Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Fáránlegt

er hvernig hefðbundar bílaleigur geta ráðist að þeim sem keppa við á á lægri verðum með því að bjóða upp á gamla bíla. Má kúninn ekki hafa val?

Það er allt sett af stað á RÚV og fleiri rásum eins og um þjóðarvá sé að ræða þó að útlendingur keyri útaf á slíkum bíl. Er það eitthvað merkilegra en að ég keyri útaf á mínum gamla bíl. Við förum báðir í gegnum sömu aðalskoðun.

Er þörf á því að senda sérstaka eftirlitsmenn heim til mína að skoða minn bíl, leggja á mig sérstaka skatta af því að bíllin er gamall?

Hverskonar bull er þetta eiginlega. Þarf þá ekki sérstaka eftirlitsmenn á alla gamla bíla, allar bændagistingar,útleigu gamalla húsa í miðbænum þegar önnur standa tóm í úthverfum?.

Eftirlit meira eftirlit og enn aukið eftirlit til að hemja glæpahneigð landans sagði í Rannsóknarskýrslunni sem allir eru búnir að gleyma.

Fáránlegur hugsunarháttur í sjálfu sér. En að geta tryllt upp yfirvöld með svona fáránleika í sammkeppnisskyni, það er enn fáránlegra.


Hamarshöllin í Hveragerði

er sannarlega glæsilegt mannvirki. Það er ævintýri líkast að koma inn í þetta risavaxna bjarta og fallega mjúkhús. Úr tvöföldum dúk á steyptum grunni. 5 000 m2 að stærð.Vel einangrað og lýsingarkostnaður verður mun minni en í venjulegum höllum.

Og verðið er lágt maður lifandi, minna en helmingur ef ekki þriðjungur af því sem kostar að byggja svona hús úr stáli.

Þeir sem hafa stundað tennis í Svíþjóð segja sögur af Bubbluvinnunni vor og haust. Þar er spilað á völlunum allt árið en Bubbla er sett upp í sjálboðavinnu á haustin til að skýla fyrir veðri og snjó.

Enn sem komið er hafa Íslendingar lítt verið með svona uppblásin hús enda flott á því yfirleitt. Ég man fyrst eftir einu húsi sem kom með viðlagahúsunum til Garðabæjar og stóð þar lengi eftir. Annað sá ég á Akureyri fyrir mörgum árum. Ég held að Kópavogsbær ætti að hugsa um svona hús sem reiðhöll sem þeir ætla að fara að byggja yfir hestaaðilinn á kostnað skattborgaranna. En í Kópavogi eru líklega nógir peningar svo þar þarf ekki að spara, allavega ekki þegar þegar hestamenn eru annarsvegar því allir pólitíkusar eru skíthræddir við hótanir þeirra við kosningar.

Ég er fullviss um að Hamarshöllin á eftir að vera Hvergerðingum mikil lyftistöng á íþróttasviðunu. Og íþróttir eru samstofna við heilbrigðisálar og líkama.

Til hamingju Hvergerðingar. Þið stóðuð ykkur vel í reisningunni og tókuð á því. Eins og hestamennirnir gerðu raunar á Selfossi sem er mjög lofsvert. Ætli Gustur geri eitthvað hér í Kópavogi?

Hamarshöllin í Hveragerði lengi lifi ! Húrra.


Talibanaviðbjóður

sá sem sést á myndbandi hjá ParisMatch

(http://www.parismatch.com/Actu-Match/Politique/Actu/Direction-du-PS-les-hollandais-a-la-manaeuvre-409131/)

er engu líkur. (Ég sá um hvað þetta band fjallar og treysti mér hreinlega ekki til að spila það. En ég held að ég viti hvað ég hefði gert ef ég hefði verið á staðnum með vélbyssu.) Þvílíkur viðbjóður er þetta Talibanahyski.

Hefndarstríði Bandaríkjanna fyrir 911 er senn að ljúka í Afgahnistan. Þarna hefur blóði amerískra hermanna verið fórnað í að reyna að friða landið fyrir Talíbönum. Niðurstaðan er hinsvegar að Þeir skilja svo mikið eftir af þeim sprellifandi að maður þarf ekki að spyrja að því hvað þar gerist þegar þeir fara. Allt í nafni Islam. Allur viðbjóður veraldar virðist geta borið Islam fyrir sig við glæpaverk sín. Islam hefur þannig algera sérstöðu meðal trúarbragða með það hvað gerist í nafni þeirra. Veraldarvandamál.

Allt líf afgahnskra kvenna mun sökkva aftur á steinaldarstig villimennskunnar þegar Kaninn fer. Það er mikill misskilningur ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem er þarna í vinnu heldur að hún geti hjálpað til að kenna þessu liði lýðræði og réttlæti. Því miður er viðbjóðurinn líklega rétt að hefjast.

Talibanar í Afgahnistan eiga ekkert erindi við okkur og við ekki við þá. Þeir eru bara viðbjóður sem framleiða heróin handa Vesturlöndum.Sem kaupa og láta þá fá vopn í staðinn. Enn meiri viðbjóður.


Hagkvæmni hælisleitenda

má hugsanlega reikna inn í nýjar hagvaxtartölur Steingríms. Hver hælisleitandi kostar okkur beint 2.6 milljónir á ári var upplýst á þinginu.
Útlendingastofnun fær einhverjar 170 milljónir á ári. Hún þarf tvöföldun að sögn forstjórans ef hægt á að vera að vinna umsóknirnar sem hlaðast æ hraðar upp.

Þegar hafa 37 sótt um hæli á árinu og forstjórinn áætlar að þeir verði orðnir 100 í árslok. Þá erum við komnir með fastakostnað uppá kvartmilljarð fyrir utan fimm lögfæðinga sem þarf til að vinna úr umsóknunum. Alls kostar þetta okkur hálfan milljarð á ári að skilríkjalaust fólk kemur hingað og heimtar hæli á Íslandi. Maður skilur í raun ekki hvernig þetta fólk fær að fara um borð í flugvél erlendis án skilríkis þegar venjulegur Íslendingur getur það ekki. Sagði ekki Ása-Þór að á skyldi að ósi stemma? Er þetta ein óhjákvæmilega gjöfin frá Schengen? Er þetta reiknað inn í hagkvæmnina? Er eðlilegt að bara fjölga opinberum starfsmönnum í stað þess að hefta aðstreymið?

En gott og vel. Þetta fólk kvartar svo sáran yfir því frelsi sem því er búið hér á landi á biðtímanum og reynir sumt að komast annað. Hótar að drepa sig ef við ekki gefum eftir og hleypum þeim inn. Það fær að valsa um með vasapeninga frá okkur í stað þess að vera geymt í girðingu sem rétt er að gera samkvæmt ESB tilskipunum. Eru Keflvíkingar ánægðir með sambýlið? Eru þeir spurðir álits?

"Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um hælisleitendur frá 13. júní síðastliðnum, kemur fram að í árslok 2009 hafði Útlendingastofnun 14 umsóknir til meðferðar, 22 í árslok 2010 og 44 í árslok 2011. Þar kemur einnig fram að beinn kostnaður af umönnun eins hælisleitanda í eitt ár nemi um 2,6 milljónum króna og að lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, sem sinnir eingöngu afgreiðslu hælisumsókna sem eru til efnismeðferðar, geti afgreitt tvö mál í mánuði, eða 24 á ári, sé ekki tekið tillit til sumarfría."

Þetta er að nálgast tvöföldun á hverju ári.Ísland er greinilega komið í tísku hjá landhlaupurum. Eftir þessu þurfum við tíu nýja lögfræðinga í störf eftir ár, svo 20 og einhverntíman kemur að því að Háskólarnir anna ekki eftirspurn.

Og enginn veltir því fyrir sér hvað þetta fólk sé að flýja í raun og veru. En ef þetta á að verða iðnaður hjá okkur í framríðinni Þá er orðið spurning hvort við eigum að reikna þetta sem hagvaxtartölur eins og til dæmis árekstra og bílaréttingar í umferðinni? En fólkið er sjaldnast reiknað með. Við erum að hinsvegar að tala um lifandi fólk. Eigum við að leysa pólitískan vanda heimsins?

Kannski er þetta hagvaxtarhagkvæmni eftir allt?


Áróðursdeild Samfylkingarinnar

er rekin a kostnað skattgreiðenda eins og eftirfarandi frétt Viðskiptablaðsins um fjárhagsstöðu 365 miðla ehf.sýnir:

" Langstærstur hluti óefnislegra eigna samkvæmt nýbirtu ársuppgjöri felst í viðskiptavild upp á 5.659 milljarða króna. Þetta er jafnframt 57,6% af eignum 365 miðla.

Til samanburðar námu óefnislegar eignir Árvakurs árið 2010 1% af eignum félagsins hvort heldur horft er til eigna samstæðunnar eða móðurfélagsins."

Fréttblaðið og Stöð 2 eru löngu gjaldþrota og ógna afkomu allra landsmanna. Í stað þess að fyrirtækinu sé lokað er það rekið áfram á kostnað almennings. Það er gjaldið sem við þjóðin greiðum fyrir Fréttablaðið, áróðursmiðil Samfylkingarinnar.

Af hverju gilda aðrar reglur um Fréttablaðið en Morgunblaðið? Af hverju þarf ég að fá í póstkassann blað sem ég nenni ekki að lesa vegna þess hversu leiðinlegt blaðið er og verð að henda því sjálfur meðan ég borga fúslega fyrir að fá Moggann?

Stöð 2 er greidd af þeim sem vilja hafa hana. En af hverju verður almenningur að borga fyrir blaðaútgáfu Samfylkingarinnar?


Hvaða hæli?

vilja þessir tveir af 33 miljónum Alsírbúa sem stálust um borð í Flugleiðavél?

Eru þeir ekki greinilega að leita öðru hæli en Íslandi? Sagt er í RÚV að þetta breyti engu um hælisumsókn þeirra á Íslandi.Eftir öðru.

Er þetta ekki merkilegt? Piltarnir eru búnir að margbrjóta íslensk lög. Búnir að sýna vilja sinn í því að yfirgefa Ísland og fá sér hæli annarsstaðar. Er ekki sjálfgert að kassera umókn þeirra og senda þá þangað sem þeir komu frá upphaflega þegar þeir báðu um hæli hér?

Hvað eru þeir að flýja sem 33 milljónum Araba og Berba finnst ekki ástæða til að flýja? Réttvísina í Alsír sem á eitthvað vantalað við þá? Er ekki búið að spyrja lögregluna í Alsir hvaða gersimar þessir piltar og lygalaupar eru? Alsír er siðað ríki en fátækt. Eru þeir bara á eftir peningum okkar?

Við höfum ekkert við að gera að sanka þessum hælisleitendum saman á Fit-Hostel á okkar sameiginlega kostnað og leyfa þeim að valsa um Keflavík íbúum til angurs. Þeir eiga að vera í girðingu, fangabúðum, samkvæmt alþjóðareglum og Evrópusambandsreglum og alls ekki að hafa ferðafrelsi innan landsins.

Við virðumst merkilega ekkert kæra okkur um að vita hvort þetta séu glæpamenn, Aids-, berkla- eða syphilissjúklingar. Eiga þeir eitthvað með að ógna okkar þjóð á þann hátt sem þeir gera?

Við báðum þá ekki um að koma og margir telja að við eigum að senda þá strax til baka þegar þeir koma.

Hæli fyrir hverju?


Er það svo?

sem Styrmir Gunnarsson segir um framboð flokka?

Hann segir svo á Evrópuvaktinni:

" Að liðnu sumri hefst undirbúningur prófkjöra hjá flokkunum, sem vafalaust fara að einhverju leyti fram fyrir áramót en önnur snemma á nýju ári. Í prófkjörunum eru það hinir almennu flokksmenn, sem ráða ferðinni og forystumenn flokkanna geta lítil áhrif haft á þeirra ákvarðanir. Þó er ljóst að mikið er í húfi fyrir flokkana. Með réttu eða röngu eru sumir þingmenn meira tengdir við hrunárin í hugum almennings en aðrir. Hvort þeir ná endurkjöri í prófkjörum er á valdi flokksmanna, sem taka þátt í þeim en sú ákvörðun getur hins vegar haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna.

Þótt forystumenn flokka geti ekki haft áhrif á afstöðu kjósenda (og vija áreiðanlega ekki blanda sér í þau mál) geta þeir þó haft áhrif á það hvaða val kjósendur eiga.,..."

Það vekur nokkra furðu mína að Styrmir Gunnarsson sem var ritstjóri Morgunablaðsins allan þennan tíma skuli ekki gera sér ljósan þann kraft sem er að baki framboði einstaklinga til Alþingis. Það er líklega vegna þess að Styrmir stóð lengsta tíð utan Sjálfstæðisflokksins sem áhorfandi og tók sjaldnast þátt í mótun afstöðu flokksins á landsfundum heldur tuðaði um það í Mogga hvað honum fyndist sjáfum um þetta eða hitt sem flokkurinn ætti að gera. Fór í taugarnar á mörgum flokkshestinum.

Þegar á hólminn kom voru skoðanir Morgunblaðsritsjóranna sjaldnast mikils virði ef maður metur árangurinn af tali um sögulegar sættir,sjávarútvegsmál og fleira því líkt sem þjóðin vildi ekki. Hvort Styrmir nær eyrum þjóðarinnar betur á Evrópuvaktinni en í Morgunblaðinu er óséð það sem af er. En það sem hann segir um ESB er hinsvegar afbragð og ég vona að sem flestir lesi því maðurinn er með bestu skríbentum se ganga lausir.

Styrmir segir enn:

" Það geta þeir með því að ýta undir að eftirsóknarverðir einstaklingar fari í framboð í prófkjörunum. Að vísu er ábyrgðarhluti að hvetja fólk til þátttöku í stjórnmálum vegna þess sem því fylgir en engu að síður skiptir miklu máli fyrir flokkana hverjir skipa framboðslista þeirra.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort forystumenn flokkanna beita sér með þessum hætti fyrir því, að kjósendur eigi raunverulegt val.

Hafa flokkarnir upp á eitthvað nýtt að bjóða? "

Mikið er Styrmir annars óglöggskyggn á það hvað drífur fólk til framboða. Eiginlega barnslega bláeygður blessaður ritstjórinn eftir allan þennan tíma á Mogganum. Hann heldur að forystumennirnir liggi í fólki til að bjóða sig fram. Erþað svo? Aldrei varð ég vitni að því og þekkti ég þó formennina þó nokkra í sjón. Þeir voru þar til að styðja við þá sem gáfu sig til, ekki að dekstra menn til framboðs að því mér sýndist.Áttu auðvitað sín uppáhöld.

Ég hef séð menn fara fram á völlin af því að þeir trúa á sjálfa sig og vilja eitthvað láta af sér leiða. Ég hef líka séð menn fara fram fyrir eigin ávinning eingöngu. Og hafa þó nokkurn árangur.

En fólkið í landinu, flokksmennirnir sjálfir, eru yfirleitt ólatir við að veita hverjum þeim sem biður um brautargengi liðveislu alveg frá tímum Sturlunga eða lengur. Fólk er nefnilega gott í sér og vill náunganum vel. En það lætur ekki segja sér fyrir verkum nema það hafi áður reynt þann sem um biður að öllu góðu.Það er ekkert svo erfitt að fara fram ef menn vilja.

Unglingur í stjórnmálum og óskrifað blað getur þetta oft ekki. Ábyrgðarlaus gargari á girðingu getur það heldur ekki. Annaðhvort hefur þú traust eða þú hefur það ekki. Hinsvegar hafa menn farið langt á því að láta vorkenna sér með leikrænum tilburðum um vorkunnsemi. Svo eru aðrir sem nenna ekki í raun en hægt er að dektstra fram. Þaðan kemur oft beta fólkið. En það eru sjaldnast forystumenn sem hafa frumkvæðið að þeim málum.

Menn verða að varast sjakalana, sem eru bara á eftir eigin frama. Það er oft fólk sem ekki gat fundið neinn betri launaflokk en þingfararkaup. En það eru líka menn inná milli sem vilja breyta einhverju fólksins vegna. Þeir eru fágætari að vísu. En þeir eru til. Ég hef ekki áhyggjur af mannvali fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu prófkjörum. En ég hef áhyggjur af vorkunnseminni og skorti á kjarki til þess að segja fólki sannleikann um hvað manni finnst um það í raun og veru. Ég hef áhyggjur af framtíð hreinskilninnar í íslenskri pólitík. Og kannski verður eftir því spurt í næstu prófkjörum. Menn munu ekki valsa um í prófkjörum eins og þeir gerðu vegna nýrra skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Það verður byggt meira á trausti en poppi. Vonandi.

Eða er það svo eða ekki ?


Bienvenue en l´Islande

eða einhvernvegin þannig myndi ég segja á frönsku ef ég kynni hana. En ég kann það mikið að ég gat lesið mér tlgagns nýtt blaða sem er komið út fyrir frankophona á Íslandi og heitir "le Pourquoi pas" eftir skipi dr.Charcot. Votre exemplaire gratuit s´il vous plait!

Ég fór í nokkra tíma hjá öðlingnum honum Halldóri Þorsteinssyni fyrir mörgum árum. Hann tróð í mig þeirri viðbót af menntaskólafrönskunni að ég gat orðð lesið Paris Match mér til gagns. Svo fór ég til Frans og lét þá fá eina setningu sem ég hafði smíðað. Þeir glenntu upp skjáina og urðu eitt sólskinsbros yfir þessum snáða sem ávarpaði þá á frönsku. Svo hvolfdu þeir yfir mig fossi af franskri ræðu sem ég skildi auðvitað ekki orð í. Enda skil ég helst bara nokkur orð í mæltu máli þegar Giscard d´Estaing talaði og svo vanRompuey(þessi sem Farage móðgaði sem mest og var sektaður um fleiri þúsund evrur fyrir) hjá ESB, sem talar skýrt af því hann er Belgi. En franskt talmál, NO WAY allavega ennþá. Kemur kannski með meiri orðaforða.

Svo ég notaði bara ensku eftir að ég hætti fljótlega með þýskuna, mér skildist að þeir væru lítið fyrir það mál og kannski að óboðin heimsókn Adolfs sáluga til Parísar fyrir margt löngu sæti það í þeim að það borgaði sig ekki að reyna það þó að sífellt væri Merkel að koma nú til dags.Enda mun óþekktari Þjóðverji en hinn fyrrnefndi.

Mér finnst mikill fengur að þessu blaði sem ég pikkaði upp í Sundlaugunum í Reykjavík þegar ég kom þangað í heimsókn á föstudaginn. En þangað hafði ég ekki komið vegna fjarvista í Salalauginni í Kópavogi. Ég vil endlega benda aðstandendum blaðsins á að í Kópavogi eru tvær sundlaugar sem blaðið verður að koma í okkur námfusum til gagns.

Svo var blaðið skemmtilegt líka og akkúrat til þess fallið að halda frönskuni að okkur. Eymundsson hætti að selja Paris Match sem var það helsta sem maður gat æft sig á án þess að lesa einhverja steypu á kennslubók sem mann langar ekert til. Þeta blað er akkúrat sem vantaði.

Bienvenue l´Editeurs de le Purquoi pas!


Þannig förum við í ESB

hvort sem Forsetinn vill eða ekki?

Þessu laumuðu kratarnir í gegn um þingið í júní 2010. Getur maður skilið annað en að þjóðaratkvæðagreiðslur séu hér eftir aðeins ráðgefandi? Hvort sem Forsetinn vísar málinu til þjóðarinnar eða ekki. Hvernig ber að skilja síðustui málsgreinina í 1.gr.? Eru þessi lög ekki örugglega æðri atjórnarskránni af því þau eru nýrri?

138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1382 — 112. mál. Frumvarp til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

(Eftir 2. umr., 15. júní.)


Lög nr. 91 25. júní 2010.

1. gr.

Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi.
Lögin gilda einnig um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram skv. 3. mgr. 11. gr., 26. gr. og 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar.

osfrv.

Ef Jóhanna og Steingrímur(skrifa undir ESB aðild þá geta þau látið Alþingi greiða atkvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Inngangan er frágengin hvernig sem atkvæði falla. Þó Ólafur Ragnar vísi lögunum til þjóðarinnar skv. 26 gr. stjórnarskrárinnar þá gildir 1.gr. laganna.

Eða hvað?

Komumst við tæknilega svona inn í ESB?


Hvort svíkur Steingrímur

þjóðina eða Samfylkinguna spyr Styrmir á Evrópuvaktinni. Hann heldur að nú muni Steingrímur svíkja Samfylkinguna með því að segjast elska makrílinn með þjóðinni meira en ESB.

Mín skoðun er sú, að Steingrímur svíkji alla jafnt. Öllu sem hann lofar mest svíkur hann stærst. Sama hvað er. ESB, Samfylkingin, Vinstri Grænir, jafnvel kommúnismann sjálfan. Steingrímur J virðist bara eiga eina hugsjón. Völd fyrir Steingrím sjálfan. Fyrir þau svíkur hann allt sem hann getur. Því hann getur ekki tapað. Verðtryggður lífeyrir hans hækkar dag frá degi hvernig svo sem öllu svikabixinu líður.Kaupið hans og þingmannanna hækkar meðan bæturnar hjá öldruðum og öryrkjum lækka eftir því sem Björgvin skrifar í Mogga.

En hverju ætlar hann að ljúga þegar kosningar nálgast? Hverju getur hann fundið uppá til að lofa liðsmönnum sínum? Hann er búinn með landrisið, atvinnumálin, ESB-andstöðuna,AGS-andstöðuna, Icesave I, II, III, Sjóvá, Íslands-og Aríonbanka, Askar Capital, VBS, Saga Capital, SpKef, veiðigjaldið, virkjanastoppið. Hvað er eftir? Hann er einskonar sambland af Munchausen og Vel-lygna Bjarna. Sífelld uppspretta nýrra furðusagna.

Aumingja Vinstri Grænir. Það er ekkert eftir fyrir þá því að Steingrímur er búinn að svíkja allt sem þeir nokkurntímana hafa rætt um. Skyldu þeir  Hjörleifur og Ragnar Arnalds geta fundið nokkuð ósvikið eftir í þeirra gamal flokki?

Nú flennir Steingrímur granir á móti sjávarútvegsráðherra ESB og hristir hönd hennar ákaft sér maður á myndum. Ætli hann lofi henni ekki meiri makríl frá Íslendingum? Kannski fer hún þá heim ánægð og Steingrímur sterki segir við okkur: Sjáið þið hvernig ég tók hana? Hún fer ekkert með mig.Við Jóhönnu segir hann svo kannski, er þessi makríll nokkuð til skiptanna við ESB? Verður þú ekki að standa þig? Eða á ég að gera eins og Styrmir segir?

Það er ekki spurning um hvort Steingrímur svíki. Eiginlega alla jafnt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband