Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
10.4.2013 | 22:35
Fáránlegir þættir
birtast á RÚV um stjórnmál nú í aðdraganda kosninga.
Hvernig er hægt að leggja það á fólk þegar RÚV stillir upp ellefu frambjóðendum í röð til að ræða efnahagsmál. Þar af eru kannski fjórir sem eiga einhverja von í að ná 10-20 þingmönnum og fara í stjórn eftir kosningar. Þeir alvörukallarnir eru látnir hlusta á helmingi fleiri nóboddía nota sama ræðutíma og þeir til að tala um hluti sem þeir í versta falli botna ekki í sjálfir hvað þá að þeir munu hafa áhrif á málaflokkinn eftir kosningar. Mig vantar ekkert að frétta neitt hjá þessu fólki.
Það er ekki leggjandi á venjulegt fólk að hlusta á þetta. Fulltrúa þessarar sérvitringaframboða á að hafa í sérþætti og fulltrúar flokka sem eiga einhvern þingstyrk vísan eiga að vera í öðrum. Menn verða að rífasat á janfréttisgrundvelli. Fluguvigtarmenn eru aldrei sendir í þungavigtarkeppnir í íþróttum eða unglingalið í meistaraflokka.
Þessi fræðsluþáttur um stjórnmál er eyðilagður fyrir fróðleiksfúsum alvörukjósanda því hann nennir ekki að eyða tíma í að hlusta á fimbulfambið í þessum eða hinum sem engin áhrif mun hafa hvort eða er eftir kosningar.Maður sem þarf að einbeita sér um hvað hann eigi að gera við atkvæðið til árangurs getur ekki eytt tíma í þetta.
Hugsanlega væri líka best að raunverulegir áhrifaforystumenn tali bara sína ræðu einir í sér þætti eða gangi á hólm við einn jafningja sinn. Maður getur þá spilað það sem maður vill heyra en ekki láta nauðga sér andlega eins og svona línudansaraþættir eru.
Vonandi dettur forystumönnum alvöruflokkanna ekki í hug að láta teyma sig aftur í sjónvarp rétt fyrir kosningar til að munnhöggvast við Sturlu bílstjóra, Pétur á Sögu eða Þorvald Gylfason þó ágætir séu annarsstaðar. Það hefur engan tilgang í þeirri baráttu sem háð verður. Þessir þrír geta svo bara ágætlega rifist hvor við annan eða Birgittu en eiga ekki að fá að eyða tíma frá öðrum og drepa öllu sem máli skiptir á dreif. Við höfum annað betra við tímann að gera.
Alvöru stjórnmálamenn láti ekki poppara á fjölmiðlum stýra sér! Þeir eru sjálfir söluvaran og eiga að ráða hvernig þeir láta stilla sér upp en ekki einhverjir sjónvarpsstarfsmenn.
Okkur vantar ekki meiri fáránlega umræðuþætti í sjónvarpið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2013 | 12:55
Bjarni góður á Bylgjunni
í Sprengisandi Sigurjóns á sunnudaginn síðasta. Ég hvet fólk sem vill fræðast bæði um hæfileika Bjarna sem talsmanns og um stefnu Sjálfstæðisflokksins í helstu málum til að spila þáttinn fyrir sig.
Mér dettur nú bara í hug sagan sem ég heyrði þegar Júlíus Hafstein gamli og góði sýslumaðurinn sagði við Ólaf Þorgrímsson hæstaréttarmálaflutningsmann þegar hann hafði lokið ræðu fyrir Hæstarétti: "Mikið assgoti var þetta gott hjá þér strákur. Ég hefði ekki getað gert þetta betur sjálfur."
Ég er alveg viss um að ég hefði ekki getað gert þetta betur en hann Bjarni í þessum Sprengisandsþætti. Hann fór ótt yfir mikil svið og skýrði á kjarngóðu máli svo ég skildi út á hvað tillögur Sjálfstæðismanna í vandamálum heimilanna ganga. Bjarni hefur kennarahæfileika og mælsku til að bera sem ekki er öllum gefin. Og víst er að hann skýrði málin svo vel að ekki þurfti neinn túlk fyrir það sem hann var að tala um.
Áður var ég búinn að lesa yfir bækling frá flokknum um sama málefni sem ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að skilja til fulls. Það er ekki sama hvernig mál eru sett fram.
Það var sagt í gamla daga í Þýskalandi, að til væri í landinu fyrirbrigði sem héti DIN-asninn. Hann væri þannig að áður en DIN-staðall væri gefinn út væri DIN-asninn sóttur og látinn lesa textann. Ef hann skildi ekki textann til fulls varð að endurskrifa.
Stjórnmálaflokkar verða að gæta sín í framsetningu fyrir kosningar. Skemmst er að minnast Leiftursóknarinnar. Hugsanlega hefur Framsókn slegið Sjálfstæðisflokknum við í þessu tilliti núna og notað eitthvert afbrigði af DIN-asnanum sem mætti kannski kalla FRAMSÓKNAR-fíflið til að lesa textann yfir. Því víst er ef marka má skoðanakannanir að þjóðin virðist skilja Framsókn betur en Íhaldið.
En Bjarni var góður á Bylgjunni.
9.4.2013 | 11:36
Auðlegðarskattur
er fyrirbrigði sem Steingrímur J. Sigfússon fann upp. Þessi skattur átti að ná til útrásarvíkinganna og afskriftagreifanna og afla ríkissjóði tekna sem aldrei fyrr.
Það var margra ára barátta að baki því að afnema eignarskattinn gamla. Eignaskattur er í eðli sínu einungis tvísköttun. Fyrst þegar teknanna er aflað sem kaupa eignina og síðan aftur þegar eignin er sótt til baka með eignaskatti.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar góða grein í Mbl. í dag þar sem hann gerir góða grein fyrir því hvernig auðlegðarskatturinn virkar. Bjarni segir:
....."Fjöldi eldri borgara, sem hafa orðið fyrir barðinu á svonefndum auðlegðarskatti, hefur litlar eða engar tekjur til að standa undir slíkum greiðslum.
Um 300 manns með tekjur undir 80.000 krónum á mánuði reiddu fram 430 milljónir í þennan skatt árið 2011. Þennan skatt þarf að afnema hið fyrsta..."
Það er fjöldi fólks sem er svo tekjurýrt að það verður að selja eignir sínar til þess að borga þennan auðlegðarskatt sem kommúnistarnir með verðtryggða lífeyrinn sinn fundu upp.
Bjarni veltir auk þessa fyrir sér þeirri staðreynd, hvernig bótaskerðingar vegna vinnu lífeyris-og bótaþega stórskaða þjóðfélagið með því að letja framtak fólks og þarmeð framleiðslu þjóðfélagsins alls.
Bjarni segir:
"....Um daginn hitti ég mann sem er kominn yfir sjötugt. Hann sagði mér að hann væri hættur að vinna - aftur. Hann hafði hætt þegar hann komst á aldur en síðustu ár hefur orðið heldur þrengra í búi hjá honum og konu hans og þess vegna tók hann því feginshendi þegar honum bauðst vinna hjá sama vinnuveitanda og áður. Vinnan var ekki mikil og launin þannig séð ekki heldur, en hann hugsaði sem svo að það munaði um allt og svo var líka ánægjulegt að fara reglulega út úr húsi, starfið var skemmtilegt og vinnufélagarnir líka.Ekki leið á löngu þar til hann áttaði sig á því að þrátt fyrir að launin næmu 80.000 krónum á mánuði, jukust ráðstöfunartekjurnar ekki um nema rúmar 4.000 krónur á viku. Að hans sögn skilaði vinnan vegna skerðinga innan við 20.000 krónum betri stöðu í lok mánaðar. Þrátt fyrir að þessi maður hefði ánægju af starfinu og fengi þó meira en ella í vasann, sagði hann upp.Hann sagði að það hefði verið hæpið að það svaraði kostnaði fyrir hann að sækja vinnu enda fylgja því alltaf einhver útgjöld, ekki síst þegar aka þarf talsverða vegalengd, eins og í þessu tilviki, með bensínverðið eins og það er.
Þarna er maður, góður í sínu fagi, sem getur lagt til verðmæta þekkingu og nýtur þess að vera virkur á vinnumarkaði. En - honum sárnaði virðingarleysið sem fólst í því að skerða tekjur hans með þessum hætti og hvatinn til þess að vinna gufaði upp.
Ástæðan er sú að árið 2009 voru tekjumöguleikar aldraðra skertir með því að afnema rétt fólks yfir sjötugu til að vinna fyrir launum sem þessum án þess að það hefði áhrif á bætur.
Sé fólk í þeirri stöðu að geta og vilja vinna á það að hafa möguleika á því án þess að skerðingar bóta leiði til þess að allur hvati sé af því tekinn. Hér gæti einhver sagt að bætur væru einungis fyrir þá sem þurfa á þeim að halda og engar hafa tekjurnar. Það er rétt svo langt sem það nær en það er fleira sem hangir á spýtunni. Ef of langt er gengið í skerðingum upplifir fólk hvorki tilgang né sanngirni í þeim stuðningi sem stjórnvöld veita. Við verðum að gera kröfu um að lög og reglur styðji við sjálfshjálp, tryggi umbun fyrir að leggja sig fram og festi ekki aldraða í fátæktargildrum...."
Bjarni segir enn:
".....En þetta er ekki það eina sem hefur rýrt kjör eldri borgara á þessu kjörtímabili.
Tekjutengingar vegna maka- og fjármagnstekna hafa verið stórauknar. Grunnlífeyrir hefur verið skertur og stór hópur sem áður fékk slíkan lífeyri gerir það ekki í dag. Bætur hafa ekki haldið í við verðlag.
Þegar metnar eru breytingar á fjárlögum innan líðandi kjörtímabils kemur í ljós að aldraðir standa undir um 10% varanlegs niðurskurðar í ríkisrekstrinum. Samtals má áætla að ríkisstjórnin hafi dregið úr greiðslum til málaflokksins um a.m.k. 13 milljarða. En aldraðir hafa að sjálfsögðu ekki, frekar en aðrir þjóðfélagshópar, sloppið við skattastefnuna og þannig er sótt að þeim úr tveimur áttum.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einnig að afturkalla þá kjaraskerðingu, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009. Skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri, krónu fyrir krónu, verður hætt og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009....."
Bjarni Benediktsson lýkur grein sinni með því að lýsa fyrirætlunum Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldrara þannig:
"....Sjálfstæðisflokkurinn mun bæta stöðu aldraðra. Draga aftur úr tekjutengingum og hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því að leyfa öllum yfir 70 ára aldri að afla sér tekna án skerðinga. Hækka að nýju lífeyrisgreiðslur, tryggja að aldraðir á dvalarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði og eyða þeirri mismunun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár.
Frelsi einstaklingins til að ráða sínum málum sjálfur, afla sér tekna og verja þeim að vild á ekki að ljúka þegar lífeyrisaldri er náð. Aldraðir eiga að njóta efri áranna með reisn. Þeir eiga að hafa raunverulegt val um hvernig þeir haga lífi sínu, hvort sem það felst í að búa á dvalarheimili eða í eigin húsnæði, stunda vinnu eða ekki.
Það er réttlætismál að veita öldruðum raunverulegt frelsi til að njóta ávaxta ævistarfs síns. Í þágu þess réttlætismáls ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna."
Getur Sjálfstæðisflokkurinn talað skýrar?
Aldraðir beri þetta saman við niðurstöðuna af fjögurra ára norrænni velferð Steingríms J. Sigfússonar,sem birtist í áðurnefndum skerðingum og álögum á aldraða.
Ógnarstjórn þessa manns og heilagrar Jóhönnu, fyrrum sjálfskipaðs verndardýrðlings hinna smáu, náði að rýra kjör eldri borgara um 13 milljarða árlega.
Aldrei hefur nokkur stjórnmálaflokkur annar í Íslandssögunni frá Gamla Sáttmála en Vinstri Grænir undir forsæti Steingríms J. Sigfússonar logið meira og svikið stærra. Allt frá Icesave til ESB liggur leiðin frá velferð til vesældar.
Það yrði uppreisn æru fyrir íslenska kjósendur ef þessi flokkur Vinstri Grænna þurrkaðist út í næstu kosningum eins og kannanir benda nú til.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að þvo gólfin eftir veru hans í Stjórnarráðinu.
Þar er Auðlegðarskatturinn, sem bitnar mest á öldruðu ráðdeildarfólki ofarlega á blaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2013 | 09:27
"Vellygni Bjarni"
var nafn á manni einum í gamla daga. Hann þótti ljúga betru og sennilegar en flestir aðrir og því fékk hann nafnið.
Seint verður Árna Þór Sigurðssyni gefin þessi nafnbót því frásagnargáfa Árna virðist miða við það að tilheyrandinn sé annað hvort kjósandi VG, vangefinn eða jólasveinn af fjöllum.
Árni þeytir flautir sínar í Mbl. Í dag. Þar segir hann m .a.:
. " Á liðnu kjörtímabili hefur ríkisbúskapurinn verið reistur úr rústum hrunsins. Óstjórn og ábyrgðarleysi í aðdraganda hrunsins áttu ekki síst hlut að máli þar sem skattalækkanir útrásaráranna grófu undan möguleikum ríkissjóðs á að takast á við efnahagsleg áföll. Óheft frjálshyggja og óábyrg kosningaloforð á árunum fyrir hrun voru hinn görótti kokteill sem leiddi ógæfuna yfir íslenska þjóð.
En með gerbreyttri ríkisfjármálastefnu eru fjármál ríkissjóðs orðin sjálfbær. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með halla upp á 14,6% af vergri landsframleiðslu og árið 2009 með 9% halla. Samtals nam hallinn nálægt 400 milljörðum króna að núvirði á tveimur árum. Með markvissum aðgerðum hefur á einu kjörtímabili tekist að vinda nær alveg ofan af þessum halla og koma þjóðarbúskapnum í jafnvægi. Engu að síður verður að halda áfram ábyrgri stefnu til að vinna á gífurlegri skuldsetningu og vaxtakostnaði ríkissjóðs, sem eru afleiðingar hrunsins og gjaldþrots Seðlabankans .
Uppsafnaður ríkissjóðahalli kjörtímabils fráfarandi ríkisstjórnar er að lágmarki 3-400 milljarðar króna. Það kallar þessi Árni að vinda ofana af hallanum.
Enn segir Árni:
Á næsta kjörtímabili má búast við að viðsnúningurinn í ríkisfjármálum skapi um 50-60 milljarða svigrúm til uppbyggingar. Vinstri græn vilja nýta þetta svigrúm til fjárfestingar í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum.
Það er líklega næsta ríkisstjórn sem á að afreka þetta frekar en Árni þessi. Ærið verkefni það.
.Öflugt heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði .
Skyldi hann ekki hafa heyrt um ástandið á spítölunum?
.. á næsta kjörtímabili er bætt starfsaðstaða og tækjakostur á heilbrigðisstofnunum, aukið aðgengi að tannlæknaþjónustu,að sálfræðiþjónusta verði hluti af heilbrigðiskerfinu,efling heilsugæslunnar,nýtt námslánakerfi, framfærsla fyrir þá sem koma til náms á framhaldsskólastigi af vinnumarkaði,fullfjármagnað háskóla- og framhaldsskólastig,aukinn stuðningur við barnafjölskyldur, áframhaldandi styrking barnabótakerfisins,hærra tekjuþak vegna fæðingarorlofs,bætt staða tekjulágra, aldraðra og öryrkja,nýtt og fullfjármagnað almannatryggingakerfi, aðstoð við skuldsett heimili, nýtt húsnæðiskerfi, m.a. með samræmdum húsnæðisbótum jafnt til þeirra sem kaupa og leigja .
Það er ekkert smávegis sem næsta ríkisstjórn á að gera ! Þorir nokkur að taka við eftir 4 ár Árna og VG í ríkisstjórn?
Af hverju gerði hann ekkert af þessu sjálfur meðan hann gat?
. Sú forysta sem Vinstri græn hafa haft um viðsnúning í þjóðarbúskapnum á sérlega erfiðum tímum í íslensku þjóðlífi tryggir að nú er hægt að hefja nýja sókn. Óraunsæ gylliboð og neikvæður áróður gegn því sem áunnist hefur mega ekki villa okkur sýn. Ábyrgð, jöfnuður og almannaheill eru kjörorðin sem við setjum í öndvegi ..
"Illygni Árni" gæti manni dottið í hug í þegar maður rifjar upp söguna af "Vellygna Bjarna".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 20:17
Nýr fjórflokkur fæðist ?
óvænt skv. skoðanakönnun meðal 12000 manna:
Framsókn 32 %
Sjálfstæði 22 %
Samfó 10 %
Piratar 7 %
Engir litlir sérviskuflokkar, innifaldir VG !
Það er loksins von um að virðing Alþingis verði endurreist ef nýr fjórflokkur myndi fæðast.
8.4.2013 | 18:01
Járnfrúin til jarðar fallin
í Stóra-Bretlandi.
Margret Thatcher átti merkilegan feril í stjórnmálum. Hún féll í fyrstu tilraun 1959. Giftist Denis og átti tvíbura, fékk lögmannsréttindi og komst á þing 1969. Hún var tuttugu ár að klífa á toppinn. Hún var sögð ókvalráð ef þess þurfti.
Hún barðist við verkalýðsamtökin og námuverkamennina sem þá voru langt búin að eyðleggja iðnað Breta sem reis upp eftir þetta og komst í fremstu röð aftur.Hún fór hiklaust í mikið og mannskætt stríð við herforingjastjórnina í Argentínu 1972 útaf Falklandseyjum, sem höfði eins og Kim í Kóreu breitt yfir vandamál sín með útrás. Hún hafði þar sigur með hjálp Reagans vinar síns. Nú hótar Kim að buffa Bandaríkin og þá hlýtur eitthvað að ganga á í því landi.
Hún hafði kjark til að segja upphátt að hún vildi heldur hvíta landflótta innflytjendur frá Rhodesíu heldur en Asíufólk þar sem þeir ættu erfiðara með aðlögunað bresku samfélagi. Síðan er það mál margra manna að innflytjendastraumur annarra kynþátta og Múslíma til Bretlands sé langt til kominn með að eyðilgggja það gamla Bretland öðru sinni án þess að nokkur stjórnmálamaður þori að hafa á því skoðun. Eins og raunin er til dæmis hér á Íslandi. Sá sem vill ræða innflytjenda-eða hælisleitendamál hérlendis er yfirleitt gargaður niður með rasistahrópum sem á að vera eitthvað ljótt. En er það samt ekki í hugum margra sem vilja halda sínu landi,menningu og fólki.
Thatcherism og Reaganomics eru orðin hagfræðihugtök um afgerandi stjórnaraðgerðir enda var vinátta þeirra og starfsaðferðir talsvert áþekkar þó umdeildar hafi verið. En það þarf fólk með persónuleika til að koma í gegn umdeildum málum. Um hana var gerð frábær mynd sem sýnir vel þróunina í stjórnnunarstíl hennar sem virtist sanna að að allt vald spillir en algert vald gjörspillir. Hún var sett frá 1990 þegar hún gekk endanlega fram af stuðningsmönnum sínum. Leikur Meryl Streep í myndinni er svo ótrúlegur að maður trúir ekki sínum eigin augum.
Járnfrúin var fædd 1925. En þú?
Járnfrúin lifir nú hinsvegar eins og Hávamál segja um orðstírinn.
7.4.2013 | 21:47
Hræðsluáróður
er talsvert í gangi meðal Sjálfstæðismanna. Það er bent á félagshyggjustefið í Framsóknarflokknum sem er þar vissulega skrifað skýrum stöfum. Þetta nota menn til að sannfæra sig um að Framsókn muni hlaupa til að mynda stjórn eftir góða kosningu með ríkisstjórnarflokkunum. Framsókn sé vinstri flokkur sem er trútt sannindum feðganna Hermanns og Steingríms að allt sé betra en íhaldið. En eigum við að dvelja í fortíðinni svo staðfastlega að við sjáum ekki framtíðina?
Virði maður Samfylkinguna fyrir sér og það fólk sem þar fer fyrir, þá er sá flokkur í þeirri stöðu að hann mun eiga erfitt með að gefa eftir í ESB málum. En Framsókn hefur þegar sagt svo mikið um þau, að það yrði erfitt að finna sameiginlegan flöt á þeim málum meðal meirihluta þingmannsefna flokksins að gefa eftir í því máli.
Horfi maður á Vinstri Græna þá er erfitt að sjá nokkuð stefnumál sem þeim er fast í hendi. Þetta virðist orðinn harðsvíraður og heldur hugsjónfátækur valdabrasksflokkur. Það er varla hægt að benda á eitt einasta mál sem flokkurinn hefur staðið staðfastglega vörð um. Þegar þessi flokkur kemur með kosningaloforð núna eftir síðasta kjörtímabil, þá finnst manni maður heyra andvörp viðmælenda. Er eitthvað að marka ykkar loforð yfirleitt? Hversvegna eiga menn að kjósa ykkur frekar en aðra? Bara af vana eða af því að hinir séu svo vondir, þið séuð svo góðir og göfugri?
Öll litlu brotin 10 með sérþarfirnar? Nennir nokkur að standa í svipuðum samningum og síðasta stjórn var sífellt að gera við þór Saari og þannig fólk? Þá þekki ég illa þá Framsóknarmenn ef þeir sætta sig við þann hátt mála.
Ef að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru sannfærðir um að þjóðin þurfi að finna leið upp úr öldudal kreppunnar þá hljóta þeir að hafa þá ábyrgðartilfinnngu að hugleiða hvað leiðir séu að því marki og hvernig því markviði verði náð. En slíkt er óframkvæmanlegt með sífelldum hrossakaupum tæps meirihluta þar sem nánast hver villkattaþingmaður hefur gíslatökustöðu fyrir sérþarfir sínar.
Því verður því ekki trúað að nokkur Sjálfstæðismaður muni undan skorast að axla ábyrgð jafnvel þó að kosningaárangurinn verði vonbrigði eða ekki. Það er líf þjóðarinnar sem um er að tefla en ekki tilfinnngar einstaklinga. Það er ekkert rúm fyrir fýlu.
Þess vegna megum við ekki láta hræðsluáróður byrgja okkur sýn.
6.4.2013 | 12:55
Efnahagsundrið Össur Skarphéðinsson
skrifar í Mogga um ágæti upptöku evru.
Eins og aðrir kratar þá sér hann heiminn í svarthvítu og aðeins útfrá því að lán verði að taka fyrir öllum lífsins gæðum,
"....En þetta gerist ekki bara í hruni. Verðbólgan hér á Íslandi er viðvarandi langtum hærri en í nágrannaríkjunum. Rannsóknir sérfræðinga Seðlabankans sýna að blessuð krónan okkar ber þar mesta ábyrgð sem bæði sveiflu- og verðbólguvaldur. Því óstöðugra sem efnahagsumhverfið er - því dýrari verða lánin. Skuldamál heimilanna verða því ekki aðskilin gjaldmiðilsmálunum....
Þess vegna auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn fyrir kosningarnar 2009 einhliða upptöku evru. Sigmundur Davíð hélt heila ráðstefnu um Kanadadollar. Steingrímur J. varð um hríð ástfanginn af norsku krónunni. En Seðlabankinn sló þá valkosti alla út af borðinu. Í gjaldmiðilsskýrslunni frá síðasta sumri kvað hann skýrt upp úr með að valkosturinn við óstöðuga krónu væri bara einn: upptaka evru....
....Í skýrslu Viðskiptaráðs frá því fyrir jól kemur fram að lántökukostnaður íslenska ríkisins er að meðaltali 4,5% hærri en í samanburðarríkjum árin 1995 til 2012. Þetta er hið svonefnda »Íslandsálag« sem við þurfum að borga umfram aðrar þjóðir með gjaldmiðlinum okkar á skuldir allra heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Viðskiptaráð mat það svo, að »Íslandsálagið« gæti numið á bilinu 130 til 230 milljörðum króna á hverju einasta ár..." Gersamlega er svona fólki um megn að skilja það að verðbólgan bætist við vaxtatöluna þegar talað er um vertryggða vexti. Sérstaklega skilur Össur ekki þátt sinn í verðbólguframleiðslunni, Alltof margir trúa því að útlend fyrirtæki búi við mun lægri vexti en íslensk, Þarna er mikil blekking á ferð. Erlendis fer vaxtastig útlána til fyrirtækja miklu mera eftir stærð og styrk þeirra en hér. Skuldugt fyrrtæki verður að staðgreiða meira en 15 % vexti ef það vill fá yfirdrátt. Vextir greiðast í peningum um hver mánaðamót. Það er hvergi slíkt agaleysi sem hér er viðhaft af bankastrákum í löndum þar sem bankamennska leggst gjarnan í ættir og óábyrgir dilletantar íi pólitík hafa minna um það að segja hverjir fá lán og hverjir ekki.
Össur er þó ekki fæddur gersneyddur öllu viðskiptaviti. Hann hafði að sögn vit á því að selja bréfin sín í SPRON í tæka tíð til að græða meðan aðrir töpuðu og sumir fóru í fangelsi fyrir að gera svipaðar ráðstafanir.
Menn töluðu á tíma Erhardts um þýska efnahagsundrið. Hann talaði fyrir hófsemi og sparnaði. Meðan Össur er hið íslenska efnahagsundur og sér heiminn í gegnum lánagleraugu eingöngu er lítil von um að Eyjólfur hressist.
6.4.2013 | 12:33
Árni Páll úti í Hádegismóa!
með þessum orðum i téðu MBL-viðtali:
»Ég held samt að fylgi Framsóknar megi að hluta rekja til þess að Morgunblaðið hefur skipulega haldið fram Framsóknarflokknum á kostnað Sjálfstæðisflokksins misserum saman. Það má segja að ritstjórnarstefna Morgunblaðsins sé að skila tilætluðum árangri þessa dagana.«
Já mikill er kraftur Hádegismóans og ekki versnar það þegar Árni Páll er kominn út í hann!.
6.4.2013 | 12:26
Afturábak með Árna Páli!
er útlistað skýrt og skilmerkilega í viðtali við piltnn í Mbl í dag:
Grípum .þar niður:
..."- Þegar Actavis flutti höfuðstöðvar sínar úr landi talaði forstjóri fyrirtækisins um hátt í 200 skattabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og óvissu í umhverfi fyrirtækja sem helsta vandann?
»Skattbreytingarnar orsökuðust af hagstjórnarmistökum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á fyrri tíð. Þeir flokkar lækkuðu skatta á árunum 2003 til 2007 án innistæðu, þannig að þegar árið 2006 var spáð fjárlagahalla árið 2008. Það þurfti semsagt viðstöðulausa ofþenslu til að halda jafnvægi í ríkisrekstri. Þetta var ein höfuðástæðan fyrir hruninu og að það þurfti að hækka skatta. Menn söfnuðu ekki í sjóði en neyttu meðan á nefinu stóð.«
- En sú ríkisstjórn borgaði reyndar niður skuldir ríkissjóðs?
»Já, en menn söfnuðu ekki í sjóði, heldur kusu að lækka skatta og auka þannig enn á hagstjórnarvandann sem við var að glíma. Hagstjórnin var öll í molum eins og rannsóknarskýrsla Alþingis rekur mjög vel. Ég held hinsvegar að sitjandi ríkisstjórnin hafi síðustu tvö árin ekki fylgt nógu agaðri stefnu í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði betur sest niður með SA og ASÍ í upphafi kjörtímabilsins og útfært tillögurnar um skattbreytingarnar þannig að fyrirsjáanleikinn yrði meiri. Það er óþarfi að breyta sköttum á síðustu stundu. En verkefnið núna er að hagræða og einfalda og vinna áfram að sköpun meiri verðmæta, greiða niður skuldir og tryggja okkur alvöru framtíð á sjálfbærum forsendum í þessu landi.«»
....Við erum með algjörlega útfært plan um hvað við gerum þá. Það plan krefst enn meiri aga í hagstjórn, hraðari niðurgreiðslu skulda, minna fjármagns til velferðarkerfisins, lægra raungengis til að standa undir greiðslu skuldanna og þar með talið minni kaupmáttar. Það er plan um lakari lífskjör, minni velferð og meiri sjálfsþurftarbúskap. Við getum ekki talið okkur trú um að hægt sé að halda uppi norrænni velferð með efnahagslíf í höftum. Norræn velferð byggist á viðskiptafrelsi, raunverulegri verðmætasköpun og samkeppni fólks um hugmyndir.«...."
Þa' þarf kokhreysti til að tala svona af manni sem eftir 4 ár í ríkisstjórn situr uppi með 400 milljarða uppsafnaðan ríkissjóðahalla. Heldur maðurinn að við séum öll bæði skilningslaus,heyrnarlaus og sjónlaus?
Er hægt að tala skýrar? Samfylkingin boðar gengislækkun, meiri niðurskurð og lægri lífskjör.
Blóð svita púl og tár. Þarna talar Churchill Íslands í upphafi Evrópusambandsstyrjaldarinnar.
Nýtt kosningaslagorð Samfylkingarinnar er fætt:
Afturábak með Árna Páli !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko