Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Skák!

"„Þessi ákvörðun er eins og sprengja inn í samn­ingaviðræðurn­ar,“ seg­ir Gylfi Ingvars­son, talsmaður starfs­manna í Straums­vík.

Til­efnið er ákvörðun Rio Tinto að eng­ar launa­hækk­an­ir verði á þessu ári hjá fyr­ir­tæk­inu, sem rek­ur og á ál­verið í Straums­vík, nema um það sé kveðið í lög­um eða sér­stak­lega um hækk­an­ir samið.

„Áhrif þess­ar­ar ákvörðunar ná langt út fyr­ir starf­sem­ina í Straums­vík. Þetta get­ur haft al­var­leg áhrif á allt ís­lenskt sam­fé­lag en núna reyna aðilar vinnu­markaðar­ins að semja á grund­velli svo kallaðs SALEK-sam­komu­lags um ákveðna hækk­un á næstu árum. Ég sé ekki hvernig verka­lýðshreyf­ing­in ætl­ar að ganga að sam­komu­lagi meðan starfs­fólk í ál­ver­inu í Straums­vík er múl­bundið við ákvörðun Rio Tinto og mun ekki njóta sömu kjara­bóta og annað starfs­fólk á hinum al­menna vinnu­markaði,“ seg­ir Gylfi í Morg­un­blaðinu í dag."

Svo segir í Mogga í dag.

Innlegg Rio Tinto í kjaraviðræður í Streumsvik er ótvírætt.

"Ég sé ekki hvernig verka­lýðshreyf­ing­in ætl­ar að ganga að sam­komu­lagi meðan starfs­fólk í ál­ver­inu í Straums­vík er múl­bundið við ákvörðun Rio Tinto og mun ekki njóta sömu kjara­bóta og annað starfs­fólk á hinum al­menna vinnu­markaði,“

Solidarnoz!

Líklega vita allir hvernig Rio Tinto kemur að þessari ákvörðun. Gylfi hugsanlega líka.

Það hlýtur að vera fagnaðarefni ef engar kauphækkanir verða í landinu á meðan Rio Tinto heldur Gylfa í skák. Þá myndi virkileg lífskjarasókn hefjast í landinu. Gengi krónunnar myndi hækka, verðlag lækka, fjármagn myndi streyma til landsins og ný fyrirtæki myndu spretta upp. Þensla myndi aukast og launaskrið myndi hækka raunlaun vinnandi fólks.Fólk flytti heim frá útlöndum.

(  PS: Annað mál er að Íslendingar myndu líklega fljótt missa stjórn á sjálfum sér og hér færi allt til andskotans í góðærinu og hver kenna öðrum um. Aðeins Rio Tinto myndi standa sem klettur úr hafinu. Ljósmæður, læknar, lögregla og aðrir ríkisstarfsmenn myndu þá höggva á hnútinn og gera verkfall sem myndi leiða þjóðina örugglega frá stöðugleikanum til aukinnar og þjóðlegrar verðbólgu. Álverið yrði láglaunasvæði  þar til að álverð myndi annaðhvort hækka verulega eða álverinu yrði lokað. Stóraukinn innflutningur múslímska flóttamanna myndi svo já landsmönnum fyrir nægum deiluefnum og vinstri mönnum fyrir efni í lærðar greina í Fréttablaðinu)

Eru aðrir kostir í stöðunni en að reyna að setja skákina í bið?

Það er skák!

 


Villi Bjarna

hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir föstudagsgreinar sínar á Mogga undanfarið. 

Margir af vinstri vængnum vilja gera einhvern  peninga- sérvitring úr Villa fyrir ýmisleg afskipti hans af málefnum líðandi stundar. Samt hefur Villi verið mest akademiker fram að því að hann settist á þing eiginlega öllum á óvart. Hann hefur þó iðullega vakið athygli fyrir djarflega framgöngu gagnvart höfðingjum og peningafurstum. 

Og það má líka segja að Villi kemur skemmtilega á óvart í þessum greinum sínum vegna mikillar þekkingar á sögunni og innbyrðis tengingar efnahagsmála og daglegs lífs við umheiminn og þess sem þar gerist.

Í dag rekur Villi það hvernig fyrri heimstyrjöldin réði mestu um þróun efnahagsmála á Íslandi næstu áratugina eða raunar allt fram að næstu heimstyrjöld. Hann rekur þannig hvernig við erum í rauninni enn föst í þeim stjórnmálalínum sem þá voru lagðar.

Hvernig við skiptumst í flokka skoðanalega. Hvað sem flokkarnir heita hverju sinni þá er Alþýðubandalagið, gömul afturganga kommúnistaflokksins, ljóslifandi meðal okkar undir öðru nafni og sjálfsþurftastefna stórbændanna lifir enn eftir ellefuhundruð ára sambýli  með þjóðinni eins og Hannes Hólmsteinn hefur rakið. 

Fyrir þá sem ekki lesa Moggann er greinin hér:

"Speglar á bílum eru til horfa aftur fyrir sig. Lagasafn og bækur eru til að horfa aftur fyrir sig. Verst er þó þegar nútímamenn hirða upp og standa vörð um allt hið versta úr fortíðinni. Nú kann einhver lesandi að halda að fyrirsögn á þessari grein sé byggð á skopskyni þess er ritar. Svo er alls ekki. Lög þessi eru undirrituð í Amalíuborg 8. mars 1920 <ská>»Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R (L.S.)«. Undir þetta, með ráðherraábyrgð, ritar Pétur Jónsson, atvinnumálaráðherra og formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það verða svo örlög íhaldsmannsins Magnúsar Guðmundssonar að undirrita <ská>»Reglugjörð um bann gegn innflutningi á óþörfum varningi.«

 Aldarfar

 Þegar rýnt er í síðustu öld má með einföldum hætti segja að allt stjórnarfar fólst í hömlum á innflutningi ellegar skattlagningu á alla neyslu. Engin skattlagning var eðlileg nema að huglægt álit ráðamanna væri með í för. Þannig segir í 1. grein reglugjörðarinnar: <ská>»Fiskmeti, nýtt, saltað, reykt eða niðursoðið. Kjötmeti og pylsur, nýtt, saltað, reykt eða niðursoðið.« Svo kemur síðar; »Úr, klukkur, gullsmíðisvörur, gimsteinar, og hverskonar skrautgripir, nýsilfurvörur, nikkelvörur. Legsteinar.« Í næsta kafla er til viðbótar lagt enn frekar bann gegn innflutningi; <ská>»Smjör, smjörlíki og alls konar feitmeti nema til iðnaðar. Ostur alls konar. Egg ný og niðursoðin.« Síðar er bann gegn innflutningi á öli og ölkelduvatni. Enn síðar:<ská>»Ljósmyndavélar og hlutar í þær. Bifreiðar, bifhjól, reiðhjól og varahlutir í þau tæki.Tuttugasta öldin einkenndist af langri baráttu fyrir fríverslun, afnámi tolla og hvers kyns hamla í utanríkisviðskiptum og frjálsu flæði fjármagns.

 

Inn í nútímann

Nú veit hver maður að mikið vatn hefur runnið til sjávar í Þjórsá, þótt nokkuð hafi verð virkjað þar og nútíminn haldið innreið sína á Íslandi. Þeim er ritar er minnisstætt þegar bílar voru settir á »frílista«. Höfundur er jafnframt stoltur af því að hafa átt aðild að því að afnema tolla á fatnaði og skóm, en slíkar vörur eru taldar upp í reglugjörðinni. Höfundur er jafnframt stoltur af því að hafa átt þátt í að afnema vörugjöld af ýmsum vörum, sérstaklega heimilistækjum, eins og sjónvörpum og þvottavélum. Í dag eru einungis tollar á tilteknum matvælum, sem er augljós arfur frá löggjöf um bann gegn innflutningi á óþarfa.

 Framfarir

 Það var í upphafi viðreisnarstjórnar að farið var að snúa ofan af ýmsum ráðstöfunum gegn frjálsum viðskiptum, sem höfðu verið hertar á 40 árum. Fyrsta ráðstöfunin var að ákvarða gengi krónunnar út frá ýmsum verðuppbótum á útflutning og yfirfærslugjöldum vegna vöruviðskipta, sem höfðu náð hámarki á árunum 1956-1960 með Útflutningssjóði, sem reiknaði framleiðsluverð sjávarafurða og greiddi til framleiðenda, óháð verði á erlendum mörkuðum. Mismunurinn var greiddur með álagi á vöruinnflutning.

 Næsta skref var að nálgast þær þjóðir sem töldu markaðsviðskipti þjóna hagsmunum sínum best. Það ferli markaði þáttaskil með aðild Íslands að EFTA í ársbyrjun 1970. Atkvæði voru greidd í Sameinuðu þingi þann 19. desember 1969. Atkvæði féllu þannig að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks greiddu atkvæði með aðild að EFTA auk tveggja forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sem höfðu yfirgefið Alþýðubandalagið, en aðrir þingmenn Alþýðubandalags greiddu atkvæði gegn aðild. Framsóknarmenn gátu ekki tekið afstöðu og sátu hjá.

 Enn var stigið skref til að nálgast þær þjóðir, sem stunda markaðsviðskipti, með aðild að Evrópsku efnahagssvæði, EES, en þá höfðu 8 af 12 þjóðum EFTA gengið í Evrópusambandið. Greidd voru atkvæði um aðild hinn 12. janúar 1993. Já sögðu 33 þingmenn en 23 þingmenn voru á móti. Meðal þeirra sem voru á móti voru þrír sjálfstæðisþingmenn, en enn voru þingmenn Alþýðubandalagsins á móti, svo og hinar »frjálslyndu þingkonur Kvennalistans« og nokkur hópur þingmanna Framsóknarflokksins, sem fylgdi Steingrími Hermannssyni að málum. Sex þingmenn Framsóknarflokksins greiddu ekki atkvæði, svo og ein kvennalistakona.

 Í dag

 Svo bar við hinn 19. desember 2015 að enn voru greidd atkvæði um frjálsa verslun. Nú var ekki um grundvallarmál að ræða, heldur aðeins kartöfluflögur, sem voru með ofurtollum, 59%, og verður svo út þetta ár. Kemur þá ekki enn upp sama mynstur í og í fyrri atkvæðagreiðslum. Sá flokkur sem nú heitir Vinstrihreyfingin - grænt framboð og er arftaki Alþýðubandalagsins, er eins og fyrirrennari hans fylgjandi ofurtollum ásamt einum þingmanni Framsóknarflokksins, en þær framfarir hafa orðið helstar að fimm af þingmönnum Framsóknarflokksins voru fylgjandi afnámi ofurtolla á kartöfluflögum, og að venju sátu aðrir þingmenn Framsóknarflokksins hjá.

 Sennilega væru hér enn í gildi lög um heimildir til að banna innflutning á óþarfa og ofurtollar á þeim vörum, sem þingmönnum er annars ekki vel þóknanlegar ef ekki hefði komið til aðild að EFTA og EES. Víst er að meginhluti Framsóknarflokks hefur ekkert lært frá 1920 og Alþýðubandalag, það er nú heitir Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alls ekkert lært og heldur fast við sína forsjárhyggju, eins og fram kom í atkvæðaskýringu formanns flokksins.

 Sennilega væri Ísland enn á stigi sjálfsþurftarbúskapar ef stjórnarfar þessara flokka réði ríkjum. Íslendingar væru þá enn að yrkja um »Lystigarð ljúfra kála«.

 Því má ekki gleyma að það var nefnilega verulegt frjálsræði í viðskiptum fyrir 1920, jafnvel meira en er í dag."

Ég get ekki sagt að ég deili hrifningu Villa á öllu  sem EES hefur fært okkur eins og EFTA gerði sannarlega. En hugsanlega væri nú hægt að sníða verstu vankantana af EES ef þingmenn almennt nenntu að lesa og hugsa, sem er ekki útbreitt meðal þess liðs sem nú situr þar. Það réttir upp hönd án þess að hafa kynnt sér tilskipanir EES sem þeir leiða í lög án fyrirhafnar. Hvernig skyldu vinnubrögð Pírata verða í þessum málum fyrst hinir eru svona?

Menn eins og Villi hafa hlutverki að gegna við að uppfræða og upplýsa fáfrótt fólk í kring um sig sem gæti orðið að einhverju gagni fyrir land og lýð.

 


Krossferðirnar

eru notaðar af okkar fáráðlingum  sem röksemd fyrir nauðsyn umburðarlyndis gagnvart innrás Islam til Vesturlanda. 

Við drápum vissulega einhverja í þessum krossferðum það er satt. En að þeir lautartúrar hafi jafnast á við innrás múslíma til Vesturlanda er langur vegur. Þar hafa verið háðar 548 jihad-orrustur og meira en milljón Vesturlandamenn hafa verið herteknir og gerðir að þrælum múslímanna.

 https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo

(takk fyrir Cachoetes að benda á þetta band)

200 orrustur voru háðar bara á Spáni  þar til Ferdínand og Ísabellu tókst að hrekja innrásarliðið til baka.

Krossferðirnar eru ekki ástæða til umburðarlyndis gagnvart innrásar Islam sem enn stendur í breyttri mynd.


Þetta er orðið sick!

þegar menn eru komnir útí þetta sem Charlie Hebdo er kominn útí.Að gera börnum upp óframkomnar sakir.rassaþuklari

Mér finnst bara ekki fyndið  að standa við vöggu og fordæma barnið vegna foreldranna.

Auðvitað er það ekki ólíklegt að séu foreldrarnir brjálað pakk að börnin verði eins. En má gefa sér þetta fyrirfram vegna líkinda?

Rottulýðurinn í Malmö fæðir auðvitað yfirleitt af sér rottur eins og rottur gera og samlagast ekki sænsku samfélagi. En það má ekki koma í veg fyrir að einstaklingar geti flúið hörmungarnar og tekið sér stöðu meðal siðaðs fólks þegar það hefur áttað sig á forneskjunni sem það elst upp í.

Menningin og trúarvitleysan virðist samt vera allri skynsemi oft yfirsterkari,  því  miður. Það þarf nefnilega talsverðar gáfur og greind til að sjá kornið í gegn um hismið. Dæmin frá Malmö eru ekki uppörvandi upplýsingar um greindarstig þessa lýðs.

Því miður höldum við Íslendingar að með skipulögðum innflutningi á óskilgreindu hismis séum við að byggja upp frjótt vinnuafl til framtíðar. 

Okkar eigin dæmi frá Akranesi virðast ekki benda til að þessar kenningar standist.  Það virðist yfirleitt þurfa nærri tvo áratugi til að ala börn upp til einhvers nýtanlegs þroska í framandi samfélagi. Ef það þá tekst?

Og til þess að það takist verður uppalandinn örugglega að vera í lagi.

Eins og myndin sýnir þá langar marga karlmenn að klípa í fallegan kvenmannsbossa þegar slíkt ber fyrir augun innan seilingar. Munurinn er sá að við kalvínskt-uppaldir Vestur Evrópumenn þorum það helst ekki nema fullir. En þeir múslímsku og jafnvel margir suðrænir karlar líka, halda að þetta megi og að konurnar verði bara foj ef þeim er ekki sýnd þessi athygli. Það er bara ekki svona hér.

Múslímskir vandlætarar tala oft svoleiðis að maður heldur helst að það sé konunum að kenna að þær æsi okkur karlana svona upp með dillibossunum sínum að þeir ráði ekki við sig. En maður hélt að það væri hægt að láta þetta fólk skilja mælt mál. Það geti ekki haldið siðum sínum í umgengni við gistifólkið.

Auðvitað erum við Íslendingar algerlega framandi í augum þessa fólks sem er að koma frá Arabalöndunum. Það skilur okkur enganveginn né fyrir hvað við stöndum

 

Þessvegna finnst mér koma til greina að flytja frekar inn foreldralaus flóttabörn frá Arabaríkjunum en fullorðna sem aldrei verður hægt að laga þar sem þetta er heilaskemmt fólk , kannski af því að berja hausnum við steingólfið tvisvar á dag í átt til Mekka ef ekki frá af innrætingunni frá altarinu.

 

Þetta fólk getur ekkert gert fyrir okkar samfélag vegna einhverrar gamallar innrætingar sem er ekki hægt að ná út. Ef það er hægt þá er það hið besta mál og viðkomandi einstaklingar eru  meira en velkomnir til starfa. En við  múhameðskar zombíur sem neita að tala við helming þjóðfélagsins er ekkert hægt að gera nema að fóðra þær á sósíal til æviloka og halda þeim innan girðinga.

Innflytjandi á að verða innflytjandi en ekki umrenningur eða ómagi. Sumt af þessum flóttamönnum er beinlínis ekki hæft til að búa í siðmenningu. Þess vegna verður að stöðva færibandið. 

En umræðan er orðin sick eins og stendur og verður að fara að verða ögn raunhæfari. I


Ekki veldur sá er varar

dettur mér í hug þegar ég les skrif Valdimars Jóhannessonar á bloggi hans í dag þar sem hann fjallar um Islam og Vesturlönd.

Eftirfarandi er tekið úr textanum sem er talsvert lengri:(bloggari feitletrar)

Allur textinn er hér:(http://www.valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/)

 

"...Íslam er ömurlegasta afturfararafl í sögu heimsins og hefur hvergi lagt þjóðum neitt til nema hörmungar og skelfingu enda er íslam hryllileg ofbeldis- og lágmenning sem losa þyrfti mannkynið við og bægja með öllum ráðum frá siðmenningu heimsins. Við eigum ennþá tækifæri til þess að halda íslam að mestu leyfi frá ströndum landsins. Ekki aðeins þarf að standa vörð um hinn frjálsa heim heldur einnig ættu allir góðir menn að leggja sitt á vogaskálarnar til að losa múslíma undan þessari ömurlegu og skaðlegu hugmyndafræði.

Það eru alvarleg svik við hag allrar jarðarbúa að hafna sannleikann um íslam. Allur undansláttur gagnvart misvitrum múslímum, sem halda þessari hugmyndafræði á lofti, ber vott um fáfræði, heimsku, dómgreindarskort og gunguskap frammi fyrir ógnandi tilburðum þeirra. Ekki er unnt að ætlast til þess að allir hafi nægan kjark til þess að segja opinberlega sannleikann um íslam eins og nú standa sakir. Slíkt athæfi setur menn í hættu. Þeir vestrænir menn, sem ráðast hins vegar að okkur, sem segjum sannleikann, eru níðingar gagnvart eigin þjóð, menningu og löndum.

Þrátt fyrir allt sem hefur verið að gerast í Evrópu undanfarna mánuði eru fréttamenn ljósvakamiðlanna tveggja algjörlega úti á túni. Þeir bregðast að mínu mati upplýsingaskyldum sínum í sífellu. Þeir sögðu með semingi frá fréttum af ofbeldi múslíma á nýjársnótt víða um Evrópu og þó sérstaklega í Köln gagnvart mörg hundruð ungum konum, sem voru niðurlægaðar kynferðislega, nauðgað, barðar og þær rændar. Fréttir voru fyrst sagðar mörgum dögum seinna og reynt eftir mætti að gera lítið úr atburðum og neita augljósum staðreyndum, að þarna hefðu verið á ferðinni múslímskir karlmenn, að miklu leyti flóttamenn en fórnarlömbin ungar, vestrænar konur. Einnig er reynt að gera lítið úr þeirri glæpabylgju sem hefur hvolfst yfir öll þau lönd sem hafa orðið fyrir innrás múslíma, líkamsárásir og rán. Bara svo tekið sé dæmi af Svíþjóð þá hafa nauðganir þar 15-faldast síðan múslímar tóku að streyma inn í landið, - hafa aukist ekki um 15% heldur um 1500% .

Þegar almenningur í Þýzkalandi snýst til varnar með mótmælum í Þýzkalandi breytist tónninn heldur betur í ljósvakamiðlunum. Nú er því lýst að hægri öfgamenn, fótboltabullur og nýnasistar hafi safnast saman til að hrella varnarlausa flóttamennina. Í röðum mótmælenda hafi verið áberandi skallarakaðir ofbeldismenn með tattúreraðar húskúpur innan þjóðfánans enda séu þarna á ferðinni hvorki meira né minna en þjóðernissinnar! Ja hérna, er hægt að komast lengra í lýsingu á ofstækismönnum? Þjóðernissinnar !!!

Íslenskir fjölmiðlar slá þarna meira að segja Al-Jazeera við. Fréttamenn þeirra tala við virðulegar eldri konur með allt hárið á hausnum meðal mótmælenda og eru þær hvorki með einkennistrefla frá fótboltafélögum, hauskúpu tattú eða þjóðfánan við hönd.

Íslensku fréttamönnunum dettur ekki til hugar að kanna hvernig reynslan á Íslandi rímar við fullyrðingar þeirra um ríkulegan ávinning Íslands af því að fá hingað fólk sem aðhyllist íslam. Hvað varð af 28 palestínsku flóttamönnum sem Skagamenn tóku í faðm sér fyrir 7 árum? Hversu margir þeirra eru orðnir matvinnungar?   Hefur nokkur þeirra lagt eitthvað til íslenska þjóðfélagsins?

Óþægilegum staðreyndum er endalaust hafnað með útúrsnúningi og með því að benda á að margir innflytjendur hafi reynst Íslandi vel, sem er alveg rétt. En þessir innflytjendur eru nær allir með annan bakgrunn. Harðar staðreyndir um múslímska innflytjendur um alla Evrópu eru afar dapurlegar og gildir það sama um afkomendur þeirra í marga ættliði. Þeir sem lifa við gildi íslam vegnar illa og eru erfiðir í sambúð, aðlagast lítt eða ekki, leita inn í heim glæpa og ofbeldis og leggjast þungt á velferðarkerfið og fangelsin.

Sumir gætu haldið að við, sem árum saman höfum varað við innrás íslam inn í vestræn samfélög, hefðum löngun til að slá okkur í brjóst nú þegar öllum ætti að vera ljósar þær hættur, sem vestrænum samfélögum eru búin af hálfu íslam. Því miður eru ekki forsendur þess að hlakka yfir heimsku aðallega vinstri manna hvað þetta varðar. Staðreyndin er nefnilega sú að þó að öllum ætti nú að vera ljós harðar staðreyndar vegna þeirra feikimörgu sannanna sem hrannast upp varðandi íslam halda þessir aðilar dauðahaldi í blekkingar sínar og munu gera hvað sem á dynur. Sagan og reynslan getur ekki kennt þeim neitt og því eina vonin að skynsamt fólk nái að bera þessa menn ofurliði. Þessir menn sitja margir í valdastólum eins og í borgarstjórn með furðufyrirbærið Dag fremstan í flokki en ekki skyldi litið framhjá mönnum eins og Jóni Gnarr sem þegar hefur valdið kannski óafturkræfu tjóni með Degi og er líklegur til þess að nota 365 miðla gegn hagsmunum þjóðarinnar...."

Ég er hugsi þegar ég les þennan alvarlega texta Valdimars. Mér virðist allt sem maður les um sambýli múslíma við vestræn samfélög vera á þennan veg að það styðji það sem Valdimar lýsir.

Ég hef ekki séð neinar ritgerðir sem lýsa reynslunni á annan veg en því sem Valdimar lýsir. Vestræn samfélög og múslímsk blandast álíka og olía og vatn. Vökvarnir aðskilja sig hversu lengi sem hrært er.

Þetta er alvarlegur texti hjá Valdimari H. Jóannessyni sem er ekki nein uppfinning frá honum í dag heldur afleiðing og niðurstaða áralangs náms hans í þessum málaflokki.

Ég kýs að taka hann Valdimar alvarlega því ekki veldur sá sem varar.

 


Agavald á Alþingi.

virðist vanta þegar fólk ræðir þingmenn og hætti þeirra.

Vigdís Hauksdóttir var á Sögu í dag. Henni finnst greinilega ekki í lagi þingsins vegna. að ræðumenn séu í strigaskóm og illa til hafðir á einhvern hátt.

Af hverju er ekki Dress-Code á þingi sem þingmenn samþykkja með auknum meirihluta? Af hverju fær ekki Þingforseti sektarheimildir til að beita þingmenn á staðnum fyrir að brjóta fundarsköp og viðhafa ósæmilegt orðalag." Þingmaður er sektaður af Forseta um 100.000 krónur fyrir að brjóta þingsköp" Dregið af í næstu útborgun. Úrskurður Forseta er ekki áfrýjanlegur og tekur þegar gildi. Ætli ástandið gæti nema batnað á Alþingi við þetta? Mér fyndist skárra að horfa upp á Björn Val til dæmis með slifsi en ekki eins og slátrara um hálsinn.

Nigel Farage var sektaður verulega(milljón kall) á Evrópuþinginu fyrir óviðurkvæmileg ummæli um vanRompuoy. Hann borgaði. 

Mætti ekki prófa að viðhafa agavald Forseta á Alþingi ef það myndi bæta við virðingu þingsins?


Óviðeigandi spurningar

hafa gengið meðal fólks á götunni í dag.

Það er spurt hvort Albaninn sem fagnaði því að vera orðinn íslenskur ríkisborgari í gær sé virtur borgari frá heimalandinu? Það er spurt hvort hann sé faðir veika drengsins? 

Svona spurningar hljóta að vera óviðeigandi og ógeðslegur kjaftagangur.


Sjáið fagnaðarlætin!

yfir flóttamönnunum í Þýzkalandi. Merkel viðurkennir að allt sé komið í óefni í Þýzkalandi. Götubardagar brjótast úr í Köln.

http://www.dailymail.co.uk/news/article-3394896/Merkel-admits-Europe-lost-control-refugee-crisis.html

Lesið nú sjálf þið GGF og segið okkur að þetta sé alls ekki svona.

300E127600000578-3394896-Protestors_from_the_PEGIDA_movement_Patriotic_Europeans_Against_-a-15_1452560720093

Er það þetta sem dr.Ólína Þorvarðardóttir Kerúlf Alþingiskona vill okkur Íslendingum til til handa með því að flytja inn 7000 af þessum flóttalýð hingað?

Sjáið bara sjálf fagnaðarlætin í Köln.


Rotin epli

eru þær útskýringar sem GGF býður venjulega fram þegar slæmar fréttir berast af flótamönnum og hælisleitendum. Meðal valmenna leynist ávallt rotin epli sem koma óorði á heildina sem líður fyrir þetta.

Í athugasemdum á þessari bloggsíðu kom þessi: 

"Að gefnu tilefni, við fordæmum ekki alla nasista, fyrir nokkur rotinn epli í þeirri tunnu*

*Þessi röksemd var í boði góða fólksins.

Er þetta almennur hugsunarháttur? Eru til góðir nasistar? Eru til góðir ISIS liðar? Ef einn skyldi vera góður, eiga þá hinir að njóta vafans? Eða öfugt?

Er hægt að skýra allar misfellur í hjörð með svona röksemdafærslu? Allir flóttamenn eru  í raun góðir góðir nema fyrir þessi rotnu epli sem sýndu sig í Köln á nýjársnótt?

Þessvegna þarf að stofna nýtt umboðsmannsembætti á Íslandi fyrir flóttamenn  að dómi dr. Ólínu Kerúlf AlÞingismanns og auka fjölda þeirra  í 7000, væntanlega svo hann hafi eitthvað almennilegt að gera?  


Flóttamannafabrikkurnar

ganga á fullu dag og nátt. Senda Vesturlöndum stöðuga framleiðslu sína til úrvinnslu. Alveg án tillits um hvort þau hafi pantað hana eða hafi not fyrir hana.

Íslendingar halda ráðstefnu í Háskólanum með erlendum gestum í dag. Félagsmálaráðherran flytur ræðu. Erlendur gestur heldur ræðu og heimtar að öll flóttamannaframleiðslan fái mannsæmandi móttökur. Hér á Íslandi sem annarstaðar. Tæma Afríku ef svo ber undir til að fylla Vesturlönd?

Hér á landi bíða þúsundir manna eftir nauðsynlegum aðgerðum sem þeir mættu þess vegna líklega sækja til dæmis Þýskalands vegna EES. Segjumst ekki geta séð fyrir gamalmennunum okkar vegna fjárskorts?  Getum við ekki byggt spítala sem sárvantar spyr dr. Kári?  Finnst engum það þá galið að ætla að hleypa hér inn 7000 flóttamönnum eins og dr.Ólína Þorvarðardóttir Kerúlf leggur blákalt til?   

Heyrast þau sjónarmið nokkuð sem segir að þetta komi Vesturlöndum í rauninni ekkert við? Þau hafi ekki beðð um þessa framleiðslu? Eru það ekki einhverjir brjálaðir valdabraskarar sem eru vélstjórar í verksmiðjunum? Fyrir hverju eru þeir að berjast? Tómum eyðimörkum? Digrari bankareikningum í Sviss? Hvað vill ISIS í raun og veru þegar Assad hefur verið steypt?

Eiga Vesturlönd einhver hlutabréf í þessum flóttamannafabríkkum?  Hversvegna nota þau ekki styrk sinn til að stöðva þessa flóttamannaframleiðslu?  Svelta ekki heilu bæirnir  í Sýrlandi vegna þess að stjórnarherinn þar er búinn að setja þá í herkví? 

Ef sú stífla brestur breytast þá ekki allir þessir íbúar samstundis í flóttamenn? Heldur straumurinn ekki endalaust áfram að vaxa? Erum við eitthvað að stjórna því framboði?

Hafi framleiðslumet í flóttamannaframleiðslu verið slegið á síðasta ári þá hafa menn ekki líklega ekki séð neitt ennþá segir norski ræðumaðurinn á Háskólafundinum. VIÐ eigum að leysa þetta segir hann. Og Eygló ráðherra vill bara taka á móti fleirum og fleirum. Hún er svo góð og öll kvenandlitin í salnum eru svo uppklárað góð í salnum að maður kemst hér um bil við. 

 

Það eina sem  Vesturlönd gætu vel gert er að stöðva þessi stríð. Með sjóherjum sínum geta þau lokað Afríku. Með landherjum sínum geta þau lokað landamærum Sýrlands og Yemen. Þau geta drepið alla liðsmenn ISIS með tæknivopnum sínum. Þau geta afvopnað stríðandi fylkingar í Sýrlandi og Yemen.  Þau geta sprengt þá Araba aftur á steinöld ef þeir hlýða ekki friðarkallinu. Þau geta gefið mat og tjöld og fleira. Hjálpað öllu þessu fólki í neyð þess.  En þau geta ekki hleypt allri flóttamannaframleiðslunni inn til sín. Það bara gengur ekki upp sem einhverjir að minnsta kosti ættu að fara að gera sér ljóst.

Vesturlönd,  Rússar og líklega Kínverjar líka  selja hinsvegar vopnin og skotfærin til átakasvæðanna. Það er  orkan sem flóttamannafabríkkurnar ganga á. Saudi Arabía  stundar hernað,með bandarískum vopnum. Rússar styrkja Assad harðstjóra. Kínverjar kynda undir í Afríku.

Það er ekki hægt að ná samkomulagi um eitt eða neitt. Merkel getur ekkert, Hollande getur ekkert, Cameron getur ekkert og Barak Hussein Obama gerir ekki neitt til að fá þetta lið til að gera eitthvað. 

Á meðan ganga flóttamannafabríkkurnar á fullu og vandamálin vaxa hvað sem sagt er á fundum í Háskóla Íslands.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband