Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Hugsi yfir Mogganum

í dag varð ég þegar ég var búinn að lesa leiðarann og Agnesi og greinarnar tvær ofan til hægri eftir Birgi Ármannsson og Vilhjálm Bjarnason. Allt saman gullvægur sannleiki og gott litteræriskt ívaf hjá Villa.

Kemur svo ekki grein eftir Katrínu Jakobs fyrir neðan. Ég auðvitað las hana og hugsaði mér að tæta hana í mig lið fyrir lið. Hver einasta málsgrein loforð um aukin ríkisútgjöld og skattheimtu.  Svo las ég áfram síðu eftir síðu.

Og þá er Mogginn proppfullur af ámóta vitleysisritgerðum eftir vinstri flokkaflóruna allt niður í Benedikt Jóhannesson sem boðar Íslendingum efnahagslegt sjálfsmorð með myntráði, sem er auðvitað ekkert annað en upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið. Ætlar hann að vera kominn með myntráðinn í febrúar þegar kjaradeilurnar við BSRB og svo framvegis byrja? 

Ég sá að það tekur því ekki að ráðast á Katrínu sérstaklega málsgrein fyrir málsgrein eins og ég hafði hugsað mér. Ég bið lesendur samt að lesa þessa grein og spyrja sig hvað hver þeirra kosti og hvaðan peningarnir eigi að koma annarsstaðar frá en úr þeirra eigin vösum?

Því vasar útgerðarinnar, auðmanna og eldri borgara verða fljótir að tæmast.Og þá er aðeins eftir að skipta skortinum réttlátlega milli annarra þegna en Katrínar sjálfrar og Steingríms J.sem hækka verðtryggðan lífeyri sinn með hverjum degi sem líður.

Ég verð hugsi og þunglyndur þegar ég hugsa til þess að svona stór hluti þjóðarinnar virðist svo veruleikafirrtur að halda að fimmflokka stjórn til vinstri verði skárri en sú sem við höfum? Er ekki nýbúin að vera hér vinstri kattasmölunarstjórn sem varð að reiða sig á tilfallandi hlaupastráka á Alþingi til að halda lífi? Ekki koma neinu til leiðar?

Kannski er þetta herbragð Mogga til að fletta ofan af vitleysunni? Þeirra eigin orð? Já, líklega ekki ólíklegt?

Já þessi Moggi fékk mig virkilega til að hugsa hrollvekjuna upp aftur.


Hættulegir Hörpustigar

segir í bréfi sem mér barst frá Örnólfi Hall arkitekt.

Hann segir:

"
I-TRÖPPUFORMÚLAN (m.a.MVS)& ÓLÖGLEGU STIGARNIR Í HÖRPU
Tröppuformúlan(MVS): 2 uppstig + 1 framstig = 620 mm +/- 20 mm

Eldborgarstiginn (36 þrep/er líka neyðarstigi(n.b. palllaus)) brýtur þessa formúlu með of löngu framstigi:
2 x 150 mm +370 mm = 670 mm. Þess vegna er fólk sífellt að hrasa og detta
og skaða sig eða slasa. - NB:Skáskurðurinn setur fólk líka út úr eðlilegum gönguryþma.
a)- Stigi við Eldborgu milli 2. og 4.hæðar (30 þrep) brýtur þessa formúlu líka með
of löngu framstigi: 2 x 14.4 mm + 380 mm = 668 mm.
b)- Sama má segja um tvennar tröppur að Eldborgarsal(8 þrep): 2 x 180 mm + 300 mm = 66o mm
Vitað er um konu sem mjaðmarbrotnaði í öðrum. Hver ber ábyrgð þegar slys verða ??

II-´HÚSIÐ OKKAR´ VIÐ AUSTURHÖFN & DJÚPU LÆGÐIRNAR
Harpa (´húsið okkar´ svokallaða) er ekki byggð til að standast djúpu lægðirnar á haustin og á bágt veðurofsanum.


Báta- prammafloti hennar er til taks á eftir lætin með ´hjúkrandi´fag- og tæknimönnum.
Engin furða hve viðhaldsreikningurinn sé orðinn svona hár (161 milljón).

III- Dormandi ryðdraugurinn skýtur enn upp kollinum (í kverkum í stássvegg-sást m.a.12/10) og er svo yfirmálaður þegar sést í hann.

IV -Talaði við Þjóðskrá (Þá sem endurreikna fasteignamat)um niðurfellingu fasteignagjalda Hörpu.
Þeir kannast ekki við þessar niðurfellingarupphæðir í Ársreikningi Hörpu (þeirra óskhyggja ?).
Eru að endurreikna fasteignamatið aftur og öll svipuð hús fara í sömu tekjumatsaðferð, að þeirra sögn:


Reikna hvert er meðaltal á útleiguverði á svæðinu á skrifstofu,- verslunar (dótabúðirnar,markaðirnir),-
 sýningarhúsnæði,- ráðstefnurými og tónlistarhúsum. Um það er spurt ? – Sama matsaðferð verður yfir
þau öll látin ganga og von á niðurstöðu Þjóðskrár bráðlega.

PS: Stigauppmæling fór fram 12/10.
                                                               Með bestu kveðju, Örnólfur

 

 
 
Tröppuformúlan.jpg
732 KB
 
 
Preview attachment 'HÚSIÐ OKKAR´ SVOKALLAÐA ER EKKI BYGGT FYRIR DJÚPAR HAUSTLÆGÐIR !!!.jpg
 
 
'HÚSIÐ OKKAR´ SVOKALLAÐA ER EKKI BYGGT FYRIR DJÚPAR HAUSTLÆGÐIR !!!.jpg
1.2 MB
 
 
 
Enn er ryð að skjóta upp kollinum í hjúpnum (t.d. stássveggnum).jpg
168 KB
Preview attachment -Ryð í suðurvegg (skrautvegg-'stuðlavegg') - Copy.JPG
 
 
-Ryð í suðurvegg (skrautvegg-'stuðlavegg') - Copy.JPG
 
1 MB
 
 
Örnólfur hefur verið iðinn við að fara yfir byggingasögu Hörpu sem er reist fyrir opinbert fé. Örnólfi finnst hafa verið lítt vandað til hönnunar eins og stigans fræga sem enginn kannast við hjá byggingafulltrúa að hafa samþykkt enda kolólöglegur í hvaða blokk sem væri. En hann stendur samt þarna í þjóðarhúsinu.
 
Örnólfur hefur margbent á það, að skipulögð þöggun virðist hafa verið í gangi varðandi upplýsingar um byggingakostnað, viðhaldskostnað og hönnunargalla. Honum hefur gengið vægast sagt illa  að fá  svör við spurningum sem hann sem borgari þessa lands ætti að eiga skýlausan rétt til samkvæmt upplýsingalögum.
 
Alveg er það furðulegt að fjölmiðlar láti sem ekkert sé og reyni ekki að grafast fyrir um þessi atriði.
 
Er þarna pólitík að spila inn í? Ekkert sem hægt er að klekkja á íhaldinu með en bara vont fyrir vinstra fólkið? Eru Hörpustigar bara refilstigar?
 
 
 
 
 

 


Dögun

veit hvar hún er og hvar íslenska Ríkið er.

dogun

 

Hvernig getur stjórnmálaflokkur sett fram svona órökstudda klisju?

Við hverja er hann að tala? Vanvita? Vænisjúklinga? Spillingaröfl?

Vill hann einkavæðingu spilllingarinnar? Hvar er þessi spilling hjá lýðveldinu Íslandi sem hægt er að skilja frá?

Er þessi auglýsing frá Dögun fyrir vitiborið fólk?

 


Samfylkingin

býðst til að vísa þjóðinni veginn til framtíðar sinnar.

Þessi litla dæmisaga fjallar um hana:


"Efni: Samfylkingarandinn.


Kona í loftbelg villist af leið.
Hún lækkaði flugið og sá mann einn á jörðu niðri. Hún lækkaði sig enn meira og kallaði á manninn. 

"Afsakið, en getur þú hjálpað mér? Ég átti stefnumót við vinkonu mína fyrir klukkutíma, en ég veit ekki hvar ég er stödd!"

Maðurinn svaraði: Þú ert í rauðum loftbelg í ca. 30 feta hæð yfir jörðu á 64º 09´ 117” norðlægrar breiddargráðu og 21º 57´ 144” vestlægrar lengdargráðu.

"Þú hlýtur að vera tæknimaður." sagði konan.
"Já það er ég," svaraði maðurinn, " en hvernig vissir þú það?

Thja, sagði konan, allt sem þú hefur sagt, er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um það, hvernig ég á að nota upplýsingarnar. 

Staðreyndin er, að ég veit ekki enn hvar ég er, og það eina sem ég hef fengið út úr okkar samtali, er að mér hefur seinkað enn meira."
Maðurinn á jörðinni svaraði um hæl: "Þú hlýtur að vera samfylkingarkona."

"Það er ég," svaraði konan, "en hvernig vissir þú það?"

"Það er svosem einfalt. Þú veist ekki hvar þú ert stödd, þú veist ekki hvert þú stefnir. Þú kemst ferðar þinnar á loftinu einu, þú ert búin að gefa loforð, sem þú ert ekki fær um að efna, og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þitt vandamál. 

Staðreyndin er, að þú ert í sömu sporum og þú varst áður en að þú hittir mig, en allt í einu er það mér að kenna!!!"

Samfylkingin heldur því fram að útgerðin sitji á 200 milljörðum sem hægt  sé að sækja til hennar. Það komi nægt fé í fyrirfram greiddar vaxtabætur sem megi nota til útborgunar í íbúð.

Já Samfylkingin veit hvar hún er stödd.


Smári McCarthy og Boðorðin sjö.

Smári McCarthy "stærðfræðingur" og forsætisráðherra efni Birgittu, hefur skýra sýn í efahagsmálum sem hann setur fram í sjö liðum eins og boðorðin:

1. " ...við erum hér að stefna á 40-50% atvinnuleysi sem yrði bara frábært..."

2."...svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhverskonar framfærslu."

3. "...ég yrði bara helsáttur við það að vera atvinnulaus og hafa meiri frítíma."

4."Með því að framleiða minna erum við sjálfbærari."

5."Við erum að tala um stjórnarskrárbreytingar, hvernig fer þetta inn í stjórnarskrá?"

6. Það er mjög auðvelt, þarf bara ákvæði, þetta eru bara mannréttindi."

7." Allir eiga rétt til grunnframfærslu."

Einhver hefur kannski haldið að þeir hefðu nú séð ýmislegt með Jóni Gnarr og besta Flokknum. En það er greinilega  hægt að toppa það. 

Reykjavíkurmódelið fyrir Ísland allt er í boði Pírata. Þar verður Smári líklega leiðtoginn en einhver óþekktur töfralæknir fer með völdin í hans umboði. Rétt eins og í Reykjavík.

Kannski að fyrsti stafurinn sé Steingrímur? Hann sjái um að útfæra boðorðin sjö frá Smár McCarthy


Baráttufundur í Garðabæ

var að enda í Fjölbrautarskólanum. Salurinn var pakkaður af fólki eftir að margir höfðu vrið á tauginni um að enginn kæmi!

Bjarni Benediktsson flutti mikla ræðu og lagði áherslu á þá skyldu Sjálfstæðismanna að skapa samstöðu meðal þjóðarinnar um þau mál sem brýnust væru. Hann gæti það ekki einn, ekki heldur með hjálp allra viðstaddra. Heldur yrði hjálp þjóðarinnar sjálfrar að koma til.

Það væri enginn Íslendingur sem hann hefði hitt sem teldi nýja stjórnarskrá vera nauðsynlega til að hjálpa sér að ná endum saman. Hvað þá að ætla að neyða nýrri stjórnarskrá frá grunni ofan í þjóðina nauðuga. Allar breytingar á stjórnarskrá yrðum við að gera með samhljómi við þjóðina, ekki einhverja hluta hennar.

Bjarni rakti árangur ríkisstjórnarinnar á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Hann vildi óska að fólk myndi segja að því liði ögn betur þetta ár heldur ár heldur en því leið á því fyrra. Þannig vildi Sjálfstæðisflokkurinn vinna að öllum yrði léttara að lifa með ári hverju. Við gætum aldrei gert allt fyrir alla eins og loforðaflaumur vinstri flokkanna hljómar. Við myndum hinsvegar reyna okkar ítrasta til að hagur allra myndi batna með ári hverju. Þannig vildi Sjálfstæðisflokkurinn vinna.

Þeir vinstri menn vilja bara skattleggja sem mest svo þeir geti útdeilt eftir eigin höfði. Þetta þýðir einfaldlega meiri ríkisútgjöld og stöðugar skattahækkanir. 

Þetta er ekki í anda okkar Sjálfstæðismanna. Við viljum hjálpa þeim mest sem eru mestrar hjálpar þurfi. En öflugt atvinnulíf er ávallt forsenda velferðarinnar. Án þess getum við ekkert.

Stefnuskrár þeirra vinstri manna eru þær sömu og voru fyrir stofnun norrænu velferðarstjórnarinnar. Hún fékk falleinkun í kosningunum fyrir rúmum þremur árum síðan. Við þurfum ekki að endurtaka þá tilraun eða reynslu.

Margir skemmtikraftar stigu á svið með nýmóðins hávaða og sáust gamlingjar halda fyrir eyrun. Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds léku og sungu fyrir fjöldasöng og var það mál mann að raddirnar og fjörið hefði ekki breyst þótt hrukkunum hefði fjölgað.Og fleiri voru þarna þekktir skemmtikraftar sem bloggari kann ekki einu sinni nöfnin á vegna hækkandi aldurs síns en sá bara að þeir gerðu stormandi lukku meðal þeirra yngri.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri skemmti mönnum með heldur ótrúlegum sögum af fyrirmönnum flokksins grafalvarlegur í bragði. Hann gerði auðvitað mikla lukku   þótt sumar sögurnar væri svona á grensunni- en skítt með það, bæjarstjórar hljóta að mega sletta út klaufunum svona bláedrú meðal vina. 

Frambjóðendur stigu á svið og fóru með gaman og alvöru.

Stemningin var ósvikin og allir viðstaddir fóru út stoltir af flokknum sínum og sjálfum sér með heit í hjarta að vinna af alefli að kosningu Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn.

Það skal tekið fram að pepsí var sterkasti drykkurinn með pizzunum. En fjörið var ósvikið fyrir því á þessum baráttufundi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.


Deja vu

sem má þýða þegar séð eða fyrirséð framtíð er niðurlag á grein Óla Björns Kárasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar sem 365 halda því fram að 2/3 landsmanna lesi aðeins Fréttablaðið, þá kannski slysast einhver til að lesa þetta hér:

"Deja vu,

Komist vinstriflokkarnir til valda verður bjöllunum aftur hringt í Brussel.

Og eftir nokkrar vikur mun fjármálaráðherra (Steingrímur J?) standa upp og kynna umbyltingu skattkerfisins – í anda „you-ain’tseen-nothing-yet“.

Milliþrep í tekjuskatti verður ekki fellt niður líkt og lög kveða á um.

Í sælulandi vinstrimanna er tekjuskatturinn marg- þrepa og alltaf er sótt sérstaklega að millistéttinni.

Tollar verða ekki afnumdir, þeir verða hækkaðir og settir á að nýju.

Eignarskattar – auðlegðarskattar – verða kynntir til sögunnar að nýju og eldri borgarar verða fórnarlömbin.

Enn einu sinni verður gerð atlaga að sjávarútvegi og grafið undan ferðaþjónustu með auknum álögum.

Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Atvinnulífið heldur að sér höndum.

Það dregur úr fjárfestingum, laun lækka og störfum fækkar. Góðæri breytist í stöðnun, svo samdrátt og lakari lífskjör.

Öll fögru 200-milljarða kosningaloforðin fjúka út um gluggann.

Ríkissjóður verður rekinn með vaxandi halla, verðbólga eykst og skuldir hækka. Gamla vítisvélin fer aftur í gang.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina mótstaðan við vinstristjórn.

Á grunni stöðugleika vilja Sjálfstæðismenn sækja fram, bæta lífskjörin og halda endurreisn heilbrigðiskerfisins áfram. Með öflugu atvinnulífi er hægt að efla menntakerfið og ráðast í nauðsynlega innviðafjárfestingu.

Sjálfstæðismenn skilja að þegar ýtt er undir millistéttina með hófsemd í álögum, fær ríkissjóður aukinn styrk og þar með getum við staðið sameiginlega með myndarlegum hætti að velferðarkerfinu.

Kjósendur ráða niðurstöðunni þegar þeir ganga að kjörborði á laugardaginn.

Kostirnir eru skýrir – óvenjuskýrir.

Óli Björn er skarpskyggn að vanda. 

Auðvitað lifir þjóðin þessi "Móðuharðindi af Mannavöldum" af eins og fyrri plágur sem yfir þetta land hafa gengið. En af hverju að leggja þetta á sig að nauðsynjalausu?

"Til lengri tíma litið erum við öll dauð" sagði John Maynard Keynes þegar menn efuðust um langtímaáhrif ráðstafana hans.

Hvað okkur Íslendinga varðar er næsta kjörtímabil nokkuð fyrirséð ef ESB-flokkarnir ná að mynda hér "Bernhöftstorfustjórn".  

Eiginlega

Deja vu.


Hér eftir verð ég Dr. Dóri !

héreftir.

Mig langaði nebbnilega alltaf til að verða Doktor. Miklu flottar en að vera bara Diplom Ingenieur. Það er sko munur á því á því að vera Herra Braun eða Doktor Braun í Þýskkalandi get ég sagt ykkur. Meira að segja eiginkonan er þar kölluð Frau Doktor Braun. 

Það er auðvitað bara formsatriðiað ljúka einhverjum kúrsum upp í Háskóla en með tilliti til aldurs og fyrri starfa finnst mér allt í lagi að nota titilinn Doktor meðan ég hef ánægju af.

Ég á eftir að senda grein um þetta á Wikipediu og þið kannski hjálpið mér að rökstyðja þessa afstöðu mína. Ég hef ekki beinlínis fallið í neinum kúrsi þarna upp í Háskóla hjá henni Doktor Lund þar sem ég hef ekki farið í neina svoleiðis, eða þannig það ég veit. Mér finnst það ekki skipta neinu máli í sjálfu sér nema ef ykkur finnst þetta ómögulegt af því að ég er íhald en ekki forsætisráðherraefni Pírata.

Svo er hann Gunnar Ingi Birgisson ekkert að nota sinn Doktorstitil dags daglega svo ég get þá fengið hafa hans á meðan eða hvað. Er það ekki alveg í lagi?

Já, ég kann bara vel við að vera orðinn Doktor Dóri en ekki bara Dóri.

 

 


1 gott HJÖLL!

er í Mogga í dag.

Samkvæmt boðbera sannleikans Fréttablaðinu í dag, þá lesa bara 9 % landsmann Mogga en 67 % bara Fréttablaðið sem er auðvitað í mjög góðu hlutfalli við gengi ESB flokkanna í skoðanakönnunum.

En Hjörleifur Guttormsson hefur þetta að segja um orðheldni síns gamla kommaflokks:(Bloggari feitletrar að vild)

"Í fullan aldarfjórð- ung og lengur hafa íslensk stjórnmál öðrum þræði snúist um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu.

Um 1990 reru forystumenn sósíaldemókrata á Norðurlöndum að því öllum árum að tengja norrænu ríkin við ESB. Niðurstaðan varð aðild Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu, til viðbótar Danmörku, sem ásamt Bretlandi hafði gengist undir Rómarsáttmálann árið 1972.

Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóð- aratkvæðagreiðslu og Ísland og Noregur tengdust þá innri markaði ESB gegnum EES-samninginn. Átökin um aðild héldu hins vegar áfram hérlendis og voru fyrir alþingiskosningarnar 1999 bakgrunnurinn í uppstokkun flokka á vinstri væng þegar til urðu Samfylkingin og Vinstri grænir.

Alla götu síðan hefur Samfylkingin gert ESB-aðild að þungamiðju sinnar stefnu, en VG hafnaði aðild frá upphafi. Við það var staðið til vors 2009, en þá var merkið fellt með sögulegum svikum af hálfu forustu VG við myndun ríkisstjórnar að afstöðnum kosningum. Um þau efni og framhaldið í kjölfar aðildarumsóknar að ESB í júlí 2009 geta menn lesið í nýútkominni bók Jóns Torfasonar skjalavarðar Villikettirnir og vegferð VG.

ESB nú á barmi upplausnar

Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá aldamótum eftir að 18 aðildarríki tóku upp evru sem sameiginlega mynt og mörg lönd í álfunni austanverðri gerðust aðilar.

Tilraunir til róttækra breytinga á grunnsáttmála ESB sigldu í strand 2005 og niðurstaðan varð útvatnaður sáttmáli 2009, kenndur við Lissabon. Jafnhliða dró verulega úr hagvexti á sambandssvæðinu og langvarandi atvinnuleysi jókst í mörgum aðildarríkjanna. Hefur það síðustu árin verið 10-11% að meðaltali og um 24% hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíþjóð nemur atvinnuleysið nú 7% og tæp 9% í Finnlandi.

Flóttamannastraumurinn sunnan að hefur undanfarið magnað upp andstæður innan ESB og sett Schengen samstarfið í uppnám. Síðasta höggið er síðan Brexit, ákvörðun meirihluta Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við ESB eftir 44 ára veru í sambandinu.

– Aðvörunum um framtíð ESB hefur rignt yfir undanfarið, síðasti skellurinn yfirlýsingar þýska hagfræðingsins Otmar Issing (f. 1936) eins helsta hugmyndafræðings að baki evrunnar og frá 2006 forseti Center for Financial Studies (CFS) við Goethe-háskólann í Frankfurt. Viðtal við hann undir fyrirsögninni Spilaborg evrunnar mun óhjákvæmilega hrynja (sjá Við- skiptablaðið 20. okt. sl.) hefur farið sem eldur í sinu um fréttaheiminn.

Hann segir þar framkvæmdastjórn ESB í Brussel vera „pólitíska ókind“ og Seðlabanka Evrópu „á hálli leið til Heljar“. Evran segir hann að hafi verið misheppnuð frá fyrsta degi og raunar áður en hún varð til.

Leið stjórnarandstöðunnar inn í ESB

Það er þetta Evrópusamband sem núverandi stjórnarandstaða og Viðreisn vilja leiða Ísland inn í á fullveldisafmælinu 2018. Þetta hefur verið staðfest með lítilsháttar blæbrigðum af talsmönnum flokkanna í kosningasjónvarpi RÚV undanfarið, og helsta bindiefnið milli þeirra er að fá þjóðina til að samþykkja að taka á ný upp aðildarviðræður við ESB og knýja jafnframt fram stjórnarskrárbreytingar sem heimili slíka aðild.

Enginn hefur kveðið fastar á um þetta en Össur Skarphéðinsson sem sagði 18. okt. sl. að í utanríkismálum legði Samfylkingin mesta áherslu á „að við höldum áfram aðildarumsókninni, ekki síst vegna þess að við viljum taka upp nýjan gjaldmiðil, við teljum að krónan hafi gengið sér til húðar.“

Í sama þætti sagði Ari Trausti frá VG „að ef það kemur upp ósk um að taka upp aðildarsamningana eða starta nýjum, þá auðvitað tökum við þátt í því.“

– Núverandi utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ítrekaði hins vegar að eftir afturköllun núverandi ríkisstjórnar liggi engin aðildarumsókn frá Íslandi lengur fyrir hjá ESB.

Hvernig sem því máli er háttað er ljóst að hugsanleg vinstristjórn með aðild Pírata hyggst knýja á um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem drjúgur meirihluti Íslendinga sem afstöðu taka samkvæmt skoðanakönnunum hefur verið andvígur um langt árabil.

Andstöðu VG við ESB-aðild stungið undir stól

Fráhvarf forystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESBaðild er annað og djúpstæðara en almenningur gerir sér grein fyrir. Eftir að einarðir ESB andstæðingar höfðu einn af öðrum hraktist úr þingflokki VG hljóðnuðu andstöðuraddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild.

Eftir að Ísland lagði inn aðildarumsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Steingrímur J. sem formaður eða arftakinn Katrín Jakobsdóttir hafi í blaðagreinum eða á öðrum vettvangi rökstutt og útskýrt þá formlegu afstöðu flokksins að vera á móti aðild.

Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa á sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæð- inga ESB-aðildar út úr röðunum. Öðru vísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeið. – Það sama er uppi á teningnum nú í aðdraganda kosninga.

Í kosningaáherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekar vitnanna við?"

 

Er þetta ekki nokkuð skýrt uppgjör gamals komma við þann núverandi æðstastrump VG Steingrím J. Sigfússon?

Þó nokkuð gott HJÖLL þó stutt sé fannst mér.


Ríkistjórnarfundurinn í bakaríinu

á Bernhöftstorfunni fór fram í gær. 

Enginn virðist vita eiginlega hvað rætt var um.  Aðspurðir voru fundarmenn fátalaðir og hugsanlega virtust þeir ekki hafa áttað sig á því sjálfir um hvað fundurinn snérist og gátu því ekki upplýst kjósendur um neitt sem máli skipti fyrir þá. Helst að allir hefðu áhuga á nýrri stjórnarskrá.

Líklega er þetta aðeins forsmekkurinn að því  sem koma skal þegar þessir aðilar taka til við alvöruna. Hugsanlega er þeir sjálfir farnir að kvíða því að verða að horfast í augu við veruleikann og sjálfa sig eftir kosningarnar. Þegar stóri Satan er kominn út í horn þá er bölvið þeirra farið. Þá tekur kattasmölunin við sem verður þeim mun erfiðari sem þeir eru fleiri. 

Framundan er órói á vinnumarkaði og verkföll geta vofað yfir innan hálfs árs. Þá reynir á nýtt fólk til að baka fólkinu vonarbrauð.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband