Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Bjart framundan

er hjá Íslendingum í raun og veru þegar grannt er skoðað.

Landsvirkjun er að skila 100 milljörðum frá rekstri inn í ríkiskassann. Það er hérumbil sama og Kárahnjúkavirkjun kostaði. Skiljið þið þetta? Landsvirkjun er að græða hérumbil eina Kárahnjúkavirkjun á ári? Samt tala menn um að það eigi að selja Landsvirkjun til að borga skuldir ríkissjóðs?  Sem eru á langtum lægri vöxtum en gróðinn af Landsvirkjun? 80 milljarðar á móti hundrað þetta árið og vaxandi.Er þetta ekki stórkostleg hagfræði?

Vor ágæta stjórnarandstaða er stundum að halda því fram að íslensk heimili séu að greiða niður raforkuna fyrir stóriðjuna í landinu.  Sem notar einhver 90 % af allri orkunni á meðan heimilin greiða hérlendis meira en helmingi minna fyrir rafmagnið sitt en meðal Evrópubúi.  Hversu gáfað getur fólkið orðið?  Að selja Landsvirkjun? Hverjum? Jú lífeyrissjóðunum? Eiga aðrir svoleiðis peninga? En þeir skulda samt ríkinu milljarða í framtíðarskattgreiðslum? Breytir það engu?

Álverðið er núna komið í 2100 dollara á tonnið.  Það er bara að hækka því það á að fara að framleiða hundrað milljónir bíla á næsta ári sem taka til sín meira ál með hverju módeli.Og svo hefur olían hefur lækkað um helming þannig að það verðu ódýrara að eignast bíl á næsta ári en nokkru sinni fyrr, fiska eða fljúga til sólarlanda.

Fiskur verður eftirsóttari með hverju ári. En hann er hættur að keyra heimilin í kaf hvenær sem verðsveifla verður á erlendum mörkuðum. Ferðamenn streyma til landsins sem aldrei fyrr og moka inn meiri gjaldeyri en fiskurinn.

Alþingismenn virðast ekki geta klárað gjaldtökumálin til verndar íslenskri náttúru öðruvísi en að gera málið óleysanlegt með eftirlitsstöðvum og passakoðurum um allt land. Og hafa svo fríkeypis fyrir Schengen liðið til viðbótar.

Auðvitað er nefskattur á alla Íslendinga og svo inngöngugjald fyrir alla útlendinga, austan að eða vestan frá, sem koma til landsins það rétta og einfaldasta. Því sem stjórnmálamenn ætla svo ekki að stela í annað eins og útvarpsgjaldinu, geta þeir meðal annars úthlutað til nauðsynlegra framkvæmda eins og byggingar salerna sem vantar sárlega víðast hvar við ferðamannastaði okkar.

Þá vill alls kyns gáfufólk opna hér allar gáttir fyrir innflutning framandi þjóða á íslenskan sósíal auk þess að fjölga hælisleitendum sem allra mest. Í stað þess að halda upp á íslenskt þjóðerni, menningu og sögu,  þá er eins og sumu fólki sé í nöp við hugtökin í alþjóðahyggju sinni og Evrópusambands dýrkun.  

Já landið okkar er fagurt og frítt.  Það er eiginlega meiri spurning hvort við mannfólkið séum samboðin landinu?  En um það getur maður stórlega efast á stundum þegar maður hlustar á það hversu gáfað sumt fólkið getur orðið.                                                           .

En í heildina tekið  finnst mér að bara bjart sé framundan í íslensku þjólífi.

 


Lífeyrissjóðavandinn

vex dag frá degi.

En hver er þessi vandi?

Einn þáttur hans er að lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga miðað við þau fjárfestingatækifæri sem í boði eru hér innanlands. Í landinu ríkja gjaldeyrishöft af óleysanlegum áðstæðum sem standa í vegi fyrir fjárfestingum í útlöndum. Catch 22. Ekki er þó sjálfgefið að aðeins sé hagnaður af erlendum fjárfestingum lífeyrissjóða frekar en öðrum slíkum athöfnum. 

Gjaldeyrishöftin eru ekki að fara í næstu viku og ekki í þarnæstu viku heldur. Vandamálið heldur því áfram að vaxa. Óhemju fé safnast upp hjá lífeyrissjóðunum í hverri viku sem gæslumenn þurfa að reyna að fá arð af. Til þessara gæslustarfa eru einhverjir menn ráðnir sem enginn eigenda fjárins kannast þó við að hafa kosið sérstaklega.  Og fáir eru þeir sem geta nefnt þá með nafni sem þeirra sjóði ráða. Tilnefndir gæslumenn eru flestir venjulegt fólk án þess að þekking þeirra á heildsölu fjárfestingum hafi verið könnuð sérstaklega.

Hver er afleiðingin af þessu ástandi?

Lífeyrissjóðirnir eru búnir að eignast ráðandi meirihluta í fjölmörgum stórfyrirtækjum landsins og tilnefna ráðamenn í stjórnir þeirra allt frá Flugleiðum til fjölda fasteignafélaga. En hin síðastnefndu verður æ dularfyllri og fjölskrúðugri  dag frá degi. Innréttaðir eru að sögn þvílíkir lúxuskontórar að Baugsveldið sáluga bliknar í samanburði. En lúxus einstakra manna er algert aukatriði sem ekki skiptir máli í heildardæminu sem við blasir.

Allir þessir fjármunir eiga að renna til þeirra launþega sem með skattfrjálsum lífeyrisiðgjöldum sínum auk mótframlags launagreiðendanna, mynduðu þessa sjóði. Þegar aldurinn færist yfir, þá á launþeginn að fá fastar mánaðargreiðslur frá lífeyrisisjóðnum sínum með uppsafnaðri 3.5 % ávöxtun í það minnsta. Við það tækifæri verður reiknaður skattur af greiðslunni sem þá rennur til ríkis og sveitarfélaga og launþeginn fyrrverandi fær afganginn.

Þó svo að bæði opinberi hluturinn og lífeyrisgreiðslu þátturinn eigi að hafa ávaxtað sig með minnst 3.5% árlega samkvæmt stofnskrá lífeyrissjóðanna, þá hafa gengið yfir þá ýmsar skrokkskjóður sem skekkja myndina.  Hafi þessi 3.5 % ekki náðst, þá lækka greiðslurnar sem því nemur. Sé ávöxtun meiri njóta launþeginn og hinir opinberu aðilar þess.

Tap á fjárfestingu sjóðanna þýðir að hinir opinberu aðilar tapa skuldbindingunni sinni í hlutfalli og launþeginn sínum hluta.Lífeyrisgreiðslurnar til launþegans okkar skerðast þá sem nemur tapinu. Enginnn er ábyrgur fyrir því tapi sem myndast kann  né heldur bætir neinn það tap sem er ótryggjanlegt líka. Þó liggur húðlát við því að standa ekki skil á skattfé við mörg önnur tilefni.

Ríkið  okkar íslenska og sveitarfélög eru í vanda. Hið opinbera stendur ekki undir væntingum okkar þegnanna. Okkar vantar spítala, öldrunarheimili, fleiri lækna og hjúkrunarfólk, fleiri tæki, betri vegi. Allstaðar er skortur sem er ekki hægt að skipta. Okkar kjörnu fulltrúar eiga að leysa vandann. En þeim er þröngur stakkur skorinn vegna viðvarandi fjárskorts. Áföll hafa líka dunið yfir og ríkissjóður til dæmis er sokkinn í skuldir. Vaxtagreiðslur hans eru sagðar nema 80 milljörðum árlega. Á meðan svo er hljóta allir að sjá að það verður að skera niður allstaðar og þykir sá mestur ráðamanna sem mest sker.

Sem sagt, annarsvegar lífeyrissjóðir með of mikið af peningum fyrir það litla sem enn er hægt að kaupa af eignum og fyrirtækjum innanlands. Hinsvegar  er ríkissjóður með öðrum sem hafa of lítið af peningum. Lífeyrissjóðir kaupa og kaupa, fasteignir og fyrirtæki í örvinglun sinni yfir því að standa annars ekki undir væntingum eigendanna með 3.5 prósentin.  Ráðamenn okkar liggja undir linnulausum árásum þeirra sem ekki kusu þá fyrir að uppfylla ekki væntingar þeirra sem þó kusu þá til valda.

Núna eiga launþegar landsins þúsundir milljarða í lífeyrissjóðum sínum. Þegar þeir fá útborgaðan lífeyri verður reiknaður skattur af greiðslunni sem rennur til ríkis og sveitarfélaga. Það má því segja að hið opinbera eigi hluta af öllu því fé sem í lífeyrissjóðum okkar liggur þessa stundina. Það er bara ekki laust fyrr en í fyllingu tímans.

Hvernig rímar þetta núverandi ástand við sjálfstæðisstefnuna og hugsjónirnar um auðstjórn almeninngs sem Eyjölfur Konráð kenndi okkur að trúa á í gamla daga?  

Er í stað almenningshlutafélaga komin einskonar Nómenklatúra stjórnenda lífeyrissjóðanna sem ræður flestum fyrirtækjum og fasteignum landsmanna?

Hefur séreignastefnan í húsnæðismálum vikið til hliðar fyrir leiguliðastefnunni?

Er ekki svo að jafnvel fólk sem lokið hefur mikilli menntun sinni stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að geta aldrei keypt sér eigið húsnæði vegna þess að það getur ekki staðið greiðslumat banka og sjóða?

Var það þetta sem ég sem Sjálfstæðismaður barðist fyrir barðist fyrir alla ævi? Eru þetta endimörk minna æskuhugsjóna í stjórnmálum?

Hversvegna er ekki hægt að hugsa sér lífeyrissjóðir og hinir opinberu aðilar semji um að þeir fái greidda einhverja  milljarða fyrirfram af eign sinni úr sjóðunum? Þurrka upp skuldir hins opinbera og vaxtagreiðslur?

Allar svona hugmyndir eru hinsvegar þaggaðar. Fást ekki ræddar. Einskonar Omerta eins og þeir þekkja á Sikiley ríkir um svona hugmyndir. Þar lýkur þeim.  Vera kann að það séu lífeyrissjóðrnir sjálfir sem eiga skuldir hinna opinberu aðila að einhverju leyti. Þeir vilji ekki fá borgaðan höfuðstól heldur fá bara vexti eins og Sikileyingar myndu manna best þekkja.

Vill enginn ræða lífeyrissjóðavandann?

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband