Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Jón Gunnarsson

alþingismaður var á fjölmennum fundi í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi í morgun. 

Jón ræddi atvinnumálin sem mjög brenna á fólki um þessar mundir. Hann sagði það stefnu Sjálfstæðismanna að það yrði betra að lifa á Íslandi á næsta ári en á þessu sem væri að líða. Og enn betra yrði að lifa á Íslandi á  þar næsta ári og koll af kolli.  Að þessu myndi flokkurinn vinna.

Mikið verk væri framundan að reisa við efnahag landsmanna eftir viðskilnað síðustu ríkisstjórnar. Hún hefði meðal annars sett sjávarútveginn í uppnám með óraunhæfri veiðigjaldatöku sem hefði lent með mestum þunga á litlum og meðalstórum fyrirtækjum um landið. Jón sýndi línurit sem greinilega sýndu viðbrögð fyrirtækjanna við ofurskattlagningunni sem greinilega snarkipptu úr fjárfestingaráformum þeirra. Þetta væri eitt dæmið um trú vinstri manna á skattheimtuleiðinni til að leysa skammtímavanda ríkissjóðs.Stefna Sjálfstæðisflokksins væri að byggja upp atvinnuvegi um landið allt sem reynslan hefði sýnt að væri það sem árangri skilaði.

Jón ræddi málefni stóriðju og orkuframleiðsluna. Fram kom að raforkuframleiðsla Íslendinga á mann er helmingi hærri en Norðmanna sem eru aftur helmingi meiri á mann  en framleiðsla iðnvæddu Evrópuþjóðanna. Við höfum því algera sérstöðu. Jón ræddi líka hugmyndir um sæstreng sem ræddur hefur verið milli Íslands og Skotlands án viðkomu í Færeyjum. Jón sagði að Íslendingar myndu aldrei kosta framleiðslu eða lagningu slíks strengs frekar en við hefðum byggt álverin hérlendis. En þetta þyrfti að rannsaka vel því margt mælti með raforkusölu um sæstreng og margt væri líka á móti. Þjóðin þyrfti að hámarka afrakstur auðlinda sinna. Stóriðja hefði fært okkur mikinn ávinning en hún væri ekki takmark í sjálfu sér, aðeins ein styrk stoð í efnahagslífi landsmanna. 

Jón ræddi ferðamannaiðnað landsmanna og taldi að ferðmannafjöldi færi fljótlega yfir milljónina. Ferðamenn sköpuðu núna um fjórðung af gjaldeyristekjum  landsmanna  sem væri mikil breyting á frá því á árum áður þegar að sjávarútvegurinn hefði einn staðið undir henni. Íslendingar þyrftu að stuðla að vali  á þeim ferðamönnum sem best af sér gefa. 

Fundarmenn deildu um álagningu virðisaukaskatts og kvaðst Jón vera hlynntur sem víðtækastri skattskyldu án undanþágna meðan vaskurinn leggðist ekki á björgunarsveitirnar! En þær eru sem fyrr alfa og omega í huga Jóns sem var þar í forsvari um árabil. 

Fundarmenn lögðu fjölda fyrirspurna fyrir Jón Gunnarsson sem svaraði þeim flestum af þeirri alúð og kostgæfni sem hann leggur á hvert mál. Það var þó að vonum að hann bað Sturlu bílstjóra sem er orðinn dyggur fundarmaður í félaginu að láta af þessum sífelldu spurningum sem láta að því liggja að allir útgerðarmenn séu þjófar og misyndismenn sem eigi stórreignir á Tortólaeyjum eða sólarströndum. Skipaðist Sturla nokkuð við þetta og kom með málefnalegar spurningar eins og oft áður því Sturla er vel heima í mörgum málum og aufúsugestur á þessum fundum.

Var gerður góður rómur að fyrirlestri Jóns Gunnarssonar og svörum við spurningum fundarmanna.  

Ástæða er til þess að hvetja alla til að mæta á þessa föstu fundi í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs sem eru haldnir á hverjum laugardegi kl 10:00-12:00 í Hlíðarsmára 17. Þar er ávallt á boðstólum góðgæti fyrir huga og hönd eins og var í morgun á þessum ágæta fundi  með Jóni Gunnarssyni alþingismanni. 


Halldór byrjar vel

í Borgarmálunum. Það má lesa í Morgunblaðinu.

Þar segir :

 

"»Þegar við förum í meirihluta í vor, þá tökum við aðalskipulagið til endurskoðunar. Heildarplaggið er gott að mörgu leyti og margir hafa komið að þessari vinnu á löngum tíma, meðal annars við sjálfstæðismenn, en það þarf að laga alvarlega galla og þá fyrst og fremst flugvöllinn,« segir Halldór Halldórsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um aðalskipulag Reykjavíkurborgar til ársins 2030, sem samþykkt var í borgarstjórn sl. þriðjudag.

 

Athygli vakti að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins klofnuðu í afstöðu sinni til aðalskipulagsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir lögðust gegn samþykkt aðalskipulagsins, á meðan Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir samþykktu skipulagið.

 

Spurður um þennan klofning segir Halldór:

 

»Auðvitað vill maður að fólk sé sammála um þessa hluti en þetta endurspeglar að aðalskipulagið er unnið á svo löngum tíma, og við sjálfstæðismenn höfum einnig komið að þessu. Afstaðan sýnir ákveðna breidd hjá okkur í málefnaflórunni, ég sé enga hættu þó að þetta hafi farið svona. Þessi hópur er að fara inn í kosningavetur og á eftir að stilla saman strengi sína varðandi stefnumálin. Þá þurfum við að vera á sömu línu hvað þetta varðar, ég trúi því að það takist.«"

 

Þarf alvöru samgöngumiðstöð

 

Varðandi aðalskipulagið segir Halldór að það hefðu ekki verið eðlileg vinnubrögð að afnema heildarplaggið í tengslum við aðalskipulagið og byrja upp á nýtt.

 

»Þarna liggur mikil og góð vinna að baki en að því sögðu tiltek ég mikilvæga þætti sem ég boða, með Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta frá og með næsta vori, að verði teknir til endurskoðunar. Það er fyllilega í samræmi við skipulagslög, sem gera ráð fyrir því að á nýju kjörtímabili sé tekin ákvörðun um endurskoðun eða ekki endurskoðun,« segir hann og nefnir einkum þrjá þætti sem þarf að skoða í aðalskipulaginu: Reykjavíkurflugvöll, þéttingu byggðar og samgöngumálin.

 

»Ég vil sjá að flugvöllur verði tryggður í Reykjavík, það er útgangspunktur. Borgin þarf að vera alvöru samgöngumiðstöð. Í samræmi við samkomulagið um flugvöllinn er farin af stað vinna sem við munum taka tillit til. Engin borg getur látið sér detta í hug að henda í burtu sinni aðalsamgöngumiðstöð Borgin hefur byggst upp vegna þess meðal annars að hún hýsir nær alla sameiginlega þjónustu landsmanna. Þegar Reykjavík sinnir sinni höfuðborgarskyldu, meðal annars með því að vera með greiðar samgöngur, þá græða Reykvíkingar mest og best á því,« segir Halldór.

 

Hann segist vera mikill áhugamaður um þéttingu byggðar og bætt borgarsamfélag, en þar þurfi fólk að hafa val.

 

»Ég vil endurskoða ákveðna þéttingarreiti og ákveðin markmið um þéttingu byggðar. Ef fólk vill búa í úthverfunum, og þétta byggðina þar, þá á slíkt val að vera raunverulegt. Við verðum einnig að passa okkur að markmið um þéttingu byggðar bitni ekki á atvinnulífi eins og kringum hafnarsvæði,« segir Halldór og tekur dæmi af Vesturbugt og Nýlendureitnum. Þar hafi meirihlutinn í borgarstjórn farið of geyst. Passa þurfi upp á gamla hafnarsvæðið og það líf sem þar hafi skapast í bæði útgerð, hvalaskoðun og ferðaþjónustu. »Byggðin má ekki fara of nálægt hafnarsvæðum. Vítin eru til að varast þau, bæði erlendis og hér heima eins og í Hafnarfirði, þar sem byggingarnar eru á bryggjunni og ekkert hafnarlíf eða starfsemi. Það er gott að byggja nálægt hafnarsvæði en ekki skemma með því fyrir hafnarstarfseminni.«

 

Bæta þarf umferðarmálin

 

Halldór segir jafnframt að bjóða þurfi upp á alvöru valkosti í samgöngumálum þannig að borgarbúar hafi raunverulegt val ef þeir vilja nýta aðra kosti en einkabílinn.

 

»Á löngum tíma í Reykjavík hefur verið komið upp góðum reiðhjóla- og göngustígum, og við eigum að halda áfram á þeirri braut, en það þarf ekki endilega að gerast á kostnað bílanna. Ég styð markmið um að hægja á umferð í íbúðahverfum, eins og íbúar hafa kallað eftir, en það er klaufalegt að gera það þannig að það dragi úr umferðarflæðinu líkt og hefur gerst, t.d. í Borgartúni og á Hofsvallagötu. Aðrar lausnir eru til. Það er til dæmis óþarfi að láta strætó stoppa alla umferð í Borgartúni og það er hægt að bæta flæðið um Hofsvallagötu. Svona mál þarf að endurskoða.«

 

Halldór segir aðalskipulagið þurfa að endurspegla meira umferðaröryggi og vísar þar til framkvæmda við mislæg gatnamót, stokk á Miklubraut og fleira. Ekki sé t.d. hægt að útiloka mislæg gatnamót ef sýnt er fram á að þau tryggi meira umferðaröryggi og betra flæði.

 

»Það er mikilvægt að reyna að finna aðra og hagkvæmari leið. Ég vil láta vinna fullkomið umferðarmódel fyrir allt höfuðborgarsvæðið og sem dæmi vil ég sjá hvaða áhrif það hefði að tengja Álftanes við Suðurgötuna í Reykjavík um Löngusker. Það gæti létt á umferð um Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þetta er hugmynd sem mér finnst að ætti að skoða,« segir Halldór og er jafnframt hlynntur því að ráðist verði í gerð Sundabrautar í einkaframkvæmd. "

Þær Áslaug María og Hildur mega ekki komast upp með það að eyðileggja árangurinn sem við Sjálfstæðismenn viljum ná fram. Það færi best á því að þær fari af listanum enda eiga þær ekkert erindi á honum, slíkir taglhnýtingar Samfylkingarinnar og Gnarrsins þær eru.  Þær eiga að fylgja fordæmi Þorbjargar Helgu og Gísla Marteins og segja sig frá. Þær geta engan veginn rúmast í alvöru stjórnmálaflokki eins og Sjálfstæðisflokkurinn þarf að verða aftur.

Áfram Halldór, Júlíus, Kjartan og Marta. Þið eruð alvöru Sjálfstæðisfólk.  


Aumingja RÚV !

segir upp 20 % af starfsfólkinu þegar á að spara 10 % í í rekstri. 440 milljónir skornar niður í launakostnaði en 60 milljónir í öðrum liðum. Snöft, snöft var sagt í Andrésblöðunum þegar eitthvað var sorglegt.

Hvað kostar Júróvsijón? Mátti ekki strika yfir það og láta eitthvað af þessu fólki lesa upp og vera skemmtilegt eins og útvarpið var í gamla daga þegar Jón Eyþórsson og PVG Kolka töluðu um daginn og veginn? Hraðfréttirnar sem enginn skilur sem ég þekki.Áramótaskaupið sem er yfirleitt mislukkað að einhverra dómi? Gæti ég ekki verið jafnánægður með sirkus Billa Smart?

Að spara 20 % í mannskap á móti 10 % í öðru er greinilega áróðursbragð "útvarpskommanna" Látum útvarpsgjaldið renna þangað sem það átti að fara þegar því var laumað inná okkur. Látum stofnunina auglýsa sem allra mest og græða. Starfsmennirnir fái bónusa af gróða.

Aumingja RÚV, SNÖFT SNÖFT ! 

 

 


Lífeyrissjóðirnir reddi !

öllum vandræðum sem stjórnmálaleiðtogar vorir eru búnir að koma þjóðinni í.

Já, þetta er þeim að kenna sem hafa logið sig inn á okkur kjósendur á undanförnum árum undir því yfirskyni að þeir væru að gera okkur gott.  Þeir bara gerðu góðverk sín á annarra kostnað. Hverjum gerðu þeir aðallega gott?. Sjálfum sér með hækkuðum launum,  hækkuðum eftirlaunarétti, lúxuslífi og frelsi til að framkvæma allskyns firrur sem engin innistæða var fyrir.

Og hver er nú lausnin sem þeir bjóða við afleiðingunum?

Einföld: Lífeyrissjóðirnir kaupi þetta eða hitt og leggi fé í þetta eða hitt.

 Þannig er lausn Óla Björns Kárasonar á  1.932.752 milljónum króna eða 108% af áætlaðri landsframleiðslu   skuldavanda ríkissjóðs þessi:

"Þegar valið stendur á milli þess að eiga ríkisbanka eða auka möguleika ríkisins til að standa undir öflugu velferðar- og menntakerfi, er auðvelt að komast að niðurstöðu. Mikill meirihluti landsmanna mun styðja slíkt. Með sama hætti og landsmenn munu styðja sölu á Isavia og helmingshlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna sem dæmi séu nefnd."

Óli segir enn til útskýringar:

" Frá árinu 2008 hafa íslenskir skattgreiðendur þurft að standa undir liðlega 494 milljörðum króna í vexti miðað við áætlun þessa árs. Með öðrum orðum: Vaxtagreiðslur ríkisins á þessum árum hafa numið sex milljónum króna á hverja fjölskyldu."


Þarna hafa menn afrakstur af þrotlausri og stundum matarlausri  vinnu Steingríms J. við að bjarga þjóðinni síðasta kjörtímabil. Þvæluna í honum um frumjöfnuð, rústabjörgun, hallalausum ríkissjóði , koma á okkur Icesave osfrv. er hann búinn að skrifa niður á bók sem við eigum að lesa yfir jólin.

En komum svo að lífeyrissjóðunum sem eru bestir í heimi segja þeir.

Þessi allra meina bót var sett undir stjórn allskyns bubba sem áttu að skila þeim með 3.5 % ávöxtun og lögðu þannig grunninn að vaxtahelsi landsmanna sem þeir komast aldrei út úr.

Sjóðirnir lánuðu eitthvað verðtryggt til eigendanna innanlands. En þeir gétu ekki borgað nógu hátt og því fóru bubbarnir að sýna fjármálasnilld sína erlendis og innanlands með því að kaupa hlutabréf og sitja í stjórnum fyrirtækja. Náðu flestum völdum og áhrifum í þjóðfélaginu.

Þessi líka séní sem áttu svo sérvalda vini út um allt.  Þeir töpuðu svona eitt  til tvöþúsund milljörðum á æfingunum sem enginn fær að vita allt um. 

Allt í lagi . Vð lækkum bara lífeyrinn til eigendanna var svarið hjá þeim þegar spurt var um ábyrgðina.

Svo stendur líka í Mogga:

 " Ljóst er að hækka þarf lífeyrisaldur, skerða réttindi eða hækka iðgjöld vegna hærri lífaldurs. Þetta segir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins, í nýjasta hefti Fjármála, vefrits eftirlitsins.

Hann segir að áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóðanna hafi hækkað um nærri 30 milljarða vegna hækkaðs lífaldurs um 0,4 ár við síðustu útreikninga. Þar sé þó ekki tekið mið af væntingum um hækkaðan lífaldur, sem flest nágrannaríki okkar reikni með, en Björn segir að samkvæmt spám Hagstofunnar muni aldur á næstu 40 árum hækka um 5-7 ár.

Björn segir að ef þessi spá rætist megi gera ráð fyrir að áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukist um nærri 200 milljarða króna. Við þessa forsendubreytingu myndi núverandi halli á áfallinni stöðu, sem í dag nemur um 550 milljörðum króna, verða nálægt 750 milljörðum.

Hann segir að bregðast verði við þessu með skerðingu réttinda, hækkun lífeyrisaldurs eða hækkun iðgjalda. Telur hann að skerðing réttinda verði ekki vinsæl, en að hjá henni verði ekki komist. Þá telur hann eðlilegt að hækka lífeyrisaldurinn um tvö til fjögur ár í þrepum og gera lífeyristöku sveigjanlegri. "

Hverju trúðum við bláeygðir þegar kerfið var sett upp?

Þetta lætur þjóðin sér vel líka og kaupir sér eftiráskýringar Steingríms J. til að lesa eftir jólasteikina.

Hverju trúum við næst? Eftir hverju eru frambjóðendur að sækjast? Hjálpa mér eða þér?

Nú eiga "skuldsett heimili" að fá leiðréttingu í þessari viku.

Af hverju tekur ríkið ekki af lífeyrissjóðunum beint  þær skattgreiðslur sem það á inni af iðgjöldunum og reynir að lækka skuldafjallið? Bubbarnir tapa þá ekki þeim á meðan.

Af hverju ekki?

Eiga ekki lífeyrissjóðirnir að redda öllu hvort eð er ?

 

 

 


Vinstri-hægri?

hver er eiginlega  munurinn?

Ungir kjósendur virðast í auknum mæli vera algerlega hlutlausir í þessum málum. Þeir trúa ekki á að stjórnmálamenn eða aðrir opinberir starfsmenn geri eitt eða neitt  fyrir þá. Hvorki vilji né geti. Milli kosninga hugsi þeir bara mest um að skara eld að eigin kjaraköku. Þeim sé í grunninn slétt sama um pródúktið sem þeir skila því það eru þeirra eigin kjör og upphefð sem skipta mestu máli.

Það er mála sannast að deilt er um hvort pródúktin eða framleiðslan séu átættanleg hvort sem horft er til skólanna eða opinbera kerfisins á mörgum sviðum.

Arnar Sigurðsson veltir fyrir sér þessum mun og því í hvaða mæli Ísland sé fjötrað í kerfi áætlunarbúskapar og sósíalisma. 

 Grípum niður  í grein Arnars:

"Flestir, aðrir en ráðamenn Norður-Kóreu, þekkja skipbrot miðstýrðs áætlunarbúskapar.

 

Hér á landi er útbreiddur sá misskilningur að einungis rauðliðar í VG aðhyllist miðstýringu og ríkisforsjárhyggju. Því miður virðist hinsvegar þverpólitísk sátt ríkja um áætlunarbúskap í mikilvægum þjónustugreinum þar sem þó væri full ástæða til að innleiða umbætur til að bæta skilvirkni og þjónustu.

 

Rétt eins og í Sovétríkjunum sálugu eru allir óánægðir sem hlut eiga að máli. Læknar og sjúklingar eru óánægðir, en þrátt fyrir fjársveltið sligast skattgreiðendur undan kostnaði. Kennarar eru einnig óánægðir með bág kjör og nemendur mælast sífellt verr í alþjóðlegum könnunum, þrátt fyrir hærri rekstrarkostnað skólakerfis. Bændur eru síður en svo vel haldnir þrátt fyrir hátt matvælaverð og miklar niðurgreiðslur skattgreiðenda.

Staðnaðar og óskilvirkar stofnanir eru ekki ávinningur neins heldur allra tap, pólitísk úthlutun gæða gerir það hins vegar að verkum að enginn einn hópur er reiðubúinn að gefa hagsmuni sína eftir af ótta við að aðrir hópar muni ekki gera slíkt hið sama. Þannig styðja bændur niðurgreiðslur sem eru hluti af kerfi sem heldur þeim í fátæktargildru og margir læknar styðja áframhaldandi ríkisrekstur heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir að óhagkvæmni þess komi niður á kjörum þeirra. Þegar stjórnmálamenn heimila sjálfum sér að ráðast í verklegar framkvæmdir er afleiðingin svipuð og þegar unglingum eru réttir bíllyklar og brennivín....

 ......Öðru hvoru heyrast kvartanir vegna afleiðinga þess að framkvæmdir fari úr böndum, verkfallshótun kennara, uppsagnir lækna, gjaldþrot Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs og svo mætti lengi telja. Aldrei virðist hinsvegar ná upp á yfirborðið greining á orsök og afleiðingu.

Sú árátta sumra einstaklinga að vilja og telja sig þess umkomna að miðstýra framboði og verði á; mjólk, kjöti, kennurum eða læknum, gerir þá hina sömu hinsvegar fullkomlega vanhæfa til að fara með slíkt vald. ....

 

.... má nefna áætlun um náttúrupassa sem ráðherrann vonast eftir að ný stofnun í hennar kjördæmi sjái um. Slíkt fyrirkomulag getur þó aldrei verið annað en skattur, en til að fyrirbyggja óánægju kjósenda og forðast mismunun á grundvelli þjóðernis, er gert ráð fyrir að náttúrupassi fyrir alla Íslendinga verði greiddur af ríkissjóði. Að ríkissjóður greiði skatta fólks er klárlega ný vídd í afvegaleiddum stjórnmálum á heimsvísu...

 

..... og ætlar galvösk að innleiða lög um 3,5% íblöndun matarolíu og baneitraðs tréspíra í bílaeldsneyti landsmanna og leggja þannig sitt lóð á vogarskálar til hækkunar matvælaverðs í heiminum. Ráðherrann varðar ekkert um varnaðarorð um að slíkt geti valdið tjóni á bílvélum, né heldur að meðaleyðsla bíla muni aukast í réttu hlutfalli við íblöndunina.

Fjármálaráðherra yppir sömuleiðis öxlum yfir því að ríkissjóður verði af 800 m.kr. skatttekjum og að innkaupaverð á olíu hækki úr $900 á tonn í $1.600 fyrir lífdísil! Þess má jafnframt geta að umrætt lagafrumvarp var samið af starfsmanni Carbon Recycling en það fyrirtæki er einmitt staðsett í heimakjördæmi Ragnheiðar og er eini aðilinn sem ætlað er að hagnast á þessari breytingu....."

Höfum við hugleitt hvernig efnahag Íslendinga er í rauninni stýrt? Launakjörum í landinu er eiginlega miðstýrt af opinberum starfsmönnum sem taka allar ákvarðanir. Viðleitni kjörinna fulltrúa er að skera niður. Ef þú vilt fækka folki þá ertu hægri öfgamaður.Ef þú vilt skera niður fjárfestingar og innkaup þá ertu göfugur félagshyggjumaður sem er að slá skjalborg um störfin.

Landbúnaðnum er stýrt með tilskipunum, bensínverðinu er stýrt með tilskipunum, vínverðlagi og samræmdri vaxtastefnu bankanna er stýrt með tilskipunm þannig að engin samkeppni ríkir í raun á bankamarkaði. Og merkilegt er svo að stjórnmálaflokkar virðast ekki skynja þetta ástand og tala um markaðshagkerfi.  Er það nokkur furða að grínflokkar eigi greiða leið til valda? Björt framtíð og Píratar sópa að sér fylgi án þess að nokkur hafi hugmynd um hvaða afstöðu þetta fólk hefur til eins eða neins?

Mér fannst þessi grein Arnar athyglisverð sem innlegg í þjóðfélagsheimspekina og þokuna sem þyrlað er upp um flest einföld mál. 

 


Eigum við ekki bara að sprengja brúna?

í Kolgrafarfirði sagði konan mín þegar við vorum að ræða síldarmálið í Kolgrafarfirði. Stóru bátarnir liggja fyrir utan og ég taldi að litlu skeljarnar fyrir innan geti aðeins veitt í hlutfalli við stærð og síldin geti alveg eins drepist þarna í tugþúsundatonnavís eins og í fyrra.

Nú veit ég ekki dýpið þarna fyrir innan eða hvort stóru bátarnir geta athafnað sig fyrir innan.  En mér finnst þetta vera reikningsdæmi.Brúin getur misst sig tímabundið.  Ef hægt er að veiða þarna á stærri bátum þá ætti að vera auðvelt að setja vindubrú í gatið síðarmeir.

Einmitt það. Konan vildi bara ræða að sprengja brúna sisona. Þó er hún ekki einusinni ættuð úr Laxárdanum frekar en Sigurður Ingi. 

 


Hanna Birna

var gestur á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn.

Fyrirfram bjóst ég ekki við miklu þar sem ég varð mjög óhress þegar hún undirritaði samkomulagið við Jón Gnarr um lokun SA brautarinnar og brotthvarf einkaflugsins úr Vatnsmýri.   Ég taldi að þetta væru svik við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um áframhald flugstarfsemi í Vatnsmýri og hafði stór orð um.

Hanna Birna fór yfir málaflokka sína. Athygli mína vakti sérstaklega sú ákvörðun hennar að taka á máli hvers hælisleitanda innan 48 stunda eins og Norðmenn gera.  Sú málsmeðferð sem beitt hefur verið fram að þessu er til stórra vandræða svo ekki sé meira sagt. En nú á að verða breyting á. 

Hann Birna ætlar líka að finna nauðsynlegt fjármagn til að sinna löggæslu betur þar sem slíks er þörf. Talaði hún um 500 miljónir í því sambandi sem lágmark. Hún ræddi vanda vegamála, en þungaflutningar á landi hafa mulið niður vegina þar sem allt viðhald var skorið niður í tíð fyrri ríkisstjórnar.  Hún tók undir nauðsyn þess að efla strandsiglingar á kostnað þungaflutninga á landi auk þess að sinna vegunum betur.

Þegar kom að flugvallarmálinu sperrtust eyrun á nærri hundraði fundarmanna. Hanna Birna sagðist hafa staðið frammi fyrir því að Jón Gnarr og Dagur hefðu í fúlustu alvöru ætlað að loka N-S brautinni og hefðu komist upp með það. Neyðarástand hefði þvi verið fullskapað og samkomlagið hefði verið gert sem nauðsynlegur biðleikur í stöðunni. Lokunin hefði verið óásættanleg fyrir innanlandsflugið og flugvöllinn.

Ég þurfti að fara á annan fund þegar hér var komið sögu. En mér var sagt að fundurinn hefði verið hinn líflegasti eftir það. Hanna Birna hefði staðið sig með ágætum vel og náð fundarmönnum vel til sín með léttleika og rökvísi.  

Ég fór sjálfur með aðeins meiri skilning á samkomulaginu við Borgarbrjótana sem nauðvörn fyrir innanlandsflugið sem þeir ætluðu NB í alvöru defakto að stöðva ef svo bæri undir í valdatafli sínu. Ósvífni vinstrisins og purrkunarleysi er ótrúlegt. 

Það er verkefni fyrir vallarvini að fara að berjast fyrir því að opna augu fólks fyrir því hvað Reykjavíkurflugvöllur getur fært Borginni ef hann verður virkjaður til meiri nota en er í dag. Það þarf að hefja starfsemi sem getur orðið  tekjulind og lyftistöng fyrir efnahagslífið í Borginni  í stað þess að halda öllu í því lágmarks ástandi sem er á vellinum í dag þar sem ekkert er gert, ekkert má gera og allt er bannað eins og með þeirri stefnu sem Borgaryfirvöld framfylgja nú í ofsóknum sínum gegn Reykjavíkurflugvelli og allri starfsemi þar.  Því í Reykjavíkurborg fara blindir og illviljaðir með alla framtíðarsýn í flugsamgöngum.

Því miður er ekki ástæða til bjartsýni um breytingar miðað við skoðanakannanir um fylgi flokka í næstu kosningum. Reykjavík er orðin eyja í íhaldshafinu umhverfis hana. Því alls staðar annars staðar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð vopnum sínum í sveitarstjórnum nema í Reykjavík þó misjafnlega vel sé auðvitað að því staðið.

Efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður hreinlega að verða nýr Davíð og feta í þau fótspor að sundra og sigra í  villta vinstrinu í Borginni.

Þar duga engin vettlingatök frekar en Hanna Birna sagði að nein slík yrðu viðhöfð í ríkisstjórnarsamstarfinu, sem gengi alveg eftir áætlun og prýðilega í alla staði.

 

 


Stefanía á Sauðárkróki

Jónasdóttir dvaldi 17 ár á Balkanskaga. Hún þekkir líklega betur til í Albaníu en Birgitta Jónsdóttir og Píratar sem heimta mannréttindi fyrir hælisleitendur þaðan en gleyma frumburðarrétti landsmanna sjálfra.

Okkar ráðamenn eru svo frjálslyndir að þeir gleyma þeim sem fyrir eru í útlendingaást sinni.

 Stefanía vekur athygli á þessu í Mbl. í dag:

"Ég hlustaði á umræður á Alþingi um hælisleitendur 12. nóv. sl., þar sem Birgitta Jónsdóttir fór mikinn um mannréttindi þessa fólks, sem kemur hingað og krefur okkur um sín réttindi. Hvað með réttindi Íslendinga, sem brotið er á daglega? Aldraðir, fátækir, öryrkjar og þau sem lent hafa í klóm erlendra glæpahópa og íslenskra, fólk sem hefur misst heimili sín, mín réttindi ásamt fleirum, sem óttast og vilja ekki sjá mosku á okkar eigin landi. Erum við eitthvað spurð? Nei, álíka og frelsi þá eru mannréttindi oftar en ekki á kostnað einhverra annarra. Birgitta talaði um Auðbrekkumálið og að kæra þyrfti lögregluna, sakar þá um mannvonsku. Á að hleypa hverjum sem er inn í landið? Ég þakka lögreglunni. Þrettán karlmenn taka sig upp frá Albaníu og koma hingað með fótboltaflugi. Ekkert stríð er í Kosovo né Albaníu. Þeir eru ekki flóttamenn og hver er þá tilgangur þeirra? Átti ef til vill að koma á fót mafíu hér, en albanska mafían er sú grimmasta í Evrópu. Hafi einhver þeirra verið að flýja blóðhefnd þá hefur viðkomandi drepið einhvern sem hefna þarf fyrir, en blóðhefnd er ennþá við lýði hjá þeim. Er til of mikils mælst að þingmenn og þið sem stjórnið aflið ykkur upplýsinga um Albaníu, Albani og aðra þá hælisleitendur sem hingað sækja, áður en þið talið eins og Birgitta og Freyja Haraldsdóttir gerðu í sínum ræðum? Freyja átti sér þá sýn að þingmenn settust á þingpalla og hlustuðu á kröfur hælisleitenda úr ræðustól Alþingis. Þessi málflutningur er ekki boðlegur.

 

Það voru Íslendingar sem kvörtuðu undan yfirgangi þessa fólks í Auðbrekku, en við megum víst ekki kvarta, aðeins beygja okkur í duftið og láta hafa okkur að fíflum. Var það tilviljun að Albönum úr Evrópu og víðar var smalað í flugvél frá ESB og þeir sendir heim til sín? Ég held ekki. Kristín Völundardóttir hjá Útlendingastofnun stendur sig vel. Þrjúhundruðþúsund manna þjóð á að segja sig úr Schengen. Við erum jú öll mennsk, en langt í frá bræður og systur. Þið sem stjórnið berið þá skyldu að vernda land og þjóð. Þið hljótið að geta aðgreint hverjir eru raunverulegir flóttamenn.

 

Birgitta, þessi Snowden sem þú vælir endalaust um, ekki kæmi mér á óvart að hann væri á mála hjá KGB í Rússlandi, þeir fara ansi vel með hann, en það kemur ef til vill í ljós síðar. Það er bara ekki boðlegt af þingmönnum að vilja opna landið upp á gátt. Aðgreinið staðreyndir frá fordómum.

 

Gunnar Bragi Sveinsson, hafir þú í hyggju að hleypa hér inn Kínverjum, skaltu gera þér grein fyrir því að það verður ekki á okkar forsendum, eins og þú orðaðir það. Þeir eru þekktir fyrir annað þar sem þeir setjast að, þeir brosa fyrst, en þegar þeir eru orðnir nógu margir eru þeir sem fyrir eru settir til hliðar. Spurningin er hvort við missum tökin vegna græðgi og hnignunar, við erum ekki nógu sterk og allt of auðtrúa. Sautján ára vera mín á Balkanskaga er minn »háskóli«."

Ég held að margir landsmenn deili áhyggjum með Stefaníu þó þeir viti hugsanlega ekki eins margt og hún veit af fyrstu hendi. Það læðist að okkur grunur að Birgitta Jónsdóttir viti ekki endilega allt um hvað þessum hælisleitendum og innflytjendum geti fylgt. Ég hugsa að margir hugsi líka að hún Birgitta segi ekki allt sem hún veit um Snowden og Julian Assange og dularfullar tölvubirtingar niður á Alþingi.  Þessvegna halda hugsanlega einhverjir að þeir viti heldur ekki ekki allt um Birgittu Jónsdóttur og Pírataflokkinn.

Og af því þeir sömu vita ekkert um hversvegna Jón Gnarr getur akkúrat arfleitt Bjarta  Framtíð að öllum kjósendum sínum,þá spyrja þeir sjálfa sig spurninga hversvegna fjórflokkurinn íslenski sé eitthvað sérstakt fíbjakk sem er hrópaður niður á öllum rásum? 'an þess að skýrt sé hvernig stjórnmálaflokkur getur verið annað en umgjörð utan um fólkið sem í honum er.  Nema flokkurinn sé aðeins útbú að erlendu valdi sem menn lúta í tilbeiðslu og trú, svipað og Islamistar gera og og fleiri hafa gert í gegn um tíðina. 

Stefanía er einörð í skoðunum. Einver mun reyna að afgreiða hana sem hægri öfgamanneskju. En hægri öfgamanneskja er eitthvað alveg sérstakt fyrirbrigði af öfgamanneskju því vinstri útgáfuna af öfgamanneskju hefur víst enginn séð.

Stefanía á Sauðárkróki  er lífsreynd kona sem hefur séð ýmislegt sem að heimaldir Besserwisser-ar hafa hugsanlega aldrei séð fremur en hann Ólaf kóng sem margir kunna þó manna best frá að segja. 

 



Sigurður Ingi

er ráðherra. Hann sýnir að ráðherra  ræður. Þessi ráðherra ákveður að ráða en er ekkert að skipa nefndir í málin eins og aðrir ráðalausir gera.

Hann bara réði því að leggja niður  nýju náttúruverndarlögin og taka upp þau gömlu aftur. Hann bara réði því að gefa síldveiðar í Breiðafirði frjálsar. Hann bara réði  því að rétt væri að afnema gömlu rammaáætlunina um virkjanaröðina sem kommarnir höfðu sett til að fjötra þjóðina til framtíðar. Hann er bara Ráðherra með stóru Erri.

Af hverju heyrir maður ekki að einhver annar ráðherra en Sigurður Ingi hafi bara ákveðið að ráða einhverju?  

 

 


Plentí skæs!

mar!

Aríon segist hafa grætt 6, Íslandsbanki 11 og Landsbanki 15 milljarða á fyrri árshelmingi ! Þeir geta því prentað nýja peninga þannig að Aríon getur skaffað 50, Íslandsbanki 90 og Landsbankinn 145.

Hvað er Már Seðla að þvæla um skaðlega peningaprentun ef Sigmund vantar skæs? Peningarnir liggja þarna. Er ekki fínt að byrja með 145  fyrir Sigmund sem á Landsbankann?  Hvað er Már yfirleitt að gera þarna í Seðlabankanum í umboði Steingrímsj og Jóhönnu? Af hverju er hann ekki annarstaðar? Þarað auki kvalinn í launum.

Af hverju er upplýsingafulltrúi Fjármálaráðuneytisins ekki annarsstaðar?  Arfagjöf Steingríms J. til Bjarna Ben? Viljandi forsending?

Af hverju er eki sópað út úr þeim stöðum sem fyrri stjórn plantaði sínu fólki í?

Er þetta ekki ný ríkisstjórn?

Ætlar Sigmundur Davíð að láta þessa bankabubba brúka kjaft við sig? Hver er forsætisráðerra? Vita þeirþað ekki?

Það er plentí skæs ef Sigmundur þarf að nota hann og hananú.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband