Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
6.12.2013 | 22:04
Til hvers Gulli?
er verið að halda næði nýja Landsbankanum og þrotabúi þess gamla á lífi þegar hann kostar ríkissjóð útlát fjár sem er ekki til? Þessi spurning vaknaði eftir Hrafnaþingið á ÍNN í kvöld. Þar talaðir þú um nauðsyn forgangsröðunar.
Getur nýji bankinn borgað þeim gamla 350 milljarða í gjaldeyri? Getur gamli bankinn verið án greiðslu milljjarðanna 350 ?
Hver er þá nauðsyn þess að viðhalda þessu apparati? Bankastjóri? Starfsfólk? Er Ekki nóg af bönkum til?
Er ekki bara betra að breyta honum í hótel og málverkasafn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2013 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.12.2013 | 21:55
Leifur Magnússon
að flestum ólöstuðum er sá sem skrifað hefur af mestri yfirvegun um málefni Reykjavíkurflugvallar.
Í grein í Mbl. í dag dregur Leifur saman aðalstaðreyndir þess að samkomulagið sem Hanna Birna innsiglaði með kossi við Jón Gnarr sem leiktjald fyrir Dag B. Eggertsson eyðileggur Reykjavíkurflugvöll eins og hann er.
Leifur segir :
Á bls. 18 í skýrslu samráðsnefndar samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar »Reykjavíkurflugvöllur - úttekt á framtíðarstaðsetningu«, sem skilað var í apríl 2007, er að finna eftirfarandi fullyrðingu: »Nýting Reykjavíkurflugvallar er um 99%, þ.e. veðurfarsskilyrði hamla flugi í aðeins 1% tilvika. Með lokun brautar 06/24 er reiknað með að nýtingarhlutfallið lækki í 98%.«
Sá litli minnihluti landsmanna, sem af miklum móði vill loka umræddri NA/SV-flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, og síðan sem fyrst flugvellinum öllum, vitnar oft til þessa texta máli sínu til stuðnings.
Aðrir, sem telja sig þekkja eitthvað til ýmissa flugtæknilegra þátta, hafa átt býsna erfitt með að átta sig á þeim forsendum, sem þessi fullyrðing gæti hugsanlega byggst á.
Við nánari lestur skýrslunnar koma þær hins vegar í ljós, því á bls. 31 segir að um sé að ræða »reikningslega nýtingu« miðað við allt að 30 hnúta hliðarvind!
Tæknireglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um flugvelli, sem birtar eru í svonefndum »ICAO Annex 14«, tilgreina aðeins á einum stað notkunarstuðul (e: Usability factor) flugvallar, og er hann alfarið tilgreindur með tilliti til leyfilegs hliðarvinds.
Svo vel vill til, að þessar alþjóðareglur eru hér á landi einnig birtar sem hluti af »Reglugerð um flugvelli« nr. 464/2007, sem þáverandi samgönguráðherra undirritaði 21. mars 2007, og öðluðust gildi þegar í stað.
Í VI. hluta reglugerðarinnar, »Kröfur til flugvalla«, segir í grein 3.1.1:
»Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ætti að vera slíkur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn þjónar.«
Í grein 3.1.3 segir síðan, að við framkvæmd greinar 3.1.1 ætti að gera ráð fyrir að lendingum og flugtökum flugvéla sé undir venjulegum kringumstæðum hætt, þegar hliðarvindsstuðull er meiri en 20 hnútar hvað varðar flugvélar með viðmiðunarflugtaksvegalengd 1500 m eða meira, 13 hnútar fyrir þær sem þurfa 1200 til 1500 m, og 10 hnútar fyrir lengd undir 1200 m.
Þær áætlunarflugvélar, sem Reykjavíkurflugvöllur þjónar nú, falla í ofangreindan miðflokk, þ.e. að miða ber við 13 hnúta hámarkshliðarvind við útreikning á notkunarstuðli flugvallarins.
Sé hins vegar NA/SV-flugbrautin ekki fyrir hendi, þ.e. að flugvöllurinn hafi aðeins tiltækar tvær flugbrautir, lækkar nýtingarhlutfallið í 93,8%, samsvarandi því að hann væri að meðaltali lokaður 22,6 daga á ári vegna of mikils hliðarvinds, - og væri þá jafnframt kominn niður fyrir það 95% lágmark, sem greinilega er tilgreint í alþjóðareglunum og íslensku reglugerðinni.
Lokun NA/SV-flugbrautarinnar þýðir því 16 daga árlega viðbótarlokun flugvallarins, og sem hefur fyrst og fremst afgerandi áhrif á rekstur áætlunar- og sjúkraflugs
Kossinn innsiglaði dauðadóminn yfir Reykjavíkurflugvelli eins og koss Júdasar gerði við Jesú á sinni tíð.
5.12.2013 | 08:44
Rafbílar
geta sparað innflutning á eldsneyti.
Dr.Sveinn Valfells frændi minn skrifar góða grein í Morgunblaðið um efnahagslegar forsendur rafbíla umfram olíu og bensínbíla. Þar kemur fram að það myndi muna meira en tug milljarðs á orkukostnaði bílgerðanna.
En gleymir frændi minn ekki þeirri pólitísku staðreynd að stjónmálamenn Íslendinga hafa aldrei skilið að samgöngur eru undirstaða efnahagslífsins en ekki lúxus þurrabúðarmanna og handahafa lausmennskubréfa. Vinnumenn í gamla daga fóru aldrei eitt nema í erindum húsbónda síns sem hélt í vistarbandið meðan lausamenn máttu ferðast. Þessi hugsun hefur aldrei yfirgefið sveitamanninn sem er ráðandi í hugarheimi íslenska stjórnmálamannsins. Þessvegna er yfirgnæfandi þáttur í eldsneytisverðinu skattur til ríkisins.
Umhyggja pólitíska refsins fyrir kjörum hinna smæstu í samfélaginu, einstæðra mæðra og öryrkja, birtist í því samviskuleysi að valda þeim þessum hrikalega aukakostnaði við orkukaup sem staðreynd er. Berum þessa hugsun saman við hina bandarísku hugsun um nauðsyn samgangna fyrir þjóðfélagið. Mann hryllir við tvöfeldninni í þeim sem sitja við kjörkatlana og enn meira við heimsku þeirra sem ekki æmta né skræmta. Líklega af því máttleysi sem af langvarandi fangavist leiðir.
Það þarf engann að undra að stjórmálamennirnir eru farnir að tala um hvað Íslendingar borgi miklu minna fyrir raforku en "þær þjóðir sem við berum okkur saman við". Þannig undirbúa þeir tilkomu rafbílanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2013 | 08:30
Bragð er að þá barnið finnur
má segja þegar maður les Morgunblaðið í dag. Þar skrifar Samfylkingarkonan Kolbrún Bergþórsdóttir svo:
Það fer ekki framhjá þeim sem veita umhverfi sínu einhverja eftirtekt að stjórnarandstaða landsins er slegin og ráðlaus nú þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu skuldugra heimila hafa verið lagðar fram og hlotið góðar undirtektir. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega gert það sem stjórnarandstaðan hafði hvorki rænu né vit á að gera þegar hún var við völd. Þá reyndi vinstri stjórnin stöðugt að tyggja það ofan í þjóðina að allt hefði verið gert sem hægt væri að gera fyrir heimilin í landinu. Fólkið sjálft vissi mætavel að ekkert hafði verið gert og skildi sömuleiðis að vinstri stjórnin væri einbeitt og staðföst í því að halda áfram að gera alls ekki neitt.
Það er afskaplega erfitt að vera á móti aðgerðum í þágu skuldugra heimila en stjórnarandstaðan reynir það nú samt. Hún er dáðlaus en ekki alveg mállaus og reynir að klóra í bakkann með litlum árangri. Það er beinlínis vandræðalegt að horfa upp á fulltrúa hennar tjá sig um hinar nýju tillögur ríkisstjórnarinnar. Ólundarsvipur er límdur á andlit þessa fólks og fas þess ber með sér að því líði ekki sérlega vel enda veit það mætavel að það hefur glatað trúverðugleika.
Stjórnarandstaðan lagði gríðarlega orku í að telja almenningi trú um að loforð annars stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, um skuldaleiðréttingu væri ein stór blekking, eins konar met í fölskum kosningaloforðum. Þessi málflutningur stenst ekki lengur, reynist hafa verið hræðsluáróður. Ríkisstjórnin stendur nú uppi sem sigurvegari og þá sérstaklega forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem hvikaði aldrei í málflutningi sínum heldur ítrekaði hvað eftir annað að ríkisstjórnin myndi vinna að leiðréttingu á skuldum heimila landsins.
Pólitískir andstæðingar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafa einskis svifist þegar kemur að því að hafa af honum æruna. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum, verið gerður að holdgervingi afturhalds og stöðnunar, kallaður lýðskrumari og sagður vera nánast þjóðhættulegur maður. Það hefur ekki verið neinn stillingartónn í ýmsum ummælum um forsætisráðherra. En þau eru í takt við nýjustu strauma og tísku í þjóðmálaumræðunni þar sem menn leggja beinlínis upp úr því að opinbera átakanlegan skort sinn á almennri kurteisi. Þeir sem skrifað hafa og talað hvað svæsnast um forsætisráðherra hafa sennilega ekki manndóm í sér til að biðja forsætisráðherra afsökunar nú þegar hann og ríkisstjórn hans hafa lagt fram skynsamlegar tillögur um skuldaniðurfellingu. Sumir verða alltaf dónar.
Afdráttarlausari getur þessi einkunnagjöf verið.
Svo ritar Hjörleifur Gttormsson í sama blað:
Í bók sinni Frá Hruni og heim gerir Steingrímur J. Sigfússon tilraun til að réttlæta umsóknina um aðild að Evrópusambandinu í formannstíð sinni. Andstaðan við aðild Íslands að ESB var einn af hornsteinum í stefnu VG allt frá stofnun flokksins 1999. Þessari undirstöðu var kippt burt við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingunni vorið 2009. Nú situr VG uppi í stjórnarandstöðu með landsfundarsamþykkt frá mars 2013 þar sem gerð er krafa um að ljúka aðildarviðræðum við ESB sem fyrst og að bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla verði um niðurstöðu þeirra .
.Hér kemur fram sú tvöfeldni sem fylgt hefur málflutningi VG-forustunnar alla götu síðan. Í sjónvarpsumræðum flokksformanna kvöldið fyrir alþingiskosningarnar 2009 þvertók Steingrímur fyrir að til greina kæmi að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að ESB. Orðrétt sagði hann við alþjóð: »Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.« Hálfum mánuði síðar var búið að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að leiðarljósi nýrrar ríkisstjórnar og lagt að þingmönnum VG að styðja tillögu þar að lútandi .
. Steingrímur talar um »fjandans« IPA-styrkina og segir ástæðuna »að þeir voru notaðir í andspyrnunni gegn málinu, algjörlega að ósekju að hans mati« (s. 149).
Í ráðherratíð sinni síðustu fjögur árin vék Steingrímur sér undan að ræða við þá sem ósáttir voru með umsóknina um ESB-aðild og fleiri stórmál. Þannig forðaðist hann t.d. að ræða við talsmenn þeirra 100 stuðningsmanna VG sem haustið 2010 komu á framfæri áskorun til forystu flokksins um að beita sér gegn aðild að ESB og aðlögunarferlinu. Síðast heyrði ég frá honum í aðdraganda flokksráðsfundar VG í desember 2008. ,Hann segist sjálfur hafa sett sér »þá meginreglu sem formaður að funda ekki með þröngum hópum í flokknum« (s.198). Það kom fyrir lítið að landsfundur VG samþykkti haustið 2011 sem »eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar« Hvorki heyrðist hósti né stuna í þessa veru frá Steingrími og hans nánasta samstarfsfólki. Erindum mínum til þingflokksins vegna ESB-umsóknar og fleiri mála, var í engu svarað. Kannski ber að líta á þetta rit Steingríms sem síðbúið svar, en ekki er ég viss um að það bæti orðstír hans sem stjórnmálamanns.
Skyldi bók Steingríms verða metsölubók yfir Yrsu? Hvorutveggja eru greinilega reyfarar sem byggja á hugarflugi skrifaranna fremur en raunveruleikanum.
Hann birtist hinsvegar í mati Kolbrúnar Berþórsdóttur á því sem við blasir í stjornmálunum.
Bragð er að þá barnið finnur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2013 | 23:35
Við förum í hina áttina
sem leiðir til meiri kostnaðar og hærra verðs. Evrópureglurnar frá EASA varðandi flugmál hafa allar leitt til þeirrar niðurstöðu fyrir Ísland. Hér er ekki þverfótað fyrir asnaspörkum af ótal gerðum sem eru lyginni líkastar.
EES samningurinn hefur ekki leitt annað en áþján og íþyngingu fyrir alla landsmenn. Ekki bara í flugmálum heldur raforkuframleiðslu, raforkudreifingu, vöruinnflutningi svo eitthvað sé nefnt. Við látum Alþingi stimpla hugsunarlaust allt reglugerðarfargan sem embættahjörð ESB ungar út á hverjum degi án skoðunar eða umræðu.
Obama forseti undirritaði 27. nóvember s.l. ný lög,Small Airplane Revitalization Act (SARA), sem létta skriffinskukröfum til almannaflugs, þarmð tækjum og íhlutum til flugiðnaðarins og samgangna landsins. Því Bandaríkin eru stór og vita að umferðin er undirstaða efnahagslífsins en ekki lúxus og skattstofn eins og Íslendingar hugsa.
Þetta er beinlínis gert til að efla almannaflugsiðnað Bandaríkjanna sem hefur verið á hraðri niðurleið vegna skriffinnsku og sífelldrar reglugerðaframleiðslu möppudýranna í Washington. SARA lögin voru samþykkt í Fulltrúadeildinni 410:0 eftir að báðir flokkar höfðu sameinast með fulltrúanefnd Öldungadeildarinnar og ákveðið að koma þeim fram í þágu þjóðarinnar.
Þetta finnst Íslendingum sjálfsagt ómerkilegt mál. Þetta sé bara eitthvað sem snertir leiktæki þeirra ríku eins og flest fólk lítur á annað flug en farþegaflug. Almenningur leiðir yfirleitt ekki hugann að grasrótum heldur bíður eftir ölmusum og reglugerðum úr ráðuneytum þar sem hann virðist halda að peningarnri séu búnir til sem pólitísk náðarbrauð.
En Bandaríkjamenn eru miklu meðvitaðri um þýðingu iðnaðar og atvinnulífsins en þeir íslensku slorkallar og vaðmálslubbar sem við í rauninni erum og vel sást í Þjóðleikhúsinu þegar við tókum á móti Margréti Þórhildi Danadrottningu. Niðuráviðsnobb er hafið upp í hæðir hjá okkur sem eitthvað alþýðlegt og þjóðlegt. Það er samt eiginlega mesta furða hvað ólíklegasta fólk hér á landi er samt oft upplýstara en þeir sem hæst hafa á Alþingi og sífellt er vitnað í á öllum rásum.
Oftar en ekki koma ferskir straumar inn í íslenskt þjóðlíf og undantekningarlítið koma þeir hingað frá Vesturheimi og oft á leið sinni til Evrópubandalagsins sem reynir hvað það getur til að snúa útúr og flækja málin fyrir þegna sína. Íslendingar voru til dæmis langt á undan Þjóðverkum í tölvum, netnotkun og farsímavæðingu og ýmsu fleiru.Ekkert af þessu varð til í Evrópu.
Mesta ógæfa íslenskra flugmála var að skipta yfir í Evrópureglurnar og JAR-inn úr FAA reglum Bandaríkjanna og fylgja með því forystuþjóðinni í flugi og allri tækni. Evrópa er kotríki með asklok fyrir himin og ónýt til allra verka eins og til dæmis að taka á stríðinu á Balkanskaga. Hrærigrautur misþróaðra smáríkja fyrir utan landamæra Stór-Þýskalands og Frakklands með rússneska björninn á aðra hliðina en Atlantshafið á hina er það Evrópubandalag sem kratarnir okkar sjá fyrir sér sem ódáinsvelli.
Við Íslendingar eru miklu skyldari þjóðum Norður Ameríku en nokkru sinni Evrópu í ætterni og hugsun. Það býr jafnstór íslensk þjóð fyrir handan hafið og sú sem hér þrumir. Það er allt of lítil áhersla lögð á að rækta það samband meðan krötunum líðst að tyggja ómótmælt þuluna um að Íslendingar séu Evrópuþjóð sem við erum alls ekki.
Það er gleðilegt að verða vitni að því að einhversstaðar þróast skynsöm hugsun. Obama hækkar í áliti hjá mér við skynsamar ákvarðanir sem þessa.
Við Íslendingar förum ótrauðir í hina áttina með Evrópusambandinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2013 | 00:00
Hringnum lokað
í ferð Morgunblaðsins um landið þann 1. desember í tilefni 100 ára útgáfuafmælisins, var táknrænt gert í beinni útsendingu á vef Mbl.is með viðtali við þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðsflokksins.
Þetta var einskonar vakningarsamkoma. Maður kom þarna kannski mæddur og þreyttur af því að hlusta í síðustu 4 ár á talsmenn fyrri ríkisstjórnar tala út í eitt um ekki neitt. Í fjögur löng ár voru engin vonarljós fyrir stafni heldur útlistun á því hvernig þetta lánlausa og getulausa lið sem ekki kom sér saman um neitt ætlaði að bera sig að við það verkefni að skipta skortinum einum milli landsmanna í nafni norrænnar velferðar. Engin úrræði í fjárfestingum og framfarasókn. Aðeins bókhaldsmillifærslur á ríkisreikningi með halla.
Allt sjálfshólið og talið um rústabjörgunaraðgerðir Steingríms Jóhanns og frumjöfnuð var innistæðulaust þar sem uppsafnaður ríkissjóðshalli norrænu velferðarstjórnarinnar var 400 milljarðar á 4 árum, Þetta var allt tekið að láni í útlöndum. Ekki minna en 5 % aukning á öllum núverandi skuldum íslenska ríkisins. Ein fjárlög ríkisins.
Þeir vildu bara halda áfram á þessari braut samkvæmt kosningaplaggi sínu. Þeir gátu ekki leyst dæmið um skuldaniðurfellingu heimilanna. Þeir gátu ekki leyst dæmið um hagræðingu í ríkisrekstrinum. Þeir bara gátu ekki neitt nema þvælt og þvaðrað um eitthvað sem engin skildi og alls ekki þeir sjálfir. Greinilega var fólk orðið þreytt á lygunum og bullinu sem kom best fram i kosningunum í vor. Þjóðin hafnaði leið þeirra um fullveldisframsalið til ESB sem allsherjarafréttara á loforðafylleríinu um velferð fólksins.
Þarna sátu þessir ungu menn og töluðu á yfirvegaðan hátt um hvað þeir vildu gera til að efla kaupmátt landsmanna, efla framfarasókn þjóðlífsins og draga úr íþyngjandi regluverki og ofurskattlagningu sem fyrri ríkisstjórn hafði stritað við nætur og daga að leggja á heimilin í landinu. Það er gerbreyting í minum huga að heyra þær hugsanir að þetta megi gera án þess að hér fari allt á hliðina eins og helvítisprédikanir fyrri fjármálaráðherra hljóðuðu ef menn vildu til dæmis ekki samþykkja Icesavesamninga Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar. Þetta eru svo allt aðrir menn. Menn sem vilja öllum vel og sjá leiðir til þess. Þeir eru vel heima í öllum byggðarlögum og vita hvar skórinn kreppir.
Bjarni lagði mikla áherslu á að samtök vinnumarkaðarins sýndu mikinn skilning á gildi stöðugleikans fyrir íslensk heimili. Þess sæist stað í öllu ferli samningsaðila að þeir vildu í raun og sannleika stefna að slíkri niðurstöðu. Bjarni sagði að ytri aðstæður væru hagstæðar fyrir slíka nálgun að viðfangsefninu. Engir stormar í gengismálum virtust vera í aðsigi og engir efnahagslegir váboðar væru við sjónarrönd. Allar forsendur væru til staðar fyrir því að þetta gæti tekist með aðfararsamningum núna sem gætu lagt grundvölla af betri samningum síðar til lengri tima. Ekkert væri eins verðmætt fyrir heimilin og stöðugleikinn,
Bjarni kynnti það, að skattur á slitastjórnir föllnu fjármálafyristækjanna yrði þrjátíuogsjöfaldaður, úr 1 milljarði í 37.5 milljarða. Þetta væri í raunni mjög hóflegt miðað við hvaða kostnaðarauka þessi föllnu fjármálafyrirtæki hefðu valdið þjóðinni. Bara vextir af því lánsfé sem tekið var til að endurreisa bankana næmu 50 milljörðum hjá ríkissjóði og vextir af lánum Seðlabanka til að koma upp gjaldeyrisforða næmu 100 milljörðum. Hversu lengi þessar slitastjórnir ætluðu að vera að án þess að samningar náist væri ekki vitað. En Bjarni sagði það hafa dregist úr hófi og þyrfti að ljúka því lítið hefði gerst. Sigmundur Davíð bætti því við, að Íslendingar hefðu farið mjúkum höndum um erlendu kröfuhafana þar sem þeir hefðu fengið ótæpilega vexti útgreidda í erlendum gjaldeyri á tímabilinu frá hruni.
Maður fær eignilega hroll þegar maður hugsar til þess hvernig Steingrími Jóhanni gat dottið til hugar að gefa erlendum kröfuhöfum bankanna allar kröfur þeirra á íslensk heimili með því að gefa þeim Íslandsbanka og Aríonbanka. Þessi gjörningur er óskiljanlegur hversu margar bækur Steingrímur Sigfússon á eftir að skrifa um það hvernig hann hefði viljað sjá söguna endurskrifaða sér í hag. Sannleiksgildið bóka Steingríms verður næsta lítið og sagnfræðin vafasöm í flestu. Afleiðingin verður því helst áfall fyrir regnskógana og hugsanlega einhver eftirlaunauppbót í vasa hins fallna foringja ef einhverjir nenna að lesa.
Geðleysi Íslendinga sem birtist í því hverning þeir versla af bestu lyst við þessa banka í eigu hrægammasjóðanna er svo með nokkrum ólíkindum. Vonandi hafa íslensk stjórnvöld bráðum kjark til að taka á þessu ruslaraliði með blautum íslenskum skinnvettlingum en ekki parfumeruðum innfluttum silkihönskum.
Þessir ungu menn vöktu mér vonir um að það sé ekki úti um Ísland sem var vissulega það sem mér var ofarlega í huga þegar ég horfði á hvert axarskaftið af öðru hjá fyrri ríkisstjórn. Yfirvegaðir og leitandi að leiðum til hins besta og með næga djörfung til að takast á við málin í stað þess að láta reka á reiðanum.
Nú getur eiginilega framtíðin byrjað því hringurinn er að lokast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2013 | 22:10
Slifsislausir slúbbertar
voru niðurlæging fyrir land og þjóð á hátíðinni með Danadrottningu.
Að sjá grínarann hvað sem hann hét og svo Einar Kárason mæta eins og slátrara um hálsinn til fara fyrir framan prúðbúið sívílisérað fólk og lesa upp á íslensku var sveitó, púkó pg ömurlegt. Og svo Guðbergur á gömlum lífvarðafrakka. Sosum ágætur texti hjá þeim þó heiðursgesturinn skildi hann greinilega ekki. Enda hátíðin varla til þess gerð að skemmta henni heldur að okkar elíta gæti dáðst hvor að annarri.
Af hverju var ekki Óli Forseti á duggarapeysu? Af hverju var ekki Danadrotting á gallabuxum? Hvað hefðum við þá sagt?
Þetta niðuráviðsnobberí íslenskra vinstrigepla fer í taugarnar á mér. Við fyrirlitum það jafnvel í Norðumýrinni í gamla daga. Og líka í MR 1957 hjá Einari Magg.
Í alvöru var ekki hægt að fá frambærilegra fólk en þessar tötrughypjur og slifsilausa slúbberta?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2013 | 21:49
Frábær Forseti
vor þegar hann ávarpaði Danadrottningu á máli sem ég gat ekki betur heyrt en að væri perudanska með stuði. skrolli og öllu sem til heyrir. Mér sýndist Margrét Þórhildur hin ánægðasta.
Ég var stoltur af Forseta mínum við þetta tækifæri. Þetta er ekki venjulegur sveitalubbi að lesa upp prentsmiðjudönsku úr Andrésblaði heldur frábær Forseti Íslands.
1.12.2013 | 21:44
Vill fólk borga?
fimm þúsund kall í veggjald fyrir göng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs. 12 km einbreið göng með umferðarljósum geta verið opin í hvora átt á 20 mínútna fresti. Rétt nógu stór fyrir rútur.
Ef við áætlum kostnað af einbreiðum göngum vera rúman helming af tvíbreiðum göngum, þá myndu 150.000 bílar greiða 750 milljónir á ári í veggjöld. Myndi það ekki duga? Má ekki gera önnur eins göng við hliðina seinna og nota veggina úr fyrsta vegskála sem einn úr þeim nýja.
Yrði sá greiðsluvlilji til staðar? Ef svo væri þá er þessi lausn ekki óframkvæmanleg.
Er þetta bara ekki spurning um hvort fólk vill borga fyrir notkun?
1.12.2013 | 19:12
Þeir gerðu það !
ungu mennirnir Sigmundur Davíð og Bjarni!
Öll stjórnarandstaðan stendur náttúrlega á gati eftir að hafa gefist upp með öllu fyrir vandamálinu sem allir viðurkenndu að væri til staðar. Þrátt fyrir að þetta fólk hefði þvælst um undir vinstri stjórn hinna verklausu í heil 4 ár. Innihaldslaust grobb í Steingrími J. Sigfússyni um fjármálaafrek sín skilaði litilu á borð heimilanna nema auknum byrðum.
Merkilegt er að hlusta á nýja spámanninn Guðmund Steingrímsson sem fer með próventu Gnarristanna samkvæmt sérlegum arfsalsgerningi hans sjálfs. Hann sem sjálfur aldrei þekkti önnur ráð nema almennt samúðarhjal með skuldugum heimilum allt síðasta kjörtímabil, getur núna fundið þessu flest til foráttu án þess greinilega að skilja upp né niður í því hvað er á ferðinni. Raunar viðurkenndi hann í ræðustól Alþingis að hann skildi bara ekki neitt og ætlaði ekki að ljúga til um það. Stundum er gefinn einn fyrir viðleitni í tossabekkjum.
Sama var uppi a teningnum hjá Árna Páli og Katrínu Jakobssdóttur formanna fyrri stjórnarflokkanna. Þeir voru greinilega vankaðir eins og Foreman eftir stuð frá Múhameð Ali. Ráfuðu um sviðið í leit að einhverjum orðum til að muldra án þess greinilega að skilja upp né niður í því sem á ferðinni er.
Helst var að skilja á formönnunum þessum að þeir væru bara á móti því að hjálpa heimilunum því þetta geti valdið auknu ráðstöfunarfé heimilanna, sem geti aftur valdið verðbólgu og það á meðan vantar aura í spítalana. Enda voru þau kannski búin að hlusta á Villa Bjarna velta vöngum yfir því sem mögulega gæti hlotist af bættum hag heimilanna.
Auðvitað er allt hættulegt. Kauphækkanir, eftirspurnarþensla, fasteignablöðrur lífeyrissjóðanna, óvæntur makríl-og síldarafli, virkjanir og aukinn hagvöxtur. Það er jafnvel banvænt hættulegt að lifa einn dag til. Allt getur valdið verðbólgu.
Finnst þessu liði samdráttur og kreppa heimilanna betri?
Aðspurðir hagfræðingar að Lilju Mósesdóttur meðtaldri hafa yfirleitt verið jákvæðir í garð þessara einstæðu aðgerða á heimsvísu. Berum þetta saman við það, að írsk stjórnvöld lögðu allan kostnað af falli írsku bankana beint á írsk heimili. Alveg eins og Steingrímur J. og legátinn Svavar Gestsson ætluðu að gera með því að dúka borð íslenskra heimila með Icesave réttinum glæsilega.
Heimilin ættu ekki að vera í vafa lengur úr hvaða flokkum vinir þeirra koma. Þá er ekki að finna Landsdómsflokkunum. En þeir stefna í að útvega Íslandi enn eina niðurlæginguna og nú fyrir Mannréttindadómstólnum. Guðmundur Steingrímsson og Björt Framtíð hafa heldur ekki komið að lausn vandamála heimilanna nema til að tala allt niður eins eins og í kvöld svo ekki kemur hjálpræðið þaðan. Vonandi sjá kjósendur um síðir í gegn um Pótemkín-tjöld þessa Guðmundar flokkaflakkara.
Ungu mennirnir, þeir Sigmundur og Bjarni. gerðu það sem þeir sögðust ætla að gera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko