Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Var hrunið flumbrugangur?

að einhverju eða öllu leyti? Var ekki hægt að fara allt öðruvísi að en að búa til glæpamenn úr banksterunum? Voru þeir kannski ekki bara skárri en skilanefndarræningjarnir sem leystu þá af hólmi?

Var það endilega betra að setja alla bankastjórana og bankaráðin af þegar Lehman fór á hausinn og ekki fengust frekari erlend lán?  Var eitthvað betra að fá slitastjórn inn í Landsbankann í stað hins gráklædda og bankastjóranna hans? Eða slitastjórnir Kaupþings á þeim bænum? Margfaldur kostnaður og peningabrennsla? Brunaútsölur á erlendum eignum? Endalausar vitleysur í ráðstöfun eigna?

Var ekki banka hrunið bara misskilningur að einhverju leyti? 

Hvað hefði skeð með Landsbankann til dæmis daginn eftir hrunið? Það var hægt að fá ríkisábyrgð á innistæðurnar eftir sem áður. Það var alveg hægt fyrir bankann að lenda í vanskilum erlendis. Það voru margir aðrir í vanskilum. Greiðslumiðlunarkerfið innanlands hefði gengið snurðulaust fyrir sig. National Bank of Iceland hefði þurft að verjast Bretum og Hollendingum sem gátu ekki neitt sérstakt nema það sem þeir gerðu. Icesave hefði verið alveg klár skuld bankans en ekki þjóðarinnar. Seðlabankanum komu ekki við erlendar skuldir óreiðumanna eða hvað? Engar þjóðaratkvæðagreiðslur þurftu að koma til. Allur málarekstur snéri að bankanum. Hlutbréfin hefðu auðvitað orðið verðlítil fyrst á eftir. En hvað gerði það til? 

Svipaða athugun má gera á hinum bönkunum. Þurfti þetta nokkuð að framkvæmast svona? Hafa ekki gjaldþrota bankastofnanir geta starfað hér áframeins og ekkeert hafi í skorist? Rak ekki ríkið sparisjóðina Kef og Byr eins og ekkert hefði í skorist?

Þeir sem hafa verið stjórnendur í fyrirtækjum á erfiðum tímum vita að það opnast yfirleitt aðrar dyr þegar einar lokast ef framleiðslutækin eru í lagi.

Hvað var í ólagi í Landsbankanum sem er í eitthvað betra lagi núna? Er þar ekki sama fólkið, sömu húsin, sömu græjur?  Hvern varðar um skuldir úti í bæ eða úti í löndum ef maður getur vígbúist og varist?

Ekkert áhlaup á bankann innanlands vegna ríkisábyrgðarinnar. Við hefðum bara gefið skít í ESA og EES reglurnar alveg eins og við gerðum svo með lokun á fjármagnsflutninga. Seðlabankinn hefði staðið með bönkunum í því.

Hér varð hrun sagði bankaflónið. Varð eitthvað fjandans hrun hér nema paníkk þar sem menn misstu stjórn á sjálfum sér? Fjármálaeftirlitið misskildi hlutverk sitt, Alþingi skildi ekki upp né niður hvað var að gerast. Var ekki allt gert vitlaust sem hægt var að gera öðruvísi?

Neyðarlögin voru tilbúin. Gátu þau ekki beðið eitthvað? Var ekki hægt að setja lögreglumenn inn í bankana til eftirlits með banksterunum alveg eins og slitastjórnirnar síðar? Og hver hefur litið eftir slitastjórnunum síðan? 

Voru bara ekki verstu kostirnir valdir? Var hrunið bara ekki flumbrugangur og vitleysa? .


Gott að heyra í Gulla

í kvöld um húsnæðismál unga fólksins. Gulli er eini þingmaðurinn sem mér sýnist að skilji um hvað vandamálið snýst. Það snýst nefnilega um framtíð þjóðarinnar.

Ef við erum svo vitlaus að skilja ekki að unga fólkið okkar verður að geta komið sér upp fjölskyldum hér á landi, þá erum við að afhenda landið okkur til óþjóða sem nóg er til af og eiga hér ótal forsvarsmenn.

Ef við látum bara bankalýðinn framkvæma einhver greiðslumöt fyrir húsnæðismál unga fólksins  sem enginn maður á venjulegum byrjunarlaunum getur staðist og teljum það aðgerðir í húsnæðismálum, þá er  illa komið.  Ef við ætlum ekki að að hjálpa unga fólkinu gegn okkar hálferlenda bankavaldi(þökk sé Steingrimi Jóhanni og norrænu velferðarstjórninni) sem hér ríður húsum og láta það stjórna húsnæðismálum unga fólksins, þá er okkar skömm mikil.

Ef við ætlum ekki að sjá að lífeyrissjóðirnir eru orðnir að Medúsu-skrímsli í þjóðfélaginu þar sem þeir eru búnir að gleypa flest atvinnufyrirtæki landsins og vaxa í sífellu til að gleypa meira,  þá sannar það hversu óhæft lið við höfum kosið á Alþingi upp til hópa. Og það skýrir líka það hversvegna almenningi virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera orðinn að smáflokki kvótagreifa og bréfagutta sem ekki eigi erindi við neinn. Hvert er okkar gamli breiði flokkur Ólafs Thors farinn?

Það var frískandi að heyra að einn þingmaður í það minnsta veltir framtíð þjóðarinnar fyrir sér af alvöru. Mér finnst alveg óhætt að hlusta meira á hvað Guðlaugur Þór Þórðarson hefur að segja heldur en hverja fimm aðra, ´-ég tala nú ekki um úr vinstra liðinu. 

Gulli hefur nefnilega oftar en ekki rétt fyrir sér.


Bláa lónið

byggir tilveru sína á að selja fólki auðlind sem það fær ókeypis. Í sumar fóru þeir að selja inn fyrir þá sem vilja skoða þessa heilsulind.

Af hverju býður Hitaveita Suðurnesja eða það félag sem á orkuverið ekki afrennslið út? Eigendur þess fá þá væntanlega fé sem gerir þeim kleyft að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör eða kaupa betri tækni?

Er ekki allt í lagi að Bláa Lónið fái samkeppni?

 


Fjölskyldur eru í samkeppni

við einstaklinga á húsaleigumarkaði. Líklega mikið  til við útlendinga.

Mér var sögð saga um að 4 herbergja íbúð í úthverfi sé leigð á 350.000 og gott ef ekki svart til viðbótar. Nokkrir einstaklingar komi og bjóði þetta. Þetta er bara einstaklings herbergis verð á hvern en auðvitað mun skemmtilegra. Við lékum þetta í Stuttgart í gamla daga 3 góðir félagar saman og áttum góða daga. Eigandinn í sjöunda himni með okkur. Ég sjálfur varð aldrei var við drauginn sem hinir sögðu að fylgdi íbúðinni sem var í frekar fornfálegu húsi með mikilli lofthæð. En vel í sveit sett fyrir okkur og í göngufæri við skólann.

Aukið aðstreymi erlends verkafólks mun auka á erfiðleika ungra fjölskyldna á almennum leigumarkaði. Það er þá eðlilegt að yfirleitt steinblindir stjórnmálamenn okkar fari að tala um nauðsyn félagslegra úrræða í húsnæðismálum. Sem er eðlilegt því að Sjálfstæðisflokkurinn, bæði í sveitarstjórnum sem og á landsvísu er búinn að týna niður gamla slagorðinu um "Eign fyrir alla". Enda er vanafylgi flokksins komið niður í samræmi við það.

Unga fólkið hættir að eignast börn og við flytjum inn óþjóðir til að vinna lægst borguðu skítverkin. Smám saman er þjóðinni skipt út fyrir önnur þjóðerni. Þetta er þróun sem er beint framhald af dekri sveitarstjórna við stórverktaka sem hækka fermetraverðið jafnt og þétt. Reynið að finna viðráðanlegar byrjunarframkvæmdir að litlum húsum á fasteignamarkaðnum eða lóð undir ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu? 

Meðan heldur slagurinn áfram á húsaleigumarkaðnum án þess að nokkur rönd sé við reist. Þess vegna  gapir unga fólkið upp í félagshyggjuflokkana en tengir ekki Sjálfstæðisflokkinn við sína hagsmuni á húsnæðismarkaði. 


"Góða fólkið"

er bloggvini mínum Jóhanni Kristinssyni í Houston hugstætt. En hann skilgreinir það svona:

" GÓÐA FÓLKIÐ, því finnst allt í lagi að gefa útlendingum allt sem þeir vilja, en hrækja framan í Íslendinga sem þurfa á hjálp að halda.Síðasta trikk Góða FÓLKSINS er að skera niður heimahjúkrun fyrir öryrkja og eldra fólkið svo að það hafi efni á að standa undir uppihaldi útlendinga...."

Ég er nýbúinn að hlusta á hann Alvar Óskarsson útvarpsmann lýsa því á Sögu hvernig hann sem stómasjúklingur mun ekki framar fá aðstoð einu sinni í viku vegna tækniþjónustu sem hann getur ekki framkvæmt sjálfur. Það eru ekki lengur til peningar hjá Degi Bé. til að kosta þetta og það þarf að spara segir hann. En Alvar dregur þrátt fyrir þetta ekki úr kjörorði sínu við öll tækifæri:"Veljum íslenskt." Spurning hvað verður íslenskt í framtíðinni ef svo fer fram sem horfir?

Það er mikið til í greiningunni hans Jóhanns á "Góða Fólkinu". Það er eins og það sé einhver elíta sem stjórnar hér á landi langt um fram lýðræðislegan fjölda.Það er þetta fólk sem stjórnar fjölda hælisleitenda, fjölda viðtekinna flóttamanna, framlögum til Hörpu án nokkurra takmarkana(sjá grein Örnólfs Hall arkitekts í Mbl. í dag.) Það er þetta Fólk sem stjórnar því að rífa Reykjavíkurflugvöll hvað sem 70.000 manns vilja annað, þrengja Grensásveg, hindra umferð á Hofsvallagötu og Borgartúni,auka hlut félagslegra húsæðisúrræða, fjölga reiðhjólum og svo framvegis mætti lengi telja.

Það er þetta "Góða Fólk" sem er hugsanlega skylt þessum "Guðjóni bak við tjöldin" sem Kiljan skilgreindi á sinni tíð. Eitthvað vald sem hefur vit fyrir okkur hinum.

Enda trúir þessi þjóð víst á álfa og huldra vætta að stórum hluta. Jafnvel kýs það samkvæmt því í kosningum? Kannski býr "Góða Fólkið" líka þar?

 

 


Pat Gondell

segir sannleikann um innrás múslíma í Evrópu.

http://www.patcondell.net/the-invasion-of-europe/

Hann segir að fólk sé annaðhvort fávitar eða glæpamenn ef það vill ekki horfast í augu við sannleikann um þá hættu sem stafar af innflytjendabylgjunni og hælisleitendum af múslímakyni.

Maðurinn segir satt. Hver einasti flóttamaður eða hælisleitandi af þessu tagi sem við tökum hér inn mun verða okkur dýrkeyptur. Þetta fólk passar ekki inn í íslenskt samfélag og mun aldrei samlagast okkur meðan það heldur í sínar hefðir.

Burt með það allt og vísum sem flestum brott þangað sem þeir koma frá, því Pat Gondell hefur rétt fyrir sér.


Dagur Bé og Borgin hans

virðast óaðskiljanleg. Dagur er Borgin og Borgin er Dagur. Dagur er í hlutverki sólkonungins sjálfs, Lúðvígs fjórtánda. Hann hefur einnig erft vísdóm vorra gömlu kónga í Kaupmannahöfn, sem sögðu "Vi alene vider".

Þannig veit Dagur hvað er ásættanlegt öryggi í flugi, hvar er best að finna nýtt flugvallarstæði þegar hann er búinn að loka Reykjavíkurflugvelli og úthluta Háskólanum lóðum í Fluggörðum án þess að hafa eignarheimildir á. 

Flokksbræður hans í Isavia er auðvitað reiðubúnir að gefa út álit sem styðja stefnu Dags og alltaf virðist hægt að finna sérfræðinga sem geta skrifað hentanleg álit fyrir góða borgun.

Guðni Ágústsson skrifar snarpa grein í Morgunblaðið í dag. Hann er þreyttur á  hjásetu ríkisstjórnarionnar í flugvallarmálinu en bindur vonir við innanríkisráðherruna Ólöfu Nordal.

Guðni segir svo í lok greinar sinnar:

"Innanríkisráðherra taki flugvöllinn í faðm sinn og slái á puttana á óþægu börnunum í borgarstjórninni og segi þeim að »svona geri menn ekki«, að borgarstjóri og borgarstjórnin komist ekki upp með að hrekja flugvöllinn í burtu úr Reykjavík. Og eyðileggja loftsamgöngurnar í landinu og að auki er það óumdeilt að staðsetning flugvallarins við Landspítalann hefur bjargað fjölda mannslífa. Neyðarbrautin er lífgjöf svo margra Íslendinga og útlendinga í áranna rás. Höfuðborgin verður að virða flugvöllinn og þýðingu hans, bæði fyrir borgina og landið allt.

Málið þolir ekki lengri bið, Ólöf Nordal, deilunni um flugvöllinn verður að ljúka, þér er treystandi, þú ert samgönguráðherra, flokksbróðir þinn, Kristján Þór Júlíusson, er heilbrigðisráðherra og þú hefur sýnt það í verki að þú bæði hlustar og heggur á rembihnúta."

Og hinir vösku forystumenn "Hjartað í Vatnsmýrinni" sem stóð fyrir stærstu undirskriftarsöfnun í sögu þjóðarinnar til styrktar Flugvellinum hafa þetta að segja í Fréttablaðinu í dag:

„Isavia segir óhætt að loka þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar.“

Umræðan um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er alvarlega á villigötum. Þar á meðal er þessi yfirlýsing Dags B. Eggertssonar röng. Isavia segir hvergi að það sé óhætt að loka brautinni.

Áhættumat Isavia varð ekki til átakalaust. Í miðju matsferlinu varð ótrúleg atburðarás. Öll áhættumatsnefndin, þar með taldir starfsmenn Isavia, komst að þeirri niðurstöðu, að lokun brautarinnar væri óásættanleg fyrir flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Þá tók yfirstjórn Isavia þá dæmalausu ákvörðun að reka alla sérfræðinga flugrekstraraðilanna úr nefndinni og fól einvörðungu innanhússfólki að halda vinnunni áfram. Sú nefnd skautaði fram hjá ýmsum flugöryggisþáttum, svo sem vindhviðum, hemlunarskilyrðum og fleira, sem þeim ber reglum samkvæmt að taka til greina. Um er að ræða breytur sem reglugerð um flugvelli kveður á um að reiknað skuli með.

 

Úrvinnsla Isavia í þessu máli er þannig algerlega einhliða og á skjön við reglur, bæði íslenskar og alþjóðlegar, sem um þetta gilda. Öllum málsaðilum er þetta kunnugt.

Niðurstaða áhættumatsins er sú, að eftir lokun neyðarbrautarinnar verði ástandið þolanlegt. Flugöryggi á vellinum verður „þolanlegt“ ef brautinni verður lokað.

Áríðandi er að taka fram, að mikilvægur fyrirvari er í skýrslunni svohljóðandi: „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallarkerfið í landinu, neyðarskipulagi almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum s.s. veðurfræðilegum áhrifum frá væntanlegum byggingum í nágrenni flugvallarins né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar.“

Erfitt er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því, hvað fær meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík til að ráðast á eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og ætla að eyðileggja það. Reykjavíkurflugvöllur hefur háan nýtingarstuðul og gott flugöryggi og skerðing á öryggi hans úr góðum flokki í þolanlegan er óskiljanleg. Þeir sem berjast fyrir svona breytingum taka mikla ábyrgð, sérstaklega varðandi sjúkraflutninga, eins og öllum er kunnugt.

Hjartað í Vatnsmýri skorar enn á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu áður en alvarlegur skaði hefur hlotist af. Sá milljarða gróði, sem þeir telja sig ætla að fá út úr þessu"

Einræðisstjórnin í Reykjavíkurborg er eins og stjórn Assads í Sýrlandi algerlega ónæm fyrir óánægjuröddum borgaranna, hafi þeir eitthvað við framferði hennar að athuga. Hugsanlega vegna þess að Dagur og Assad eru starfsbræður.  Í skjóli hins nýja afls íslenskra stjórnmál, Píratans Halldórs Svanssonar Kristjánssonar úr Háskólanum, þá fá þeir félagar, Dagur Bé, EssBjörn og Hjálmar Sveinsson að valsa um með hvaða óhæfuverk sem er gegn Reykjavíkurflugvelli hvað sem líður þjóðarvilja. Hann skiptir þesa menn engu.

Það er bara Dagur Bé og Borgin hans.


Enn títuprjónn

í flugvöllinn í Vatnsmýri með áformunum byggingu Hótels allra Hótela beint í flugstefnuna á neyðarbrautinni. Geta menn ímyndað sér hvað hótelgestir verða rólegir að horfa út um gluggana niður á brautina. Svona eins og að horfa inní fallbyssukjaft? Sumir eru greinilega búnir að lofa að gera sittthvað fyrir suma sem sumir munu svo gera fyrir suma þegar ...

Dagur Bé, Hjálmar Sveins og Essbjörn svífast einskis í því að reyna að koma illu af stað.Dagur Bé. sannaði þegar hann fíflaði alla landsmenn með Rögnunefndinni, að hann er stórhættulegur maður í pólitískum refsskap, líkur Machiavelli og öllum hollara að taka vara á öllu sem frá honum kemur.Hjálmar Sveinsson er öllu hættuminni því hann kemur til dyranna umbúðalaust og sér ekkert athugavert við ofbeldi gagnvart einkabílnum að hætti góðra kommúnista. Hlutverk EssBjarnar virðist vart annað en að vera viljalaus trébrúða eins og Gosi sem sprellar þegar Dagur blæs í púkablístruna og fær neflengingu að launum. Enginn veit fyrir hverju Halldór Pírati gengur sem heldur þessu öllu á floti. Líklega er  hann bara einhvers staðar annars staðar að plotta í stóra framtíðarflokknum.

 

Ég skildi ekki hvers vegna hótellóðin var seld á 800 milljónir þegar hún var metin fyrir Reykjavíkurborg á 1.2 milljarða. Ég botnaði ekki í fréttaflutningi RÚV af þessum kaupum. Hver seldi hverjum hvað? Getur einhver útskýrt þetta atriði fyrir mér?

Borgarstjórinn blíði er sífelld atburðauppspretta fyrir allt sem getur pirrað allflesta. Einn títuprjónn á dag kemur Deginum í lag. 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband