Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
30.7.2012 | 10:58
Hvað gera bankarnir fyrir þig?
annað en að rukka þig og millifæra þína peninga til innheimtuaðilanna?
Í undantekningartilvikum þarf einstaklingurinn á miðjum aldri lán frá banka. Fái hann lán þá er það dýrt og vandséð hvort að ávinningurinn réttlæti kostnaðinn. Unga fólkið hefur margar þarfir sem það þarf að fá fullnægt. Þá kemur bankinn og segist vera vinur þess og lánar allskyns verslunum sem selja á Visa-raðgreiðslum, afborgunum og hraðpeningum sem miða að því að gera fólkið að ánauðugum skulda -og afborganaþrælum um mörg ár. Og með þessu keyra bankarnir áfram verðbólguna með því að auka stöðugt peningamagnið sem Seðlabankinn á að stýra og reynir með hækkun vaxta sem aftur eykur á þensluna og gróða bankanna. Allt gamlar lummur sem enn er verið að baka.
Svo koma sterkir menn og sjá hvað er sniðugt að eiga banka og framleiða peninga og við þekkjum öll nýliðið ævintýri hvernig útrásarvíkingarnir léku sér. Nú er verið að byrja leikinn á nýjan leik, það á að selja bankana aftur. Og hver skyldi kaupa? Ekki raðgreiðsluþrælarnir svo mikið er víst. Það verður hin n ýja Nomenklatúra sem situr í lífeyrissjóðum án nokkurs umboðs, eða öðrum valdastöðum þar sem peningar ríkisins rúlla . Það var það sem klikkaði í einkavæðingu bankanna er að það finnast ekki einstaklingar meðal okkar þjóðar sem hafa þann siðferðisstyrk og menningaruppeldi sem er nauðsynlegt til að reka banka. Við seldum venjulegum Íslendingum sem búa ekki yfir þeim eiginleikum að virða rétt annarra. Því gengur einkavæðing ríkisfyrirtækja ekki eftir sömu lögmálum og annarsstaðar gerist, hvort sem það eru bankar eða sími.
Svo þykist ríkið ver blánkt og þurf að spara. Gefur út ríkisskuldabréf með háum vöxtum sem það lætur bankana búa til pening handa sér útá meðan það er sá aðili sem getur raunverulega búið til peninga. Á sama tíma sem það lætur sjóðastjórana spila Matador með skattpeninga ríkisins með því að taka ekki staðgreiðsluna af innborgunum í ríkissjóð. Þetta er í besta falli galið kerfi.
Hvar fær bankinn pening til að lána? Hann býr hann til úr engu. Rafkrónur eru 8-9 sinnum fleiri en bankinn á raunverulega. Ef allir tækju peningana sína úr bönkunum samtímis og Seðlabankinn myndi ekki skaffa þeim lán, færu þeir umsvifalaust á hausinn.Það er algerlega fáránlegt að skilja ekki viðskipta-og fjárfestingarstarfsemi bankanna í sundur. Það á ekki að hlusta á fjármálaspekúlantana í þessu efni. Það er fólkið sem þarf á þessu að halda.Margir fjargviðrast yfir vaxtakostnaði og verðtryggingum. Hinsvegar er menn fullir aðdáunar þegar bankarnir gefa út litskrúðuga ársreikninga með miklum gróða. Það gætu þeir ekki ef menn áttuðu sig á grundvallaratriðunum.
Frosti Sigurjónsson á miklar þakkir fyrir þær athuganir sem hann hefur verið að gera á grunneðli vandans sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir. En ein rödd heyrist ekki þegar nógu margar aðrar syngja sjálfum sér lof og hósíanna eins og þeir sem græða á áframhaldi blekkingarinnar.
Bankarnir gera nefnilega ekkert fyrir neinn nema sjálfa sig. Þeir starfa eftir lögmáli Murphys sem segir að það sé ósiðlegt að leyfa fíflum að halda peningum sínum. þeirra hlutverk er bara eitt. Að sjúga og mergsjúga
28.7.2012 | 20:37
Lokum þá af
þessa svokölluðu hælisleitendur sem við ráðum ekki við að senda tl baka þaðan sem þeir koma og rífa vegabréfin fyrir landgöngu í Keflavík. Þeir misnota ferðafrelsið svo sem fréttir herma.
Það má halda þeim á sérstökum svæðum samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Það á ekki að láta þá njóta ferðafrelsis í landinu sem þeir koma til. Þeir eiga að vera afgirtir þar til að máli þeirra lýkur. Svo einfalt er það.
Ríkið bregst skyldum sínum við að gefa þeim tækifæri á að hrella íslenska farmflytjendur.
Lokum þá af.
27.7.2012 | 00:24
Hvað er rasismi?
nema það að búast við hinu versta af negra eða múslíma því að í hópi hættulegs fólks eru þessir fjölmennastir. Því miður, en staðreynd.
Hefur ekkert að gera með einstaklinginn. Maður sér engan mun á mannkostamanni hvort hann er hvítur, svartur eða samkynneigður. Maður elskar Dr.Huxtable og fjölskyldu hans eins og vini sína Það er innrætið, menningin sem skiptir máli. Margir bestu karaktérar sem ég hef kynnst eru annaðhvort hommar eða negrar. Flestir af mestu drullusokkunum eru hvítir.
Íslamisti hatar þig ef þú ekki játar hans trú og vill alveg eins drepa þig eftir forskrift sem hann finnur úr Kóraninum. Þú getur ekki breytt Kóraninum né hugsunum hans. Þessvegna vilt þú ekki sjá Islamistann nálægt þér því þú ert skelfdur af innræti hans. Þú ert hræddur við menn eins og Malcolm X og Ajatollana þegar þú hefðir átt að vera hræddari við Breivik eða Adolf Hitler.
Maður óttast sprengjumenn. Því miður eru þeir flestir Islamistar. Sem eru múslímar. Múslímar líða fyrir Íslamistana sem eru brjálaðir fanatíkerar og oft glæpamenn þo múslímar séu margir grandvarir og guðhræddir menn og góðir.
Negrar fremja ein 80 % af öllum morðum í USA þó þeir séu aðeins 15 % af heildarmannfjöldanum. Þessvegna ertu á varðbergi vegna litarháttarins því þekkingin segir þér að tegundin geti verið varasamari en önnur. Þetta hefur þó ekkert með tegundina að gera, heldur bara tölfræði. En svo snýst tölfræin upp í rasisma með alhæfingunni.
Það er innri maðurinn sem öllu máli skiptir, ekki sá ytri. Enn því miður fylgjast þeir oft að. Þessvegna er fólk margt rasistar þó það vilji ekki viðurkenna það. Það er rasisminn sem við er að fást.
26.7.2012 | 08:57
Til enda
verða Íslendingar líklega að ganga á ógæfubraut verstu ríkisstjórnar sem nokkru sinni hefur á Íslandi setið. Og voru þær þó ekki allar merkilegar.
Þessi er þó sínu verst. Ekki endilega mest vegna þess hvað hún gerði ekki eins og flestar hinna. Heldur hvað hún gerði.
Henni tókst á stuttri ævi að koma helkulda sósílismans yfir þjóðina með gjaldeyrishöftum. Hún rikisvæddi kvótakerfið og festi það í sessi til frambúðar í satað þess að sýna fram á aðra framtíð. Hún skattleggur og eyðir veiðgjaldinu í skjóli gjaldeyrishaftanna í stað markaðsvæðingar krónunnar. Hún hefur unnið sleitulaust að því að koma Íslandi í hendur erlend valds og sparað hvorki fé né fyrirhöfn. Hún reyndi ekki einu sinni heldur oft að láta Íslendinga axla ábyrgð á skuldum óreiðumanna.Hún þóttist ætla að bæta hag verðtryggðra skulda heimilanna en kom mörgum í meiri vanda. Hún þóttist elska aldraða en tók af þeim grunnlífeyrinn flestum á fyrsta valdaári.Hún sagðist ætla að koma reiðu á ríksifjármálin en greiðir meira en 200 milljarða árlega í vexti af skuldum ríkisins. Sem hún bjó til sjálf að miklu leyti emð stanslausum lántökum og reddingarleiðöngrum Steingríms J.
Síðan hefur hún staðið fyrir allskyn bullumræðu í þjóðfélaginu um hluti sem nákvæmlega engu skipta um tímanlega baráttu fólksins. Stjórnarskrármálið. Hún reynir að halda því fram að íslenska stjórnarskráin hafi skipt einhverju máli í aðdraganda hrunsisns. Það var kvaddur saman þjóðfundur þar sem smalað var saman allskyns sérvitringum og þeir látnir búa til fyrirfram skipulagðan texta á hringborðum þar sem menn voru látnir halda að þeir réðu einhverju. Alveg eins og þegar ESB sinnar ætluðu að keyra aðild að Bandalaginu ofan í Landsfund Sjálfstæðismanna með hringborðum þar sem umræðustjórum með rétta skoðanir virtist hafa verið skipulega plantað á borðin til að afvegaleiða umræðuna. Frá hringborðunum komu algerlega misvísandi upplýsingar um hvað fundamenn voru í rauninni að hugsa. Þeir voru á öndverðri skoðun við hringborðin sem svo kom í ljós síðar á fundinum þeim þegar 95% gáfu frat í ESB.
Eftir hringborðafarsann á þjóðfundinum kom annar farsi þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi útkljá kosningu til stjórnlagaþings. Sem svo varð stjórnlagaráð eins og menn muna.
Nú á enn að fraga athyglina frá helstjórninni með þrasi um einskis nýta skoðanakönnun þjóðarinnar hvort hún vilji að ný stjórnarskrá verði skrifuð á grundvelli pródúkts stjórnlagaráðs. Og auðvitað eru spurningarnar í takt við það sem á að kom útúr þessu;Óljósar mmargræðar og því vitlausar og óhæfar. Ég freistaði þess að vekja athygli Ögmundar á því að nota kosningarnar í eitthvað þarflegra í leiðinni en það kemst greinilega ekki í gegnum þverhaus Jóhönnu Sigurðardóttur. Kjördagur um spurningarnar á að vera 30 október hvað sem líður.Vonandi munu allir rauðblóða Íslendingar sjá sóma sinn í að sitja heima. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað út úr þessum kosningum kemur, við höfum það að engu eftir Alþingiskosningar. Þá munum við reyna að færa allt til baka sem þessi ríkisstjórn hefur gert til skaðræðisverka í stjórnsýslunni sem öðru. Og tímnn er að líða og líður hratt í sólríkju þessa dásamlega sumars.
Það er enginn lausn frá helstjórn þessa fólks þar sem á Alþingi situr nú. það er meirihluta tætingslið sem virtist hafa stjórnleysi og hatur á skipulögðum vinnubrögðum einhvers ímyndaðs fjórflokks efst í huga þegar það lét kjósa sig nú á þing. Nú geta menn horft uppá hringsnúninga þessa volaða liðs þegar enginn man lengur fyrir hvaða flokka þetta sat á þingi í fyrra eða hitteðfyrra. Og hafa heldur ekkert með að gera að muna það þar sem þetta lið hverfur brátt úr sögunni inn á fyrrheitnu lönd eftirlaunanna. Vonandi áttar fólk sig á nauðsyn þess að flokkum fækki sem mest og sérvirtringum þar með um leið.
Þjóðin verður hinsvegar að gaga sína Kanossagöngu á enda til kosninga. Vel væri ef einhverjir aðrir valkostir færu að láta á sér bera með haustinu og hættum að láta hlutina vefjast fyrir okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2012 | 09:05
Vaxtakostnaður ríkisins
undir forystu Steingríms J. Sigfússonar efnahagsstjóra ríkisstjórnarinnar er kominn á þriðjahundrað milljarða á ári.Nálgast óðum helming fjárlaga.
Ég hlustaði á Jóhann einhvern halda því fram á Útvapi Sögu að fáránlegt væri af ríkinu að taka lán hjá bönkum og greiða vexti. Ríkið hefði bæði skattlagningarvaldið og peningaprentunina á sínum snærum. Eitthvað sem Steingrímur hafði þó vit á að skilja.
Ég hlustaði á fyrirlestur Frosta Sigurjónssonar um bankamargfaldarann sem margir þekkja. En í stuttu máli ræður hann því að banki getur lánað út 8-9 rafkrónur á móti hverri einni raunverulegri sem hann á. Þannig getur sinhver maður tekið milljarðs lán í einum banka og lagt inn sem hlutafé í annan banka. Sá banki getur umsvifalaust lánað manninnum milljarð til að borga fyrri bankanum skuldina og svo marga milljarða til viðbótar til að gera hvað sem er. Þessi dæmi hafa verið spiluð fyrir augunum á íslenskum stjórnmálamönnum án þess að þeir hafi sýnt nokkur merki um að skilja þetta.Fyrr en náttúrlega svo löngu seinna að engu skiptir og allt það gamla er sokkið í ösku.
Þessi nýfjármagnaði banki getur líka keypt ríkisskuldabréf og fengið mikla vexti. Hann getur slegið ný lán út á bréfið, selt það eða lánað enn meira út og allan tíman haldið CADDINU í lagi eða eiginfjárgrunninum. Bankastarfsemi er dásamlegur bísness sem ég vildi helst vera í af öllum. Það er bara svo fjandi erfitt að byrja. Þó þurfum við ekki nema svoan einn milljarð til að stofna banka eða sparisjóð. Vandinn er svo sá að það er svo erfitt að fá heiðarlegt fólk til að reka svona bísness fyrir sig því allir stela eða svíkja og þeir mest sem þykjast bestir.
En hugsið þið um það. Horfið á fimmþúsundkallinn og hugsið með ykkur hversvegna þið haldið í hann. Af hverju er hægt að kaupa eitthvað fyrir hann?Með hverju getur Seðlabankinn leyst þessa bréfsnuddu út? Geturðu skipt honum fyrir dollar eða pund? Einu sinni var það hægt, það var á tímum Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þá gerðu menn það bara ekki því það þurfti ekki.Það var nóg að það var hægt. Nú er það ekki hægt þökk sé Steingrími.
Flest okkar sjá aldrei peninga. Bara rafkrónur á ferð sem eru ekki til raunverulega. Krónur sem bankarnir búa til handa okkur. Þeir byggja lygar sínar á þeirri staðreynd að við komum aldrei öll í einu til að taka út.Og við trúum fagurgala þeirra um að þeir séu vinir okkar og þjóni bara okkur.
Er enginn endir á því hversu vitlaus við erum? Vaxtakosnaður ríkisins? Tölur á blaði.
22.7.2012 | 20:21
Breiviksmessa
á sumri er í dag.
Það reynir á tilfinningarnar að horfa á sjónvarpið þar sem Norðmenn minnast þess að 80 manns létu lífið vegna þessa manns.
Breivik hefur verið gert hátt undir höfði síðan og fengið sinn dag í réttinum. Aðstandendur fórnarlamba hans eiga í vændum að borga lúxuslíf hans í norsku fangelsi til æviloka hans, jafnvel eftir hálfa öld.
Engum finnst neitt að því að óður hundur sem bítur fólk sé skotinn. Margir góðir menn eru myrtir óbættir á hverjum degi í veröldini. Hvervegna er Breivik svna merkilegur að það þurfi að varðveita hann betur en alla öryrkja og aldraða í öllum Noregi. Sjá honum fyrir öllu því sem aðra skortir?
Þegar svona atburður á sér stað rís jafnan hóur fólks upp og segir að það þurfi að banna byssueign. Það hvarflar að mér að spyrja á móti,þurfa ekki borgarnir að eiga byssur? Norðmenn eiga miklu fleiri byssur en flestir aðrir. Engin þeirra var hinsvegar stödd í Útey þennan dag.
Hefði Andreas Breivik mætt vopnuðum manni snemma í Útey, hefðu þá einhverjir lifað sem dóu? Er það byssan sem drepur eða maðurinn sem heldur á henni? Ver byssan stundum hinn rétta málstað eins og hún þjónar þeim illa? Er hún ill í sjálfu sér frekar en bíll sem veldur slysum, skrúfjárn sem er notað sem vopn, búrhnífur sem notaður er daglega til annars? Er hægt að kenna dauðum hlut um eitthvað illt?
Ég veit að ég er frumstæður maður og skil ekki allt í veröldinni þrátt fyrir háan aldur. Ég skil bara ekki hversvegna á að varðveita Andreas Breivik fremur en hvern annan óðan hund. Mannkynið þarf ekkert framar á honum að halda. Hans líf er til einskis hér eftir. Hversvegna er hann Norðmönnum betri lífs en Vidkun Quisling?
Það er ár síðan að Breivik framdi sína glæpi. Honum líður vel og iðrast einskis. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á komandi árum.
En er rétt að halda Breiviksmessur hátíðlegar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.7.2012 | 08:51
Kæri Nubo
eins og þú veist eru Íslendingar og Kínverjar atorkusamt fólk. Við Íslendingar höfum afreksmenn í mestum hávegum eins og fornkappar okkar voru. Eins og Grettir Ásmundarson var í okkar fornöld sem var svo sterkur að það fóru tíu í hann og höfðu hann ekki. Og það var nú í þá daga þegar Íslendingar voru menn að því að annar seinni tíma kappi sagði. Þetta kemur í hugann þegar við höfum lesið um hinn miklu afrek þím við það að ganga á báða pólana og á Everest líka. Við höfum fyllst lotningu yfir þínum miklu áætlunum til uppbbyggingar í okkar stóra land þar sem við getum ekki gert allt sem við viljum vegna féleysis og vantrúar umheimsins á því að lána okkur peninga og segja að við séum ólíkindatók sem við eruma alls ekki og í sannleika hjartahreinir flestir. Þetta sama féleysi heldur okkur niðri mikið af því vegna þess að nokkrir óprúttnir kapítalistar komu okkur í kreppu vegna hávaxtastefnu og hágegnis og andvaraleysis sem leiddi til þess að hér safnaðist upp það sem við köllum erlendur gjaldeyrir og núna vill hann fara út sem þýðir að við eigum í vandræðum með að leysa hann út allan í einu með þeim gjaldeyri sem við eigum. En afleiðingi er sú að við erum með gjaldeyrishöft því við erum svo hræddir við að sleppa öllu lausu sem hin mikla kínverska þjóð myndi skilja þjóða best. Þessi höft koma líka niður á stórhuga mönnum eins og þér sem ert útvörður hinnar miklu kínversku þjóðar á mörgum sviðum. Allt þetta hindrar okkar miklu þjóðir að byggja okkur upp á norðurslóðum í samkeppni við hin stóru bandalög austan og vestan nú þegar margir telja að norðvesturleiðin sé að opnast.Hinn mikli ísbrjótur Kínverja á norðurslóðum vekur okkur von og traust á því að slíkt sé í aðsígi og módelið af honum mun gleðja okkar vísa og lífreynda forætisráherra óskaplega og hún mun áreiðanlega sigla hoinum í sínu postulínsbaðkeri á kyrrum stundum ef þær skyldu einhverntíman gefast frá hennar miklu störfum. Við munum þurfa traustan bandamann í uppbyggingunni og þar ssem heimurinn treystir okkur ekki og eftir Icesave og það að við skulum þessvegna hafa neyðst til að setja harðlínumenn yfir gjaldeyrismál okkar til mótvægis og gjaldeyrishöft(sem svona 5000 milljarða lánalína á sanngjörnum vöxtum til 15 ára myndi leysa yfir nótt) er hindrun á vegi okkar þjóðar til framfarasóknar. Við fögnum stórhug þínum kæri Nubo þegar þú sérð í anda umskipunarhafnir á nyrstu útnesjum okkar kalda lands, golf-og flugvallagerð á hæstu fjöllum og svo framvegis og svo framvegis. Við erum sannfærðir að saman getum við náð miklum áragngri og smátilliðkanir á báða bóga geta haft undraverð áhrif í þá átt að kveða niður nöldurraddir um að undir áformum þínum búi önnur og dekkri en það er af og frá því þú ert hjartahreinn sonur mikillar þjóðar. Já kæri Nubo við verðum að hugsa til sögu þjóða okkar ar sem kóngar og keisarar fóru og komu en andinn var síungur og dó aldrei.Okkar samningamenn eins og spaki Njáll hjá okkur og Konfúsíus ykkkar kunnu það sem þurfti fyrir mannlegt eðli þannig að úr gat orðið gagn fyrir menn ef þeir kunnu með að fara.Þeir ræddu málin fram og aftur og tókst oft að finna lausnir sem aðrir sáu ekki með því að nálgast málin frá hliðum sem öðrum hugkvæmdust ekki. Megi gæfan lýsa þér ávallt kæri Nubo og þinni miklu þjóð á vegferð til bættra lífskjara þess sem heildina myndar,einstaklingsins.
Af vísdómi þínum muntu sjá að það er hægt að komast langt með því að leiða mönnum það fyrir sjónir sem þeim gengur stundum illa að skilja hjálparlaust og. Menn þurfa aðeins hinn rétta skilnig á því hvar skórinn kreppir og sá sem hefur ekki skókreppu hann getur gengið langar ferðir sem hefjast alltaf með einu skrefi eins og vitur maður sagði forðum.
Ég fullvissa þig kæri Nubo um virðingu mína fyrir vitsmunum þinum og uppsafnaðri reynslu hinnar miklu kínversku þjóðar á hinum mörgu árþúsundum sem hún hefur sótt fram. Okkar unga þjóð getur margt lært af hinni kínversku og jafnvel gætum við hjálpað á einhvern hátt. Saman getum við náð langt ef á hvorugan hallar og andi bræðralagsins ríkir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.7.2012 | 18:52
Fráhvarfseinkenni
fann ég greinilega um helgina. Ég fór með tölvuna í bústaðinn og ætlaði að grípa í ýmislegt. En þá uppgötvaði ég að ég var punglaus. Pungurinn varð eftir heima og ég nennti ekki að að fara að sækja hann. Þessi pungur er lykillinn að internetinu og án hans er talvan ekki í neinu sambandi við umheiminn.Ekkert hægt að sækja. Allt í mínus.
Það var verið að skrifa um það í blöðunum að unglingarnir væru orðnir tölvufíklar. Ég er greinilega orðinn það líka þó gamall sé.
Fyrir bragðið varð maður að finna sér eitthvað til dundurs. Ég fór í Sólheima þar sem Björn Thoroddsen spilaði í kirkjunni. Það var sko upplifun í lagi. Maðurinn er þvílíkur snillingur að maður trúði vart sínum eigin augum eða eyrum að hægt væri að framleiða svona mikla tónlist úr ekki stærra apparati en gítar. Áhorfendur voru líka allir bergnumdir og fögnuðu ákaflega. Mér fannst verst að fá ekki að borga eitthvað fyrir þessa skemmtun því verður er verkamður launa sinna finnst manni. En Björn bara brosti sínu blíðasta og reytti af sér brandara til viðbótar.
Frábær listamaður er hann Björn og á áreiðanlega fáa sína jafningja í heiminum öllum. Ég gleymdi fráhvarfseinkennunum drjúga stund eftir þetta.
Helgin leið og maður komst að því að það var kannski ekkert sem ekki gat beðið. Þó bölvað sé að vera punglaus þá líður það hjá. Því eins og Murphy segir: Ef þér líður vel þá skaltu ekki hafa af því áhyggjur. Þú kemst yfir það.
13.7.2012 | 13:07
Ögmundur bætir um betur
í Fréttó í morgun í flugvallarmálinu. Þar stingur hann uppá því að þjóðin greiði atkvæði um völlinn burt eða kjurt.Ekki bara Reykjavík.
Hvernig væri nú að Ögmundur fengi Jóhönnu til þess að bæta einni spurnigu við í þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnlagaráðið í haust. Það þýðir líklega ekki að stinga uppá spurningu um ESB við hana.
En þessi atkvæðagreiðala sem kostar sitt mætti nota til að fá ráðgefandi álit þjóðarinnar á ýmsum málum sem stjórnin gæti svo notað.
Til dæmis mætti fá styrk við umboð í makríldeilunni handa Steingrími til að fara eftir en Útvarp Saga er ekki viss um hvort honum sé treystandi til að standa í lappirnar gagnvart Stefáni Fúla.
Svo mætti spyrja um veiðigjaldið, kvótakerfið,Schengen, stóriðju, þjóðkirkjuna og fleira sem væri allt gott fyrir framboðsfólk í næstu kosningum. Þetta yrði til þess að ég færi til dæmis á kjörstað sem ég ætlaði annars ekki að gera vegna stjórnlagaráðsspurninganna eintómra. Þarna væri tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að auka þáttöku í þessum kosningum sem annrs gætu kannski orðið enn verri vegna þáttökuleysis.
Hvernig væri þetta Ögmundur?
Bættu nú um betur í flugvallarmálinu og taktu svo landið eignarnámi að atkvæðagreiðslunni lokinni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.7.2012 | 09:04
Ögmundur
er líklega eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem ég hlusta á. Því hann hefur oftar en ekki eitthvað skynsamlegt að segja. Sem er í algerri mótsetningu við forsætisráðherra og allsherjarráðherra sem blaðrar sýnu mest og vitlausast yfirleitt. Hinir segja yfirleitt sem minnst og þá sjaldan það er, þá fer það fyrir ofan garð og neðan hjá mér því það er um helst ekki neitt sem máli skiptir.
Nú síðast benti Ögmundur á það, að Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara. Borgin þurfi að átta sig á því að völlurinn stendur að stórum hluta á ríkislandi. Það er því óskynsamlegt af Reykjavíkurborg að vera að skipuleggja inn á svæðin næst ug inná flugvöllinn.
En það er einmitt það sem hefur verið að gerast nú um langt skeið. Borgin er sífellt að þrengja að flugvellinum sem stöðugt rýrir gildi hans. Það sem vantar er að Ögmundur setji stopp á þessa innrás og nái öllu svæðinu undir ríkið. Það þarf að byggja margt áflugvellinum til að styrkja rekstur hans. En Borgin er með svæðið í einelti og setur sig þvert fyrir öll framfaramál á þeim slóðum.
Ég er þeirrar skoðunar og byggi á skoðun meira en 6000 manna sem hafa skrifað álit sitt á síðuna hjá mér, að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera kyrr. Öruggur meirihluti þjóðarinner vill að svo verði.
Ögmundur má því gera það sem hann getur til að verja völlinn vilji hann verja hagsmnuni þjóðarinnar gegn hundaþúfudekri borgarfulltrúa í Reykjavík.
Áfram Ögmundur. En farðu í annan flokk ef þú vilt eiga sjéns áfram.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko