Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Machtpolitik

var eitthvað orð sem rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég las leiðara Morgunblaðsins eftir þið vitið hvern.

Maður hét Adolf og var frammámaður í Þýzkalandi. Hann var þekktur fyrir að beita fyrir sig þessari gerð af stjórnlist. Hann hótaði öllu illu ef menn ekki gengu að kröfum hans. Leyfðu honum að leggja undir sig Austurríki og Tékkóslóvakíu. Svo kom röðin að Póllandi sem hann og Stalín sömdu um að skipta á milli sín. Þetta átti að fara fram án teljandi vesens og afskipta Breta og Frakka. Þetta var bara örlítil hagræðing. Að vísu mátti Stalín vita af lestri bókarinnar eftir téðan Adolf að hann væri næstur í röðinni.

Það hljóp snurða á þráðinn hjá Dolla því hinu megin Ermasund var "hálfamerísk fyllibytta", eins og hann skilgreindi það sjálfur bindindismaðurinn, að koma til valda. Víst líka af indíánaættum sem ekki bætti skaplyndið.

Allt þetta kom í hugann við lestur leiðarans þegar maður hugleiðir að hér talar maður sem nauðþekkir það sem hann er að skrifa um eftir áralöng kynni af Jóhönnu Sigurðardóttur og mikið í samstarfi.Sjálfsagt ekki auðvelt verk alltaf gætu þeir ímyndað sér sem muna myndina af munnsvip Jóhönnu þegar hún skildist við Jón Baldvin.

Grípum niður í skrifin:

"Eitt megineinkenni á stjórnmálaferli Jóhönnu Sigurðardóttur frá fyrstu tíð hafa verið hótanir hennar.Allur hennar langi ferill er löðraður í hótunum. Þá sögu þekkja nú orðið flestir og sumir mjög vel. Hún hótaði samstarfsmönnum sínum og flokkssystkinum sínum reglubundið. Fengi hún ekki þessa eða hina sérkröfu sína fram myndi hún fara. Henni kæmi ekkert við þótt aðrir hefðu náð samkomulagi um annað. Fengi hún ekki sitt fram, kröfu sem hún ein stóð að baki, færi hún úr ríkisstjórn, úr þingflokki eða úr flokki, eftir því sem við átti í hvert sinn.

Það var raunar með eindæmum hversu lengi var látið undan hótunum af þessu tagi. Margföld reynsla er fyrir því að slíkt sé skammgóður vermir.....
Hún þakkaði aldrei þótt komið væri til móts við óbilgjarnar kröfur hennar. Hún þakkaði sínum eigin hótunum þann árangur.

Sérhver eftirgjöf vegna hótana kallaði fljótlega á nýjar kröfur og nýjar hótanir. Að lokum fór það iðulega svo að mælirinn fylltist og Jóhanna fór úr ríkisstjórn, hún fór úr þingflokki, hún fór úr flokki og stofnaði nýjan flokk til að skaða sinn flokk sem mest. Og nýja flokknum stjórnaði hún með hótunum....."

" Hossaðu heimskum gikki, hann gengur lagið á..." er í einhverju vísukorni sem ég er búinn að gleyma. Þetta varð reynslan af Machtpolitik Hitlers. Menn sjá í gegnum hótanirnar og hætta að láta blöffa sig eins og fólkið í þorpinu hætti að trúa því þegar strákurinn æpti alltaf úlfur úlfur.

Nú á að koma í gegn breytingum í sjávarútvegi með því að setja fyrst fram hótanir og svo að slaka til svo allir sjái hversu góður maður er.Og fleira í þeim dúr þó að það kosti sumarþing.

Nú styttist í það að fólk hætti að taka hótanir Jóhönnu alvarlega. Þó er líklega ekki enn fullkomnuð sú bólusetning sem þjóðinni er nauðsynleg áður en lýkur. Því 20 ára ónæmi gegn vinstristjórn er það sem þjóðinni verður notadrýgst eftir þessa vegferð með Jóhönnu Sigurðardóttur og öllu því liði sem hefur haldið henni við völd í 3 ár.

Næsta ár er líklega að eilífu glatað þjóðinni í endurreisnarstarfinu sem framundan er. Við verðum að þreyja þorran og góuna meðan þetta lánlausa lið safnar í eeftirlaunasjóði sína. En Machtpolitík Jóhönnu Sigurðardóttur skilar minni árangri eftir því sem lengra líður.

Að lokum átti Adolf aðeins einn traustan bandamann eftir í heiminum en það var hann Mússólíni. Sagan endurtekur sig segja þeir þó Gunnarsstöðum verði seint jafnað til Genúa.


Er ekki kvótinn líka í fríi

meðan LÍÚ er ekki að nýta hann?

Eru nokkrar aflatakmarkanir í gildi á meðan enginn sækir sjóinn?

Er ekki kvótinn líka í fríi?


Sjávarútvegsumræða í Kópavogi

hélt áfram í venjulegum farvegi á fimmtudagskvöldið.

Í Kópavogi það kvöld var haldinn fundur til að skýra afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki. Þar átti Einar Kristinn að hafa framsögu. En hafði skyndilega eitthvað þarfara að gera og af einhverjum ástæðum hljóp Tryggi Þór í skarðið fyrir hann, sem aftur hugsanlega leiddi af sér að menn sáu ekki Jón Gunnarsson á fundinum sem þó talar margt um sjávarútveg og ekki alltaf vitlaust.

Tryggvi teiknaði upp dæmi í því sem hann kallaði fiskihagfræði. Þetta átti að sýnda hagkvæmni einokunarinnar einkar vel. En teikningin komst illa til skila og tölurnar innbyrðis í litlu samhengi og þessi hluti fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Helmingi færri skip koma með sama aflamagn að landi og allir græða meira bæði sjómenn og útgerðarmenn þegar kvótakerfið er viðhaft. Tryggvi sagði að kvótakerfið vaæri upprunnið af nauðsyn þess að stjórna almenningum. Það væri einkaleyfiskerfi viðurkenndi hann fúslega. Þar sem væri fyrir hendi takmörkuð auðlind yrði að skammta aðgang ef ekki ætti að fara allt í vitleysu. Kvótakerfið væri því einkaleyfi í auðlindanýtingu sem væri nauðsynlegt ætti ekki illa að fara eins og annarsstaðar hefði sannarlega gerst.

Vigfús Geirdal lýsti því hvernig hann hefði upplifað kvótakerfið í þrjátíu ár. Sem sjómaður hefði hann byggt upp aflareynslu fyrir marga útgerðarmenn sem svo hefðu fengið kvótann en hann ekki neitt. Nú væri hann að kaupa kvóta af þessum eigendum í landi á hverjum degi til að geta róið á sínum bát.

Hann taldi margt óvitað um hegðun fisks í sjónum og dró í efa að alltaf væri allt vitað. Nú væri til dæmis miklu meiri þorskur í sjónum en Hafró vildi vera láta. Hann sagði að hann og aðrir starfsbræður væru að greiða mikið fé til rannsókna á fiski en Hafró hirti það allt og ráðstafaði af sínum geðþótta en ekki til þess sem þeir greiðendurnir teldu brýnast.

Geirdal sagði líka frá því að hann og vinir sínir væru að kosta rannsóknir í þorski á eigin vegum þar sem fjarbúnaður fyrir 600 þúsund væri hengdur á einn þorsk. Eftir mánuð losaði búnaðurinn sig og færi til yfirborðsin og segði söguna af ferðalagi fisksins á þessum tíma. Hann sagði þetta vera að byrja en þegar hefðu komið óvæntir hlutir í ljós um ferðir þorsksins. Hann sagðí svo mikinn þorsk í sjónum að hann hefði nú í ár lagt tvö grásleppunet í sjó til að fá fisk í þessar merkingar og dregið þau eftir tíu mínútur með eitt og hálft tonn af boltafiski á móti kannski 10 fiskum árið áður eftir tvo tíma í sjó.

Finnbogi Vikar sagði frá störfum sínum í sáttanefnd og vonbrigðum með það hvernig stjórnnvöld hefðu farið með það mikla starf. Hann taldi æskilegt eins og fleiri að meira en 30 þúsund tonn færu á fiskmarkað eins og nú er. Finnbogi sagði frá reynslu sinni sem sjómaður og hvernig hann upplifði kerfið þá og nú. Hann taldi einboðið að við yrðum að veiða miklu meira af makrílnum sem væri hingað kominn að éta okkur út á gaddinn annars. Evrópubandalaginu kæmi þetta ekkert við hvað við gerðum í sjálfsvörn.

Öllum leist fummælendum fremur illa á sérsköttunarleið ríkisstjórnarinnar sem nú eru til umræðu. Sjávarútvegur ættiað vera rekinn eins og annar atvinnurekstur. Mögu mætti breyta til batnaðar en margt væri gott í kerfinu eins og það væri í megindráttum. Marga agnúa mætti sníða af til að sætta þjóðina betur við þetta kerfi, sem þó aldrei verður í uppáhaldi meðal hennar.

Umræður urðu miklar á fundinum en sýndist sitt hverjum eins og alltaf þegar þessi mál eru rædd. Kerfið væri líklega komið til að vera þar sem enginn gæti sýnt fram á annað betra kerfi sem myndi skila meiru í þjóðarbúið með minni kostnaði. Það væri hinsvegar létt verk að minnka arðinn af hverjum sjómanni með því að fjölga bæði þeim og skipum eins og væri í raun að gerast og stefnt væri jafnvel að.

Undirritaður benti á fáránleika þess að vera að ræða veiðigjald við þær aðstæður að gjaldeyrishöft ríktu í landinu. Útgerðin væri algerlega háð gengi gjaldmiðlanna. Hún hefði ekki grætt mikið 2008 þó hún rakaði saman núna þegar helmingi meira fengist fyrir hvern útflutningsdollar í krónum. Ekki vildu frummælendur mikið gera með þetta heldur héldu áfram kveinstöfum sem sumir fundarmenn vildu túlka sem að LÍÚ hefði útibú í Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn stæði því í vegi fyrir öllum breytingum á kvótakerfinu. Þessu mótmæltu frummælendur og minntu á stuðning flokksins við sáttanefndina og efnhagstillögur flokksins. Hann væri hinsvegar valdalaus um þessar mundir.

Tryggvi sagði að Svarta skýrslan hefði lagt grunninn að fiskveiðistjórnarkerfinu. Ekki hefði þá fundist önnur betri leið og svona væri þetta því í dag. Undirritaður spurði hvort Svarta skýrslan hefði endilega verið rétt frekar en ýmislegt sem Hafró hefði sett fram og minnti á að grásleppan hefði verið utan verndar alla tíð og lifað af. En ekki var tekið undir það frekar en annað sem undirritaður landkrabbi sagði.

Sjálfstæðisflokkurinn er kvótaflokkur og hananú. Og það er ekki tóm vitleysa heldur því víst hefur útvegurinn skilað frábærum árangri og þýðingarmestum þegar allt hrundi hjá okkur sem hrunið gat. Og segir ekki Murphy að menn eigi að láta vera að gera við það sem ekki er bilað?

Allir vita að útgerðin er skuldum hlaðin. En margt af því er vegna kvótakaupa sem hefur þá verið veðsett bönkunum. Bankarnir eiga allan kvótann. Þeir geta hinsvega ekki veitt hann. Fólk er mest pirrað útí þá sem fengu allt gefins í upphafi og líka þá sem hafa stungið af með stórar fjárhæðir en skilið byggðirnar eftir. Og svo hafa sveitarfélög líka selt kvótann sinn og byggt sundlaugar fyrir og standa svo uppi núna og jarma á byggðakvóta sem eigi þá væntanlega að taka af einhverjum öðrum. Spurning er hvort betra sé að Steingrímur hafi kvótann til ráðstöfunar eða útgerðarmenn?

Hefur einhver getað bent á betra kerfi en kvótakerfið í meginatriðum sem myndi skila meiri árangri fyrir þjóðarbúið? Jón Kristjánsson sá vísi maður segir að sóknarstýring eða sem frjálsust sókn sé betri kostur og bendir til Færeyja. En það er líka hægt að benfa á annmarka á því kerfi.

Enda sagði Adam Smith að allir vildu eiga einkaleyfi fyrir sig og sín fyrirtæki. Og svo sagði hann Adam líka að í hvert sinn sem þrír menn kæmu saman á fund úr sömu starfsgrein þá byrjuðu þeir á samsæri gegn almenningi. Og líklega hefur Adam haft rétt fyrir sér þvi því sem öðru eins og sést best í samsæri bankanna gegn almenningi en þeir hafa með sér grímulaust félag fjármálafyrirtækja þar sem allir geta séð samræmd viðskiptakjör fyrir heimskan almúgann sem trúir auglýsingaskruminu um einhverja þjónustu sem þier kalla okrið ö0ðru nafni.

Það þarf að skera bankakeerfið upp og taka af þeim völdin yfir peningamagninu eins og Frosti Sigurjónsson hefur bent á. Bankakerfið er löngu ofvaxið skrímsli sem situr yfir hvers manns disk í þjóðfélaginu. Þeir eru ekki vinir neins þó þeir mæli fagurt því þeir hyggja flátt og eru oftar óvinir fólksins en vinir.

Fundarmenn fóru heim meðvitaðir um það, að kvótakerfið er bölvað og ekki í anda Sjálfstæðisflokksins um "einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum". Það er auðvitað hægt að afnema það á einni nóttu og gera kvótann verðlausan.

En hvað tekur þá við? Ekki væri hægt að hleypa öllum lausum til að veiða meira á fleiri skipum. Það yrði að stýra dánartíðni fiskanna á einhvern hátt. Og þá er spurt hvernig. Hvað er líka best eins og hann Árni heitinn Oddsson sagði stundum.

Sjávarútvegsumræðan er endalaus. Allir fundir enda á rifrildi og allir eru fúlir nema kvótagreifarnir sem halda áfram að verða ríkari með ári hverju. Almenningur getur engu ráðið. Aðrir atvinnuvegir verða að koma til svo að eðlilegt rekstrarumhverfi í gengismálum myndist. Þá verður útvegur jafnsettur öðrum atvinnurekstri. Núna greiðir þrautpíndur almenningur fyrir auðsöfnun og skuldaniðurgreiðslu útgerðarinnar þó að Tryggvi Þór vildi ekki gera neitt úr þeim þætti.

En Ísland er núna horfið bak við járntjald kommúnismans í atvinnumálum þaðan sem ekki verður auðvelt að komast til baka. Því valdataka þeirra og samstarf við efnahagslega örvita í Samfylkingunni á Íslandi er búið að eyðileggja möguleika á því að nokkur treysti Íslendingum um langan aldur héðan í frá. Allt traust er horfið úr íslenskum stjórnmálum, innanlands sem utanlands. Það er sú arfleifð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem lengst mun sjá stað.

Þessvegna leiðir þessi stöðuga sjávarútvegssíbylja sem streymir úr fjölmiðlum til lítils árangurs nema að leiða hugann frá hinum alvarlegri málum meðal fjöldans. Því margt bendir til að kreppan, atvinnuleysið og gengisfasisminn í anda CheCuevara marxistanum í Seðlabankanum sé að herða tökin á almenningi sem búinn er að klára varasjóði sína. Þessvegna er hver mánuður sem þessi ríkisstjórn situr tapaður tími sem ekki kemur aftur.

En því miður er engin lausn í sjónmáli fyrr en vorið 2013.


Almenn ánægja með ríkisstjórnina

virðist ríkja. Aðeins 9.3117 hafa séð ástæðu til að krefjast kosninga á www.kjosendur.is. Miðað við kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 hefðu tæplega 46.000 átt að styðja þetta mál af þeim lista eingöngu. Málið stefnir því í ófæru.

Nú er verið að birta einhverjar skoðanakannanir sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá þeim kosningum en ríkissjórnarflokkarnir tapað fylgi. Allt kemur fyrir ekki og fólk skrifar ekki undir þetta plagg hjá stelpunum. Er þá ekkert að marka skoðanakannanir eða kemur annað til? Þessar slöku undirtektir hljóta því að að festa stjórnina enn fremur í sessi og styrkja hana í þeim ásetningi að sitja út kjörtímabilið.

Hugsanleg skýring á tregðunni í söfnun undirskriftanna er sú, að í áskoruninni segir, að verði Jóhanna Sigurðardóttir ekki við áskoruninni um að segja af sér og boða til kosninga þá sé forsetinn beðinn um að framkvæma þingrof. Þetta kann að fara öfugt í marga í aðdraganda forsetakosninga, þar sem deilt er um valdsvið forseta og framtíð þingræðisins með misvaldamiklum forseta. Fólk þorir greinilega ekki að taka afstöðu þegar þetta hangir með og skrifar þvi ekki undir þetta skjal. Svo telja margir að framtakið hafi ekki verið nægilega vel kynnt fyrir almenningi og má vera satt.

Eftir ísköldu atkvæðagreiðsluna um Icesave lll er líka hugsanlegt að fólk treysti ekki sér ekki til að krefjast þess að ríkisstjórnin fari frá og töf yrði mögulega á boðun kosninga að svo stöddu. Þá gæti komið upp sú staða að mynda þyrfti aðra stjórn með núverandi þingliði. Vera má að fólk sé hugsanlega ekki til í slíkt enda upplýst að fólk ber næsta lítið traust til núverandi Alþingis samkvæmt skoðanakönnnunm.

Svo líklegt er að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið eins og hana langar til. Hér vrður áfram kyrrstaða og gjaldeyrishöft um langan aldur. Atvinna eykst ekki og ekkert gerist afgerandi í neinum málum sem rýfur kyrrstöðuna.

Og svo getur verið að eitthvað það hendi að ríkisstjórnin fái endurnýjað umboð til áframhaldandi "góðra verka" 2013. Allt getur jú gerst í pólitík.

Það eru sólríkir dagar núna og menn gleyma þá þrasinu um stund.Og haustið er komið áður en við vitum af. Og þá er kominn kosningavetur með meiri sýndarmennsku og yfirboðum. Jafnvel enn fleiri störfum verður lofað, upptöku evru eða kanadadollars, heimilunum verður bjargað og aldraðir og öryrkjar elskaðir sem aldrei fyrr. Himininn einn verður takmörkunin.

Það má alveg segja að það sé nokkuð almenn ánægja með ríkisstjórnina ef menn sjá ekkert annað skárra í spilunum?


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419731

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband