Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
14.12.2013 | 12:26
Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga?
að ESB banni okkur að kaupa 1600 W ryksugur og sætta okkur við hálfkák?
Ég þurfti að taka mér ryksugu í hönd sem telst til nokkurra tíðinda. (Þurfti að ryksuga úr tölvuprentara, ekki húsverk!!) Hún rétt meikaði það vegna kraftleysis. Ég bölvaði og sannfærði mig um að hún var samt 1.6 kW.
Ætlum við virkilega að láta Brüssel stjórna þessu fyrir okkur?
12.12.2013 | 20:59
Þróunaraðstoð Íslendinga
er of lítil eða of mikil að dómi Alþingismanna,
En hefur verið með reiknuð sú óbeina þróunaraðstoð sem Íslendingar veita með því að ala önn fyrir hundruðum hælisleitenda eða hundruðum innflytjenda sem eru ekki í vinnu? Þetta lið mannar að þriðjungi til allar biðraðir eftir þeirri félagslegri aðstoð sem í boði er. Að sögn með þeim skilningi að þetta sé sjálfsagður hlutur og í boði fyrir þá sem nenna að sækja.
Svo er ótalinn allur sá glæpalýður fá ESB löndunum sem við leyfum að valsa hér um og stela sér til framfæris í krafti Schengen og EES. Heilu gámarnir af góssi eru fluttir úr landi af varningi sem við erum hættir að nota þarmeð.
Allt þetta eru stórar fjárhæðir sem villta vinstrið má alveg meðreikna þegar þeir eru að rifna yfir vandlætingu yfir því að að ekki séu lengur slegin erlend lán til þess að senda til Afríku.
Má ekki telja þetta með til þróunaraðstoðar Íslendinga?
12.12.2013 | 08:50
Fá þeir yfirfærslu?
fyrir störf sín allir þessir erlendu byssumenn sem Steinunn Guðbjarts og aðrar slitastjórnastjörnur bankanna hafa keypt okkar þjóð til höfuðs?
Var það ekki fangaráð vonda kallsins í vestrunum að leigja sér vígamenn langt að rekna til að jafna um gúlana á alþýðu manna í þorpinu?
Afgreiðir Már með gjaldeyriseftirlitinu þá orðalaust með 1100 dollara yfirfærslu á klukkutímann?
11.12.2013 | 23:51
Kynblöndun
er notuð um allan heim til að breyta eiginleikum einhverra stofna lífvera. Séu það korntegundir, alifuglar, hundar ,hestar eða svín, þá leitast menn við að fá fram öðruvísi einstaklinga sem eru gæddir eiginleikum sem menn sækjast eftir sér til hagsbóta.
Íslenski hundurinn var nærri aldauða sem sérstakt kyn þegar einstakir ræktunarmenn hófu björgunarstarfið. Án þess hefði þessi hundategund horfið inn í aðrar fjölmennari. Menn hafa oft spáð í það að stækka íslenska hestinn og breyta kyninu með því að flytja inn arabiska hesta eða aðrar erlendar tegundir sem væru hlaupalegri og fallegri eða eftirsóknarverðir á einhvern hátt. Menn gældu líka vi að flytja inn erlent kúakyn sem myndi mjólka betur. Menn fluttu inn holdanautastofna sem blandast hafa innlendu kyni með misjöfnum árangri.
Menn ætluðu að bæta íslenska sauðféið með innflutningi Karakúl-hrútanna á sinni tíð en fengu óvænta uppákomu með. Þetta hafði áreiðalega áhrif til íhaldssemi í innflutningi erlendra tegunda í landbúnaði og hafa menn líklega farið varlegar en ella.
Óneitanlega hafa einstöku menn beint sjónum að mannrækt. Viljað láta gáfumenn eignast börn með glæsilegum íþróttakonum eða öfugt. Það var sagt að í þriðja ríkinu hafi verið gerðar tilraunir í þessa vegu en gefist misjafnlega. En hinir dökkhærðu og stórvöxnu aríar eins og Göbbels og Hitler vildu helst vera, vissu ekkert fegurra en ljóshært og bláeygt fólk. Allavega er ekki öðru haldið fram síðan að allir menn séu fæddir jafnir og allir eigi að geta orðið Forsetar fái þeir jöfn tækifæri. Þessvegna er líklega ekki skipt í bekki í skólunum eftir námsgetu, sem er væntanlega hnífjöfn samkvæmt þeirri kenningu sem ofan á er.
Það er enginn sem þorir að halda öðru fram en að innflutningur ólíks fólks en því sem við höfum vanist geti bara orðið til að bæta þjóðina sem fyrir er. Fjölmenning sé æskileg til þess að rífa okkur upp úr heimóttarskapnum sem þjáir okkur og koma okkur sem þjóð í bandalag annarra þjóða eins og Evrópusambandinu. En leitt hefur samt verið getum að því að Frakkar og Þjóðverjar til dæmis munu verða gerólíkir þeim Frökkum og Þjóðverjum sem nú lifa eftir örfáa áratugi. Bretland verði orðið arabískt múslímaríki síðar á þessari öld samkvæmt einföldum reikningi út frá viðkomu fjölskyldna.
Þetta leiðir hugann að íslenska arnarstofninum. Hann er í tilvistarhættu og það er erfitt að tryggja það að hann deyi ekki út. Hann vill sjálfur ekki blandast hröfnum eða fálkum sem gætu þó gætt hann nýjum eiginleikum sem hann vantar til að standa betur í lífsbaráttunni. Nýr arnarstofn blandaður ameríska erninum til dæmis gæti orðið fallegur fugl og náttúruprýði. Ég hef ekki spurnir af neinum Evrópubandalagsörnum en auðvitað varða þeir fyrsta val slíkra áforma.
Spurning er hvort ríkið verður ekki að taka til sinna ráða og bjarga arnarstofninum og fá jafnvle Kára klára og aðra vísindamenn að verkinu. Það er ótækt að missa þennan fugl úr íslenskri náttúru ef hægt er að styrkja stofninn.
Líka má spyrja af hverju sé ekki hægt að rækta fleiri en eitt hestakyn eða kúakyn samtímis í landinu. Það mætti spyrja Guðna Ágústsson út í það hvort erfðaeiginleikar Gunnars á HJlíðarenda hafi ekki skilað sér mann fram af manni rétt eins og skeiðið og töltið. Á þeim grundvelli má hugsa um innflutning bætandi kynja þar sem Gunnar á Hliðarenda er ofjarl allra manna sem hingað kunna að slæðast og hafa ekki slíka arfbera í frumum sínum.
Getur kynblöndun nokkuð orðið til annars en að bæta það sem fyrir er?
Það er allavega skoðun þeirra þjóða í kringum okkur sem við berum okur helst saman við.
11.12.2013 | 00:47
Valkvætt veglyndi
er eitthvað sem vinstrimenn sérstaklega mættu velta fyrir sér.
Þeir sem vilja að Íslendingar leggi fram óbreytt fjárframlag til þróunaraðstöðar og öndvert við ríkisstjórnina, geti fengið að greiða sérstakan tekjuskattsauka þess vegna. Væri þá ekki réttlætinu fullnægt? Þeir góðu myndu borga en hinir vondu ekki. Og allur almenningur gæti fylgst með hvað hver væri góður ef listinn væri birtur. Einkanlega fróðlegt plagg fyrir kosningar til dæmis.
Sama mætti segja um aðrar tillögur hinna góðu í stjórnarandstöðunni. Þeir sem vilja ekki sætta sig við nðurskurð greiðslna úr sameiginlegum sjóðum til þróunaraðstoðar til dæmis geta undirgengist aukaskatt vegna sérstaks málefnis. Yrði það ekki aldeilis innlegg í kosningaframboð að upplýsa til dæmis að frú Svanaháls hefði látið af sínum launum renna X krónur til blámanna í Afríku og Y krónur til einstæðra mæðra í Ekvador meðan herra Digurbarki og alþekkt fíbjakk hefði ekki gert neitt fyrir eymd heimsins?
Af hverju ekki valkvæða skattlagninu fyrir þá sem finnst ríkisstjórnin á rangri braut í þróunaraðstoð eða öðrum góðgerðum? Ríkissjóður má víst ekki taka meiri lán. Það er allgóð samstaða um það. Allt sem er umfram fjárlög og kallast ríkissjóðshalli verður að taka að láni erlendis. 400 miljarðar aðeins síðasta kjörtímabili hjá ríkisstjórn jákvæðs frumjöfnuðar og norrænnar velferðar.
Stjórnarsinnar þess kjörtímabils eru núna einna háværastir þeirra sem vilja aukið veglyndi fyrir Ísland á alþjóða vettvangi.
Valkvætt veglyndi, Er það ekki það sem vantar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2013 | 12:33
Góðverk fyrir lánsfé
er í rauninni það sem stendur á bak við framlög Íslands til þróunaraðstoðar í gegn um árin.
Skopmynd í Morgunblaðinu lýsir þessu í raun vel, þó hún eigi hugsanlega eftir að vekja upp ramaskræki um kynþáttahatur, fasisma og rasisma Morgunblaðsins. En myndin sýnir feitan negrakóng taka við íslenskri þróunaraðstoð upp úr skuldaskrínunni sem hangir um háls Íslendingsins. En seðlarnir bólstra aðeins vasa kóngsins meðan móðirin í neyðinni stendur fyrir utan með barnið sitt og fær ekki neitt.
Þetta vekur upp spurningar um hvort rétt sé að hengja skuldaklafa á íslensk börn til þess að einhverjir stjórnmálaskúmar augnabliksins af vinstri kantinum geti barið sér á brjóst í nafni mannúðar og eigin hjartagæsku og gert góðverk fyrir lánsfé?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2013 | 12:19
Jón Magnússon
lögmaður og vinur minn skrifar grein um skólamál í Mbl.í dag sem mér finnst allrar athygli verð.
Jón segir:
" Við erum að komast á botninn í Evrópu í öllum greinum grunnskólans, samanber að 30% drengja koma ólæs út úr 10 ára grunnskóla. Um aldamótin 1900 er talið að 5-10% landsmanna væru ólæs á meðan prestar landsins sáu einir um fræðslu með tilstyrk heimilanna. Með tilkomu kennaraskólans og almennrar skólaskyldu tókst á skömmum tíma að útrýma ólæsi og nærri því allir gátu lagt saman 2 og 2 og þekktu húsdýrin og meira að segja ljón, fíl og asna.
Bárður Halldórsson, vinur minn, fyrrverandi menntaskólakennari, segir að lestrarbók Þórarins Böðvarssonar handa alþýðu, langafa Vigdísar forseta, hafi menntað þjóðina meir en allt kennslufræðingastóð nútímans samanlagt.
Áfram heldur Bárður og segir að það megi jafnvel segja að breyttu breytanda líkt og sr. Árni Þórarinsson sagði um Ásmund frænda sinn, síðar biskup, sem hann sagði að gæti afkristnað heilt sólkerfi ... að kennslufræðingarnir hafi rústað íslensku skólakerfi með dellukenningum frá Frakklandi um skynjunarnám ( Piaget).
Í stað þess að taka þrjá fyrstu bekkina í það að kenna lestur, skrift og reikning var farið að halda áfram föndrinu úr leikskólanum og öll áhersla hefur verið lögð á leik en ekki vinnu samkvæmt kenningum sósíalista að vinnan sé böl og öllum eigi að líða vel við leik ....
Annað gerist jafnhliða þessu: Lærisveinar Piaget, Andri Ísaksson og Wolfgang Edelstein, sannfærðu Gylfa Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, illu heilli um nauðsyn skólarannsóknadeildar. Á sama tíma fengu kennarar þá hugmynd að hægt væri að hækka launin með lengra skólanámi, sömuleiðis var sumarfríið stytt án þess að kennt væri meira, en þess í stað fundað meir og námskeiðum fyrir kennara fjölgað.
Skólastarfið var byggt á þeirri forsendu að öllum ætti að líða vel í skólanum - ekki aðeins nemendum heldur kennurum ekki síður og jafnvel miklu frekar. Niðurstaðan hefur orðið sú að flestum líður verr. Árangur af skólastarfi sekkur niður í hyldýpishaf máttvana meðalmennsku. Það væri e.t.v. leið að leggja skólarannsóknadeild niður og draga sérkennslu verulega saman og skipta í bekki eftir námsgetu og nota próf sem mælikvarða.
Ekki verður séð að háskólavæðing Kennaraskólans hafi skilað árangri. Ef til vill væri rétt að taka hann út úr háskólaumhverfinu og stytta hann og kenna verðandi kennurum vel kennslugreinar grunnskóla. Þá mætti hækka laun kennara með því fé sem sparast við dellumakarí námskeiða og funda sem yrði skorið niður um 80-90%.
Vonandi hefur menntamálaráðherra kjark til að bjóða föndur-, námskeiða- og sérkennsluliðinu byrginn og snúa við þróuninni. Þá fengjum við betri skóla, þakklátari kennara, sem væru betur launaðir vegna þess að fé yrði betur nýtt.
Eftir að hafa kennt í rúm 10 ár á yngri árum er ég þeirrar skoðunar að afraksturinn í skólastarfi sé í öfugu hlutfalli við fjölmenni í yfirstjórn, fundi kennara og námskeið. Í fátækt og örbirgð gat íslenska þjóðin lært að lesa, skrifa og reikna auk þess að vera vel að sér í náttúrufræði. Stöðugt kall sérkennslu- og námskeiðaliðsins á meiri peninga þýðir því ekki aukna eða betri menntun.
Eftir vel heppnaða byrjun á endurreisn millistéttar með hugmyndum um skuldalækkun vona ég að borgaralega sinnuð stjórn framkvæmi fleiri nauðsynlegar aðgerðir. Uppstokkun í fræðslumálum er þar forgangsverkefni.
En ekki síður að fella niður verðtryggingu af neytendalánum þegar í stað, sem er forsenda fjárhagslegrar endurreisnar. "
Hvert orð finnst mér gullvægt í þessari grein nema auðvitað síðasta tuggan hans Jóns í stíl Cato gamla, sem heimtaði alltaf að Karþagó yrði lögð í eyði. En það varð svo loksins gert en aðeins til þess að ný höfuð uxu á Medúsu sem eyðilögðu Rómaríki. Mér finnst Jón þurfa að hugsa afstöðu sína til verðtryggingar aðeins betur. Eins og hann skilur skólamálin betur en margir aðrir þá gæti hann samt bætt við sig í skilningi á þennan þátt fjármála.
Ég spurði unga dömu í tíunda bekk hvort hún kynni margföldunartöfluna. "Nei" sagði hún hiklaust. "Þarf þess ekki, ég hef reiknivél."
"En ef þú ert nú stödd úti á víðavangi, ert ekki með reikninvélina og þarft að vita hvað sex sinnum níu er?" "Það er ekkert mál , það er reiknivél í símanum mínum" sagði hún á sinn algerlega yndislega hátt.
Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir fleiri gamla fauska en Jón Magnússon og mig?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.12.2013 | 08:42
Hvert skyldu ritlaunin fara?
sem ráðherrarnir fyrrverandi hesthúsa fyrir jólin þegar frásagnir þeirra af upplifun þeirra af hruninu hjá okkur sem misstum vinnuna og eignirnar við það tækifæri, renna út í jólabókaflóðinu?
Hefur eitthvað spurst til þeirra félaga í góðgerðamálum? Ætli verði ekkert afgangs af ritlaununum fyrir fólkið í leikhúsinu?
9.12.2013 | 08:35
Neyð á Suðurnesjum
lýsir sér í því að 15-20 fjölskyldur til viðbótar þeim sem fyrir eru, leita aðstoðar vegna bjargarleysis á hverjum degi. 400 fjölskyldur á mánuði? Hver er heildarstærð vandamálsins mæld í fiskum og brauði?
Engum dettur í hug að þetta sé einskorðað við Suðurnes.
Er eitthvað hægt að gera? Hversu mikil matvæli vantar? Hversu mikla peninga vantar til að fólk geti greitt reikninga sína frá veitustofnunum, innheimtustofnunum og öðrum ?
Er neyð yfirleitt læknanleg nema með kraftaverkum? Hvernig fór með Haiti og Filipseyjar? Og núna MiðAfríkulýðveldið? Sómalía? Suðurnes? Hvar er Jésús?
Hversu mikill hluti af félagslegri neyð okkar á Suðurnesjum skyldi vera tilkomin vegna EES og Schengen?
8.12.2013 | 11:34
Allt nema sannleikurinn
um okkur sjálf má heyrast þegar við ræðum um verðtrygginguna, skuldirnar, gjaldmiðilinn.
Krónan er ónýt, við verðum að fá alvöru gjaldmiðil, gera fyrirtækin upp í erlendri mynt osfrv. Sjálfskipaðir spekingar þjóta um völl. Verkalýðsforingjar leita að hænunni áður en þeir vilja ræða eggið. Við erum að leiðrétta fyrir orðnum hlutum sem við áttum ekki sök á.
Hvað er að?
Við höfum krónu fyrir gjaldmiðil. Hún er alltaf að sveiflast. Þeir segja að það sé verið að fella hana stöðugt til að redda hinu og þessu eftir á. Það verður að hækka launin til að halda í við verðfallið.Það má enginn dragast aftur úr.
Hverja erum við að blekkja?
Man enginn þegar krónan snarhækkaði á Davíðstímanum? Dollarinn rauk úr 110 niður fyrir 60. Innflutningsverð bíla snarlækkaði. Og allt sem fékkst fyrir dollara. Við gátum fengið lán í dollurum sem bara lækkuðu á lágum vöxtum. Hvað var þá að krónunni?
Sá ekki launaskriðið um að allir menn með mönnum hættu að vinna annað en að vera bréfaguttar og fluttu bara inn Pólverja, Litháa og Kínverja ? Ísland var orðið fjármálamiðstöð alheimsins.
Nú snýst allt um að banna verðtrygginu á neytendalán. Sem eiga að vera íbúðalán. Bankasamsærið um að verðtryggja ekki sparnað og innlán nema gegn bindingu í 3 ár er ekki nokkur maður að spá í. Til hvers var verðtryggingin hugsuð? Af hverju spyrja menn Jóhönnu til dæmis ekki út í þetta? Eða Steingrím, Pétur Blöndal eða aðra gamla þingmenn?
Launahækkanirnar og ábyrgðarleysið í ríkisrekstrinum og VIÐ SJÁLF ?
Það má ræða allt nema sannleikann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko