira er gengið á auðlindir.
Hugmyndir um að ekki eigi að nýta orkuframleiðslumöguleika okkar Íslendinga eru af sama meiði. Ál sem ekki er framleitt með endurnýjanlegri orku verður framleitt á óhagkvæmari hátt með orku sem ekki er endurnýjanleg, t.a.m. kolum eða gasi.
Hugmyndir vinstriflokkanna um að fækka stórkostlega virkjanakostum eins og endurspeglast í rammaáætlun og umbreytingin á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem birtist í fiskveiðistjórnunarfrumvörpunum leiða því til meiri ásóknar mannsins í óendurnýjanlegar auðlindir jarðar. Stefna vinstriflokkanna í þessum málum opinberar þá sem auðlindasóða!"
Þetta eru aðalatriði málsins. Þeir sem bera umhverfismál fyrir brjósti verða að hugsa dæmið til enda. Jakob Björnsson orkumálastjóri var óþreytandi við að leggja áherslu á þessa sértöðu Íslands.
Ef við ekki nýtum aujðlindir okkar leiðir það til tjóns fyrir heimsbyggðina. Svandís Svavarsdóttir er ómeðvitað í flokki auðlindasóða og lendir því í Passíusálmi séra Hallgríms: "Það sem hann helst varast vann, varð þó að koma yfir hann.."
Tryggvi þór á þakkir skyldar fyrir samantektina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2012 | 13:05
Fjárlagafalsanir Steingríms
má sjá á yfirliti um Lífeyrisjóði ríkisstarfsmanna og hjúkrunarfræðinga.
Áfallin skuldbinding B-deildar í árslok 2011 var 543,5 milljarðar.. . Samkvæmt efnahagsreikningi var hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris í árslok 190,9 milljarðar króna.
Í árslok 2010 nam áfallin skuldbinding B-deildar 513 milljörðum og heildareignir námu 187 milljörðum. Staða sjóðsins hefur því versnað um 27 milljarða milli ára.
Svo geipar Steingrímur um að hann skili hallalitlum fjárlögum. Hvar er gert ráð fyrir þessum greislum?
Steingrímur falsar fjárlögin eins og raunar flest annað.
24.4.2012 | 10:55
Forsetinn náði Geir !
H.Haarde og veiti honum uppreisn æru.
Gætu t.d.Bandaríkjamenn ekki annars hugsanlega flokkað Geir sem"ExCon"? Eða hvaða mekkanó er lagalega fólgið í náðun eins og t.d.hjá Árna Johnsen? Eða fyllibyttum sem missa teinið?
Nú vantar lögskýringar ef Forsetinn getur ekki bara náðað Geir.
23.4.2012 | 23:04
Lýsing á Steingrími
er að skráð á heimasíðu Björns Bjarnasonar. Hún er svofelld:
"....Má ég enn minna á að í þingumræðum um viðbrögð alþingis vegna hrunsins og skipunar rannsóknarnefndar alþingis tók Steingrímur J. æði í þingsalnum, öskraði að mér "ÉttâËœann sjálfur", æddi að ræðustólnum og starði á mig tryllingslega og gekk síðan að Geir H. Haarde sem sat í stóli forsætisráðherra og lagði á hann hendur.
Í mínum huga er þessi ofsafengna framkoma Steingríms J. og krafa hans um ákæru á hendur Geir H. Haarde ávallt nátengd. Þegar ég les ummæli hans núna sannast að litlu verði Vöggur feginn.
Ofstæki meirihluta alþingis í garð Geirs H. Haarde missti marks. Þingmönnunum 33 sem stóðu að ákærunni tókst ekki að breyta stjórnmálaágreiningi í refsingu á hendur pólitískum andstæðingum. Þeir hreykja sér nú af því að meirihluti dómenda hengdi hatt sinn á formsatriði. Skömm þeirra vegna þessa máls verður lengi minnst...."
Þetta er lýsing sjónarvotts um eðli og skaphöfn landsföðurins Steingríms J. í norrænu velferðarstjórninni. Miklar sögur fóru á sínum tíma af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Gekk svo langt að menn efuðust um andlegt ástand hans. Þó er engin viðlíka saga til af þeim manni og þessi sem Björn segir í lýsingu sinni á Steingrími J. Sigfússyni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2012 | 18:04
Hvernig átti Geir?
að fjalla um viðkvæm mál í ríkisstjórn þar sem Björgvin G. Sigurðsson væri viðstaddur? Ingibjörg Sólrún treysti þessum meðráðherra sínum ekki fyrir horn að því að heyrst hefur greinilega. Björgvin var sagður hriplekur og samráðherrarnir sagðir ekki treysta þagmælsku hans í viðkvæmum málum.
"Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni."
Tók Landsdómur ekki tillit til þessara aðstæðna innan ríkisstjórnarinnar? Hvernig átti Geir að ræða mikilsverð mál við samráðherra sína sem hann gat ekki treyst?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko